Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. 33 LífsstíU Úrslit í Hængsmótinu í Hængsmótinu var að þessu sinni keppt í boccia, borðtennis og lyftingum en keppni í bogfimi féll niður vegna ónógrar þátttöku, Elvar Thorarensen, ÍFA, fékk Hængsbikarinn að þessu sinni en hann er veittur þeim kepp- anda sem nær bestum árangri í mótinu samanlagt. Önnur úrslit urðu þessi: Lyftingar (bekkpressa) stig 1. Reynir Kristófersson, ÍFR, 68,8 2. Arnar Klemenss., Viljanum, 57,0 3. Reynir Sveinsson, ÍFR, 56,5 Borðtennis Úrslitaleik Elvars Thorarensen og Stefáns Thorarensen, sem báðir eru úr ÍFA, var frestað en í 3. sæti varð Sigurrós Karlsdóttir, ÍA. Boccia (hreyfihamlaðir) 1. Elvar Thorarensen, ÍFA 2. Helga Bergmann, ÍFR 3. Stefán Thorarensen, ÍFA Kátur hópur keppenda úr félaginu Snerpu frá Siglufiröi. íþróttafélagiö Eik á Akureyri var að sjálfsögðu með fjölmennan hóp vaskra keppenda á mótinu. DV-myndir gk/Akureyri Ég ætla að verja titilinn - sagði Ólafur Þormar Gunnarsson úr Gáska Boccia (þroskaheftir) 1. Pétur Pétursson, Eik 2. Matthías Ingimarsson, Eik 3. Jón Líndal, Gný í sveitakeppni hreyfihamlaðra sigraði A-sveit ÍFR, A-sveit ÍFA varð önnur og B-sveit ÍFA varð þriðja. í sveitakeppni þroskaheftra sigraði A-sveit Eikar, A-sveit Snerpu varð önnur og Gáski varð í 3. sæti. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ólafur Þormar Gunnarsson heitir íþróttamaður sem keppir með Uði frá íþróttafélaginu Gáska sem er frá Skálatúni í Mosfellsbæ. Gáski tók nú þátt í Hængsmótinu í fyrsta skipti og sendi þrjá keppendur. „Ég æfi boccia, sund og frjálsar íþróttir og er búinn að gera það í 6 ár, eða frá því íþróttafélagið okkar var stofnað," sagði Ólafur. „Það er mjög gaman að keppa í íþróttum og gaman að koma til Akureyrar,“ bætti hann við.. Ólafur er íslandsmeistari þroska- heftra í boccia, vann þann titil í Keflavík á síðasta ári. „Ég er alveg ákveðinn í vinna aftur á næsta ís- landsmóti,“ sagði Ólafur er við kvöddum hann. Olafur Þormar Gunnarsson frá Gáska í Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.