Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
35
Afmæli
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri, Smáragötu 2,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Þorsteinn fæddist á Hamri í Þver-
árhlíð og var í námi í Héraðsskól-
anum í Reykholti 1951-1954 og tók
gagnfræða- og landspróf þaðan.
Hann var í námi í Kennaraskóla
íslands 1955-1957 og vann við
sveitastörf samhhða námi til 1958.
Hann fékkst síðan við bókavörslu
og verkamannavinnu í Reykjavík
samhhða ritstörfum og hefur ein-
göngu fengist við ritstörf frá 1967.
Þorsteinn var í stjóm Rithöfunda-
félags íslands 1966-1968 og hefur
verið í stjórn Rithöfundasambands
íslands frá 1985. Hann hlaut menn-
ingarverdlaun DV 1981 fyrir Haust
í Skírisskógi og bækur hans, Fiður
úr sæng Daladrottningar og Spjóta-
lög á spegh, voru tilnefndar til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs.
Rit Þorsteins eru: í svörtum kufli,
ljóð, 1958. Tannfé handa nýjum
heimi, ljóð, 1960. Lifandi manna
land, ljóð, 1962. Skuldaskil, þættir
úr ísl. þjóðlífi, 1963. Lágnætti á
Kaldadal, ljóð, 1964. Jórvík, ljóð,
1967. Himinbjargarsaga eða Skóg-
ardraumur, skáldsaga, 1969.
Veðrahjálmur, ljóð, 1964. Möttull
konungur eða Caterpiilar, saga úr
sveitinni, 1974. Fiðrið úr sæng
Daladrottningar, 1977. Haust í Skír-
isskógi, skammdegisprójekt, 1980.
Spjótalög á spegil, ljóð, 1982. Ljóða-
safn, 1984. Ný ljóð, 1985. Urðagald-
ur, ljóð, 1987 og Ættemisstapi og
aðrir vermenn, 1987.
Sambýliskona Þorsteins var Ásta
Jóna Sigurðardóttir, f. 1. apríl 1930,
d. 21. desember 1972, rithöfundur.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Benjamín Jónsson, b. á Litla:
Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi, og
kona hans, Þóranna Guðmunds-
dóttir. Börn Þorsteins og Ástu eru
Dagný, f. 31. október 1958, nemi í
Tækniskólanum, Þórir Jökuh, f. 2.
nóvember 1959, fréttamaður hjá
RÚV í Rvík, kvæntur Matthildi
Hermannsdóttur, og Böðvar
Bjarki, f. 2. nóvember 1960, farmað-
ur, sambýliskona hans er Carolyn
Ann MacAIister verkakona, Kol-
beinn, f. 24. janúar 1962, farmaður,
sambýliskona hans er Sandra
Sveinbjörnsdóttir viðskiptafræð-
ingur, og Guðný Ása, f. 11. júní
1964, meinatæknir. Þorsteinn
kvæntist 2. desember 1967 Guðr-
únu Svövu Svavarsdóttur, f. 22.
desember 1944, rithöfundi, þau
skildu. Foreldrar hennar eru Sva-
var Ólafsson, klæðskeri í Rvík, og
kona hans Ehsabet Lilja Linnet,
deildarstjóri hjá ESSO. Sonur Þor-
steins og Guðrúnar Svövu er Egill,
f. 7. október 1968, menntaskóla-
nemi. Sambýliskona Þorsteins er
Laufey Sigurðardóttir, f. 10. maí
1955, fiðluleikari. Foreldrar hennar
eru Sigurður Örn Steingrímsson,
prófessor í guðfræði, og kona hans,
Bríet Héðinsdóttir, leikkona og
leikstjóri. Bróðir Þorsteins er Þór-
arinn Viðfjörð, f. 30. júní 1942, b. á
Hamri í Þverárhhð, kvæntur Kar-
en Welding.
Foreldrar Þorsteins voru Jón
Þorsteinsson, b. á Hamri í Þverár-
hlíð, og kona hans, Guðný Þorleifs-
dóttir. Jón var sonur Þorsteins b.
