Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Fréttir 22ja ára maður beið bana í Tröllaskaga: Ók fram af klettum og féll 300 metra Veiddu um 440 fiska fyrstu þrjá dagana Laxá í Leirársveit var ekki beint veiðileg 1. apríl við Laxfossinn en þó var rækjunni rennt en fiskurinn gaf sig ekki. Það þarf að hlýna í nokkra daga til að hún komi til. DV-mynd G.Bender Sjóbirtingsveiðin byrjaði víða vel: Banaslys varð í Tröllaskaga í Skagafirði um miðjan dag á föstudag- inn langa er 22ja ára maður ók fram af klettabelti á vélsleða. Mjög gott veður var er slysið átti sér stað, sólskin og logn. Sex menn úr Skagafirðinum, bræð- ur og mágar, fóru saman í dagsferð á vélsleðum og völdu sér stað upp af Gijótárdal. Allt vanir vélsleða- menn sem oft hafa áður verið á þessum slóðum. Mennimir voru að hringsóla um svæðið er þeir urðu varir við að einn þeirra var horfinn. Veit enginn hvaö gerðist en menn hafa látið sér detta í hug að hinn látni hafi fengið snjó- blindu eða móða hafi sest innan á hjálmgleraugun. Hann ók beint fram af þverhníptri klettabrúninni en það er um 300 metra fall. Sá sem lést hét Ásgeir Bentsson, hann var búsettur á Sauðárkróki og lætur eftir sig bamshafandi unn- ustu. -ELA „Þetta gekk ágætlega hjá okkur og við fengum á föstudaginn langa 27 fiska, sá stærsti var 10 pund,“ sagði Sigurður Ingimundarson, ámefnd- armaður í Geirlandsá, en hann renndi með nefndarmönnum fyrstu tvo dagana sem áin var opin. „Veður var gott þennan fyrsta veiðidag og fiskurinn gaf sig, fengum alla fiskana á spún. A laugardaginn kólnaði og þá fékkst ekkert, fiskur- inn hætti að taka. Það var ís á ánni víða og krap, en þetta gekk vel þenn- an fyrsta dag,“ sagði Sigurður. „Við fenguni 43 fiska og þar af feng- ust 13 á flugu hjá okkur í opnuninni í Vatnamótunum. Þetta gekk vel,“ sagði Jón H. Jónsson í árnefnd Vatnamótanna. „Við fengum flesta fiskana á sama bletti, neðst í Skaft- ánni. Það var ís yfir öllu þarna. Stærsti fiskurinn hjá okkur var 9 pund,“ sagði Jón í lokin. „Þetta gekk ágætlega. Viö fengum 70 fiska og sá stærsti var 10 pund, spennandi að byija sumarið svona vel,“ sagði Árni Baldursson sem fór við fjórða mann í Fossálana og víða kringum Kirkjubæjarklaustur til veiða fyrstu tvo daga veiðitímans. „Þetta byrjaði rólega í Rangánum fyrsta daginn enda var skítkalt að standa við veiðarnar. Það fékk einn urriða, 4 pund,“ sagði veiðimaður sem renndi fyrsta daginn í ánni. „Annan daginn gekk þetta miklu betur og þá fengust 18 fiskar, bleikj- ur, urriðar og einn niðurgöngulax. Það var fjóröa svæðið í Ytri-Rangá sem gaf og þar var töluvert líf,“ sagði veiöimaður úr Rangánum. Fyrstu fiskarnir eru komnir á land úr Tungufljótinu og gátu menn veitt í ál þar þó ís væri. Þrír fiskar veidd- ust fyrstu dagana og var sá stærsti 8 pund. „Mjög góð veiöi hjá okkur og ætli viö höfum ekki verið með um 100 fiska, þeir stærstu voru 3 pund, ann- ars var þetta smátt,“ sagði Rósar V. Eggertsson, en hann var við veiðar í Varmá (Þorleifslæknum) 2. apríl með fjórar stangir og Haukur Har- aldsson var þar með tvær stangir. „Það var mildð af fiski í læknum og við veiddum mest með flugu. Lótus- flugan gaf vel,“ sagði Rósar. Veiðin hefur farið mjög vel af stað í Varmánni og reiknast okkur til að á land þessa fyrstu þrjá daga hafi komið um 270-280 fiskar, urriðar og bleikjur. Laxá í Leirársveit og Leirá voru ekki beint veiðilegar fyrstu dagana og erfitt að koma færi niður í þær, þó reyndu menn í Laxfossinum, en fiskurinn gaf sig ekki. Ef veður batn- ar næstu daga gæti ísa leyst og fiskurinn farið að gefa sig í þessum veiðiperlum. Þessi byijun í sjóbirtingnum er mjög góð og eru líÚega komnir um 440 fiskar þessa þrjá fyrstu daga, nokkir 10 punda, 9 punda og 8 punda. G.Bender Keilir í höfninni í Vestmannaeyjum þar sem hann biður nú viðgerðar. DV-mynd Ómar Vestmannaeyjar rafmagnslausar á laugardagskvöld: Togari sleit rafstreng Ómar Gaxðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Rafmagn fór af Vestmannaeyja- kaupstað um klukkan 21 á laugar- dagskVöld og komst það ekki á aftur fyrr en um klukkan 23. Ekki varð strax ljóst hvað olli biluninni en við athugun kom í ljós að togarinn Keil- ir, sem varð vélarvana í innsigling- unni og rak upp í fjöru rétt innan hafnargarðanna, hafi sennilega lent á rafstreng og slitið hann. Viö þetta varð skammhlaup