Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Utlönd SJö fórust í snjóflóði Sjö manns fórust og um þrjátíu slösuðust þegar snjóflóð féll á þorp- ið St Anton í Austurríki síðastlið- inn sunnudag. Srþóflóðið olli verulegum skemmdum á mörgum byggingum og hréif með sér fjölda bifreiöa og mikið af lausamunum. Talin er mesta mildi að ekki varð meira manntjón í flóöinu. Hermenn vinna nú að því að hreinsa vegi eftir snjóflóðið auk þess sem leit að fólki stendur enn þótt vonlítið sé talið að finna fleiri álifi. Hengja sexmenningana .. Stjómvöld í Suöur-Afríku hafa ákveðiö að framfylgja dauðadómum yfir sex blökkumönnum, sem dæmdir vom til hengingar fyrir morð á svörtum embættismanni, þrátt fyrir alþjóðlegar beiðnir um náðun. Lögfræðingur sex-menninganna, fimm karla og einnar konu, skýrði frá því í gær aö þeim hefði verið sagt að þau yrðu tekin af lífi í fangelsi í Pretoriu á íöstudag'. Talsmenn stjómvalda hafa ekki viljað staöfesta fregnir þessar en yfir- leitt tjá stjórnvöld í S-Afríku sig ekki um aftökur fyrr en þær hafa fariö fram. Eldflaugar á Teheran írakar skutu í morgun tveim eld- flaugum á Teheran, höfuðborg írans, og er þetta þriðji dagurinn í röð sem þeir gera árásir á borgina, eftir að tveggja daga óopinberu vopnahléi milh ríkjanna tveggja lauk. írakar hófu þessar árásir á sunnudagskvöld, þegar þeir skutu á Teheran, að eigin sögn í ,viðvör- unarskyni. Á mánudag skutu þeir niu eldflaugum á Teheran og íran- ar sögðust hafa svarað í sömu mynt, með þvi að skjóta tveim eld- flaugum á Bagdad, höfuðborg íraks. Að sögn stjórnvalda hafa hundr- uð manna fallið í árásum ríkjanna á höfuðborgir hvort annars undan- farið, þar af um þrjú hundruð almennir borgarar í íran. Þá halda íranar þvi fram aö þeir hafi fellt eða sært liðlega tvö þúsund íraska hermenn í bardögum á þrem stöðum á sunnudag og mánudag. Segjast þeir hafa gert þtjár árásir inn í norö-austanvert og austanvert írak þessa daga. Talið er að um sjötíu prósent alls heróíns, sem nú er selt í New York, komi frá Suðaustur-Asíu. í skyndiárás sem lögreglan í Hong Kong gerði á sunnudagsmorgun fundust tvö hundruð kiló af heróíni. Simamynd Reuter Heróínkóngur handtekinn Meintur leiðtogi heróínhrings í Suðaustur-Asíu, Kon Yu-Leung, hef ur verið handtekinn í New York. í gær var hann ákærður fyrir að hafa smyglað eiturlyfium til Bandaríkj- anna að andvirði eins milljarðs dollara. Að sögn embættismanna var eitur- lyfiakóngurinn, sem er flóttamaður frá Hong Kong, gripinn fyrir utan Hilton hótel í New York og var hann þá með falsaðan passa. Náinn banda- rískur samstarfsmaður hans, sem var fyrrverandi lögreglumaður í New York, var einnig handtekinn. Kon hefur verið leitað víða um heim frá árinu 1984 þegar hann fyrst vakti athygli yfirvalda á sér. Hann reyndi þá að smygla rúmlega hundr- að kílóum af heróíni til Bandaríkj- anna. Heróínið fannst um borð í togurum í höfninni í Hong Kong. Kon sá sér þann kost vænstan að flýja frá nýlendunni og starfaði síðan aðal- lega í Bólivíu og Panama. Aukin mótmæli í Panama „Við viljum dollara," hrópar þessi kona i Panama. Hún var ein af þúsund opinberra starfsmanna sem ekki fengu greidd nein laun í gaer og bankarn- ir voru enn lokaðir. Yfirvöld í Panama ihuga nú að greiða fólki með skömmtunarmiðum. Símamynd Reuter Mótmælaaðgerðir gegn Noriega, hershöíðingja í Panama, hafa nú einnig verið teknar upp í hverfum verkamanna. En þrátt fyrir aukinn þrýsting vegna efnahagsþvingana Bandaríkjamanna hyggst Noriega ekki einu sinni hugleiða yfirlýsingu spænskra yfirvalda um að ef hann biðjist þar hælis verði honum veitt landvistarleyfi. Noriega segist munu halda áfram að berjast fyrir yfirráðum yfir Pa- namaskurði sem hann segir Banda- ríkjamenn ágirnast. Samkvæmt samningi milli ríkjanna frá 1977 fell- ur skurðurinn undir yfirráð Panama eftir árið 2000. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti í gær að send hefði verið til Panama fimmtíu og fimm manna sveit sérstaklega þjálfuð til að’berjast við hryðjuverkamenn og einnig sérstök öryggissveit. Nú eru um tíu þúsund bandarískir hermenn í Panama. eru hvattir til að kynna sér verðkönnun Verðlagsstofnunar Vandið vöruvalið. • Gerið verðsamanburð Opið laugardaga frá 9-12 ivMit BIFREÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, sími 681200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.