Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Offjárfestingin Það kemur engum á óvart þegar Guðjón B. Ólafsson Sambandsforstjóri vekur athygli á offjárfestingunni á íslandi. Hún hefur blasað við hverjum sjáandi manni um langan tíma. Það er hins vegar ánægjulegt og tíma- bært þegar áhrifamaður í atvinnulífinu, forstjóri stærstu fyrirtækjasamsteypu landsins, sér ástæðu til að gera offjárfestinguna að umtalsefni. Það gefur um- ræðunni vigt. Guðjón hefur dvalist lengi erlendis og sér hlutina með augum gestsins. Þeir sem hér hafa setið að völdum eða makað krókinn í fjáraustrinum og óhófinu eru fyr- ir löngu orðnir samdauna. Pólitísk umræða hefur og verið sáralítil um þessi risavöxnu vandamál vegna þess að stjórnmálaflokkarnir eru flestir hverjir ábyrgir fyrir fjárfestingunni og hafa jafnvel hvatt til hennar. Það er ekki von á öðru úr þeim herbúðum heldur en þögninni og þagmælskunni um eigin óstjórn. Hinir sem hafa af vanmætti bent á meinsemdirnar og bruðhð eru og hafa verið sem hrópandinn í eyðimörk- inni og eru’ flestir hveijir búnir að gefast upp fyrir löngu. Enda eru röksemdirnar oftast skotheldar. Það má ekki láta byggð fara í eyði, það verður að efla at- vinnulífið, það verður að.reisa orkuver. í fiskvinnslu og landbúnaði er vægt áætlað að tuttugu og sjö milljörð- um króna hafi verið varið í offjárfestingu á liðnum árum. Öll fer sú fjárfesting fram í nafni byggðastefnunn- ar og undir verndarvæng stjórnvalda á hverjum tíma. Fjármagnið kemur að langmestu leyti úr sérhönnuðum sjóðum hins opinbera. Kannske eru sláturhúsin nöturlegasta dæmið þar sem hver sveit, hvert byggðarlag, verður að eiga sitt eigið sláturhús enda þótt sláturhús séu aðeins til brúks örfáa daga eða vikur ár hvert. Alla hina ellefu mánuði ársins utan sláturtíðarinnar standa þessi mannvirki auð og ónýtt. Það er vit í þessu! Kröfluvirkjun er annað dæmi um fjárfestingu sem stjórnmálamenn hlupu í, hver í kapp við annan. Afleið- ingarnar eru þær að þjóðin situr uppi með árlegan bagga sem jafngildir útgjöldum þjóðarinnar til Háskóla ís- lands. Ekki þarf að taka fram að Kröfluvirkjun framleið- ir litla sem enga raforku og mun aldrei, meðan við lifum, standa undir eigin rekstri. Meðan atvinnulífið er að kikna undan rekstrarkostn- aði og vinnuaflið er varla matvinnungur hjá sumum fiskvinnsluhúsanna og í landbúnaðarframleiðslunni hefur verið sóað tugum milljarða í fjárfestingar sem eru langt umfram alla skynsamlega nýtingu. Þessar tvær atvinnugreinar eru teknar hér sem dæmi enda hafa þær alla tíð notið sérstakrar velvildar og for- gangs þegar opinberir sjóðir eru annars vegar. En sams konar sögu má líka rekja úr öðrum greinum. Offjárfest- ingin blasir alls staðar við þótt sumir eigi sér þá afsökun að hafa þó staðið undir henni sjálfir. Það er kannske of seint í rassinn gripið að fárast yfir Úárfestingum sem eru bæði múr- og naglfastar. Þær verða ekki aftur teknar. En þessi dýrkeypta saga ætti að vera víti til varnaðar. Ekki síst nú á dögum þegar auðvelt er að gera áætlanir um hagkvæmni og arðsemi áður en rokið er til einhven-a Qárfestinga í misskilinni greiðasemi við kjósendur. íslendingar hafa ekki lengur efni á slíku bruðli. Það ætti sennilega að orða þetta svo, að íslendingar hafi ekki lengur efni á þeim stjórnmála- mönnum og flokkum sem reka slíka pólitík. Ellert B. Schram í fréttatíma á Stöö 2 í síðustu viku var sagt frá því að