Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 22
22 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. AÐALFUNDUR Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verður haldinn mánudaginn 21. mars 1988 kl. 19 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin AÐALFUNDUR Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 17 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Porsche 924 Carrera GT Höfum nú til sýnis og sölu þennan stórglæsilega Porsche 924 með vandaðri Carrera GT útlitsbreytingu, svipað 944, ásamt mörgum öðrum aukahlutum. Verð kr. 650.000 (stgr. 590.000). Ath. Þetta er einstakt verð sem ekki býðst aftur vegna tollabreytinga. F=aFRSC=l— Umboðið, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi. S. 611210. HÁRTOPPAR MEÐ ÝMSUM FESTINGUM * Apollo - með fléttuðum festingum * René Duval - með klemmum * Dobbel-Stein-festing með lofttæm- ingu (vacum>- NÝTT Á ÍSLANDI - með ekta evrópsku hári. Það er óþarfi að sýnast eldri en ástæða er til. Hártoppar eru mitt fag. Hringið og fáið sendan myndabækl- ing. Erum ennfremur með hártoppa með ekta hári frá Ameríku og Asíu. hársnyrtistofan U GREIFUVK \ y HRINGBRAUT 119 V 22077 Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram í dómsal embættisins Suðurgötu 57 Akranesi á neðangreindum tíma Garðabraut 45, þriðja hæð, nr. 1, eig. Óskar Pálmi Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki Islands hf„ Jón Sveinsson hdl„ Landsbanki íslands. Akraneskaupstaður og Veðdeild Landsbanka íslands. Hjárðarholt 2, efri hæð, þingl. eig. Jóhannes Sigurbjömsson, miðviku- daginn 23. mars 1988 nk. kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Akurgerði 15 B, þingl. eig. Oddbjörg U. Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Sveinsson hdl. Bæjarfógetinn Akranesi Bæjarfógetinn Akranesi Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á eftirtöldum fasteignum Bámgata 15, þingl. eig. Halldór Júl- íusson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur ej-u Ferðamála- sjóður, Landsbanki íslands og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Nýja 1500 fermetra saltfiskverkunarstöðin á Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland Höfn í Homafirði: Saltfiskverkunarhús reist á fimm mánuðum Júiia Imsland, DV, Hö£n: Útgerð Vísis og Haukafells sf. hefur tekið í notkun nýtt 1500 fermetra saltfiskverkunarhús, Faxeyri hf., og eru eigendur Stefán Arngrímsson, Guðmundur Sigurðsson, Axel Jóns- son, Jón Gunnar Gunnarsson og eiginkonur þeirra. Byrjað var á byggingunni um mán- aðamót september-október sl. og 9. mars var byrjað að salta þar. Beðið er eftir afgreiðslu á sprautusöltunar- vél en von er á henni í vetur. Þessi vél flýtir mikið fyrir verkun á tand- urfiski þar sem saltinu er sprautað inn í fiskinn. Hann er svo settur á bretti og er tilbúinn til útflutnings eftir 5-6 daga. Olíukynding er í hús- inu. Hús, vélar og annar búnaður kost- ar um 40 milljónir. Um 20 manns vinna við söltunina og eru það allt heimamenn. Bónus er ekki á laun en laun þó reiknuð út frá bónuskerfi og hefur það gefist vel. Eftir fyrstu fimm daga eru komin 140 tonn af fiski í salt af tveimur bátum útgerðarinn- ar, Vísi og Haukafelli. Höfn: „Æðisleg stemn- ing“ á kvennadegi Júlia Imsland, DV, Höfa Á baráttudegi kvenna, áttunda mars, fjölmenntu konur á Höfn til fundar í húsi slysavarnadeildarinn- ar. Þar mætti Þórhildur Þorleifs- dóttir alþingismaður og flutti erindi um stöðu kvenna í dag og mat á stöðu kvenna. Þá svaraði hún fyrirspurn- um á eftir. Þá voru ýmis skemmtiatriði flutt við góðar undirtektir. Fundarkonur sendu stuðningsskeyti til kvennanna í Snót í Vestmannaeyjum ásamt pen- ingum sem safnað var á fundinum. Þennan fund sóttu konur á öllum aldri og ein fundarkvenna sagði að þarna hefði verið „alveg æðisleg stemning“. Húsgögnin seljast allt árið Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ég kom nýlega inn í Kjörhúsgögn, Eyrarvegi 15, Selfossi, og hitti þar Sigurbjöm Einarsson og Guðbjörgu dóttur hans og spurði Sigurbjörn hvort það væri ekld daufur tími hjá honum í húsgagnaverslun í janúar og febrúar. Hann svaraði því til aö svo væri ekki, síður en svo. Síðustu 3-4 árin væri salan alltaf að aukast í þessum mánuðum og salan orðin nokkuð jöfn allan ársins hring nema í nóvember og framundir jól. Þá væri salan mun meiri. Verslunin Kjörhúsgögn gengur vel hjá þeim heiðurshjónum, Guðrúnu og Sigurbimi, enda eru þau ábyggi- leg og heiðarleg í öllum sínum viðskiptum. Akureyri: 27% minna atvinnuleysi á síðasta ári Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Atvinnuleysi var 37% minna á Akureyri á síðasta ári en árið 1986 en þetta kemur fram í bréfi Vinnumiðlunarskrifstofu bæjar- ins til atvinnumálanefndar. Árið 1986 nara flöldi atvinnu- leysisdaga á Akureyri 17.679 en í fyn-a urðu atvinnuieysisdagarnir 11.167 talsins. í lok síðasta mánaöar vom 70 atvmnulausir á Akureyri, 25 kon- ur og 45 karlar. Þetta er örlítil aukning miðað við sama tíma á síðasta ári en þá voru 66 atvinnu- lausir. Fjöldi atvinnuleysisdaga í febrúar nú svaraði til að 58 hefðu verið atvinnulausir allan tnánuð- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.