Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Page 37
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988.
53
Fréttir
Neytendafiindur hjá
kaupfélaginu á Höfn
Júlia Imsland, DV, Höfri;
Neytendafundur á vegum Kaup-
félags Austur-Skaftfellinga var
haldinn fyrir stuttu. Fundurinn var
haldinn í matvöruverslun KASK viö
Vesturbraut og var þar mættur Her-
mann Hansson kaupfélagsstjóri
ásamt deildarstjórum sínum, allir til-
búnir að taka á móti kvörtunum og
kannski einstaka hrósyrði fundar-
gesta. Vöruverð í kaupfélaginu og
vörugæði voru helst til umræðu.
Fannst mönnum allfurðulegt að
samkvæmt verðkönnun sem birtist í
Eystrahorni kostuðu kartöflur frá
Hornafirði, seldar á Seyðisfirði, 48
krónur kílóið en í KASK 61,20 kr.
Fundargestir, sem flestir voru hús-
mæður á Höfn, voru sammála um
að brýn nauðsyn væri að útbúa horn
eða bás fyrir brauðsölu í matvöru-
versluninni við Hafnarbraut og eins
fyrir grænmetissölu. Þegar helstu
vandamálin höfðu verið rædd var
boðið upp á kaffi og konfekt og gerðu
menn þvi góð skil. Fundir sem þessir
eru án efa til góðs, bæði fyrir versl-
unina og viðskiptavinina, þar sem
málin.eru rædd tæpitungulaust og
verslunarstjórum gefin ýmis góð ráð,
að mati fundarmanna. Svo veröur
Hermann Hansson kaupfélagsstjóri svarar fyrirspurnum á fundinum.
DV-mynd Júlia
bara að koma í ljós hvort farið verð-
ur eftir þeim ráðum.
í lok fundarins lofaði Hermann
kaupfélagsstjóri aö taka þetta með
brauöhornið til vandlegrar athugun-
ar fyrst konurnar endilega vildu
þetta.
MILLTEXinnimálning meö7eða20%gljáa-BETTvatnsþynnt plastlakk
meö 20 eóa35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning -
HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og
húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakkog spartl -
MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar
stæröir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl.
Kynnió ykkur veröiö og fáið góð ráð í kaupbæti.
vennct oq, viðtudd eiqna,
Litaval
SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56