Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Qupperneq 32
44
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
Jarðarfarir
Auður Hannesdóttir, Langagerði 66,
Reykjavík, andaðist í Landspítalan-
um 8. janúar sl. Jarðarforin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Björn Stefánsson frá Akurseli, Öx-
arfirði, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur
að morgni 14. janúar. Jarðarför hins
látna fer fram frá Skinnastað, Öxar-
firði, laugardaginn 23. janúar kl. 14.
Útför Helga Guðnasonar frá Karls-
skála, fyrrverandi póstafgreiðslu-
manns á Þórshöfn, fer fram frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Þórhallur Þorsteinsson, Bollagötu
10, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19.
janúar kl. 13.30.
Ingimundur Brynjólfsson frá Þing-
eyri, sem lést af slysförum 4. janúar,
var jarösunginn frá Þingeyrarkirkju
sl. laugardag.
Tapað - Fundið
Lyklakippa tapaðist
í miðbænum sl. miðvikudag. Kippan er
með amerískum silfurdollar og er mikil
persónuleg eign. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 17415.
Tilkyrmingar
BOKAVARÐAN
. 'V -GAM1.AR BÆKC'S OG NYJAK-
VATNSSTÍG 4 - REYKJAVlK - SlMI 29720
ISLAND
Ný bóksöluskrá
frá Bókavörðunni
Bókavarðan - gamlar bækur og nýjar
hefur sent frá sér 47. bóksöluskrá sína. í
þessari skrá eru rúmlega 600 bóka- og
timaritatitlar sem skiptast í margvíslega
flokka eftir efni og innihaldi: íslensk
fræði og norræn, saga lands, heims og
menningar, skáldsögur ísl. og erlendra
höfunda, hagnýt efni, lögfræði, kvæði,
leikrit, handbækur ýmsar o.m.fl. Bók-
söluskrá þessi er send ókeypis til allra
sem þess óska utan Reykjavíkursvæðis-
ins - og áhugamenn geta vitjað hennar í
verslunina á Vatnsstíg 4 í Reykjavík.
Janúar-
heftið
komiö út
MEÐAL EFNÍS:
m
handa
karlmönnm
Karlarí
kvennastörfm
og margt fleira.
r
Meiming
Valsatöfrar
- Peter Guth og Silvana Dussman á Vínartónleikum
Svokallaðir Vínartónleikar eru
löngu orðnir fastur liður á dag-
skránni hjá Sinfóníunni og njóta
mikilia vinsælda. Þetta fyrirbæri
er líklega vaxið upp úr nýárstón-
leikum frá Vín sem Ríkissjónvarp-
ið sendir okkur til afréttingar á
fyrstu dögum hvers árs og ekki
nema gott um það að segja. Þegar
maður hugsar til Vínar dettur
manni að vísu fyrst í hug Haydn,
Mozart, Beethoven og umfram allt
Schubert, stundum líka Mahler og
Bruckner. En á Vínartónleikum
eins og þessum eru það valsarnir
sem skipta máli og þá auðvitað
fyrst og fremst músík eftir Jóhann
Strauss og þá feðga. Og það eru
sosum ekki dónalegar traktering-
ar.
Á laugardaginn var kominn í
Háskólabíó mikilll snillingur viö
TónJist
Leifur Þórarinsson
svona músík: Peter Guth, fiðluleik-
ari og stjórnandi, beint frá Vín. Og
það var næsta ótrúlegt hvernig
hann fékk hljómsveitina til að
sveiflast með í Dónárbakkapolkum
og suðrænum rósavölsum. Og ekki
versnaði það þegar til liðs við
mannskapinn kom söngkonan Sil-
vana Dussmann, útlærð í valsatöfr-
unum í Vínarakademíunni og
Volksoper. Að vísu var eins og
hana vantaöi herslumuninn í létta
„elegansinum" (það er smekksat-
riði) en það var unun að heyra
Peter Guth, stjórnandi og fiðluleik-
ari.
hana í Csardasnum úr Leðurblök-
unni þar sem þarf kraft og skaphita
og snerpu á háu stigi. En mest var
þó gaman að kammermúsíkinni,
örstuttu númeri sem Peter Guth
lék með þrem félögum úr strengja-
deildinni: Vínargeði op 116 eftir
Jóhann Strauss eldri, útsettu fyrir
kvartett af Alexander Weinmann.
Það var hrífandi músík og fuU af
elskulegum fögnuði. Ekki má
gleyma Kirkjukór Akraness og Kór
Fjölbrautaskólans á sama stað, sem
sungu í tveim númerum af mikilli
list. Já, í heiid voru þetta eftir-
minnilegir tónleikar og til mikillar
ánægju. En næst væri samt gaman
að heyra Guth fara boganum um
strengina í t.d. fiðlukonsert eftir
Mozart: hann mun nefnilega gera
það flestum betur.
