Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 42
60 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Fólkífréttum Páll Þorsteinsson hans, Kristín Pálsdóttir. Fööur- PáU Þorsteinsson var nýlega skipaöur útvarpsstjóri Bylgjunnar. Páll er fæddur 8. febrúar 1955 í Rvík og lauk tónmenntakennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Rvík 1980. Hann var dagskrárgerðar- maöur hjá Ríkisútvarpinu 1980-1983 og dagskrárgerðarmaöur hjá rás tvö 1983-1986. Páll var dag- skrárstjóri á Bylgjunni 1986-1988 og hefur verið útvarpsstjóri á Bylgjunni frá 11. mars 1988. Sambýliskona Páls er Ragna Pálsdóttir, f. 23. ágúst 1958, tölvurit- ari. Foreldrar hennar eru Páll Sigurösson, forstjóri Samábyrgðar íslands á fiskiskipum, og kona hans, Júlíana Sigurðardóttir. Dótt- ir Páls og Rögnu er Unnur Ragna, f. 7. september 1984. Systkini Páls eru Kristín Björg, f. 8. mars 1958, dagskrárgerðarmaður á rás tvö, og Hannes Kjartan, f. 9. apríl 1961, kennari í Rvík, kvæntur Elínu Jak- obínu Oddsdóttur. Foreldrar Páls eru Þorsteinn Hannesson óperusöngvari og kona broðir Pals var Jóhann, skóla- meistari á Laugarvatni, faðir Wincie, formanns Hins ísl. kenn- arafélags. Föðursystír Páls er Hallfríöur, móðir Páls Árdals, pró- fessors í heimspeki í Kanada. Þorsteinn er sonur Hannesar, bók- sala á Siglufirði, Jónasson, b. á Ytri-Bakka í Hörgárdal, Jónasson- ar, b. á Þverbrekku, Jónssonar, b. á Miðlandi, Sigfússonar. Móðir Hannesar var María Sigfúsdóttir, b. á Brimnesi í Eyjafirði, Sölvason- ar. Móðir Þorsteins var Kristín, syst- ir Þórdísar, ömmu Benedikts Árnasonar leikstjóra. Kristín var dóttir Þorsteins, b. á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd, bróður Snjólaugar, móður Jóhanns Sigurjónssonar rithöf- undar. Þorsteinn var bróðir Baldvins, afa Jóhanns Þorvalds- sonar, ritstjóra Regins og fyrrv. skólastjóra á Siglufirði, foður Frey- steins, fréttastjóra Morgunblaðs- ins. Þorsteinn var sonur Þorvaldar, b. á Sökku í Svarfaðardal, Gunn- laugssonar. Móðir Þorsteins var Snjólaug, systir Hólmfríðar, langömmu Björns Th. Björnssonar hstfræðings. Snjólaug var dóttir Baldvins, prests á Upsum í Svarf- aðardal, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Móðir Kristínar var Margrét, systír Kristins, langafa Þorsteins Sæ- mundssonar stjamfræðings. Margrét var einnig systir Filippíu, langömmu Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS, og Halldórs, föður Atla Rúnars og Jóns Baldvins Hall- dórssona fréttamanna. Margrét var dóttir Stefáns, b. á Upsum, Baldvinssonar, bróður Snjólaugar. Móðir Kristínar var Þórdís Þórðar- dóttír, b. á Kjarna, Pálssonar, ættföður Kjarnaættarinnar, fóöur Páls, afa Friðriks Friðrikssonar æskulýösleiðtoga. Þórdís var systir Kristbjargar, langömmu Ragnars Halldórssonar, forstjóra ÍSAL. Móðursystír Páls var Elisabet, móðir Steindórs Hjörleifssonar leikara, foður Ragnheiðar leik- konu. Elísabet var einnig móðir Þorgeirs, fóður Elísabetar skáld- konu. Kristín er dóttir Páls, sjómanns í Hnífsdal, Þórarinsson- ar, b. á Hrafnabjörgum, Pálssonar. Móðir Páls var Kristín Sigurðar- dóttir, b. í Búð í Hnífsdal, Halldórs- sonar. Móðir Kristínar var Margrét Kristjánsdóttir, dbrm. og vara- þingsmanns í Reykjarfirði, Ebenez- erssonar, b. í Innri-Hjarðardal, Guðmundssonar, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illuga- sonar, ættfoður Arnardalsættar. Móðir Margrétar var Kristín, systir Maríu, langömmu Margrétar, ömmu Jóns L. Árnasonar stór- meistara. Kristín var dóttir Páls, b. í Arnardal, Halldórssonar og konu hans, Margrétar Guðmunds- dóttur, systur Ebenezar. Móðir Kristínar Pálsdóttur var Jensína, systir Ásgerðar, móður Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Ásgerður var dóttir Jens, b. í Páll Þorsteinsson. Arnardal, bróður Halldórs, langafa Jóns Sigurðssonar ráðherra. Systir Jens var Sigríður, amma Jakobs Björnssonar