Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 2
2 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Kvennalisti og Sjálf- stæðisflokkur nær jafnir Kvennalistinn hefur enn á ný unnið mikið á samkvæmt skoðana- könmm DV nú um helgina. Kvennalistinn er jafn eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Aðrir flokk- ar hafa fremur dalað aö undan- förnu í samræmi við þetta. Alþýðuflokkurinn fær nú 6 pró- sent af heildarúrtakinu sem er tap um 0,2 prósentustig. Framsókn fær 11.3 prósent sem er tap um 2,3 pró- sentustig frá janúarkönnun DV. Bandalag jafnaðarmanna kemst ekki á blaö. Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,3 prósent sem er aukning um 0,8 prósentustig. Alþýðubanda- lagið fær 5 prósent sem er tap um 1.3 prósentustig frá fyrri könnun. Græningjar komast ekki á blað. Flokkur mannsins fær 0,3 prósent sem er aukning um 0,1 prósentu- stig. Stefán Valgeirsson fær 0,3 prósent en komst ekki á blað í jan- úar. Borgaraflokkurinn fær nú 3 prósent sem er aukning um hálft prósentustig. Kvennalistinn fær 19,2 prósent af heildinni sem er aukning um 6,9 prósentustig. Þjóð- arflokkurinnn fær eitt prósent sem er aukning um 0,7 prósentustig. Óákveðnir eru 28,6 prósent sem er fækkun um 4,7 prósentustig. Þeir sem ekki vilja svara eru 6,9 prósent sem er fækkun um 0,9 prósentustig frá janúarkönnun. Þetta þýðir að Alþýðuflokkurinn fær nú 9,3 prósent þeirra sem taka afstöðu sem er fækkun um 1,2 pró- sentustig frá janúar og fækkun um 5,9 prósentustig frá kosningunum. Framsókn fær 17,6 prósent sem er fækkun um 5,3 prósentustig frá janúar og fækkun um 1,3 prósentu- stig frá kosningunum. Sjálfstæðis- flokkurinn fær 28,4 prósent sem er minnkun um 1,3 prósentustig frá janúarkönnim en aukning um 1,2 prósentustig frá kosningunum. Al- Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Sept. nóv. jan. nú Alþýðuflokkur 7,5% 7,3% 6,2% 6,0% Framsóknarflokkur 12,8% 19,3% 13,5% 11,3% Bandalag jafnaðarm. 0,5% 0 0 0 Sjálfstæðisflokkur 18,5% 22% 17,5% 18,3% Alþýðubandalag 6,3% 4,8% 6,3% 5% Græningjar 0,2% 0 0 0 Flokkur mannsins 0,2% 0 0,2% 0,3% Stefán Valgeirsson 0,2% 0 0 0,3% Borgaraflokkur 4,3% 3,6% 2,5% 3% Kvennalisti 7,5% 8,2% 12,3% 19,2% Þjóðarflokkur 1,3% 0,5% 0,3% 1% Óákveönir 32,5% 25,5% 33,3% 28,6% Svara ekki 6,5% 8,2% 7,8% 6,9% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu veröa niðurstöðurnar þessar: Kosn. sept. nóv. jan. nú Alþýðuflokkur 15,2% 12,3% 11,1% 10,5% 9,3% Framsóknarflokkur 18,9% 21% 29,1% 22,9% 17,6% Bandalag jafnaðarm. 0,2% 0,8% 0 0 0 Sjálfstæðisflokkur 27,2% 30,3% 33,2% 29,7% 28,4% Alþýöubandalag 13,3% 10,4% 7,3% 10,8% 7,8% Græningjar ' - 0,3% 0 0 0 Flokkur mannsins 1,6% 0,3% 0 0,3% 0,5% Stefán Valgeirsson 1,2% 0,3% 0 0 0,5% Borgaraflokkur 10,9% 7,1% 5,5% 4,2% 4,7% Kvennalisti 10,1% 12,3% 12,3% 21% 29,7% Þjóðarflokkur 1,3% 2,2% 0,8% 0,6% 1,6% Kvennalistakonur hafa unnið mikið fylgi nú um talsvert skeið. þýöubandalagið fær 7,8 prósent sem er minnkim um 2,8 prósentu- stig frá janúar og minnkun um 5,5 prósentustig frá kosningunum. Flokkur mannsins fær 0,5 prósent sem er aukning um 0,2 prósentustig frá janúar en minnkun um 1,1 pró- sentustig frá kosningunum. Stefán Valgeirsson fær 0,5 prósent sem er aukning frá janúar en minnkun um 0,7 