á Hamri, Sigurðssonar, b. á Hóli í
Þverárhlíð Þorsteinssonar, b. á
Glitstöðum í Norðurárdal Sigurðs-
sonar, b. á Hóli Guðmundssonar,
Þorvarðssonar, lögréttumanns í
Krossholti Sigurðssonar. Móðir
Þorsteins á Glitstöðum var Þórunn
Þorsteinsdóttir, systir Þorvaldar,
Þorsteinn frá Hamri.
langafa Sigríðar, móöur Halldórs
Laxness. Móðir Þorsteins á Hamri
var Þórdís Þorbjarnardóttir, b. á
Helgavatni Sigurðssonar, og konu
hans, Margrétar Halldórsdóttur,
fróða á Ásbjarnarstöðum, Pálsson-
ar, langafa Jóns, afa Garðars
Halldórssonar, húsameistara ríkis-
ins. Móðir Jóns var Þórunn Eiríks-
dóttir, b. í Svignaskarði, Ólafsson-
ar, b. á Lundum, Þorbjarnarsonar,
föður Ólafs, langafa Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra.
Guðný var dóttir Þorleifs, b. á
Hofi í Norðfirði Torfasonar, b. í
Skuggahlíð í Norðfirði Jónssonar,
b. á Kirkjubóli Vilhjálmssonar,
bróður Þóru, langömmu Þóreyjar,
ömmu Eyþórs Einarssonar, for-
manns Náttúruverndarráðs. Móðir
Guðnýjar var Guðfmna Guð-
mundsdóttir, b. á Tandrastöðum
Magnússonar og konu hans
Guðnýjar Ólafsdóttur. Móðir
Guðnýjar.var Mekkín Erlendsdótt-
ir, b. í Hellisfirði Árnasonar,
ættföður Hellisfjarðarættarinnar,
fóður Einars, langafa Jakobs, fóður
Svövu rithöfundar.
Sesselja Hróbjartsdóttir
. Sesselja Hróbjartsdóttir húsmóðir,
Söndu, Stokkseyrarhreppi, er sjö-
tug í dag. Sesselja fæddist í Hafnar-
firði. Hún giftist 20.5. 1939 Jóni
Jónssyni, forstjóra á Söndu á
Stokkseyri, f. á Vestari-Loftsstöð-
um í Gaulverjabæjarhreppi 10.8.
1908. Foreldrar Jóns: Jón b. á Vest-
ari-Loftsstöðum, Jónsson b. þar
Jónssonar, og kona hans, Ragn-
hildur Gísladóttir, b. á Rauðabergi
í Fljótshveríi, Magnússonar, b. á
Orustustöðum, Einarssonar.
Sesselja og Jón eiga fjögur börn.
Þau eru: Jón Áskell bifvélavirki, f.
20.9. 1939, kvæntur Guðbjörgu
Kristínu Kristinsdóttur, en börn
þeirra eru Jón Rafn, f. 28.4. 1965,
Ómar, f. 1.1.1968, og Jónína, f. 28.6.
1970; Gunnar Valur fangavörður,
f. 21.11.1943, en börn hans eru Sess-
elja, f. 13.5.1968, og Hróbjartur, 3.7.
1970; Sigríður Kristín húsmóðir, f.
3.3.1948, gift Ólafi Auðunssyni bif-
vélavirkja, en börn þeirra eru
Sesselja Jóna, f. 20.12. 1968, Auður
Hhn; f. 30.9.1976, Ólafur Már, 12.12.
1979, og Auðunn, f. 23.7. 1982; og
Ragnhildur húsmóðir, f. 18.10.1953,
gift Jóni Hallgrímssyni stýrimanni,
en þeirra börn eru Bjarnheiöur'
Guðrún, f. 24.2.1970, Svanhvít Ósk,
f. 3.7. 1974, Jón Reynir, f. 6.5. 1977,
Ingi Þór, f. 18.6. 1981, Sævar, f. 9.7.
1982, og Hallgrímur, f. 9.7. 1982.
Systkini Sesselju: Ingunn hús-
móðir, f. 15.3.1918; Óskar Hafstein,
málarameistari, f. 22.2. 1923, Ásta
Laufey húsmóðir, f. 14.7. 1929, og
Dagný húsmóðir, f. 6.6. 1934.
Foreldrar Sesselju: Hróbjartur
Hannesson, b. í Mjósyndi, f. 11.4.
