Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Fréttir i>v Níunda vélsleðakeppnin í Mývatnssveit: Ahorfendur yflr sex hundruð og keppt í nýjum greinum son á Polaris 600 á 17,36 sek. Flokkur B. Fyrstur varð Hörður Sigurbjarnarson á Yamaha Exiter á 18,17 sek., annar Rúnar Arason á Air Tiger á 18,47 og þriðji Hinrik Árni Bóasson á Indy 400 á 18,48. Flokkur C. Fyrstur varð Tómas Eyþórsson á Indy Trail á 18,24 sek., annar Gunnar Hákonarson á 18,58 sek. og þriðji Sturla Fanndal á Indy Trail á 18,83 sek. Eftir hádegi á laugardag fór fram brautarkeppni nálægt Kröfluvirkj- un. Brautin var 2,9 km að lengd með 39 hliðum, stökkþraut, bremsuþraut og nálarþraut. Úrslit í flokki A urðu þau að fyrstur varð Ingvar Grétarsson á Polaris 650 á 7:19,14 mínútum, annar varð Jó- hannes Reykjalín á 7:21,40 mín. og þriðji Árni Grant á Polaris 600 á 7:24,23 mín., Flokkur B. Fyrstur varð Hörður Sigurbjarnarson á Yamaha Exiter á 7:39,88 mín., ann- •ar Arnar Valsteinsson á Indy 400 á 7:54,43 mín. og þriðji Ofeigur Fanndal á Indy 400 á 7:57,70 mín. Flokkur C. Fyrstur varð Gunnar Hákonarson á Indy Trail á 7:40,33 mín., annar Þorlákur Jónsson Indy Trail á 7:42,32 mín. og þriðji Sturla Fanndal á Indy Trail 7:59,01 mín. Um kvöldið var svo mikil sam- koma í Sólbrekku með mat, skemmtiatriðum og verðlaunaaf- hendingu. Dans á eftir. Guðmund- ur Gíslason, forstjóri Bifreiða- og landbúnaðarvéla, fékk viðurkenn- ingu frá Björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit fyrir vélsleða sem hann gaf sveitinni þegar keppnin fór fram í fyrra. Þá fékk Þröstur Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík, viðurkenningu frá Mý- vatni 88 vegna mikillar aðstoðar við þessa keppni í mörg ár. Keppn- in í heild þótti takast vel og urðu engin slys á fólki. Finnui Baldursson, DV, Mývatnssveit . Vélsleðakeppnin Mývatn 88 fór fram dagana 3.-6.mars í ágætis- veðri. Það eru björgungarsveitin Stefán og iþróttafélagið Eilífur sem standa að keppninni. Alla dagana var boðið upp á skoðunarferðir með leiösögn. Þetta var níunda vél- sleðakeppnin sem haldin er í Mývatnssveit og þyrfti að athuga fyrir næsta ár að fá leyfi til að kalla keppnina íslandsmót sem hún hef- ur raunverulega verið óumdeilan- lega. Mikill fjöldi fólks og sleða mætti á staðinn og voru áhorfend- ur þegar mest var um 600-700 og hátt á annað hundrað sleðar komu. Keppendur voru 67. Á föstudag var keppt í nýrri keppnisgrein, svonefndu fjallaralli, en í því kepptu sveitir frá vélsleö- aumboðunum, skipaöar þremur mönnum hver. Sveit Polaris bar sigur úr býtum en í henni voru Ingvar Grétarsson, Þorlákur Jóns- son og Jón Ingi Sveinsson. Sveit Yamaha varð í öðru sæti, skipuð Arnþóri Hallssyni, Benedikt Val- týssyni og Sigurjóni Gylfasyni. Svéit Artic Cat lenti í þriðja sæti en hana skipuðu Magnús Þorgeirs- son, Bergsveinn Jónsson og Pálmar Pálmarsson. Um kvöldið var mót- setning í Hótel Reynihlíð. Fyrir hádegi á laugardag fór fram kvartmíluspyrnukeppni á Vítismó- um. Úrslit í AA flokki urðu þannig að fyrstur varð Finnur Aðalbjörns- son á Wild Cat á 15,68 sekúndum, í öðru sæti varð Stefán Þengilsson á Wild Cat á 15,95 sek. og þriðji varð Tómas Eyþórssón á Polaris 650 á 16,37 sek. Flokkur A. Fyrsta sæti Vilhjálmur Ingvarsson á Pol- aris 600 á 16,60 sek., í öðru sæti Stefán JónssonáFormúla + á 17,00 sek. og þriðji Sigurður Kristjáns- Keppandi á Indy 650. DV-mynd Rúnar Þór Björnsson DV-mynd Rúnar Þór Björnsson Fylgst með keppni. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bflamarkaöi DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bilasala og bilaumboóa fjölbreytt úrval bfla af öllum geröum og i öllum veröflokkum. Aw jl ) L. AUGLYSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar i bllakálf þurfa aö berast í slöasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar i helgar- blað þurfa aó berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA Róbert Agnarsson, framkvæmda- stjóri Kisiliðjunnar. Kisiliðjan tölvuvæðist ------------------------v Firmur Balduisson, DV, Mývatnssveit: Það er mikið að gerast hjá Kísiliðj- unni í Mývatnssveit því þar er verið að taka í notkun tölvu af Wang-gerð, sem mun breyta miklu í rekstri verk- smiðjunnar. Hún verður tengd við bókhald, iaunagreiðslur og lager fyr- irtækisins og fleira í framtíðinni. Þá verður tölvan í sámbandi við París og fleiri staði, einnig umboðsaðila í Reykjavík svo þeir geti gert leiörétt- ingar á kerfmu ef með þarf. Að sögn Róberts B. Ágnarssonar framkvæmdastjóra, er þetta mikil- vægur áfangi í uppbyggingu fyrir- tækisins og mun vonandi skila sér vel í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.