Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. Utlönd I brúaifiugleíðingum Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, sagöi aö brúar- smiöi væri henni ofarlega í huga eftir viöræöurnar viö forsætisráö- herra Tyrklands, Turgut Ozal, í Ankara í gær. Átti hún þá bæði viö raunverulegar brýr og betri tengsl á sviði viöskipta. Thatcher iagði í heimsókn sinni áherslu á áframhaldandi aöild Tyrkja að Allantshafsbandaiaginu en lét vera aö veita þeim stuöning í því að fá fúlia aðild að Evrópu- bandalaginu. Thatcher mun heimsækja Istanbul í dag. Chirac gagnrýnir MHtenand Forsætisráðherra Frakklands, Jacques Chirac, sem er frambjóð- andi til forsetaembættisins sem kosið veröur um þann 24. apríl, réðst í gær gegn kosningapró- grammi Mitterrands forseta og lagði einnig áherslu á hversu for- setinn væri orðinn aldraður. Mitterrand, sem er 71 árs, er spáð sigri í væntaniegum kosningum. Chirac, sem er 55 ára, lagöi áherslu á að hann myndi stjórna landinu af röggsemi og ekki ganga til móts viö framtíðina á inniskóm. Einnig réðist Mitterrand gegn áætluðum skatti gegn hátekjumönnum sem hann sagði myndi hafa þær afleiöingar aö flármagn streymdi úr landinu. Aðstoðaratanríkisráðherra írana, Mohammad Larijani, átti í gær tvo langa fundi með aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Ekkert kom fram á firnd- um þeirra sem benti til að von væri á vopnahlé i bráð í Persaflóastríðinu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði aö embættismenn á vegum sam- takanna og íranskir embættismenn myndu funda i dag til að kanna möguleikana á frekari fundum ef nauðsyn krefur milb Larijani og Javier Perez de Cuellar aöalritara. Ekkert lát virðist vera á eldflaugaárásum stríðsaöilanna og í gær til- kynntu írakar aö þeir hefðu skotið átta eldflaugum á Teheran og þijár aðrar borgir. íranska fréttastofan Ima tilkynnti í gær að varpaö heföi verið sprengjum úr írönskum flugvélum á efnahagsleg og hemaðarleg skotmörk í Bagdad í dögun í gær. íranir neituðu yfirlýsingum íraka um að þeir hefðu skotiö niður íranska flugvél. Sprengjufundur í Róm Lögreglan í Róm tilkynnti í gær að fundist hefðu sprengjur á flug- vellinum þar í borg þegar verið var að flytja farangur um borð í íraska flugvél. Grunar lögregluna að rúm- lega hundrað og fimmtíu tonn af vopnum hafi veriö flutt ólöglega til íraks síðustu tíu mánuðina. Hluti farmsins var þegar kominn um borð í vélina þegar lögreglan lét til skarar skriða. Fundurinn átti sér staö þann 24. mars en fréttir af honum bárust ekki fyrr á miðvikudag. ftalir banna vopnaflutning til Iraks og írans vegna Persaflóastríösins. Að sögn lögreglunnar urðu tollverðir tortryggnir vegna hins mikla magns sem flutt var reglulega til íraks. Thyssen sýnir safh sftt Hans Heinrich Thyssen-Bomem- isza barón samþykkti opinberlega í gær að sýna helming af lista- verkasafhi sínu á Spáni næstu tíu árin. Hann kvað þá sýningu jafnvel geta varaö að eilífu. Safn barónsins er metið á mörg hundruð milljónir dollara. í samkomulaginu, sem einnig var undirritað af menningarmálaráð- herra Spánar, Javier Solana, er kveðið á um að 500 til 600 málverk verði flutt frá Sviss til Madrid. Þar með er vangaveltunum, sem staðið hafa í heilt ár, um hvert hann myndi fara með 9afn sitt lokiö. Safn hans er talið eitt hiö fínasta í heimi. í saíhinu eru verk eftir Rembrandt, Rubens, Velazquez og Goya svo einhveijir séu nefndir. Stúlkan sögð hafa fallið fyrir ísraelskri kúlu hríð og í skýrslu hersins segir að stúlkan hafi látist stuttu eftir að hún var skotin í höfuðið með sama vopni sem ísraelsku fararstjórarnir notuðu er þeir skutu til bana tvo Palestínu- menn í átökunum sem áttu sér stað á miðvikudaginn. Þegar Palestínu- menn náðu vopnunum voru engin skotfæri eftir í þeim, segir í skýrsl- unni. Talsmaður hersins sagði í gær að henni væri ekki kunnugt um skýrsl- una og hélt því fram að stúlkan hefði látist af völdum grjótkasts. I ísraelska útvarpinu var svo sagt í gær að óljóst væri hvort stúlkan