Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Side 36
52
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988.
Lífsstm
Jakkar og buxur ná vinsældum á
ný I vetur. Gianni Versace sýndi
þrðngar buxur með hnéháum stfg-
vélum á sýningu sinni fyrlr haust
og vetur.
Japanski hönnuðurinn Junko Kos-
híno sýndi þessa jakka á sýningu
slnni, en jakkar af öllum stærðum
og gerðum voru áberandi á sýn-
ingum tískuhönnuða fyrir haust-
og vetur.
Jakkar með pilsum veröa mjög
vinsælir næsta vetur ef marka má \
þessar fyrstu sýningar tískuhönn-
uða. Þessa dragt sýndi Lolita
Lempick.
Þrátt fyrir spár tiskuhönnuða þess
efnis að pilsfaldurinn síkki mátti
sjá stutt pils á sýningum flestra
hönnuða fyrir haust- og vetrartisk-
una. Þessi skrautlega dragt er
hönnuð af Christian Lacroix
Kvöldkjólar verða iburðarmiklir
svipaður og þessi sem Mila Schon
sýnsi i Milanó á dögunum
Svarti IRurinn nær fótfestu á nýjan
leik í vetur. Þessi kjóll er úr svörtu
satíni með rauðu fóðri að innan
Hérlendis er ennþá vetur og virðist
sumum langt vera í vorið. En það
er ekki seinna vænna að huga að
tísku næsta veturs, sumarið er
stutt á íslandi.
-StB
Veturinn er vart liðinn hér á okk-
ar kalda landi þegar tískufrömuðir
erlendis sýna nýju haust- og vetr-
arlínuna fyrir 1988-1989. Tísku-
hönnuðir hanna fatnað næstum ár
ffam í tímann. Til dæmis voru
fyrstu sýningar fyrir vor og sumar
í október síðastliðnum og fyrstu
sýningar fyrir vetrartískuna voru
um miðjan mars.
Buxur í tísku á ný
Buxum er spáð vaxandi vinsæld-
um þegar líða tekur á haustið. Hinn
kunni ítalski hönnuður, Gianni
Versace, kynnti buxnadragtir,
næstum undantekningarlaust
svartar, á sýningu sinni fyrir vet-
urinn. Með þrengri buxum eru
höfð hnéhá stígvél en slíkum skó-
fatnaði er spáð miklum vinsældum
í vetur.
Síðir kjóiar þegar kvöldar
Á kvöldin nær rómantíkin yfir-
höndinnL Siðir kjólar, svartir eða
í dempuðum litum, verða vinsælir.
Þessir kjólar, sem margir hverjir
voru opnir annað hvort að framan
eða að aftan, voru sýndir með chif-
fonbuxum. Þessar nýju buxna-
dragtir eru oft í svörtu eða dekkri
litum.
Japanskir hönnuðir
hvað varðar hugmyndaflug. Rei Kawakubo sem hannar fyrir
de Garcons sýndl þennan skemmtilega klæðnað
Haustlitimir eru ýmsir tónar af
gráu og brúnu og sterkari litir sum-
arsins víkja fýrir mildum haustlit-
um. Bleikt í ýmsum tónum heldur
þó að öllum líkindum velli sem
áherslulitur.
Pilsfaldurinn sikkar á nýjan
leik
í vor og sumar verða stuttu pilsin
og beru axlimar ríkjandi en tónn-
inn fyrir haustið er dempaðri.
Pilsfaldurinn sikkar á ný en þó
sáust styttri pilsin, rétt um hnén, á
flestum sýningum hönnuöanna.
Pilsin verða einnig þrengri en áður
ogjakkar verða mikið notaðir með
þessum pilsum.
Hið frjáisa og unglega viðmót
vor- og sumartiskunnar hverfur á
braut þegar hausta tekur og fatnað-
urinn fær á sig visst heims-
mennskuyfirbragð. Jakkar með
pilsum eða buxum vora áberandi
hjá mörgum hönnuðum og leður í
flestan fatnað verður vinsælt á
nýjan leik.
Dökku litirnir koma aftur
í vortískunni er mikið um litrík-
an og sumarlegan fatnað. Eins og
gefur að skilja verður stór breyting
þar á í haust og vetur. Iitir verða
dekkri, alla vega í dagklæðnaði, og
svarti liturinn, sem var ríkjandi
hérlendis í allan fyrravetur, nær
sér á strik aftur.
Haust- og vetrartískan 1988-1989:
Pilsin síkka