viðskipti íslend- inga við Suður-Afríku hefðu aukist til muna á síðasta ári þrátt fyrir yfirlýsingar og áskoranir íslenskra ráðamanna á erlendum vettvangi og hvatningarorð til annarra þjóða um að eiga ekki viðskipti við Suð- ur-Afríku. Fréttamaður Stöðvar 2 var mjög andaktugur þegar hann lýsti hvaða hroðalegu vörur það væru sem íslendingar keyptu frá þessu landi. í ljós kom að aðallega var um ávexti að ræða, ferska og niðursoðna, sem ættu varla að skaða nokkurn mann. Alþjóðlegar yfirlýsingar Vissulega er slæmt þegar íslend- ingar haga sér þveröfugt við yfir- lýsingar ráðamanna á erlendum vettvangi. Enn verra er máliö þeg- ar viðkomandi ráðamenn ásamt öðrum . hátignarlegum Norður- landaráðherrum heina þessum fóðurlegu yfirlýsingum til annarra þjóða en gleyma síðan að fara eftir þessu sjálfir. Langverst er þó að fundir Norðurlandaráðherra skuli vera notaðir til að gefa út bull- yfirlýsingar um að kaupa ekki vöru frá Suöur-Afríku vegna þess hvemig mannréttindamálum er háttað í því landi. Nú kann einhvern að reka í roga- stans og velta því fyrir sér hvort verið sé að mæla ríkisstjórn Suð- ur-Afríku bót eða afsaka kynþátta- misrétti og mannréttindabrot þar í landi. Svo er ekki. Sá sem þetta rit- ar telur tvímælalaust að margt þyrfti að vera í betra lagi í Suður- Afríku og mismunun þegna í einu þjóðfélagi er alltaf óafsakanleg að mínu mati. Að kalla yfirlýsingar Norðurlandaráðherra um tak- mörkun viðskipta við Suður-Afr- íku bull-yfirlýsingar er því sprottið af öðrum ástæðum. Norðurlandaþjóðir og aðrar þjóðir Ráðherrar Norðurlanda hafa iðu- lega tahð eðlilegt að beina ýmsum tilmælum til annarra þjóða. Oft hafa þar verið á ferðinni merkar yfirlýsingar. í sjálfu sér er allt gott um það að segja aö samkomulag náist milli Norðurlandaþjóða um að standa sameiginlega að ákveðn- um málum. Eftir því sem ég best veit njóta Norðurlandaþjóðirnar talsverðrar virðingar í samfélagi þjóðanna og tillit er tekið til sjónar- miöa þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar þetta er virt skiptir miklu fyrir þessar frændþjóðir að vanda til yfirlýsinga sinna og fóðurlegra ábendinga til annarra þjóða. í fyrsta lagi verða Norðurlandaþjóð- irnar að vera reiðubúnar til að taka sjálfar mið af eigin yfirlýsingum. Geri þær það ekki er yfirlýsingin í sjálfu sér markleysa og bull. Sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 tökum við íslendingar greinilega ekkert mark á þessum yfirlýsingum gagnvart Suður-Afríku en það gerir hina yfirlýsingaglöðu ráðherra hjákát- legri en hefðu þeir látið yfirlýsing- una eiga sig. í annan stað verður að gera þá kröfu til ráðherra Norðurlanda- Kjallariim Jón Magnússon lögmaður þjóða að áróðurinn beri ekki skynsemina ofurliði. Jafnframt er mikilvægt að Norðurlandaþjóðim- ar sýni það ótvírætt að þær bregðist eins við mannréttindabrotum rik- isstjórna, óháð því í hvaða landi þau eru framin. Yfirlýsingar ráðherra Norður- landa, sem eru gefnar í samræmi við ákveðna stefnu Norðurlanda- þjóöanna í mannréttindamálum og beinast jafnt að öllum þjóðum sem fremja slík mannréttindabrot, geta átt fullan rétt á sér og geta verið nauðsynlegar á stundum. Þaö er hins vegar skinhelgi og tvískinn- ungur að hallmæla einum harð- stjóranum en klappa öðrum á bakið á sama tíma og veita honum jafn- vel fjárstuðning. Ljóst ætti að vera að ekki er hægt að taka mikið mark á þjóðum sem þannig haga sér og