Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Side 14
14
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
Spumingin
Á Tryggingastofnun ríkis-
ins aö fá óhindraðan
aðgang að sjúkraskrám
lækna?
Jón Þór Hallsson: Þetta er auðvitað
viðkvæmt en ef grunur leikur á mis-
ferli er það sjálfsagt mál.
Þorvaldur Benediktsson: Einungis
þegar þess gerist þörf, svo sem við-
gengist hefur.
Nikulás Magnússon: Já, það tel ég
alveg tvímælalaust.
Ásmundur Guðbjörnsson: Já. Hér er
um fjármuni að ræða sem almenn-
ingur leggur fram.
Líney Skúladóttir: Mér finnst eðlilegt
að þama sé höíð aögæsla þannig að
læknar hafi þetta ekki algjörlega í
sínum höndum.
Lesendur
Verkaskipting ríkis og sveitaifélaga:
Þeir greiði sem nota
Breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hið mesta réttlætismál,
segir i bréfinu. - Atkvæðagreiðsla á Alþingi, en ekki um verkaskipting-
una.
K.B.K. skrifar:
Breytingar þær sem ríkisstjórnin
vill gera á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga mæta nú talsverðri
andstöðu á Alþingi. Er það að von-
um því á Alþingi sitja einhveijir
mestu „kerfiskallar" og ríkisaðdá-
endur sem uppi em meðal þjóðar-
innar.
Þegar ég tala um ríkisaðdáendur
á ég auðvitað við þá aðila sem viija
koma sem flestum verkefnum yfir
á hið opinbera og það greiði sem
mest af þeirri þjónustu sem lands-
lýður á kost á. Síðan sé almenning-
ur einfaldlega rukkaður um
greiðslur og það ótæpilega eins og
dæmin sanna. Staðgreiösla skatta
mun styðja dyggilega að þeirri inn-
heimtu og hún mun verða meiri
og þyngri en nokkum órar fyrir
(sbr. 12 mánaða skattatímabil í stað
10 áður).
En um hvaö snúast breytingar
þær sem ríkisstjómin vfil koma á?
Þær em aðallega fólgnar í því losa
ríkið, hinn sameiginlega sjóð
landsmanna, undan því greiðslu-
oki sem nú er viö lýði, án tfilits til
þess hvort allir landsmenn njóta
viökomandi þjónustu; að kostnað-
ur við marga rekstrarþætti úti á
landi færist til þeirra sem eiga aö
njóta þjónustunnar, af ríkissjóði til
sveitaiíélaganna.
Þannig á viðkomandi sveitarfélag
að greiða sjálft kostnað við dagvist-
arheimili sín, tónlistarskóla,
byggðasöfn, vatnsveitur og hafnir,
svo dæmi sé tekið. Og hvað er það
annað en eðlfiegt? Auövitað þýðir
þetta meiri útgjöld fyrir sveitarfé-
lögin en ríkið tekur annaö að sér á
móti. Og hvað er rangt við að þeir
greiði sem nota. '
Nú vilja alþingismenn margir -
og þá ekki eingöngu stjórnarand-
stöðumenn því stuðningsmenn
ríkisforsjár fmnast í öilum flokk-
um - að fyrst verði „tryggö fjár-
hagsleg staða sveitarfélaganna
gagnvart ríkinu" áður en ráðist
verði í verkefnatilfærslu sem gagn-
ist ríkinu lítið fjárhagslega, eins og
þeir segja.
Þessi afstaða þeirra er alröng og
stórkostlega viðsjárverð. Flest
sveitarfélögin vfija stefna að auknu
sjálfstæði með framkvæmdir hjá
sér og endurspeglast því þær breyt-
ingar, sem hafa verið kynntar af
ríkisstjóminni, vfija flestra sveit-
arstjóma og þar með íbúanna.
í sannleika sagt er þetta frum-
varp stjórnarinnar eitthvert það
mikilvægasta sem lagt hefur .verið
fram og réttlætismál fyrir skatt-
greiðendur. Hvers vegna eigum við
hér í Reykjavík t.d. að bera kostnað
af dagheimilum úti á landi, tón-
menntakennslu í hinum ýmnsu
byggðarlögum og lögn vatnsveitu?
Greiða sveitarfélögin úti á lands-
byggðinni kostnað við Hitaveitu
Reykjavikur? Eða félagsheimilin,
sem standa ónotuð að mestu um
alla landsbyggöina, eiga þau að
vera ríkisrekin?
Það má með ólíkindum teljast ef
stjórnarandstööuþingmönnum og
áhangendum þeirra í stjórnar-
flokkunum tekst að eyðileggja eitt
mesta réttlætismál sem borið hefur
verið upp á Alþingi íslendinga um
langt skeið.
Það er engin þörf
að kvarta
Gunnar Sverrisson skrifar:
Sem stendur er máttur skammdeg-
isins yflrgnæfandi. Samt hefur það
sinn þokka svo sem hagstæða verð-
urmynd og gefur fyrirheit um að dag
taki að lengja að nokkrum vikum
liðnum.
í dag, 2. janúar, skín sól í heiði með
fjögurra stiga frosti. Dálítið er liðið
frá sólstöðum og daginn lengir um
„eitt hænufet á dag.“- Baömurinn
við veginn stendur stoltur og tíguleg-
ur í laufleysi sínu og minnir að
nokkru á dróma náttúrunnar að
vetrinum.
En „Það er engin þörf aö kvarta,
þegar blessuð sóhn skín,“ sagði
skáldið forðum í einu af ljóöum sín-
um og ef vel er að gáð er þessi dagur
sem aðrir fullur af fjöri og athafna-
semi.
