Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Side 10
10
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Síðasta hraðlestrarnámskeió vetrarins hefst næstkom-
andi miðvikudag. Námskeiðið hentar öllum sem vilja
margfalda lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur
námsbóka eða fagurbókmennta. Skráning öll kvöld kl.
20.-22. í síma 641091.
Hraðlestrarskólinn
VERNDIÐ HEILSUNA
MEÐ RAUÐUIVI GINSENG
Agnar K. Hreinsson hf., sími 16382
Hafnarhús - pósthólf 654 - 121 Reykjavík
AÐALFUNDUR
Félags bifvélavirkja
verður haldinn fimmtudaginn 24. mars 1988 kl.
20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
DAGSKRÁ
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 28. grein fé-
lagslaga.
2. Lagabreytingar.
3. Kosning fulltrúa á 13. þing M.S.i.
4. Önnur mál.
Stjórn Félags bifvélavirkja.
HópferðabíII til sölu
Mercedes Benz árg. '68
lítið keyrður bíll, lúxus innrétting,
sjónvarp og rúmpláss ásamt sætum og borðum.
Uppl. og skilaboð í síma 24144.
NYÍUNG
INAGIASMYRTINGU
Ú
Gervineglur, styrking á
eigin nöglum, viðgerðir.
Nýtt efni sem ekki skemm-
ireigin neglur heldur
styrkirog verndar. Einnig
erum við með ásteyptar
neglur.
Pantiö tímanlega í síma
686086
Utlönd
Heræfingar rétt
við landamærin
Bandarískir þingmenn fylgdust í gær
meö heræfingum t andarískra her-
manna í Honduras, um þrjátíu
kílómetra frá landamærum Nic-
aragua. Sögðust þingmennirnir hafa
séð óyggjandi sannanir þess að her-
sveitir frá Nicaragua hefðu gert
innrás í Honduras.
Reagan Bandaríkjaforseti fyrir-
skipaði í síðustu viku flutning á þrjú
þúsund og tvö hundruð bandarísk-
um hermönnum til Honduras, eftir
að stjórnvöld þar höfðu skýrt frá
innrás um tvö þúsund hermanna frá
Nicaragua, sem voru í aðgerðum
gegn kontraskæruliðum.
Sjö bandarískir þingmenn fylgdust
um helgina með æfingum hermanna
í Honduras, meðal annars á svæði
því viö landamæri Honduras og Nic-
aragua sem eitt sinn var bannað að
bandarískir hermenn færu inn á.
Stjórnvöld í Honduras segja að
flugher landsins hafi gert sprengju-
árásir á hermenn frá Nicaragua á
landsvæði í Honduras á laugardag. í
gær voru fyrirskipuð könnunarflug
til að sjá hvort Nicaraguamenn væru
þar enn.
Stjórnvöld í Honduras hafa neitað
með öllu ásökunum Nicaragua um
að árásirnar hafi verið gerðar innan
landamæri Nicaragua. Sögðu tals-
menn stjórnarinnar í Honduras að
árásunum yrði haldið áfram ef her-
sveitir Nicaragua reyndust enn vera
innan landamæra Honduras.
Nicaragua segir hins vegar að ár-
ásaraðgerðirnar gegn kontraskæru-
liðum hafi verið stöðvaðar í síðustu
viku og allt herlið flutt til baka út
Bandarískur hermaður gerir við teygjubyssu drengs í Honduras um helg-
ina. Drengirnir voru að fylgjast með heræfingum sveita frá Bandaríkjunum
og Honduras skammtfrá landamærum Honduras og Nicaragua á sunnudag.
Simamynd Reuter
úr Hondúras. Loftárásirnar á laugar- kílómetra innan við landamæri Nic-
dag hafl verið gerðar á svæði um níu aragua.
Búist til átaka
íbúar í Panama búast nú til átaka
og svo virðist sem framundan séu
úrslitaátök um það hvort Manuel
Antonio Noriega, yfirmaður herafla
landsins og raunverulegur stjórn-
andi þess, veröi að hverfa frá völd-
um. Stjórnarandstaðan í landinu
vann um helgina aö undirbúningi
allsherjarverkfalls sem hefjast á í
dag. Noriega undirbjó hins vegar
gagnaðgerðir og sýnir öll merki þess
að ætla að láta sverfa til stáls.
Stjórnarandstaða Panama ákvað
að efna til allsherjarverkfalls í dag
til þess að láta reyna á neyðarástand
það sem lýst var yfir í landinu í síð-
ustu viku eftir misheppnaða bylting-
artilraun og þriggja daga langar
mótmælaaðgerðir gegn stjórnvöld-
um.
Talið er að Noriega, sem nýtur enn
fylgis mikils meirihluta hers lands-
ins, að þvi er viröist, ætli ekki að
hverfa frá völdum fyrr en í fulla
hnefana. Talið er að hann hafi látið
koma fyrir miklum vopnabirgðum á
afskekktum stöðum í landinu og sé
reiðubúinn til langrar baráttu ef á
þarf að halda.
Noriega er eftirlýstur í Bandaríkj-
unum fyrir aðild að eiturlyfjasmygli
og hafa bandarísk stjórnvöld krafist
þess að hann hverfi frá völdum í
Panama. Hafa Bandaríkjamenn með-
al annars fryst alla fjármuni Panama
í Bandaríkjunum og meö því valdið
miklum fjármálaerfiðleikum í
landinu.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur hvatt Noriega
til að ganga til samninga. Spánverjar
hafa boðið Noriega að setjast að á
Spáni og hvatti Shultz hann til að
þiggja það boð. Noriega hefur hins
vegar hafnaö því alfarið.
Verslanaeigendur í Panama láta nú margir múra fyrir glugga verslana
sinna. í óeirðum undanfarinna daga hafa margar verslanir veriö rændar.
Simamynd Reuter