ráðamönnum slíkra ríkja ferst ekki að senda öðr- um fóðurlegar ábendingar um hvað megi og hvað ekki. Sumir harðstjórar eru betri en aðrir Mér er til efs aö ríkisstjórn Suð- ur-Afríku fremji fleiri ög alvarlegri mannréttindabrot en t.d. ríkis- stjórn Sovétríkjanna. Mér er t.d. ekki kunnugt um að íbúar Eist- lands, Lettlands og Litháen njóti jafnræðis á við ýmsa aðra borgara Sovétríkjanna. Þá hefur meðferðin á gyðingum í því sama landi ekki þótt til mikillar fyrirmyndar. Þetta ríki heyr jafnframt grimmúðlegt stríð við íbúa Afganistan. Sovésk hernaöaryfirvöld, með samþykki ráðamannanna í Kreml, hika ekki við aö setja drápsvélar í bamaleikfóng auk annarra óhæfu- verka til að ná árangri í stríðinu gegn íbúum þessa vanþróaða ríkis. Með tilliti til alls þessa mætti ætla að ráðherrar Norðurlanda gæfu út yfirlýsingar um aö beita skyldi Sovétríkin viðskiptaþvingunum, til samræmis við shkar yfirlýsingar um Suður-Afríku. Svo er þó ekki. Þess í stað standa þessir sömu ráðherrar Norðurlanda í biðröð og leita eftir því að hafa sem mest og best samskipti við Sovétríkin. ís- lenski utanríkisráðherrann er þeirra á meðal og hvað ákafastur. Auk þess að gefa æðsta manni Sov- étríkjanna fyrirmyndar-siðferðis- einkunn hefur hann m.a. beitt sér fyrir því að forseti lýðveldisins verði sendur til kúgaranna í austri til að greiða fyrir viðskiptum þjóð- anna. í því sambandi skipta treflar frá Álafossi meira máli en mann- réttindabrot í Eistlandi. Fjölmiðlapólitík Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa þann stóra galla að blása út ákveð- in mál en gleyma öðrum sem gerast um sama leyti annars staðar og kunna að vera til muna alvarlegri. Þannig hafa mannréttindabrot rík- isstjómar Suður-Afríku verið blásin út, þó að sambærileg mann- réttindabrot séu framin um gerv- alla Afríku, stóran hluta Asíu og Suður-Ameríku. Það væri æskilegt að hægt væri að gera þá kröfu til fjölmiðlafólks að það gerði sér jafn- an grein fyrir því hvernig skógur- inn lítur út í heild sinni en ekki bara einstök tré. Það er þó til of mikils mælst. Til virðulegra ráðherra Norður- landa, þegar þeir koma saman til funda á kostnað þegna sinna, verð- ur hins vegar aö gera aðrar og meiri kröfur. Til þeirra verður að gera þær kröfur að þeir sjái skóg- inn fyrir trjánum og gefi ekki út yfirlýsingar sem standast engan veginn vitræna gagnrýni. Það er nú einu sinni þannig að mannrétt- indin í Soweto eru jafnmerkileg en ekkert merkilegri en mannréttind- in í Eistlandi og Afganistan. Athugasemd: Sú villa slæddist inn í síðustu grein mína hér í blað- inu, sem bar yfirskriftina „Bjór“, að þar var talað um yfirlýsingar prófessors í lyflæknisfræði en átti að vera yfirlýsingar prófessors í lyfjafræði. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessari villu. Pró- fessorinn í lyflæknisfræði hefur vissulega aldrei gefið mér eða Geir H. Haarde vottorö í íjölmiðlum um skort á andlegum hæfileikum, það var prófessorinn í lyfjafræði sem það gerði og þykir mér illt til þess að vita að prófessorinn í lyflæknis- fræði skuli hafa þurft að sæta ámæli vegna ummæla sem prófess- (jrinn í lyfjafræði við Háskóla íslands á með réttu að gera. Jón Magnússon . .mætti ætla að ráðherrar Norður- landa gæfu út yfirlýsingar um að beita skyldi Sovétríkin viðskiptaþvingunum, til samræmis við slíkar yfirlýsingar um Suður-Afríku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.