Þegnarnir vinna fyrir sínu daglega
brauði við mismunandi störf og er
eins og dálítið krydd og mótvægi við
lauflausan baðminn viö veginn og
gróðurleysi sem bíður vors að sunn-
an. Þangað til hefur ótal margt átt
sér stað frá hafi til heiða.
Menn eru ef tfi vill mishæflr til aö
taka á móti lífsljósinu með hækkandi
sól en fognuðurinn i sálinni mun
vakna um það leyti er baðmurinn við
veginn tekur að laufgast, gróðurheild
vaknar af dvala og vorsvölur kvaka.
En það er vetur um þessar mundir,
mfidur og gætinn í veruleika sínum.
Það gerir tfiveruna auðveldari en
ella fyrir marga því drottning dags-
ins, blessuð sólin, minnir þá á að
þeir hafa sannarlega eitthvað að lifa
fyrir, er höfðingi skammdegisins vík-
ur að lokum fyrir vorþey og birtu.
„ ... er gróðurheild vaknar af dvala
og vorsvölur kvaka“, segir Gunnar
af skáldlegri innlifun. - Gróðursetn-
ing að vori.
Bréfritari óttast að borgarstjóri færist of mikið í fang með þvi að halda
byggingu ráðhússins til streitu.
Ráðhúsbygging borgarstjóra:
Skaðar hún fylgi Sjálf-
stæðisflokksins?
Sjálfstæðismaður skrifar:
Þvi miður veigra ég mér við að
skrifa þetta bréf undir nafni þar sem
ég hef um árabfi unnið fyrir Reykja-
víkurborg og er háður því aö fá þar
verkefni, hér eftir sem hingað til.
Ég hef alla tíð verið sjálfstæðismað-
ur og stutt flokkinn með góðri
samvisku, ekki síst fyrir borgar-
stjómarkosningar, enda er ég ekki
búinn að gleyma því, frekar en aðrir,
hvemig vinstri sundrungaröflin fóru
að ráði sínu þau fjögur ár sem þau
filu heilli áttu að heita við stjóm hér.
En nú er ég farinn að kvíða næstu
borgarstjórnarkosningum. Það er
vegna ráðhússins sem mér skilst aö
borgarstjórinn sé ákveöinn í að
byggja, hvað sem hver segir. Borgar-
stjórinn er röggsamur og duglegur
en ég óttast að í þessu máli ætli hann
að færast of mikið í fang.
Þótt varlegt sé að taka mark á skoö-
anakönnunum skil ég ekki hvernig
unnt er að líta fram hjá því að í
tveimur slíkum sl. haust urðu niöur-
stöður á þann veg að 61% þeirra sem
tóku afstöðu vom á móti þessum
byggingaráformum og 39% vom
hlynntir þeim. - Niðurstöðumar
vom þær sömu, hvort sem fólk átti
heima í Reykjavík eða utanbæjar.
Hvemig er nú hægt að ganga fram-
hjá svona ákveðnum vísbendingum?
Maður, sem hefur unnið með mér
í mörg ár, spurði um daginn hvort
ég héldi að Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaði sér yfirleitt að bjóða fram til
borgarstjómar eftir tvö ár! - Ég skfidi
ekki alveg hvað hann var að fara en
hann taldi þá að andstaða við ráð-
húsbyggingu væri svo útbreidd að
þaö þýddi.ekki fyrir borgarstjórann
að reikna með miklu fylgi ef hann
ætlaði að ganga í berhögg við vilja
þorra manna í þessu efni og byggja
sitt ráðhús, hvað sem hver segir.
Borgarstjórinn má ekki gleyma því
að hann er ekki einn í Reykjavík. Þaö
er um eitt hundrað þúsund manns
sem á hér heima - auk hans!
Er góðærið farið?
Stjórna en ekki stjómast
Páll H. Jóhannsson skrifar:
Ég get ekki oröa bundist yfir öllu
„góðærinu", sem svo hefur veriö
kallað. Rikissjóður er rekinn með
5-6 miHjarða halla á síðasta ári en
þó hefur aldrei fengist meira fyrir
sjávarafurðimar - eða svo er sagt
og skrifaö.
Við síðustu kjarasamninga var
svo b’-ú um hnúta aö kauphækk-
uni.. ætti ekki ?.ú valda verðbólgu
og gerði ekki að raínu áliti og fleiri.
Samt er verðbólgan komin á skrið
aftur og vextir þaö háir að fyrir-
tæki og flölskyldur ráða ekki við
lánin. Væri ekki nær að hafa stjóm
á peningamálunum heldur en aö
láta vaða á súðum?
Ein stétt manna finnst mér
blómstra og það er verslunarstéttin
(kaupmenn). Það er kannski frjáls-
hyggjunni fyrir að þakka. Eða var
það ekki hún (fijálshyggjan), sem
átti að gera þaö að verkum, að
vömverð hækkaöi ekki svo mikið
sem raun ber nú vitni? Ætli versl-
unarhallirnar sýni það ekki best
og kannski er ennþá veriö að
byggja fyrir „tapiö“ eins og það er
kallað!
Mér finnst vera kominn tími til
að stjóramálamennirnir fari nú að
stjóraa en ekki að láta stjóraa sér.
Þeirvirðasthafa alla sína vitneskju
frá sérfræðingum. Ég held að nær
væri að stjóma af sannfæringu og
aðstæðum hveiju sinni en ekki aö
láta aðra segja sér fyrir verkum.
Hringið
í síma
27022
milli kl.
13 og 15,
eða skrifið.