LÞ
Ferðaáætlun Utivistar 1988 er
komin út
í henni er getiö samtals 204 styttri og
lengri ferða um ísland. Höfuðáhersla er
lögð á útiveru og gönguferðir við allra
hæfi. Styttri ferðir, þ.e. dags- og kvöld-
ferðir, eru 112. Miklar breytingar hafa
verið gerðar á þeim og er tekin upp ný-
ung sem kallast ferðasyrpur. Viöamesta
ferðasyrpan er strandganga í landnámi
Ingólfs þar sem gengið verður frá Reykja-
vík og strandlengjunni fylgt suður á
Reykjanes og síðan austur að Ólfusárrós-
um í 22 ferðum. Helgarferðir er 72, bæði
um byggðir og óbyggðir, og eru flestar
þeirra í Þórsmörk en Útivist á þar tvo
gistiskála í Básum. Helgarferðir eru einn-
ig yfir vetrarmánuðina og er sú fyrsta
þorrablótsferð í Þjórsárdal þann 22.-24.
jan. með gistingu í félagsheimilinu Ár-
nesi. Sumarleyfisferðirnar eru fleiri en
áður eða alls 20, frá fjögurra til níu daga
langar. Oft er hægt að tengja saman ferð-
ir og lengja þannig sumarleyfið. Margar
nýjar sumarleyfisferðir eru á áætlun en
tlestar eru á Hornstrandir. Útivistarferð-
ir eru öllum opnar en félagsmenn greiða
lægra fargjald í helgar- og lengri ferðum.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofan i
Grófmni 1.
Lögfræðiaðstoð Orators,
félags laganema, er á fimmtudagskvöld-
um kl. 19.30-22 í síma 11012.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í
skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 19.
janúar að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og
stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma
28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leið-
beinandi verður Guðlaugur Leósson.
Öllum heimil þátttaka. Á námskeiðinu
verður leitast við að veita sem almenn-
asta þekkingu um skyndihjálp. Meðal
annars verða kennd viðbrögð við öndun-
arstoppi, beinbrotum, bruna og sýnd
myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar.
Nú er tækifæri fyrir fólk að læra fyrstu
viðbrögð við slysum eða endurbæta fyrri
þekkingu. Talið er nauðsynlegt að fólk
fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára
fresti til að halda þekkingunni við. En
fari á 2 kvölda upprifjunamámskeið einu
sinni á ári. Boðið verður upp á slík nám-
skeið á næstunni ef þátttaka fæst.
Námskeiðinu lýkur með verkefni sem
hægt er að fá metið í hinum ýmsu skól-
um.
Spilakvöld
Spilakvöld verkakvennafélag-
anna
Framsóknar og Sóknar
eru að hefjast. Fyrst verður spilað mið-
vikudaginn 20. janúar kl. 20.30 að Skip-
holti 50a.
Happdrætti
Happdrætti Samtaka gegn
astma og ofnæmi
Dregið var í 2000 miða happdrætti Sam-
taka gegn astma og ofnæmi 24. desember
sl. Vinningar komu á eftirtalin númer:
543 Fiat Uno bifreið.
1959 Útsýnarferð.
1330 Ferðaútvarpstæki.
Vinninga skal vitjað á skrifstofu Sam-
taka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu
10, sími 22153.
Gætni
verður mörgum
að gagni f umferðlnni.
yUMFBVMR
rað
Fréttir
Landamerkjadeila í Borgarfirði:
Slæm aðför að
bónda Brúsholts
- segir oddviti Reykholtsdalshrepps
Landamerkjadeila sem annars
vegar er milli Matthíasar Á. Mathies-
en ráðherra, Birgis Þorgilssonar
feröamálastjóra og Birgis Jóhannes-
sonar tannlæknis, en þeir eiga
saman jörð að Skógum í Reykholts-
dalshreppi í Borgarfirði, og hins
vegar Sigurðar Albertssonar, bónda
í Brúsholti, er nú komin til úrskurð-
ar sýslumanns. Deilan kom upp í
haust þegar ný arðskrá var gerð um
Flókadalsá sem rennur gegnum báð-
ar jarðimar.
Þórir Jónsson, oddviti Reykholts-
dalshrepps, sagði í samtali við DV
að mörg þung orð hefðu fallið í garö
þremenninganna vegna þessara
málaferla því að enginn hefði nokk-
um tíma efast um að skikinn til-
heyrði Brúsholti frá því að elstu
menn muna. Þætti mönnum þetta
því slæm aðför að bónda Brúsholts
sem munaði um tekjumar af ánni
en jafn háttlaunaðir menn og þre-
menningarnir þyrftu ekki á þeim að
halda.
Einnig þótti honum einkennilegt
að eigendur Skóga gerðu fyrst tilkall
til spildunnar 16 árum eftir að þeir
eignuðust jörðina.