1890, d. 4.9. 1966, og kona hans,
Guðfinna Steinsdóttir, f. 13.6.1894,
d. 3.11. 1967. Föðurforeldrar Ses-
selju voru Hannes, b. á Hlemmi-
skeiði, Hannesson, b. á Grafar-
bakka, Torfasonar, og kona hans,
Sesselja Eyjólfsdóttir, b. í Vælu-
gerði, Gestssonar, b. í Götu á Landi,
Eyjólfssonar. Móðurforeldrar Ses-
selju voru Steinn Jónsson, b. í
Miklaholti og Skúfslæk, og kona
hans, Ingunn Þorkelsdóttir. For-
eldrar Steins voru Jón, b. í Unnar-
holti, Oddsson, b. í Austurhlíð í
Sesselja Hróbjartsdóttir.
Gnúpverjahreppi, Jónssonar, b. á
Brúnastöðum, Magnússonar, og
kona hans, Margrét Einarsdóttir,
b. í Laxárdal, Jónssonar, b. í Mið-
koti undir Eyjafjöllum, Eyjólfsson-
ar. Foreldrar Ingunnar voru
Þorkell Guðmundsson, b. á Orms-
stööum og Stóru-Borg í Grímsnesi,
og kona hans, Guðrún Sigurðar-
dóttir yngri, dóttir Sigurðar Ein-
arssonar, b. í Gelti, og seinni konu
hans, Ingunnar Bjarnadóttur.
Hl hamingju með daginn
85 ára
Eiríkur J. Kjerúlf, Suðurgötu 8,
Seyðisfirði, er áttatíu og flmm ára
í dag.
80 ára
Sigurður Jónsson, Hátúni 10B,
Reykjavík, er áttræður í dag.
75 ára
Helga Jónsdóttir, Suðurgötu 12,
Keflavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Anna Guðmundsdóttir, Leiru-
bakka 9, Seyðisfirði, er sjötug í dag.
70 ára
Sesselja Jónsdóttir, Hamraborg 16,
Kópavogi, er sjötug í dag.
Ingunn Hróbjartsdóttir, Eyja-
hrauni 40, Þorlákshöfn, er sjötug í
dag.
60 ára__________________________
Jónina Guðrún Egilsdóttir, Póst-
hússtræti 13, Reykjavík, er sextug
í dag.
Jóhannes Oddsson, Vesturgötu
57A, Reykjavík, er sextugur í dag.
Hólmsteinn Jóhannsson, Skipa-
sundi 2, Reykjavik, er sextugur í
dag.
Jón Guðleifur Pálsson, Stóragerði
20, Reykjavík, er sextugur í dag.
Guðrún Guðjónsdóttir, Hjallavegi
3, Suðureyri, er sextug í dag.
50 ára__________________________
Sigþór Sigurðsson, Geitlandi 2,
Reykjavík, er.fimmtugur í dag.
Nína Victorsdóttir, Bólstaðarhlíð
66, Reykjavík, er fimmtug í dag.
Dagný Þorgilsdóttir, Smára-
hvammi 9, Hafnarfirði, er fimmtug
í dag.
Halla Guðmundsdóttir, Hjallabraut
96, Hafnarfirði, er fimmtug í dag.
Sturlaugur Jóhannesson, Smyrla-
hrauni 6, Hafnarfirði, er fimmtug-
ur í dag.
Una Guðmundsdóttir, Stekkjar-
holti 10, Akranesi, er fimmtug í dag.
Ágúst Sigurðsson, Mælifelli, Lýt-
ingsstaðahreppi, er fimmtugur í
dag.
40 ára_________________________
Friðjón Eðvarðsson, Vorsabæ 8,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Geir Guðmundsson, Seiðakvísl 20,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Sólrún Einarsdóttir, Ásbúð 25,
Garðabæ, er fertug í dag.
Gylfi Guðmundsson, Urðarvegi 8,
ísafiröi, er fertugur í dag.
Markús Hávarðarson, Tungusíðu
22, Akureyri, er fertugur í dag.
Elísabet Karlsdóttir, Gauksmýri 1,
Neskaupstað, er fertug í dag.
----------------------------------------------|-----------------—-------------------------------|-------------------|-------------------------------I--------------------------------------H
—
Jón G. Pálsson
Jón Guðleifur Pálsson vélvirki,
Stóragerði 20, Reykjavík, er sextug-
ur í dag. Hann fæddist í Reykjavík
en ólst upp á Krossum í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi. Eftir nám í
Reykholti tók hann mótoristapróf
í Stykkishólmi árið 1945 og stund-
aði síðan sjómennsku jafnframt
bústörfum en flutti til Reykjavíkur
1953. Þá hóf hann störf hjá Lands-
smiðjunni og lauk námi í vélvirkj-
un. Jón starfaði hjá Landssmiðj-
unni í tuttugu og sjö ár. Jón réð sig
th ístaks hf. árið 1980 og vann þá
um tíma í Narssarssuaq á Græn-
landi. Síðan 1985 hefur hann unnið
að eftirhti og viðgerðum á loftverk-
færum hjá Landvélum hf. í
Kópavogi.
