Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988.
Spumingin
Hver er uppáhaldsdrykkur
þinn?
Sigurður Freyr Guðbrandsson: Tvö-
faldur Bacardiromm í kók.
Júlíus Hafsteinsson: Malt og Mix eru
góöir drykkir, en mjólkin er þó best.
Sigríður Kristinsdóttir: Mér finnst
kóka kóla best
Guðmundur Hilmarsson: ískaldur I
bjór, og þá helst Heineken. !
Lesendur
Frá Vancouver í Kanada. Þar skipa brýr stóran sess í umferðinni.
Toifusamtökin vilja tengja:
EHt stykki undirgöng
Guðjón Guðmundsson skrifar:
Það eru nú fleiri en Torfusamtökin
sem myndu vilja tengja götur meö
neöanjarðargöngum. Auðvitað er
hugmyndin sem slík ekkert fráleit.
Þetta er ekki annað en gert er í borg-
um um víða veröld. Undirgöng eru
eitt það hagkvæmasta sem gert er í
samgöngumálum. Um það eru flestir
sammála.
En það er hins vegar bjartsýnin
sem felst í því að viðra þessa hug-
mynd hér á landi, sem er fréttnæm.
Það dettur engum heilvita manni í
hug að hér verði nokkru sinni byggð
undirgöng að neinu marki og allra
síst í þéttbýliskjarnanum Reykjavík
eða nágrenni. Einfaldlega vegna þess
að engir peningar eru til fyrir þeim
framkvæmdum - og ef þeir eru til
fara þeir í að hygla landsbyggðinni
svokölluðu eða dreifbýlinu.
Það hefur í alvöru komið til tals
að bora göng á Vestfjörðum á ein-
hverjum útnára sem engin umferð
verður um, nema ef vera kynni af
þeim sem ætla að flytja suður til
Reykjavíkur. Og það eru nú víst flest-
ir á landsbyggðinni að hugsa um og
lái þeim hver sem vill.
En aftur til Torfusamtakanna og
hugsanatengsla þeirra neðanjarðar.
„Þetta er leið sem margar borgar-
stjórnir á Vesturlöndum hafa valið,“
segir formaður Torfusamtakanna
um hugmyndina um að tengja Hring-
brautina við Sætúnið með neðan-
jarðargöngum. - Það er laukrétt hjá
formanninum - en þar er bara ekki
saman að jafna, jafnvel ekki við Fær-
eyinga sem hafa sambærilegar
áætlanir á prjónunum. - Þar borga
Danir bróðurpartinn.
Við íslendingar erum nánast gjald-
þrota þjóð að því er snertir alvöru-
gjaldmiðil og höfum ekki einu sinni
efni á að gera Reykjanesbrautina að
aðalbraut með tvöfaldri akrein.
Sannleikurinn er einfaldlega sá að
hvorki verður gert átak í alvöru
gatnagerð í Reykjavík né annars
staðar vegna þess hve við erum fá-
menn þjóð og fjárvana.
Miðborgin ber þess t.d. ljóslega
vitni hvemig ástand höfuðborgar-
innar er, sé litið niður eftir einni
fjölförnustu umferðargötunni,
Bankastræti, blasa við kofaræksni,
skakkir og skældir, ómálaðir og nán-
ast ekki annað en eldiviðarmatur.
Þetta sýnir í hnotskurn það hrika-
lega starf sem framundan er, þegar
og ef einhvem tíma verður fjármagn
til reiðu til alvöruframkvæmda.
Við íslendingar höfum margsinnis
átt þess kost að fá fjármagn og aðstoð
við að byggja upp vegakerfi okkar,
þjóðvegi sem og aðkeyrslur til höfuð-
borgarinnar, en sakir stærilætis,
þjóðrembu og flokkadrátta innan-
lands höfum við glutrað niður öllum
tækifærum til slíkra stórfram-
kvæmda.
Það sem nauðsynlegast er af öllu
má ekki minnast á, að þjappa byggð
saman í fáa byggðakjarna og flytja
fólkið frá afskekktum, óarðbærum
og óbyggilegum stöðum til þessara
byggðakjama. Ef um það næðist
samstaða myndi margt annað leysast
af sjálfu sér.
Skammarieg þingræða
H. Sig. skrifar:
Fyrir nokkram dögum var útvarp-
að á rás 1 umræðum frá Alþingi um
háskólakennslu á Akureyri. Einn
varaþingmaður Alþýðuflokksins,
sem er háskólakennari, lét í ljósi efa-
semdir um málið og að margt væri
þar loöið og óklárt.
Hvort sem menn voru sammála
ræðumanni eða ekki verður að segj-
ast að hann talaði málefnalega um
þetta og var með engar persónulegar
skammir eða skæting. Því næst
hlusta landsmenn á það að Halldór
Blöndal alþingismaður tekur til máls
og hundskammar fyrri ræðumann
og eys persónulegum svívirðingum.
Talar um að hann sé loðdýraættar,
sennilega minkur eða refur, og ann-
að eftir því. Ekki eitt einasta orð um
það málefni sem var til umræðu.
