Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Nauðungaruppboð til slita á sameign á fasteigninni Skálaheiði 5, 3. hæð, þingl. eigandi Lára Ólafsdóttir, fer fram í skrifstofu embaettisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtu- daginn 17. mars 1988 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Svala Thorlacius hrl. Bæjarfógetinn í Kópavogi HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - SJÚKRALIÐAR Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-71403 Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Frá grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1982) fer fram í skólum bo.rgarinnar miðviku- daginn 16. og fimmtudaginn 17. mars nk. kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskóla- nám næsta vetur. Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. mars nk. kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykja- víkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofan- greindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla, þarf ekki að innrita. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. 'CUPOCABD Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. Hámark kortaúttektar I slma kr. 4.000.- V?SA EUBOCAOO SMÁAUGLÝSINGADE ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Rjúpufell 35,4. hæð t.v., þingl. eigandi Halldór V. Karlsson, fer íram á eign- inni sjálfri fimmtud. 17. mars 1988 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Hákon Ámason brl. og Ólafur Gústafsson hrl. Völvufell 26, þingl. eigandi Kristín Högnadóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. mars 1988 kl. 16.00. Upp- boðsbeiðandi er Stefán Páfsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK Utlönd Gorbatsjov í Júgóslavíu Mikhail Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, kom í gær í opinbera heimsókn tii Júgóslavíu og er það í fyrsta sinn í tólf ár sem Sovétleiðtogi sækir Júgó- slavíu heim. Var Gorbatsjov ákaft fagnaö við komuna. Gorbatsjov mun eiga viðræður við forseta Júgóslvaíu, Lazar Mojsov, og kvaðst hann hlakka til að skiptast á skoðunum viö forsetann um þjóðar- brotin sem lifað hafa í báðum löndunum í aldaraðir. Gorbatsjov var spurður hvað hefði eiginlega gerst í Armeníu og Azerbajdzhan og kvað hann þar hafa komið upp „vandamál sem væru menningarlegs og framkvæmdalegs eðlis sem yfir- völdum hefðu yfirsést.“ Gorbatsjov sló á létta strengi við fréttamenn og sagði að ef þeir gætu bent honum á land þar sem ekki væru slík vanda- mál fyrir hendi myndi hann fara þangað strax. Gorbatsjov og leiðtogar Júgóslavíu munu meðan á heimsókninni stend- ur undirrita yfirlýsingu þar sem kveðið er á um fullt jafnræði ríkj- anna og sjálfstæði. Yfirlýsing þessi er mikilvæg fyrir Júgóslava sem árið Forseti Júgóslaviu, Lazar Mojsov, tók í gær á móti Gorbatsjov Sovétleiðtoga 1948 voru reknir úr alþjóðasambandi i Belgrad. Símamynd Reuter kommúnista. Olafur helgi fór á þijár milljónir Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: Mynt, sem inniheldur tvö grömm silfurs, var seld á uppboði 1 Osló um helgina fyrir þrjár milljónir ís- lenskra króna og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mynt á Norðurlöndum. Verömæti myntarinnar felst i því að hún er frá því snemma á elleftu öld og með áþrykktri andlitsmynd af Ólafi helga Noregskonungi. Að- eins þrettán sambærilegir skilding- ar eru til í heiminum í dag. Myntin fannst í Póllandi snemma á síðasta áratug og á uppboðinu um helgina komst hún í hendur norsks. myntsafnara. Útgöngubann á Gazasvæðinu Yfirvöld í ísrael hafa nú fyrirskipað útgöngubann á Gazasvæðinu aö næt- urlagi. íbúar Gazasvæðisins höfðu boðaö til nýrra aðgerða til þess að mótmæla yfirráðum ísraela. ísraelskar útvarpsstöðvar greindu frá því í gær að útgöngubannið hefði verið sett á til þess að Palestínumenn gætu ekki dreift flugritum þar sem hvatt er til aðgeröa gegn ísraels- mönnum. Útvarpsstöðvarnar sögðu einnig að herinn vonaðist til að menn væru nú ekki jafnhræddir við glæpa- öldu vegna fjöldauppsagna palestín- skra lögreglumanna. Israelskir hermenn handtaka Palestinumann eftir mótmælagöngu á Vestur- bakkanum. Simamynd Reuter Að minnsta kosti helmingur þeirra þúsund Palestínumanna sem starfað hafa fyrir ísrael á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu hafa sagt upp störf- um sínum. Eru þeir sagðir hafa óttast um líf sitt eftir hótanir í flugritum. Mótmælendur hafa þegar tekið af lífi arabískan lögreglumann og upp- ljóstrara. Boðað hefur verið til allsherjar- verkfalls í dag og á morgun á her- teknu svæðunum þar sem að minnsta kosti 91 Palestínumaður hefur fallið frá því að óeirðimar hó- fust fyrir þremur mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.