Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Frjálst.óháð dagblað Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELl.AS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Láglauna-varðveizla íslendingar reka umfangsmikla og kostnaðarsama fiskgeymslu um alla sjávarsíðuna. Við köllum hana fisk- iðnað og teljum okkur trú um, að hún sé eins konar iðnaður, eins og í bílaverksmiðjum. Enda er hún rekin með flóknum færiböndum og hugvitsamlegum tækjum. Svo skiljum við ekkert í, að fiskvinnslan er rekin með tapi og getur ekki borgað starfsfólki nógu mikil laun til að lifa í nútímaþjóðfélagi. Samt borgar atvinnu- greinin yfirleitt mun minna fyrir fiskinn en hhðstæð samkeppnisfyrirtæki geta borgað í öðrum löndum. Samningaviðræður samtaka verkamanna og vinnu- veitenda sprungu einmitt á fiskvinnslunni. Þar geta vinnuveitendur sízt borgað hærri laun og þar þurfa starfsmenn jafnframt allra helzt á hærri launum að halda. Þverstæðan hefur nú hleypt vítahring af stað. Verkfall er hafið hjá fiskvinnslukonum í Vestmanna- eyjum og ástand er orðið ótryggt í fjölmörgum verstöðv- um. Þetta virðist vera torleystur vandi, því að fáir fiskverkendur hafa eins góða afkomu og þeir, sem sömdu í Grindavík um 2000 króna mánaðaruppbót. Bæta mætti margt í sjávarútvegi og þjóðfélaginu í heild, ef ríkisstjórnin félli frá fastgengisstefnu og hætti opinberri skráningu á gengi krónunnar. En það mundi aðallega gagnast fiskveiðunum, en miklu síður fisk- vinnslunni, svo' sem sjá má af samanburði við útlönd. Fiskveiðarnar eru svo hagkvæmar og samkeppnis- hæfar, að þær blómstra, þótt þær selji afurðir sínar til innlendrar fiskvinnslu á lægra verði en til útlendrar fiskvinnslu. í rauninni borgar sig fyrir þær, að skipin sigli með aflann eða afhendi hann í gáma til útflutnings. Um leið er fiskvinnslan svo óhagkvæm og ósam- keppnishæf, að hún er rekin með tapi, þótt hún fái aflann á lægra verði en útlendir keppinautar. Á afkomu fólks og fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu er því eðlismunur, sem ekki verður skýrður með krónugengi. Bent hefur verið á, að unnt er að auka hagkvæmni í fiskvinnslu. Áætlað hefur verið, að með hálfs milljarðs króna tæknivæðingu mætti spara nokkra milljarða á ári í greininni. Þetta er nauðsynlegt að gera, en leysir ekki vanda, sem á dýpstu rætur sínar annars staðar. Vítahringur fiskvinnslu felst í, að hún er ekki fyrst og fremst iðnaður', er framleiðir verðmæti og há laun, heldur geymsla, er varðveitir verðmæti og lág laun. Af- urðirnar, sem koma út úr frystihúsunum, eru í ýmsum tilvikum verðminni en afurðirnar, sem koma inn í þau. ísfiskurinn er í rauninni verðmætasta ástand aflans, því að kröfuharðir viðskiptavinir taka ísfisk fram yfir freðfisk eða annan verksmiðjufisk. Því er hagkvæmara að koma ísfiski í sem ferskustu ástandi á markað held- ur en að breyta honum í varanlegt geymsluástand. Þetta endurspeglast í kröfum um skattlagningu gáma- fisks í þágu fiskvinnslu. Það er í samræmi við hina útbreiddu skoðun hér á landi, að vaxtarbrodd skuli kæfa til að vernda kalvið hefðbundinna greina. í því skyni er talað óvirðulega um ísfisk sem „óunninn“ fisk. Þegar shkar kröfur ná ekki fram að ganga, er farið fram á, að ríkið komi til skjalanna og greiði hluta af launum starfsfólks, til dæmis með því að veita því sér- stakan skattaafslátt. Þessar óskir, sem heyrast núna, varða veg fiskvinnslunnar í átt til félagsmálastofnunar. Rætur kjaraátakanna í fiskvinnslu liggja í þróun tækni og samgangna í heiminum. Vandanum mun linna, er þjóðin lítur upp frá færiböndum fiskvinnslunnar. Jónas Kristjánsson Heilbrígðiseftiiiit með innfluttum matvælum í heimi vaxandi mengunar hljóta allir hugsandi íslendingar að sjá mikilvægi þess að við fylgjumst nákvæmlega með matvælainn- flutningi til landsins. Það er okkur sem þjóð til lítils sóma hvernig hefur verið haldið á þeim málum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar okkar og sjálfsvit- und. Samtímis er þetta vitnisburð- ur um hversu illa við kunnum að meta og hlúa að eigin framleiðslu. Ekkert raunhæft eftirlit Til aö vekja athygli á þessu alvar- lega máli lagði ég fram fyrirspum í sameinuðu Alþingi til heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra er hljóðaði þannig: „Hvernig er heilbrigðiseftirliti hagað á innfluttum matvælum, t.d. á grænmeti og ávöxtum?