og sló út uppi á landi, í spennustöð þar. Sæmundur Vilhjálmsson hjá raf- veitu Vestmannaeyja sagði að skemmdirnar væru ekki fullkannað- ar en tahð væri nánast öruggt að togarinn hefði verið valdur að skammhlaupinu. Greiðlega gekk að losa togarann og bíður hann nú viðgerðar í Vest- mannaeyjum. Þessi togari hét áöur Einar Benediktsson. í dag mælir Dagfari Utvegsbanki á grænni grein Fyrir páska var haldinn blaða- mannafundur á vegum viðskipta- ráðherra þar sem kynntar voru niðurstöður matsnefndar um stöðu Útvegsbankans. í ljós kemur aö skuldir bankans umfram eignir nema einum komma átta milljörð- um króna en með því aö ríkissjóður tekur á sig einn milljarð og ætlar síðan að selja góssið hæstbjóðanda er niðurstaöan sú að staða Útvegs- bankans telst mjög góö og ráö- herrann bindur miklar vonir viö aö söluverö bankans hækki að mun. Enda hefur rekstur bankans gengið vel fyrstu átta mánuði síð- asta árs og bankinn laus við alla viðskiptavinina sem eiga ekki fyrir lánunum og geta ekki borgað skuldirnar. Þetta eru mikil og góð tíðindi og verður ekki ahnað sagt en að það hafi verið Útvegsbankanum til mikillar blessunar að Hafskip fór á hausinn á sínum tíma en það gjald- þrot varð til þess að bankinn fékk sína endurhæfingu eins og mönn- um er eflaust í fersku minni. Bankinn tapaði heldur ekki nema þijú hundruð milljónum á Hafskipi svo allir sjá að það tap er eins og krækiber í helvíti miðað við alla hina sem skulduðu í bankanum en voru ekki gerðir gjaldþrota eins og Hafskip. Sömuleiðis var þaö mikil mildi aö viðskiptaráðherra hætti við að selja bankann í hendur Samband- inu eða þijátíu og þrem einkaaðil- um sem gerðu tilboð í bankann í fyrrahaust. Það heföi verið gjaf- verð enda var þaö ekki einleikið hvað mennirnir sóttust eftir þess- um banka sem var sagður gjald- þrota og einskis nýtur. Nú kemur í ljós að bæði SÍS og einkaframtak- ið í landinu vita sínu viti og átta sig vel á því hvenær borgar sig að kaupa banka og hvenær það borgar sig ekki að kaupa banka. En meðan Útvegsbankinn lenti í þessum hremmingum meö Hafskip og bankastjórarnir fyrrverandi fengu reisupassann og pólitíkus- arnir rifust um það hverjir skyldu kaupa bankann sem var með allt niður um sig þá kom í ljós að Út- vegsbankinn var að lifa sinn besta tíma. Þetta reyndist hið mesta glóp- alán því velgengni bankans hefur verið í öfugu hlutfalli við tapið og gjaldþrotin og stendur nú með pál- mann í höndunum. Það er í raun- inni hið mesta þjóðráð fyrir svona banka að fara á hausinn og vera gerður upp því hann veröur aldrei fyrir skuldunum og ríkissjóði hefði aldrei dottið í hug að hlaupa undir bagga. í stað þess var gripiö til þess ráðs að losa bankann við öll óþæg- indi af kúnnum sem ekki geta borgað og nú er Útvegsbankinn aðeins með viðskipti við aðila sem eiga fyrir skuldunum en ríkissjóð- ur sér um hitt. Það er meira að segja búið að koma því svo fyrir að ríkissjóður tekur að sér að greiða íjórtán fyrrverandi banka- stjórum eftirlaun upp á tvö hudnruö og tuttugu milljónir enda hljóta menninir að eiga þau eftirla- un skilin eftir að hafa komið bankanum í þá aðstöðu að vera oröinn besti banki landsins með því að vera nógu aumur. Niðurstaðan er sú að kúnnarnir, sem eru gjaldþrota, eru settir á sér- stakan viðskiptamannareikning sem ríkissjóður sér um. Bankinn græðir á tá og fingri og margfald- ast í verðmæti. Og ríkiö getur boðið hlutabréf sín í bankanum út á tvö- földu nafnverði og haft allt sitt upp úr krafsinu. Sambandið þarf ekki lengur að kaupa bankann því nú er búið að sanna þaö lögfræðilega að SÍS ber ekki ábyrgð á gjaldþrota kaupfélögum. Og síðast en ekki síst þurfa einkaaðilarnir ekki að kaupa bankann því þeir mega eiga hann áfram! Gömlu bankastjórarnir verða síðan heiðraðir við fyrsta tækifæri fyrir að reka bankann með þeim ósköpum að ríkið skuldar þeim tvö hundruð og tuttugu milljónir! Hver er svo að kvarta undan bankapól- itíkinni? Dagfari traustari en einmitt þá. Spurning er hvort aðrir bankar eigi ekki að fara að dæmi Útvegsbankans og láta meta sig hjá skiptaráöanda og efla þannig rekstur sinn og eiginfj- árstöðu! ímyndiö ykkur ef Hafskip hefði ekki farið á hausinn. Þá hefði Út- vegsbankinn þurft að halda áfram að lána því fyrirtæki og öllum hin- um fyrirtækjunum sem áttu ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.