orkumálastjóra. Jens var sonur Jóns, b. í Fremri-Arnar- dal, Halldórssonar, b. í Fremri- Arnardal, Ásgrímssonar, b. í Fremri-Arnardal, Bárðarsonar, bróður Guðmundar í Arnardal. Afmæli Ingi S. Bjarnason Ingi S. Bjarnason múrarameist- ari, Grýtubakka 26, Reykjavík, er áttræður í dag. Ingi fæddist í Reykjavík, í húsi á horni Lindar- götu og Frakkastígs þar sem nú er Lindargata 50. Hann stóð því sem strákur í frægum styrjöldum á milli vesturbæjar og austurbæjar en orrusturnar háðu strákarnir gjarnan á Arnarhólnum. Ingi vann á unglingsárunum almenna verka- mannavinnu og þá lengst af hjá íslandsfélaginu en 1928 hóf hann múraranám sem hann lauk fjórum árum síðan. Hann vann síðan við múrverk alla tíð þar til hann hætti stöfum á áttræðisaldri. Ingi hefur alla tíð verið söngelsk- ur maður en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann hóf að syngja með Karlakór Reykjavíkur og söng hann þar næstu tuttugu árin. Hann tók sér svo nokkurra ára hvíld frá söngnum en 1960 hóf hann aftur að syngja meö Karlakórnum og söng með honum tíl 1973. Síðan þá hefur hann sungið með eldri félög- um kórsins og gerir enn. Kona hans var Borghildur, f. 12.5. 1921, d. í október 1987, dóttir Vil- mundar, b. að Löndum í Staðar- hverfi við Grindavík, Árnasonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdótt- ur, b. í Hlíð í Grafningi, en Guðrún og Arinbjörn læknir Kolbeinsson eru bræðrabörn. Ingi og Borghildur eignuðust níu börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Björg, veflistarkona og forstöðu- maður myndlistarvers í Árhus í Danmörku, f. 8.12. 1941, en hún á einn son; Jón Steindór, rafmagns- verkfræðingur og kennari við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi, f. 28.11.1947, kvæntur Önnu Eiríksdóttur lækni en þau eiga tvö börn; Birna Guðrún, hús- móðir í Reykjavík, f. 18.3.1950, gift Rúnari Svavarssyni, rafmagns- verkfræöingi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en þau eiga eina dótt- ur; Ingi Gunnar, bílamálaraméist- ari sem starfrækir Bílamálun sf. í Reykjavík, f. 3.4. 1952, kvæntur Kristjönu Kristjánsdóttur, hús- móður og starfsmanni hjá Fas- teignamatí ríkisins, en þau eiga þrjú börn og einn fósturson; Ragna Steinunn, listmálari í Noregi, f. 26.4. 1953; Gunnhildur Anna, bók- haldari í Reykjavík, f. 13.4.1955, en hún á einn son; Bjarni Vilmundar- Ingi S. Bjarnason. son, verkamaöur í Bandaríkjun- um, f. 6.4. 1956, en hann á eina dóttur; Jóhanna Sigríður, húsmóð- ir í Hafnarfirði, f. 30.8. 1957, gift Karli Auðunssyni, kerfisfræðingi og forstjóra hjá Fasta hfi, tölvu- þjónustu, en þau eiga tvær dætur; Ráðhildur Sigrún, sérfræðingur í hstlækningum, f. 4.4. 1959, gift Tuma Magnússyni listmálara, en þau búa í Reykjavík og eiga einn son. Foreldrar Inga voru Bjarni, sjó- maður í Reykjavík, Jónsson, f. 8.7. 1871, d. 1954, og kona hans Guðrún Björg, f. 10.12. 1876, d. 1942. Hannes Sigurðsson Hannes Sigurðsson rafvirkja- meistari, Álfheimum 68, Reykjavík, er sextugur í dag. Hannes fæddist við Hverfisgötuna í Reykjavík. Hann lærði rafvirkjun á árunum 1944-48 og starfaði síðan hjá Finni Kristjánssyni frá 1948-51. Hann var síðan verkstjóri hjá Metcalf Hamil- ton á Keflavíkurflugvelli frá 1951^54 og stundaði eftirlitsstörf hjá íslenskum aðalverktökum frá 1954-58. Þá starfaði hann hjá Rarik, Austurlandsveitu, frá 1958-62. Hannes varð svo yfirverkstjóri og síðan framkvæmdastjóri fyrir Ljósvirki hf. frá 1962-75 en þá stofn- aði hann og rak fyrirtækið Töflur sf. með Halldóri Bachmann frá 1975-87. Hannes starfar nú með Sigurði Leifssyni. Hannes hefur verið í stjórn Landssambands íslenskra rafverk- taka og í stjórn Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík. Kona hans er Sigurást, f. 5.9.1929, dóttir Sigurjóns, b. á Miðskála und- ir Eyjafjöllum, Sigurðssonar og Ragnhildar frá Eyvindarholti und- ir Eyjafjöllum, Óláfsdóttur. Börn þeirra Hannesar og Sigur- ástar eru: Sigurjón, rafvirki hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Egils- stöðum, f. 27.5. 