Landsmenn setti hljóða.
Ég var að borða á veitingastað,
þegar þetta fór fram og tók eftir því
að menn hættu samræðum meðan
þingmaðurinn talaði og vora hljóðir
á eftir. Kona, sem sat við næsta borð,
spurði sessunaut sinn af hveiju þing-
forseti stöðvaði ekki svona orðbragð.
Um langa hríð hefði hún ekki heyrt
annað eins.
Þessi kona talaði örugglega fyrir
munn flestra þeirra sem þarna voru
inni, hvers sinnis sem þeir annars
voru í málinu. - Hvorki jók Halldór
Blöndal á virðingu sína né Alþingis
í þetta sinn.
Grátbið um gott kaffihús
„Tepoki“ skrifar: un! Allt skítugt. Starfsfólkið sofandi nema ógeöslegt pokate. Salemin eru
Ég sit hér inni á Café Hressó og (þó með einstaka undantekningum), ógeðsleg, allavega karlasalernið,
horfi í kringum mig. Hvílík úrkynj- vont kaffi, vont kakó og ekkert te, minniráfyrstaflokks„rónasalerni“.
» * * ! m <« e' „ j
rgft | m U
Bréfritari vill fá gott kaffihús í Reykjavík fyrir sumarið. - Saknar Mensu sem
var til húsa á horni Lækjargötu og Austurstrætis.
Við félagamir erum nýbúnir að
labba um öll kaffihúsin; Mokka, fullt,
á Hótel Borg, hárgreiðslusýning og
öll önnur hús lokuð. Við grátum
Mensu. Er ekki eitthvert framtaks-
samt fólk einhvers staðar sem vill
opna fyrir okkur lítið, þægilegt kaffi-
hús þar sem maður fær gott kaffi,
gott kakó, almennilegt te (ekki poka-
te og helst 3-5 tegundir) og þægilega
persónulega þjónustu?
Ég veit að ég ætti aö gera það sjálf-
ur en ég hef einhvern veginn ekki
hinn „græna fingur“ viðskiptanna
og því ákalla ég ykkur: Góða fólk,
sem var með Mensu og annað þægi-
lega þenkjandi fólk. Ég grátbið ykkur
um gott kaffihús fyrir sumarið, og
helst fyrr. - Undan slæmri aðsókn
þyrftuð þið örugglega ekki að kvarta.
Með nostalgíukveðjum.
/
K.G. hringdi:
Ég er ein þeirra sem bý í íbúð
sem var byggð af Byggingarfélagi
verkamanna og er ibúðin nú orö-
in nokkuð gömul, enda í grónu
hverfi hér í Reykjavík. Ég greiði
á mánuði kr. 2.950.- og finnst. það
alltof há greiðsla, miðað við það
aö viðhald utan húss er lítiö sem
ekkert og því skil ég ekki í hvað
peningarnir geta farið.
Fyrir manneskíu á níræðisaldri
finnst mér þetta þungur baggi að
bera og skora á forsvarsmenn
hússjóða í svona byggingum, eins
og ég bý í, að endurskoða þessar
sameiginlegu greiðslur með það
fyrir augum að rukka ekki nema-
fyrir því sern nauðsynlegast er
hverju sinni.
„Free«styJe“ keppnin:
Sýnið aila
keppnina
eða ekki
Benedikta Birgisdóttir skrifar:
Á laugardagskvöldi fyrir
nokkru ætlaði ég að fara að horfa
á danskeppni með frjálsri aöferð
(Free-stylc) i sjónvarpinu. Ég get
hins vegar sagt hrcint út, að ég
varð hneyksluð, virkilega
hneyksluö. Að sýna bara hluta
úr dönsunum!
Það hefm* enginn gaman af því
að horfa á eitthvaö þessu líkl Ég
skil ekkert í þvi hvers vegna þetta
er ekki sýnt allt, eins og gert hef-
ur verið undanfarið. - Annað
hvort á að sýna keppnina (eða
dansana) í heild sinni eða ekki
neitt. Þeir sem ég hef talað \úð
eru allir á sama máli.
ísraelskra
hermanna
Margrét Sæmundsdóttir skrifar:
Undanfarna daga höfum við
horft á frétfamyndir sem sýna
okkur hryllilegar aðfarir ísrael-
skra hermanna við varnarlausa
Palestínumenn, börn, unglinga,
konur og karla.
Þess vegna brá mér illa við
ummæli forsætisráðherra i frétt-
um sjónvarps, mánudaginn 21.
mars sl. þar sem hann telur af
og frá, að utanríkisráðherra ræði
við forsvarsmenn palestínsku
þjóðarinnar.
Kona sem man timana tvenna
horfði með mér á sjónvarpið.
Eins og fólki af þeirri kynslóð,
sem nú er áð hverfa er tamt, orð-
aði hún hugsun okkar beggja með
því að rifja upp gamla vísu. - Vís-
an er svona:
Vertu ekki að hafa hátt
þótt hrapi einhver niður,
horföu bara í aðra átt,
eins og flestra er siður.