Hann sagði landamerkjabréfin,
sem miðað er við, síðan fyrir alda-
mót og er í bréfi Skóga einungis
miðað við læk sem rennur út í Flóka-
dalsá en í bréfi Brúsholts er miö tekið
af móa sem stendur við ána. Því
gæti verið aö landamerkjabréfin
hefðu verið samhljóða þegar þau
voru samin en deilan stæði í raun
og veru um hvort lækurinn rynni í
sama farvegi nú og fyrir hundrað
árum.
„Sáraeinfalt mál“
„Þetta er sáraeinfalt mál og raunar
sambærilegt við það að einstaklingur
kaupi sér fjögurra herbergja íbúð í
Reykjavík og fái afsal frá fyrri eig-
anda fyrir henni. Hann býr þar í
ákveðinn tíma en einn góðan veður-
dag kemur maðurinn á neðri
hæðinni og segist eiga eitt herbergið.
Við keyptum jörðina að Skógum fyr-
ir 16 árum og fengum afsal frá
seljanda með nákvæmum landa-
mæralýsingum en þegar ný arðskrá
um laxveiði í Flókadalsá var gerð í
vor kom í ljós að bóndinn í Brús-
holti hafði aðrar hugmyndir um
landamerkin milli jarðanna. Greinir
okkur á um spildu sem er um 400
metrar að lengd meðfram ánni. Ósk-
uðum við þvi eftir að sýslumaöur
skæri úr um hvorri jörðinni spildan
tilheyrir," sagði Birgir Þorgilsson
ferðamálastjóri í samtali við DV.
Sigurður Álbertsson, bóndi í Brús-
holti, hefur búið þar síðan 1948 og
sagði hann engan hafa efast um að
skikinn tilheyrði Brúsholti allan
þann tíma. Hann sagði laxveiðitekjur
sínar af ánni undir hundrað þúsund-
um á ári en vildi annars lítið tjá sig
um málið.
-JBj
Reykjavíkurskákmótið:
Fjöldi stórmeistara hefur
tilkynnt þátttöku sína
- þar á meðal Mikhail Gurevich, 11. stigahæsti skákmaður heims
Hið árlega Reykjavíkurskákmót
hefst 23. febrúar næstkomandi. Það
er Skáksamband íslands og Taflfélag
Reykjavíkur með stuöningi Flugleiöa
hf. sem standa að mótinu sem er
opið 11 umferða mót og verður teflt
eftir svissneska kerfinu.
Allmargir erlendir stórmeistarar
hafa tilkynnt þátttöku sína í mótinu
en þeirra frægastur og öflugastur er
sovéski stórmeistarinn Mikhail
Gurevich sem er 11. stigahæsti skák-
maður heims um þessar mundir með
2.625 ELO-stig. Hann er 29 ára gam-
all.
Af öðrum þekktum köppum, sem
hafa tilkynnt um þátttöku, eru Sovét-
mennirnir Dolmatov og Kuzmin,
Robert Byrn og Walter Brown frá
Bandaríkjunum og ungverski stór-
meistarinn Adorjan.
íslensku stórmeistararnir Margeir
Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L.
Árnason og Guðmundur Siguijóns-
son ætla allir að vera með ásamt
flestum hinna ungu og efnilegu skák-
manna okkar.
Þráinn Guðmundsson, formaður
Skáksambands íslands, sagði í sam-
tali við DV að vel gæti verið að fleiri
frægir skákmenn bættust í hópinn.
Þráinn fer til Kanada með Jóhanni
Hjartarsyni og sagðist hann ætla að
reyna að fá einhverja af sterkustu
skákmönnum heims til að koma á
mótið.
Heildarverðlaun á mótinu veröa
25.600 dollarar eða tæp ein milljón
króna. Af þessari upphæð fær sigur-
vegarinn 9.000 dollara eða um 325
þúsund krónur, önnur verðlaun eru
6.000 dollarar og þriðju verðlaun
4.000 dollarar. Alls verða veitt 10
verðlaun. Ekki er ótrúlegt að þátttak-
endur verði á milli 70 og 80.
-S.dór
A annað hundrað hafa misst prófíð
Herferð lögreglunnar í umferðinni
hefur borið góðan árangur. Á annað
hundrað manns hafa misst ökuskír-
teini sín fyrir of hraöan akstur. Að
sögn lögreglu gæta menn ekki að sér
þrátt fyrir aukið eftirlit. Mikil aukn-
ing er á radarmælingum og eru nú
fleiri lögreglubílar með mæla en áð-
ur. Herferðinni verður haldið áfram.
Þá fer þeim fjölgandi sem aka ölv-
aðir. Aðfaranótt sunnudagsins voru
9 teknir grunaðir um ölvun við akst-
ur og í einu tilfellanna hlaust slys
af. Með þessu áframhaldi má búast
við að aukning verði á farþegum í
strætó.
-ELA