Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Utlönd Vilja að viðræðumar mistakist Háttsettur embættismaður í Nic- aragua sagöi í gær að Bandaríkja- menn vonuðust til þess aö friöarviöræðumar milli kontra- skæruliða og stjómarinnar í Nicaragua misheppnuðust svo þeir gætu látið sig dreyma áfram um að eyöiieggja byltinguna í landinu. Victor Hugo Tinoco, aðstoðarut anríkisráðherra Nicaragua, sakaði einnig rfkisstjórn Ronalds Reagan um að beita lygum og brögðum til þess aö skerða orðspor ríkisstjómar sandin- ista í Nicaragua fyrir viðræðurnar sem hefjast í dag f landamærabænum Sapoa. Demókratar enn í óvissu Demókrötum í Bandaríkjunum hefur ekki enn tekist aö skýra neitt línumar í því hver verður fram- bjóðandi þeirra í forsetakosning- unum á komandi hausti. Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachu- setts, hefur til þessa hlotið inest fylgi í forkosningum demókrata en vantar enn mikið upp á að teljast öruggur um að hljóta útnefningu sem forsetaefni. * George Bush varaforseti heldur hins vegar áfram sigurgöngu sinni meðal repúblikana og verður nú að teíjast nær öraggur um útnefningu á flokksþingi þeirra. Hann vann í gær sigur i forkosningum í Puerto Rico. Nú þegar em repúblikanar famir að ræða um hver verði varaforsetaefni Bush í haust og hefur Richard Nixon, fyrrverandi forseti, lagt tii að How- ard Baker, starfsmannastjóri Hvíta hússins, verði fyrir valinu. Haika við Persaflóa íranskir bátar réðust í gær að olíuilutningaskipi frá Líberíu á Persaflóa og skutu að því eldflaugum. Árás þessi var gerð um sólarhring eftir að írakar kveiktu í tveim skipum í olíuhöfii írana á Kharg-eyju. Fréttamenn sáu í gær vegsummerki eftir aö minnsta kosti átta eld- flaugar á tankskipinu Atlantic Peace sem er í eigu skipafélags í Hong Kong en skráð í Líberíu. íranar sökuðu í gær íraka um að hafa notað efnavopn til þess að verða að bana fimm þúsund Kúrdum. Segja þeir íraka hafa notað efnavopnin á svæði sem íranar náöu af þeim nýlega og hafa þeir borið fram mót- mæli vegna þessa á vettvangi Sameinuöu þjóðanna. Hægri sigur í Ei Salvador Samfylking þjóðemissinnaðra repúblikana í E1 Salvador segist hafa unniö mikiö á í kosningunum þar í landi í gær. Segjast repúblik- anamir meðal annars hafa unnið sigur yfir syni Jose Napoleon Du- arte, forseta landsins, í kosningun- um um embætti borgarstjóra San Salvador, höfuðborgar landsins. Sagði talsmaður repúblikana í gær að þeir hefðu sigi-að í átta kjör- dæmum. Repúblikanar, sem hafa barist undir slagoröinu „Breytingar til hins betra“, hafa meðal annars lýst yfir fylgi við haröari aðgerðir hers lands- ins gegn skæruliðum stjómarandstæðinga. Þeir vOja einnig aflétta efnahagslegum höftuin sem ríkisstjórnin hefur sett á. Tatarar handteknir Lögreglan í Moskvu handtók á sunnudag átján tatara frá Krím- skaga eftir aö þeir höföu reynt að efna til mótmæla í borginni til að vekja athygli á raálstaö sínum. Að sögn talsmanna tatara voru mótmælendumir handteknir fá- einum minútum eftir að þeir hófu á loft borða með slagorðum fyrir utan Lenin-bókasafnið í Moskvu. Sautján þeirra var sleppt fljótlega en hinn átjándi hefur verið sendur aftur til síns heima í Tashkent. Viðbúnir mikl- ísraelskir landnemar