Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022. MIÐVIKUDAGUR 16, DESEMBER 1987. Miðbærinn: Líkamsárás og rán í nótt Maður um fertugt varð fyrir lík- amsárás og ráni við Reykjavíkurapó- tek í nótt. Maðurinn var á gangi um klukkan hálftvö er tveir menn, átján til tuttugu ára, réðust að honum og börðu hann nokkrum sinnum í and- litið. Mennirnir fóru í vasa hans og tóku um þrjú þúsund krónur sem hann hafði á sér. Maðurinn segir að sér hafi brugöið það mikið við árásina að hann hafi ekki getað varað sig fyrr en of seint. Maðurinn gat gefið lýsingu á mönnunum. Þeir voru átján til tutt- ugu ára. Annar var ljóshærður í dökkum leðurjakka og hinn dökk- hærður í dökkum leðurjakka og var hann með mikla keðju um hálsinn. ^ Lögreglan gerði mikla leit að mönn- unum í miðbænum en án árangurs. -sme Vestmannaeyjar: Stefán Run- ólfsson hefur sagtupphjá Vinnslustöðinni Stefán Runólfsson, sem um langt árabil hefur veriö framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum, sagði upp störfum sínum þar í fyrradag. Stefán stað- festi þetta í samtali viö DV en vildi ekki gefa upp hver ástæðan fyrir þessari óvæntu uppsögn er. Samkvæmt öðrum heimildum DV er þetta afleiðing af mikilli valdabar- áttu innan fyrirtækisins en hluthafar þess eru mjög margir. Fyrir um það bil ári var skýrt frá þessum átökum í fréttaljósi hér í DV. Þá var skipt um menn í stjóm fyrir- tækisins eftir átaka aðalfund og fylgdu sárindi í kjölfarið. Uppsögn Stefán nú mun standa í beinu fram- . w haldi af átökunum sem verið hafa síðan. Stefán Runólfsson er einn kunnasti framkvæmdastjórinn og talsmaður í sj ávarútvegi í _ Vestmannaeyj um. Hann sagðist myndi láta af störfum strax um næstu áramót. -S.dór LITLA GLASGOVT LAUGAVEGI 91 SÍIVII20320. LEIKFÖNG City91 ■í N LOKI Flóðbílarnir gætu hæglega orðið dýrasta brotajárnið! 55 milljónir í Subambilana „Það aö innflytjandinn í Noregi og fleiri aðilar hafa gert tilboð í þessa 235 bíla á eina og hálfa millj- ón dollara (um 55 milljónir ís- lenskra króna) sýnir að þeim er full alvara í því að hindra að þeir komi á götuna,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni en hér á landi er nú staddur maður frá útfiutningsfyritækinu í Japan til þess að hindra að Subarubílam- ir, sem lentu í flóðinu i Noregi, fari á götuna hér. „Samkvæmt okkar upplýsingum þýðir þetta tilboö aö innflytjend- umir fái tvær milljónir beint í vasann. Ástæðan fyrir þessu tilboði er sú að framleiðandinn leggur áherslu á að bílamir fari hvergi á skrá í heiminum. Þeir eiga að fara beint í brotajárn." Júlíus sagði aö tilboöinu hefði veriö hafnaö og sett fram gagntilboð sem væri „fárán- legt.“ En hvað skyldu innflytjendumir segja um tilboðiö? „Því verður aldrei tekið, þessar tölur em ekki til umræðu,“ sagði Margeir Margeirsson, einn inn- flytjendanna. Hann sagði að þetta tilboð stæöi engan veginn undir þeim kostnaði sem nú væri búið að leggja í og þeir væru því ákveðn- ir í aö selja bílana enda fengið íjölda umsókna. Híá Guðna Karlssyni í Bifreiða- eftirlitinu kom fram að engin afstaða hefði verið tekin ennþá um hvaða meðferö Subarubfiamir fengju þegar þeir kæmu en þeir fara i skip á morgun í Noregi og em væntanlegir í næstu viku. Bif- reiöaeftirlitið hefur hins vegar ákveðið að skrá Mitsubishi-bílana, sem lentu í vatnsfióði, eins og hverja aðra bfla. -SMJ Þingfundum lauk klukkan 19.30 í gærkvöldi sem er með fyrra fallinu miðað við síðustu daga, en mánudags- fundurinn stóð til klukkan 3 um nóttina. Vinnuálag þjakar þingheim þessa dagana, nefndarfundir hefjast snemma á morgnana og þingfundir standa fram á kvöld. í gær náðist hins vegar samkomulag á þinginu um að „hætta snemrna". Á þessari mynd sjást þingmenn tygja sig til brottfarar, „frelsinu“ fegnir. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Austanátt og vætusamt Á morgun verður austanátt ríkj- andi um allt land, víöa skúrir eða rigning um sunnanvert landið, en víða slydda austan- og norðan- lands. Hiti verður á bilinu 3 til 6 stig suðvestanlands en í kringum frostmark norðaustanlands. Ásmundur Stefánsson: Laun þyrftu að hækka um þriðjung árið 1988 - svo kaupmáttur héldist „Það er fullkomlega ljóst að for- sendur fjárlaga um launaþróun ganga engan veginn upp heldur hljóta að leiða til stórfelldrar kjara- skerðingar. Til þess eins að halda óbreyttum kaupmætti þyrftu laun að hækka um 8-9% 1. janúar og síðan um rúmlega 7% á þriggja mánaða fresti,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, í samtah við DV í morgun. „Til þess eins að halda kaupmætti á milh ára verður að hækka laun um um það bil þriðjung. Þá er miðað við þá forsendu að ekki komi gengisfeh- ing nú heldur haldist raungengi óbreytt," sagði Ásmundur. í spá Seðlabankans um breytingar á vísitölum verðlags, launa og gengis á næsta ári kemur fram að miðað við að gengi verði haldið stöðugu og laun á næsta ári þróist almennt á þann veg sem kjarasamningar við opin- bera starfsmenn segja til um muni kaupmáttur kauptaxta rýma um 5,5% á næstu 12 mánuðum, frá des- ember 1987 til desember 1988. Frá júní 1987 til desember 1988 muni kaupmáttur rýrna um 10,5%. Seðlabankinn spáir því úr frá sömu forsendum aö veröbólgan, miðað við framfærsluvísitölu, verði 20% á mihi áranna 1987 og 1988 en 11% frá upp- hafi til loka ársins 1988. -KMU Eggert Haukdal: Vill gengis- tryggja lántil langs tíma Eggert Haukdal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lagöi í gær fram á > Alþingi frumvarp sem gerir ráö fyrir að verðtrygging lána og annarra fjár- skuldbindinga verði afnumin. Vih hann í staðinn taka upp gengistrygg- g ingu á langtímalán en lágvextir ghdi um skammtímalán og lán af meðal- lengd. Eggert segir í greinargerð að verð- Æ trygging fáist ekki staðist lengur. Lánskjaravísitalan hafi sprengt : gjaldþol þegnanna, ekki aðeins at- vinnufyrirtækja og heimha, heldur a einnig opinberra stofnana og ríkis- sjóðs sjálfs. -KMU' Dollarinn á 36,34 krónur Doharinn Var skráður á 36,34 krón- ur hjá Seðlabankanum í morgun. > Miðað er við kaupgengi. Hann var skráöur á 36,20 krónur í gær og er það lægsta verö í áraraðir. Margir spáðu því fyrir nokkrum vikum að doharinn yröi á 37 krónur um ára- mótin en nú bendir aht til þess að hann æth að halda sig í kringum 36 krónumar - að öllu ööru óbreyttu. -JGH ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.