Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Síða 44
58 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Jarðarfarir Þorgerður Jónsdóttir lést 11. mars. Hún var fædd á Háreksstöðum í Norðurárdal, Borgarfirði, 3. nóvemb- er árið 1900, dóttir hjónanna Ragn- hildar Þórðardóttur og Jóns Eyjólfssonar. Síðustu árin vann hún í Borgarþvottahúsinu. Ástríður Jóhannesdóttir, Torfalæk, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Blönduós- kirkju fóstudaginn 25. mars kl. 14. María Jónsdóttir andaðist á Elli- heimilinu Grund 16. mars. Útförin fer fram í Fossvogskapellu fimmtu- daginn 24. mars kl. 13.30. Jóhanna Þorsteinsdóttir.Skagabraut 44, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 14.15. Tilkyimingar Polugajevsky teflir við háskólastúdenta Miðvikudaginn 23. mars nk. teílir rúss- neski stórmeistarinn Lev Polugajevsky fjöltefli við háskólastúdenta. Fjölteflið, sem haldið er á vegum Orators, félags laganema og Stúdentaráðs háskóla Is- lands, hefst kl. 19.30 stundvíslega í stofu 201, Árnagarði. Fjöltefli sem þetta hefur mælst vel fyrir á meðal háskólanema en áður hafa Orator og SHÍ fengið þá Micha- el Tal, fyrrverandi heimsmeistara, og Jóhann Hjartarson stórmeistara til að etja kappi við stúdenta. Allir háskóla- nemar eru velkomnir þeim að kostnaðar- lausu. Mætið með töfl. Trúnaðarbréf afhent Hinn 4. mars 1988 afhenti Tómas Á Tóm- asson sendiherra Erich Honecker, formanni ríkisráös Þýska alþýðulýðveld- isins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Þýska alþýðulýðveldinu meö aðsetri í Moskvu. Gjöf til barnahóps Samtaka um kvennaathvarf Barnahópi samtaka um kvennaathvarf hefur nýlega borist gjöf frá alþjóðlegum kvennasamtökum í Svíþjóð (The Inter- national Women’s Club) kr. 66,203,- Er sú upphæð ágóði af happdrætti sem félag- arnir höfðu á árlegum jólafagnaði sínum. í ár var Sigrúnu Jónsdóttur listakonu, sem er félagi í samtökunum, falið að sjá um þessa jólahátíð (jullunch) með ís- lenskum brag. Sigrúnu var falið að McvAÁI Páskaegg Matarvinningar Aöalvinningur aö verömœti kr. 100 þús. Heildarverömœti vinninga á 3ja hundrað þús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiriksgötu 5 — S. 20010 Merming Hugraun Þjóðleikhúsið: Hugarburður (A Lie of the Mind) Höfundur: Sam Shepard Þýðing: Úlfur Hjörvar Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Gunnar Ðjarna- son Leikstjóri: Gísli Alfreðsson Þjóðleikhúsiö sinnir þeirri ánægjulegu og sjálfsögðu skyldu að taka til sýninga ný erlend verk með því að velja til flutnings leik- ritið Hugarburð eftir Sam Shepard en það var frumflutt árið 1986. Það var tilhlökkunarefni að kynnast túlkun Ustamanna húss- ins á verki þessa margræða og forvitnilega höfundar en margir hafa kynnst honum sem höfundi kvikmyndahandrita, m.a. að myndinni París, Texas sem hlaut frægan frama. Ég átti þess ekki kost aö sjá frum- sýningu Hugarburðar á fimmtu- daginn en sá aðra sýningu verksins í gærkvöldi og er þessi pistill þvi skrifaður eftir hana. Það verður að segjast eins og er að heldur var það blendin ánægja að berja þetta verk augum á sviði musteris íslenskrar leiklistar. Efnistök höfundar leggja mikið á leikstjóra og