hefði látist af völdum skotsára eða eftir að hún hlaut stein í höfuðið sem móðir eins Palestínumannanna, sem skotinn var til bana, kastaði. Fréttir þessar verða þó líklega ekki til þess að sefa reiöi ísraelsku land- nemanna sem kreíjast þess að Palestínumenn, sem stunda grjót- kast, verði skotnir eða gerðir brott- rækir. Auk þess krefjast landnem- amir að fleiri ísraelsmenn setjist að á herteknu svæðunum. Mikil ólga var meðal landnemanna í gær og kröfðust þeir hefndar við gröf stúlkunnar, aðeins fáeinum klukkustundum áður en fréttir af krufningsskýrslunni bárust. Á með- an skutu ísraelskir hermenn til bana araba nálægt þeim stað þar sem stúlkan beið bana á miðvikudag. Svo virðist nú sem ísraelska stúlk- an, sem sögð var hafa verið grýtt til dauða af Palestínumönnum á Vest- urbakkanum, hafi látist af völdum skothríðar ísraelsmanna. Þetta kem- ur fram í skýrslu ísraelska hersins sem lekiö var út í gærkvöldi. Stúlkan var á ferðalagi ásamt félög- um sínum á Vesturbakkanum þegar Palestínumenn réðust á hópinn. Far- arstjóri í hópi unglinganna svaraði árás Palestínumannanna með skot- Útför ísraelsku stúlkunnar, sem í tyrstu var haldið fram að grýtt hefði verið til bana, fór fram i gær. Símamynd Reuter Ein millión í bindindi Anna Bjamason, DV, Denver Þess er vænst að allt að ein milljón Bandaríkjamanna, sem neyta áfeng- is að jafnaði, fari í bindindi nú um helgina og snerti ekki vín á fóstudag, laugardag og sunnudag. Alríkisráð, sem vinnur gegn vana- bindandi ofdrykkju, stendur fyrir bindindisherferðinni en hún er hður í ýmsum aðgerðum ráðsins í apríl- mánuði sem miða að þvi að opna augu fólks fyrir vandamálum sí- drykkju og ofdrykkju. Fyrsta bind- indisherferðin af þessu tagi var í fyrra og þá tók um hálf milljón manna þátt í slíku helgarbindindi. Sjötíu og tveggja klukkustunda bindindi á að dómi forráðamanna herferöarinnar að nægja til aö þeir sem eiga við drykkjuvándamál að stríða hugsi ráð sitt og leiti sér að- stoðar. Bindindinu er líka ætlað að opna augu annarra fyrir því aö áfengi er fíkniefni og menn og konur verða að vera vel á verði til að ánetj- ast því ekki. Þriggja sólarhringa bindindi á líka að vekja athygli fólks á hættunni sem af ofnotkun áfengis stafar, til dæmis slysum í umferðinni og áhrifum áfengisneyslu þungaðra kvenna á fóstur. Tíu og hálf milljón manna í Banda- ríkjunum er áfengissjúkhngar og önnur sjö og hálf milljón manna á við ýmis vandamál að stríða sem tengjast ofdrykkju. Um fimm mhlj- ónir unglinga innan tvítugs eiga við áfengisvandamál að stríða en um þriðjungur Bandaríkjamanna neytir þó aldrei áfengis. Mótmælendur brenna bandaríska fánann fyrir framan sendiráö Bandarikja- manna í Honduras. Simamynd Reuter Matta er ríkisborgari í Honduras og lög kveða svo á um að ríkisborgur- um megi ekki vísa úr landi. Sam- kvæmt upplýsingum Bandaríkja- manna er Matta einn forhertasti eiturlyfjasali heims. Mótmæltu brottvísun eiturlyf]abaróns Að minnsta kosti fjórir féhu þegar skothríð hófst við bandaríska sendi- ráðið í Honduras í gærkvöldi. Upptök óeirðanna var ákvörðunin um að vísa meintum eiturlyfjabaróni, Juan Ramon Matta, úr landi til Bandaríkj- anna. Að sögn sjónarvotta var skotiö frá bandaríska sendiráðinu og mótmæl- endur svöruðu með skothríð. Að minnsta kosti fjórir stúdentar eru taldir hafa beðið bana og að minnsta kosti tveir særst. Óeirðalögregla og slökkvihðsmenn komu þá á vettvang th þess að reyna að dreifa mannfjöld- anum. Mótmælendur, sem voru um fimmtán hundruð talsins, höfðu bor- ið eld að hluta sendiráðsbyggingar- innar, kastað grjóti að henni og brotist inn. Eldur logaði í um tuttugu bílum á götunni fyrir framan sendi- ráðið. Rafmagnslaust varð á götu- ljósum vegna bilunar. Áður höfðu mótmælendur safnast saman fyrir utan forsetahöhina, sem ekki er langt frá, og kallað slagorð. Kváðu þeir brottvísunina ólöglega og kvörtuðu undan því að áhrif Bandaríkjamanna í Honduras væru allt of mikil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.