Jón kvæntist 1951 Maríu, dóttur
Bjarna Finnbogasonar kaup-
manns, Lárussonar á Búðum, og
konu hans, Sigríðar Karlsdóttur,
Lárussonar kaupmanns, Lúðvíks-
sonar, í Reykjavík.
Börn Jóns og Maríu eru: Sigríður
Hrefna, kennari, gift Magnúsi Frið-
bergssyni kjötiðnaðarmanni;
Ásmundur Jón, bifvélavirki í
Grindavík, kvæntur Kolbrúnu
Guðmundsdóttur; Bjarndís, gift
Halldóri Hildari Ingvarssyni kaup-
manni; Páll, verslunarmaður,
kvæntur Jódísi Runólfsdóttur;
Stefanía Helga, gift Guðna Haralds-
syni lögfræðingi; Bjarni Jón,
framkvæmdastjóri, kvæntur
Ágústu Óladóttur; og María, sem
stundar nám viö Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti. Áður hafði Jón
eignast son með Steinunni Benón-
ýsdóttur, Kristbjörn Jóhann
Heiðar snyrti, sem kvæntur er
Bjarkeyju Magnúsdóttur.
Systkini Jóns: Helga, sem lést
1978, húsfreyja á Patreksfirði, hún
var gift Hjalta Gíslasyni útgerðar-
manni; Ragnheiður er dó í bernsku;
Ragnheiður Kristín, gjaldkeri hjá
Landmæhngum íslands, og Krist-
ín, gift Vilhelm Heiðari Lúðvíks-
syni, lyfsala- í Laugarnesapóteki.
Hálfsystir Jóns er Friörika Páls-
dóttir, gift Þórhalli Barðasyni.
Fósturbróðir Jóns er Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson, skólastjóri að
Þingborg í Flóa.
Foreldrar Jóns voru Páll Jóns-
son, heildsali í Reykjavík, og kona
hans, Stefanía Ásmundsdóttir frá
Krossum. Páll var sonur Jóns
ísleifssonar, vegaverkstjóra á Eski-
firði, og Ragnheiðar Pálsdóttur,
prests og málleysingjakennara,
Pálssonar í Þingmúla. Stefanía var
dóttir Ásmundar, b. á Krossum,
Jónssonar, b. í Lýsudal, Magnús-
sonar. Móðir Ásmundar var Krist-
ín Stefánsdóttir, b. á Saurum,
Jónssonar. Móðir Stefaníu var
Helga Jónsdóttir er lengi bjó ekkja
á Krossum.
Jóhann Gíslason
Jóhann Gíslason, lögfræðingur
Útvegsbanka íslands, Kvistalandi
16, Reykjavík, er sextugur í dag.
Hann fæddist í Reykjavík, lauk
stúdentsprófi frá MR 1948 og emb-
ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1954.
Jíóhann var ráðinn lögfræðingur
Útvegsbankans 1955 og hefur starf-
að þar síðan.
Fyrri kona hans var Guðrún Alda
Kristjánsdóttfr hjúkrunarfræðing-
ur, f. 18.5.1932, en hún er látin. Hún
var dóttir Kristjáns sjómanns
Jónssonar og konu hans, Þuríðar
Sigurðardóttur.
Börn Jóhanns og Guðrúnar eru
Kristján endurskoðandi, f. 20.2.
1954, Jóhann Hannó sölumaður, f.
28.7. 1961, Sigríður skrifstof-
ustúlka, f. 6.10. 1963 og Þuríður
nemi, f. 6.6. 1968.
Kona Jóhanns er Áslaug Bry-
njólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykja-
vík, f. í Steinholti á Akureyri 13.11.
1948, dóttir Brynjólfs kennara Sig-
tryggssonar og konu hans, Guð-
rúnar Rósinkarsdóttur.
' Systkini Jóhanns eru Guðmund-
ur forstjóri, f. 1.1. 1920, Gunnar
vélstjóri, f. 14.7.1922, Gyða Keyser
húsmóðir, f. 2.4.1924, og Geir skipa-
smiður, f. 26.10. 1926.