leikendur, tengsl eru oft lausleg og persónulýsingar brotakenndar þannig að ósamræmi í leikstjórn eða túlkun getur hæg- lega oröið banabiti sýningarinnar. Hins vegar er þetta dæmigert verk þar sem beinlínis er boðið upp á fersk vinnubrögð og hér hefði því verið kjörið tækifæri til að taka djarflega til höndum. Hugarburður er að mörgu leyti snjallt sviðsverk, sérstaklega hvað varðar uppbyggingu. Þó að þau verk Sams Shepard, sem nú þegar hafa litið dagsins ljós, verði tæpast talin til mestu afreka leikbók- menntanna, þegar fram höa stundir, bera þau merki þess að höfundurinn hefur einkar næma tilfinningu fyrir leikhúsi enda reyndur leikhúsmaður sjálfur. Verk hans fylla visst tómarúm í bandarískri leikritun og hafa sam- tímalega skírskotun, sérstaklega þar í landi. En Shepard skilur líka heilmikið eftir handa djörfum og frumlegum leikstjórum, hlutar verka hans jaðra við absúrd leik- hús og kalla beinhnis á skapandi og jafnvel byltingarkennd tök við uppsetninguna. Yrkisefnin eru oftar en ekki tekin beint úr hversdagsveruleika nú- tímamannsins í bandarísku sam- félagi. Leikrit hans eru staðbundin á ytra borði og tengd hfsmáta og örlogum þeirra sem eiga erfitt með að skjóta rótum í borgaralegu sam- félagi og oft má finna í þeim samsvörun við eigin lífsreynslu og æviferil höfundar. En kjarni verka hans er engu að síður sammann- legur. Upplausn fjölskyldunnar, tog- streita og rótleysi endurspeglast í sögu ungra hjóna, Jakes og Beth, og aðstandenda þeirra sem verkið fjallar um. Höfundur leikur sér að hliðstæðum og andstæðum í fjöl- skyldumynstrinu og gegnuinlýsir einstaklingana vægðarlaust. Þáð sem gerst hefur áður en leik- ritið byijar gæti verið kjörið efni í spennumynd og það jafnvel fleiri en eina. í leikritinu kynnast áhorfendur bakgrunni persónanna og smátt og smátt raðast brotin saman og skýr- ing fæst á því hvers vegna Jake hefur nærri því gengið af konu sinni dauðri. Leikmynd Gunnars Bjarnasonar gerir lítið annað en þrengja sviðið Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Skulason og Lilja Þórisdóttir í Hugar- burði eftir Sam Shepard. DV-mynd Brynjar Gauti Leiklist Auður Eydal og gefa hugmynd um óyndisleg hí- býli, annars vegar móður Jakes, hins vegar foreldra Beth, og undir- strikar um leið tvískiptingu verks- ins. Lýsing, verk Ásmundar Karlssonar, er veigamikill og vel unninn þáttur í sviðsmynd og sýn- ingu. Þessi sýning Þjóðleikhússins á Hugarburði, undir stjórn Gísla Al- freðssonar leikstjóra, er alltof pörtótt til þess að heilleg mynd fá- ist af því sem höfundur er að fara með verkinu. Ótrúlegur hávaði og fyrirgangur vega salt á móti miklu fínlegri útfærslu í öðrum atriöum þar sem blæbrigðaríkur leikur fær að njóta sín og það voru líka bestu atriði leiksins. Þýðing Úlfs Hjörvar á texta verksins var oftast á lipru talmáh á að heyra. Þó fannst mér orðfæri Beth stundum aheinkennilegt, sérstaklega á meðan hún gat sem verst tjáð sig vegna meiðsla. Þau Hákon Waage og Lilja Þóris- dóttir leika hjónin Jake og Beth og ná að mínu mati hvorugt tökum á innsta kjarna þessara persóna. Allt of hástemmdur leikur með tilheyr- andi bægslagangi veldur því að þar er strax brostinn