á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu fóru þess á leit við bresk yfirvöld í gær að þau sýndu meiri skilning gagn- vart viðbrögðum ísraelsmanna gegn óeirðunum á herteknu svæðunum. Vitna landnemarnir í bresku her- mennina tvo sem félagar úr írska lýðveldishernum tóku af lífi á laug- ardaginn. Bresk yfirvöld hafa gagnrýnt að- gerðir ísraelsmanna í óeirðunum á herteknu svæðunum. ísraelskur hermaður var skotinn til bana í Betlehem í gær og er það fyrsti hermaöur ísraelsmanna sem lætur lífið í óeirðunum sem hófust fyrir þremur mánuðum. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra her- manna á þessum tíma. Hersveitir eru viðbúnar miklum átökum í dag en þá er þess minnst aö tuttugu ár eru liðin frá því að ísra- elsmenn réðust inn í Jórdaníu til að beijast gegn Palestínumönnum. í kjölfar morðsins á ísraelska her- manninum hefur Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, boðað ísraelskur hermaöur í Betlehem lést í gær eftir að hafa verið skotinn tveim- ur skoturn í höfuðið. Símamynd Reuter hertari aðgerðir gegn Palestínu- vopn í stað steina í mótmælaaðgerð- mönnum ef þeir fara að nota skot- um sínum. Norður-Kóreumenn viðbúnir styrjöld Yflrvöld í Noröur-Kóreu hafa Eins og venjulega hefur Norður- harðorö mótmæli og aö nú væri fyrirskipað öllum deildum hersins Kóreumönnum verið boðiö að engin breyting þar á. aö vera reiðubúnar til styrjaldar fylgjast með æfingunum en þeir Stjórnarerindrekar í Seoul kváðu vegna heræfinga Bandaríkja- hafa ekki þegið boðið, að sögn tals- þó ástæðu til að vanmeta ekki reiöi manna og Suður-Kóreumanna. manns stjómstöðvar friöarga;slu- yfirvalda í Norður-Kóreu þvi þó að Bandarísk flotadeild kom til Suö- sveita Sameinuðu þjóðanna. Hann yfirlýsingarnar hljómuðu kunnug- ur-Kóreu i morgun og tnunu 140 gat þess einnig að við fyrri heræf- lega væri raunverulegt ástand þúsund Suður-Kóreumenn og 60 ingar Bandaríkjamanna og Suöur- núna miklu hættulegra vegna þúsund Bandaríkjamenn taka þátt Kóreumanna heföu yfirvöld i versnandi samskipta milli Norður- í sameiginlegum heræfingum. Norður-Kóreu einnig boriö fram og Suöur-Kóreu. Vill sjá blóð skæruliða fljóta Kvenskæruliðar á Filippseyjum sýna riffla sína í hátíðahöldum um helgina þar sem minnst var tuttugu ára baráttu múhameðstrúarmanna fyrir sjálf- Stæðu ríki á Filippseyjum. Simamynd Reuter Herforingi á Filippseyjum sagði í morgun að skæruliðar kommúnista væru nú farnir að heyja stríð sitt á heimilum og í skólum höfuöborgar landsins. Bað herforinginn hermenn að sjá til þess að það blóð sem flyti væri úr óvinunum. Fyrir viku voru tveir hermenn skotnir til bana og einnig embættis- maður. Fjórir særðust í átökum sem áttu sér stað umhverfis Manila. Frá því í janúar hafa rúmlega tíu manns beðið bana í átökum. Að sögn heryfirvalda eru það nú nokkur hundruð skæruliðar komm- únista sem láta til sín taka í höfuð- borginni. Þeir eru svo snöggir að láta sig hverfa að þeir veigra sér ekki við aö gera árásir sínar á fjölförnum götum um hábjartan daginn. Corzon Aquino, forseti Filippseyja, vísaði í gær á bug vangaveltum um að hún ætlaði að bjóða sig fram til kosninganna 1992, jafnvel þótt hart sé lagt að henni. Kvað forsetinn eitt kjöriímabil nægja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.