1955; Grímur, rafvirki hjá Orkubúi Vestfjarða á Patreksfirði, f. 3.7. 1957, kvæntur Ásu Þorkelsdóttur, en þau eiga fjögur börn, Kristin Jósef, f. 14.3. 1978, Ástu Birnu, f. 20.9. 1985, Heiðrúnu Ósk, f. 21.10. 1986, og Hönnu Dóru, f. 24.8.1987; Sigurður, við nám í rafeindavirkjun, f. 12.12. 1961; og Ragnhildur Dagmar, af- greiðslustúlka á Akureyri, f. 3.9. 1966, en sambýlismaður hennar er Þórólfur Jóhannsson verslunar- maöur. Systkini Hannesar eru: Ragn- hildur, húsmóðir í Reykjavík, f. 31.7. 1921; Jónas, kaupmaður í Reykjavík, f. 21.9.1923; og Þorgerð- ur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 14.8. 1930. Hannes Sigurðsson. Foreldrar Hannesar: Sigurður Ólafsson, sem var gjaldkeri hjá Sjó- mannafélaginu í Reykjavík í fjölda ára, og kona hans, Grímheiður Jónasdóttir húsmóöir. Sigurður var fæddur að Lækjarbakka í Mýrdal en Grímheiður var ættuð úr Skammadal. Hannes verður að heiman á af- mælisdaginn. Barn situr þægilega og öruggt í barnabílstól. Það á það skilið! yUMFERÐAR ' RÁÐ Andlát Unnsteinn Guðmundsson, lést á heimili sínu þann 17. mars sl. Til hamingju með daginn! 90 ára_____________________ Ingimundur Einarsson, Þórólfs- götu 4, Borgarnesi, er níræður í dag. 80 ára_________________________ Emilia Guðmundsdóttir, Snorra- braut 73, Reykjavík, er áttræð í dag. Dagbjört Finnbogadóttir, Selbraut 9, Setjarnarnesi, er áttræð í dag. Ingibjörg Jónsdóttir, Lambafelli, Austur-Eyjafjallahreppi, er áttræð í dag. 70 ára_________________________ Maja Gréta Briem, Snekkjuvogi 7, Reykjavík, er sjötug í dag. Árni Ingólfsson, Víðivöllum 4, Ak- ureyri, er sjötugur í dag. Ragnar Róbertsson, Holtakoti, Ljósavatnshreppi, er sjötugur í dag. Una Huld Guðmundsdóttir, Snekkjuvogi, Stokkseyri, er sjötug í dag. 60 ára________________________ Jóhanna G. Kristjónsdóttir, Hvammsgerði 9, Reykjavík, er sex- tug í dag. Vilborg Stefánsdóttir, Njálsgötu 30, Reykjavík, er sextug í dag. Davíð Guðbergsson bifvélavirki, Ljósheimum 3, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Pólína Þorláksdóttir, Starmóa 4, Njarðvík, er sextug í dag. 50 ára______________________ Heinz H. Steimann, Blöndubakka 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Andrés Kristinsson, Þórólfsgötu 21, Borgamesi, er fimmtugur í dag. Ólafur Þórðarson, Miðtúni 10, Tálknafirði, er fimmtugur í dag. 40 ára_________________________ Arnfríður Ásdís Guðnadóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík, er fertug í dag. Fríður Eggertsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík, er fertug í dag. Uffe Balslev Eriksen, Frakkastíg 24, Reykjavík, er fertugur í dag. Rúnar Agnarsson, Sólheimum, Blönduósi, er fertugur í dag. Bergljót Kjartansdóttir, Melum, Fljótsdalshreppi, er fertug í dag. Hilmar R.B. Hilmar R.B. Jóhannsson pípu- lagningameistari, Hátúni 6, Reykjavík, er sextugur í dag. Hilm- ar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en hann hefur búið í Reykjavík alla sína tíð. Hilmar er sonur Jó- hanns Benediktssonar, verkstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sem er látinn, og Guðfinnu Árnadóttur aö Haðarstíg 14 í Reykjavík en hún verður níræð í maí nk. Systkini Hilmars eru Hjálmar, pípulagningameistari í Reykjavík; Olga, skrifstofumaður í Reykjavík; Hafsteinn, sölumaður í Reykjavík; og Emil sjómaður, sem lést ungur. Hilmar kvæntist ungur Brynju Ólafsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur en þau Hilmar og Brynja shtu síðar samvistum. Dæturnar eru: Edda, Ólöf og Ósk. Hilmar átti tvö börn fyrir, þau Guörúnu og Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Jóhannsson Hilmar R.B. Jóhannsson. Kristin, og son eignaðist hann 1982 er heitir Birgir Már.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.