veigamikill þáttur í verkinu. Aðrir leikarar, þau Sigurður Skúiason, Arnór Benónýsson og Vilborg Halldórsdóttir, eiga af sömu sökum erfitt uppdráttar í hlutverkum sínum og þessi leik- stjórnarstefna gengur að mínu mati ekki upp. Þaulreynd leikkona eins og Þóra Friðriksdóttir nær þó að sýna góða takta á örfáum stöðum en hún fer með mergjaðan texta í hlutverki móöur Jakes. En miklu oftar snýst þó túlkunin upp í hávaðasaman strekking og hallast þar ekki á, flestir leikendanna dansa með. Þeim Gísla Halldórssyni og Sig- ríði Þorvaldsdóttur tekst þó méð eftirminnilegum hætti aö brjótast út úr þessum upptrekkta vítahring og sýna áhorfendum hvernig hægt er að leika á aðra strengi. Þau leika foreldra hinnar illa höldnu Beth og viröast næstum því vera í hlutverkum í öðru og betra leikriti en hinir. Samleikur þeirra gefur vísbendingu um hvernig sýn- ingin í heild hefði getað orðið en varð ekki. Því miður. AE. ráðstafa ágóða af happdrættinu, en hon- um er alltaf varið til góðgerðastarfsemi. Á því Sigrún allan heiður af þessari gjöf, sem, að hennar ósk, mun verða ráðstafað í þágu barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Hér með vill Barnahópur Samtaka um kvennaat- hvarf færa Sigrúnu Jónsdóttur, hinum Alþjóðlegu kvennasamtökum og öllum þeim aðilum er lögðu fram gjafir í happ- drættið, sérstakar þakkir fyrir gott framlag. Fundir Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldur fund á Hallveigarstöðum þriöju- daginn 22. mars kl. 20.30. Tónleikar Einleikaraprófstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur ein- leikaraprófstónleika í Norræna húsinu í dag, mánudag 21. mars, kl. 20.30. Pétur Eiríksson básúnuleikari flytur verk eftir J.E. Galliard, C.M. ^eber, L. Bemstein, A. Wilder og Eugene Bozza. Krystyna Cortes leikur með á píanó. Tónleikar þessir eru fyrri hluti einleikaraprófs Pét- urs frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ferðalög Páskaferðir Ferðafélagsins 1. Snæfellsnes - Siiæfellsjökull (4 dagar). 2. Landmannalaugar, skíðagönguferð (5 dagar). 3. Þórsmörk, 31. mars -2. apríl (3 dagar). 4. Þórsmörk, 2. apríl - 4. apríl (3 dagar). 5. ÞórsmörV, 21. mars - 4. apríl (5 dagar). Það er Assma að panta tímanlega í páskaferðirnar. Farmiðar seldir á skrif- stofu FÍ. Páskaferðir Útivistar 1. Þórsmörk, brottfór 31.3. og 2.4., 3 og 5 daga ferðir. Góð gistiaðstaða í Útivistar- skálunum í Básum. Gönguferðir. 2. Snæfellsjökull - Snæfellsnes. Brottfór 31. mars, 3 og 5 dagar. Gist á Lýsuhóli, sundlaug. Gönguferðir við allra hæfl, m.a. á Jökulinn. 3. Borgarfjörður - Húsafell, 3 dagar. Brottfór 2. apríl. Gönguferðir. Sundl. í nágr. 4. Skíðagönguferð á suðuijöklana. Brott- fór 31.3., 5 dagar. Farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Seiðmagnað þrekvirki Fred Kameny leikur Messiaen hjá Musica Nova Hver stórviðburðurinn rekur ann- an á músíksviðinu þessa dagana. Á u.