“ Astæður fyrir þessari fyrirspurn eru eftirfarandi: íslendingur, sem dvaldi úti í Hol- landi nokkra mánuði á síðastliönu ári, fékk vitneskju um þaö að græn- meti, sem var selt til Finnlands, var endursent meö þeim ummælum aö þetta væri hvorki sölu- né neyslu- vara. Sömu heimildir segja að Hollendingar hafi staðið frammi fyrir því að setja þessa sendingu á öskuhaugana eöa 'senda hana til íslands þar sem þeir töldu sig hafa um það vitneskju að heilbrigðiseft- irhti með innfluttum matvælum væri hér mjög ábótavant. Og þeir sendu þessa sendingu til fslands. Svipaðar fregnir hafá borist frá Danmörku, Belgíu og Þýskalandi, þ.e.a.s. að ummæli og viðhorf fram- leiðenda og útflytjenda í þessum löndum séu lík og hjá Hollending- um, að hér sé ekkert raunhæft heilbrigðiseftirlit og því minni áhætta að senda matvörur hingað en til annarra landa, matvöru, sem vafasamt er að komist í gegnum raunhæft heilbrigöiseftirlit. Eftir Chernobyl-slysið í Sovét- ríkjunum í apríl 1986 var mjög hert á öllu heilbrigðiseftirliti á öllum neysluvörum í flestum löndum Evrópu. Slysum haldið leyndum Um síðustu áramót var sagt frá miklu kjarnorkuslysi sem varð í * Norðvestur-Englandi fyrir 30 árum eða árið 1957. Þessu slysi var hald- ið leyndu samkvæmt fyrirskipun Harolds MacMillan, þáverandi for- sætisráðherra. Tony Benn, fyrrum orkumálaráöherra Verkamanna- flokksins, sagði í viðtalsþætti i ríkisútvarpinu breska, BBC, þar sem rætt var um þetta kjarnorku- slys, að svipuðum atvikum heíði verið haldið leyndum. Hann sagði aö ef öll skjöl síðustu þriggja ára- tuga yrðu nú gerð opinber myndu tugir svipaðra atvika koma fram í dagsljósið. Þetta sagði þessi fyrr- verandi breski ráðherra. Það er því upplýst aö kjarnorku- slysum yflrleitt er haldið leyndum, þ.e.a.s. þegar aðstæður eru þannig að það sé hægt. Af þessari ástæðu er þaö ámæli- svert og raunar mjög alvarlegt að ekki skuh vera hér raunhæft eftir- ht með innflutningi á öllum matvælum því að engin trygging er fyrir því að innflutt matvæh séu ekki geislavirk, sbr. þessi mörgu kjarnorkuslys. í öðru lagi hggur það fyrir að skógarnir í Mið-Evr- ópu og a.m.k. í suðurhluta Skand- inavíu eru að deyja vegna ört vaxandi mengunar. Er ekki full ástæða til að fylgjast með því hvort grænmeti, ávextir og hvers konar jarðargróður, sem framleiddur er tíl neyslu í þessum löndum, sé hættulegur heilsu manna áður en KjaUarinn Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju hann fer til dreifingarstöðva hér á landi th sölumeðferðar? Mismunandi tegundir skordýraeiturs Fyrir skömmu hitti ég hjón, sem hafa búið erlendis í nokkur ár, í landi sem fraiflleiðir verulegt magn af grænmeti, kartöflum og ávöxt- um til útflutnings. Þau sögðu að þar í landi væri notað mildara skordýraeitur á þá akra þar sem uppskeran fer á innanlandsmark- að. Hvað segir þetta okkur? Því er ekki sama skordýraéitur notað hvort sem um er að ræða innlend- an markað eða th útflutnings? Eru þetta steindauðir menn sem bera ábyrgð á heilbrigðiseftirliti á inn- fluttum matvælum hér á landi? í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni kom m.a. eftirfar- andi fram orðrétt: „Ég vil nota tækifærið og vekja athygli á því að eigi áðurnefndar tillögur að ná fram að ganga, um að innflutningseftirlit eigi að vera eins og gerist hjá nágrannalöndun- um, þarf að koma til stóraukinn skilningur frá fjárveitingavaldinu á störfum Hollustuvemdar ríkis- ins. T.d. þarf að koma fyrir efnar- annsóknum á matvælum innan stofnunarinnar en fyrirmæli þar að lútandi hafa verið í lögum frá 1976 án þess að hægt hafi verið að framfylgja þeim. Vil ég benda á að fyrir Alþingi hefur verið lagt frum- varp til laga um breytingu á lögum nr. 109 frá 1984 um hollustuhætti og hehbrigðiseftirlit og því reyndar dreift í þingskjölum í dag.