Foreldrar Jóhanns: Gisíi Guð-
mundsson, skipstjóri og síðar
hafnsögumaður í Reykjavík, f. í
Haukadal í Dýrafirði 5.1. 1888, og
kona hans, Sigríður Jóhannsdóttir,
f. í Reykjavík 30.10.1891. Föðurfor-
eldrar Jóhanns voru Guðmundur
Gíslason, b. og sjómaður, og kona
hans, Guðmunda Guðmundsdóttir.
Móðurforeldrar Jóhanns voru Jó-
hann Níelsson, sjómaður í Reykja-
vík, og kona hans, Þóra Gamalíels-
dóttir.
Guttormur Einarsson
Guttormur Pétur Einarsson for-
stjóri, Kleifarási 13, Reykjavík, er
fimmtugur í dag. Giittormur fædd-
ist í Vestmannaeyjum og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófum frá
MÁ 1960 og útskrifaðist úr kerfis-
fræði frá IBM-skólanum í Lundún-
um 1967. Guttormur var deildar-
stjóri skýrsluvéladeildar
Búnaðarbanka íslands frá 1967 en
frá 1978 hefur hann rekið eigið fyr-
irtæki, Hafplast sf. Guttormur var
um tveggja ára skeið formaður
hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í
Árbæjar- og Seláshverfi. Hann hef-
ur setið í stjórn fulltrúaráös Sjálf-
stæðisflokksins, í stjórn lands-
málafélagsins Varðar og í stjórn
Heimdallar. Þá er hann varaþing-
maður Borgaraflokksins frá 1987,
einn af stofnendum Félags ís-
lenskra hugvitsmanna og formað-
ur þess frá 1986 og virkur félagi í
Oddfellow-reglunni.
Kona Guttorms er Helga, f. 8.8.
1942, verslunarstjóri í Reykjavík,
dóttir Sigurðar, forstjóra í Reykja-
vík, Egilssonar og konu hans,
Kristínar Henriksdóttur.
Börn Guttorms og Helgu eru:
Einar viðskiptafræðinemi, f. 15.9.
1964; og Sigurður Egill Verslunar-
skólanemi, f. 27.6.1969.
Systkini Guttorms eru: Páll Jó-
hann, fv. flugstjóri, f. 22.1. 1937;
Pétur, leikari og leikstjóri á Akur-
eyri, f. 31.10. 1940; Fríða ljósmóðir,
f. 21.8. 1945, gift Viðari Hjálmars-
syni, flugstjóra hjá Arnarflugi;
Sigfús útgerðarrekstartæknifræð-
ingur og starfsmaður hjá Hafrann-
sóknastofnun íslands, f. 11.8.1951.
Foreldrar Guttorms: Einar Gutt-
ormsson, læknir í Vestmannaeyj-
um, f. 15.12. 1901, og kona hans,
Margrét Pétursdóttir, f. 29.12.1914.
Faðir Einars var Guttormur, b. í
Geitagerði í Fljótsdal, Einarssonar,
b. í Fjallseli, Guttormssonar, stúd-
ents á Arnheiðarstööum, Vigfús-
sonar, prests á Valþjófsstað,
Ormssonar, fóöur Margrétar,
langömmu Guttorms, fóður Hjör-
leifs alþingismanns. Móðir Einars
í Fjallseli var Halldóra Jónsdóttir,
vefara á Kórreksstöðum Þorsteins-
sonar, ættföður vefaraættar, föður
Péturs, langafa Ragnars Halldórs-
sonar, forstjóra ÍSALs. Móðir
Einars læknis var Oddbjörg Sigfús-
dóttir, b. á Fljótsbakka Oddssonar.
Móðir Sigfúsar var Þuríður Halls-
dóttir, b. á Sleðbrjóti Sigurðssonar,
bróður Björns, langafa Ónnu, móð-
ur Bjorns Tryggvasonar, aðstoðar-
bankastjóra Seðlabankans.
Margrét var dóttir Péturs, sjó-
manns á Akureyri Jónatanssonar,
b. á Þúfum í Skagafirði, Magnús-
sonar. Móðir Margrétar var
Jóhanna spákona Benediktsdóttir,
b. í Höfðahverfi, Ólafssonar og
konu hans, Jóhönnu Rakelar Jóns-
dóttur.
Guttormur tekur á móti gestum
á heimili sínu, Kleifarási 13,
Reykjavík, laugardaginn 19. mars
kl. 4.30 til 7 e.h.