þ.b. tveim vikum höfum við heyrt hér þrjár íslenskar frumuppfærsl- ur á stðrverkum alþjóðlegra meistara. Fyrst var Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar og Zukofsky með Et expecte... eftir Messiaen, þá Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Pólverjans Rychert með þriðju sinfóníu Lutoslavskis og svo var allt Vingt regards sur l’enfant- Jesus eftir Messiaen leikiö í Norræna húsinu í gær. Það var amerískur píanóleikari, Fred Kameny, sem hélt okkur tveggja tíma tónaveislu með því að leika þetta seiðmagnaða þrekvirki: Tuttugu sjónarhorn á Jesúbarnið. Kameny er greinilega afburðamað- ur á sínu sviðið. Hann lék þetta verk ekki aðeins blaðalaust og villulaust og allt það heldur tókst honum einnig að halda áheyrend- um föngnum viö músíkinnihald tónverksins án þess að beita nokkru sinni billegum brögðum. Það eru nefnilega nóg tækifæri í Vingt regards til að breiða úr sér með tækniofforsi eða teygðri væmni og vel má reyndar vera aö einhver hafi saknað slíkra hluta. Hins vegar lagði Kameny meginá- herslu á skýra mótum tónhug- Tónlist Leifur Þórarinsson mynda og eðlilega framþróun þannig aö þetta tveggja tíma tón- verk í tuttugu þáttum virkaði sem ein og beinskeytt heild. Hitt er svo annað mál að þetta hefði allt saman hljómað betur á stærra og meira píanó (með óbilaða pedala) en þarna var til staðar og líflegra tónleikahús hefði ekki skaðað heldur. En við búum ekki við neina ofrausn í þeim efnum eins og allir vita og í fá hús að venda fyrir fjárvana Musica Nova. Það var sá ágæti félagsskapur sem stóð fyrir tónleikunum og þó hann hefði gjafnan mátt auglýsa þá bet- ur, svo fram kæmu fleiri áheyrend- ur, þá á hann sannarlega þakkir skildar fyrir framtakið. LÞ Frísklegur fagnaður Karlakór Reykjavíkur á tónleikum í Langholtskirkju Karlakór Reykjavíkur er sextugur og tveim árum betur. Hann var stofnaður í janúar 1926 og hefur allar götur síðan haldið uppi blóm- legri starfsemi á vængjum söngs- ins, innairiands og utan. Á honum eru engin elhmörk svo teljandi sé. í vikunni sem leið söng kórinn fjölbreytta efnisskrá í Langholts- kirkju. Svo eru styrktarmenn og aðdáendur kórsins margir að end- urtaka varð tónieikana þrisvar eða íjórum sinnum. Stjórnandi var eins og mörg undanfarin ár Páll Pampichler Pálsson, einsöngvarar Sigmundur Jónsson og Guðmund- ur Þór Gíslason (tenórar), Haukur Páll Haraldsson (bassi) og Marilee Williams (sópran). Undirleikari var Catherine Williams. Þarna mátti heyra mörg „gölulögin”, Sverri konung eftir Sveinbjörn, Þjóðlagakviður eftir Jón Leifs, lög eftir Björgvin og Kaldalóns og ágætar limrur eftir söngstjórann. Svo var auðvitað fullt af útlensk- um lögum, t.d. eftir Finnana Kuula og Pamgren, já, og Sibehus, Frans- mennina Bizet og Gounod og skandinavíska var presenteruö með Carli Nielsen og Knut Nystedt. Þá var sungið fallega um „Drauma- borgina Vín“ (Einsöngur Marilee Williams) í lagi eftir Rudolf Siencz- ynsky og sleginn botn í selskapið með Ameríkönum: There’s no busi- ness hke showbusiness eftir Irving Berlin. Ég er ekki að segja að þetta hafi aht verið jafnskemmtilegt, stundum var hátíðarblærinn i matt- ara lagi og tónhæð kannski á reiki á stöku stað. En í hehd var þetta frísklegur fagnaöur með ljómandi sönggleði og stemmningu og er ekki að efa að Karlakór Reykjavíkur heldur upp á 100 ára afmæli sitt í fuhu fjöri. En þá verðum við nú dauðir, nafni minn. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.