“ Síðar segir ráðherrann í ræðu sinni: „Að lokum vh ég benda á að meöan heilbrigðiseftirht meö inn- fluttum matvörum fer ekki fram áður en varan er tohafgreidd er hætta á því að til landsins berist alls kyns óþurftarvarningur sem jafnvel hefur verið vísaö frá í öðr- um löndu'm. Augljós hætta Ekki ætla ég að bera neinar brigður á það sem kom hér fram hjá háttvirtum fyrirspyrjanda, að það sem hann sagöi frá reynslu frá öðrum löndum kunni að vera rétt.“ Já, það er þá komið fram hjá ráð- herranum að ekkert raunhæft heilbrigðiseftirht er með innflutn- ingi á matvælum hér. Ekki vantar lagafyrirmæh, þau hafa verið til staðar í 12 ár. En það vantar rögg- semi og skhning fyrir þessum málum. Því er augljós aukin hætta á að inn í land okkar séu fluttar matvörur sem ekki eru hæfar til neyslu. Sú hætta hefur enn aukist þar sem aðrar þjóðir hafa eflt mjög eftirlit meö innflutningi matvæla. Ennfremur sagði ráðherra að eft- irlitið væri í höndum heilbrigðis- eftirhts sveitarfélaganna í samræmi við lög nr. 109 frá '84. Hins vegar er það eftirht fyrst og fremst með smásöluverslunum en ekki meö innflutningi hvað þá að það sé á þeirra færi að annast geislamælingar. Yfirstjórn þessara mála er í höndum Hollustuverndar ríkisins en hlutverk þeirrar stofn- unar er fyrst og fremst leiðbein- andi. Aðeins í undantekningartil- fellum fer stofnunin með beint eftirht. Sem dæmi um shk undan- tekningartilfehi er eftirht með innflutningi matvæla frá Austur- Evrópulöndum en hann sætir ákveðnum takmörkunum eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl, að sögn ráðherrá. Óverjandi Eftir að þær upplýsingar hggja fyrir, er ég hér að framan hef til- greint, er það með öllu óverjandi að hafa þennan innflutning á mat- vælum eftirhtslausan. Það verður að kreíjast þess af heilbrigðisráð- herra og íj árveitingavaldinu að ekki standi á frumkvæði eða fjár- magni til slíks eftirhts. Það er líka athugandi að innheimta sérstakt gjald af þessum matvælainnflutn- ingi til að standa undir raunhæfu heilbrigðiseftirliti á honum, þar með talið geislamælingum. Það er athyglisvert að fjölmiðlar hafa ekki sagt frá þessari fyrir- spurn minni né umræðu um hana á Alþingi. Hvernig skyldi standa á því? Er þetta svo lítilfjörlegt mál í augum fjölmiðlamanna að það taki því ekki að fjalla um það? Það hafa ýmsir rætt við mig um þessa fyrirspurn, meðal annarra neytendur hér í borginni. Það eru margir undrandi á að Neytenda- samtökin skuh ekki láta þessi mál til sín taka. Að minnsta kosti hefur ekkert heyrst í þeim enn sem kom- ið er. Aftur á móti eru síendurtekn- ar kröfur frá þeim um frjálsan innflutning á matvælum. Nokkrir aðilar hafa sagt mér að Neytendasamtökin séu í raun fá- menn klíka sem sé venjulega samstiga innflytjendum. Og það sé með ólíkindum ef um tilviljun sé að ræða. Hvort Neytendasamtökin eru höfð fyrir rangri sök af þessum umræddu aðilum get ég ekkert sagt um. Hitt er undrunarefni ef þessi samtök, er segjast berjast fyrir hagsmunum neytenda, láta sig engu skipta í hvaða ásigkomulagi innfluttar matvörur eru sem hér eru á boðstólum. Ef þetta eru ekki neytendamál þá mun það hljóma undarlega í eyrum landsmanna því að hér getur verið um að ræða neysluvörur sem eru skaölegar heilsu manna. Vilja stjórnvöld eða Neytendasamtökin bera ábyrgö á slíkum innflutningi? Stefán Valgeirsson „Það er því upplýst að kjarnorkuslys- um yfirleitt er haldið leyndum, þ.e.a.s. þegar aðstæður eru þannig að það sé hægt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.