prósentustig frá kosiúngunum. Borgaraflokkurinn fær nú 4,7 pró- sent sem er aukning um 0,5 próentustig frá janúar en tap um 6,2 prósentustig frá kosningunum. Samtök um kvennalista fá 29,7 pró- sent sem er aukning um 8,7 pró- sentusig frá janúar og aukning um 19,6 prósentustig frá kosningunum. Þjóðarflokkurinn fær 1,6 prósent sem er aukning um eitt prósentu- stig frá janúar og aukning um 0,3 prósentustig frá kosningunum. Sé þingsætum skipt í réttu hlut- falli við fylgið samkvæmt skoðana- könnuninni nú fengi Alþýöuflokk- urinn 6 þingmenn, Framsókn 11, Sjálfstæðisflokkurinn 19, Alþýðu- bandalagið 5, Borgaraflokkurinn 3 og Kvennalistinn 19. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða hsta mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú? -HH Kosningar Janúar Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli viö úrslit skoðanakönn- unarinnar verða niðurstöður þessar, tii samanburðar er staðan í þinginu nú. Kosn. sept. nóv. jan. Nú ’87 ’87 '88 Alþýðuflokkur 10 8 7 6-7 6 Framsóknarflokkur 13 14 19 15 11 Sjálfstæðisflokkur 18 21 22 19 19 Alþýðubandalag 8 7 4 7 5 Borgaraflokkur 7 5 3 2 3 Sámt. um kvennal. 6 8 8 13-14 19 Stefán Valgeirsson 1 0 0 0 0 Ummæli fólks I Kona á Reykjavíkursvæðinu kvaöst hafa orðið fyrir vonbrigð- um með alþýðuflokksmenn. Önnur kvaðst lýsa frati á alla flokka og hsta. Karl úti á landi kvaöst ekki mundu kjósa Al- þýðuflokkinn aftur. Kona á landsbyggöinni kvaðst treysta Kvennalistanum best í kjaramál- unum. Karl úti á landi kvaöst viss um að kjósa Kvennalistann vegna skattanna. Annar kvaöst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokk- inn. Kona á Austurlandi kvaöst kjósa Alþýöubandalagiö eins og venjulega. -HH Alþýöuflokkur Frameóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýöubandalag Kvannalistl Borgaraflokkur Súiuritið sýnir fylgi stærstu flokkanna nú, í könnun DV í janúar og í kosning- unum. Auk þess fengu aðrir fylgi eins og segir um í meðfyigjandi töflum. Skoðanakönnun DV um söngvakeppnina: Fólkið kýs lag Stormskers Lag Sverris Stormskers, Þú og- þeir, fékk yfirburðafylgi í skoðana- könnun DV um helgina um hvað almenningi þætti besta lagið í söngvakeppni sjónvarpsins. Þetta lag hafði mikla yfirburði í skoðana- könnuninni. Lagið hefúr veriö flutt af Stefáni Hilmarssyni. Sverrir Stormsker er höfundur lags og texta. 600 manna úrtak á landinu öhu var spurt hvaða lag fólki þætti best og ætti því að koma fram fyrir ís- lands hönd í söngvakeppni Euro- vision. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt mihi höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Þú og þeir fékk 178 atkvæði sem besta lagið í könnuninni. Næst kom lagið Látum sönginn hijóma með 33 atkvæði. Síðan kom í tangó með 31 atkvæði. í fjórða sæti kom Sólarsamba með 29 at- kvæði. Þá kom Ástarævintýri með 27 atkvæði. Síðan kom Mánaskin með 18 atkvæði og eftir það í fyrra- sumar meö 16 atkvæði, Dag eftir dag með 8 atkvæði, Aftur og aftur meö 3 atkvæði og Eitt vor með 1 atkvæði. Af öUu úrtakinu svöruðu 344 með því að nefna þaö lag sem fólki þótti best en 256 treystu sér ekki til að svara. Var það ýmist af því aö fólk hafði ekki heyrt öll lögin eða gat ekki gert upp á mih þeirra. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.