Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 8. APRlL 1988. 41 Fólk í fréttum Ingvi Hrafn Jónsson Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps, hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um málefni fréttastofu þess. Ingvi Hrafn er fæddur 27. júlí 1942 í Rvík og lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1958. Hann var sjómaður á togurum og farskipum 1958-1961 og tók skip- stjóraréttindi á þrjátíu tonna báta í Vestmannaeyjum 1960. Ingvi varð stúdent frá MR 1965 og var blaða- maður á Morgunblaðinu 1966-1978. Hann lauk BA próíi í stjómmála- fræðum og blaðamennsku frá Wisconsinháskólanum í Madison í Wisconsin 1970 og var í stjórn Ro- und Tabel 1971-1980, formaður 1977-1978. Ingvi var með fjölmiöl- unarráðgjafarfyrirtæki 1978-1985 og var þingfréttamaöur Sjónvarps- ins 1979-1983. Ingvi var í stjóm í knattspyrnudeildar Vals 1980-1982, handknattleiksdeildarinnar frá 1988 og hefur verið fréttastjóri Sjónvarpsins frá 1. ágúst 1985. Kona Ingva er Ragnheiður Svava Hafsteinsdóttir, f. 29. mars 1951, flugfreyja. Foreldar hennar eru Hafsteinn Sigurðsson, lögfræöing- ur Verslunarbankans, sem lést 1986, og kona hans, Lára Hans- dóttir kennari. Synir Ingva og Ragnheiðar eru Hafsteinn Orri, f. 23. júní 1979, og Ingv; Örn, f. 6. jan- úar 1983. Systkini Ingva era Jón Örn, f. 30. mars 1938, hagfræðingur og deild- arstjóri í umhverfis og menningar- málaráðuneytinu í Saskatchewan- fylki í Kanada, kvæntur Guðrúnu Guðbergsdóttur, Óli Tynes, mark- aðsfulltrúi hjá Arnarflugi, sambýl- iskona hans er Vilborg Halldórs- dóttir, Sigtryggur, f. 15. júní 1947, skrifstofustjóri hjá Ellingsen, og Margrét, f. 27. desember 1955, skrif- stofumaður hjá Securitas. Foreldrar Ingva eru Jón Sig- tryggsson, prófessor í Rvík, og kona hans, Jórunn Tynes. Fööur- systir Ingva samfeðra er Sigríður, móðir Hannesar Péturssonar skálds. Jón er sonur Sigtryggs, veitingamanns á Akureyri, Bened- iktssonar, b. á Hvassafelli í Eyja- firði, bróður Sigríðar, langömmu Ingimars Eydals. Benedikt var son- ur Jóhannesar, b. á Sámsstöðum í Eyjafirði, Grímssonar, græöara á Espihóli í Eyjafirði, Magnússonar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug Jósefsdóttir, b. á Ytra-Tjarnarkoti, Tómassonar, langafa Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóns, langafa Sigrúnar, móður Kristjáns Karlssonar bók- menntafræðings. Jósef var líka langafi Jóhannesar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Þá var Jósef langafi Ingiríðar, langömmu Steins Steinarr. Loks var Jósef langafi Finns Jónssonar ráðherra, afa Hallgríms Snorrasonar hagstofu- stjóra. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg, systir Gunnars, langafa Hannesar Hafstein. Móðir Sigtryggs var Sigríður Tómasdóttir, b. á Holti í Eyjafirði, Jónssonar, bróður Magnúsar í Laufási, fóður Jóns forsætisráö- herra. Annar bróðir Tómasar var Jón, langafi Rögnvalds Sigurjóns- sonar píanóleikara. Systir Tómas- ar var Margrét, langamma Bjargar, móður Magnúsar Thorarensen hæstarréttardómara og langamma Péturs, fóður Guömundar, for- stöðumanns á Keldum. Móðir Tómasar var Sigríður, systir Tómasar, langcifa Davíös, fööur Ingólfs grasafræðings. Systir Sigríðar var Rannveig, amma Páls Árdals skálds, afa prófessoranna Ingvi Hrafn Jónsson. Steingríms J. Þorsteinssonar og Páls Ardals og langafa Guðmundar Emilssonar söngstjóra. Rannveig var einnig langamma Kristínar Sigfúsdóttur rithöfundar. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Völlum í Eyjafirði, bróður Jósefs í Ytra- Tjarnarkoti og Jónasar, afa Jónas- ar Hallgrímssonar skálds, langafa Friðbjarnar, afa Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra og langafi Kristínar, ömmu Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB. Móðir Jóns var Margrét, systir Kristínar listmálara, móöur Helgu Valtýs- dóttur leikkonu. Önnur systir Margrétar var Jónína, amma Gunnars G. Schram prófessors. Margrét var dóttir Jóns, skipstjóra í Arnarnesi í Eyjafirði, Antonsson- ar, b. í Arnarnesi, Sigurðssonar, veitingamanns á Akureyri, Bened- iktssonar, b. í Grjótgarði á Þela- mörk, Jónssonar, bróður Þorgríms, langafa Gríms Thomsen. Systir Benedikts var Þuríður, lang- amma Hólmfríðar, langömmu Ingimars Ingimarssonar, aðstoöar- framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, systir Friðriks, langafa Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Vinnu- veitendasambandsins. Móðir Margrétar var Guðlaug Sveins- dóttir, hálfsystir Einars, alþingis- manns á Hrauni, langafa Þuríðar Pálsdóttur óperasöngvara. Guð- laug var dóttir Sveins, b. á Haga- nesi, Sveinssonar. Jórunn er dóttir Ole Tynes, norsks útgerðarmanns á Siglufirði, og konu hans, Indíönu Pétursdótt- ur, systur Kristínar, ömmu Njarð- ar P. Njarðvík og langömmu Júlíusar Hafstein. Móðir Indíönu var Jórunn Hallgrímsdóttir, systir Jóns, afa Guðjóns B. Ólafssonar. Afmæli Jóhann Magnússon Jóhann Magnússon, bóndi að Breiðavaði í Eiðaþinghá í Suður- Múlasýslu, er sjötugur í dag. Jóhann fæddist að Efri-Hlíð í Helgafellssveit í Snæfellssýslu. Foreldrar hans voru Ásthildur Jónasdóttir og Magnús Jóhanns- son. Þau fluttu úr Helgafellssveit austur á Fljótsdalshérað 1923 en sama vor fór Jóhann í fóstur til skólastjórahjónanna á Eiðum, Ás- mundar Guðmundssonar og Stein- unnar Magnúsdóttur, og var hann hjá þeim hjónum í fimm ár eöa þar tÚ þau fluttu til Reykjavíkur. Jó- hann fór þá til foreldra sinna að Uppsölum í sömu sveit og bjó þar næstu tuttugu árin. Kona Jóhanns er Guðlaug Þór- hallsdóttir en þau hafa búið að Breiðavaði frá 1948 og hafa nú rek- ið þar félagsbú frá 1980 ásamt yngsta syni sínum og konu hans. Jóhann og Guðlaug eiga fjóra syni. Þeir eru: Jónas Þór, bifreiðar- stjóri, kvæntur Öldu Hrafnkels- dóttur; Magnús, vegaverkstjóri, kvæntur Öldu Guðbrandsdóttur og eiga þau fjórar dætur; Ragnar, framkvæmdastjóri, en hann á son og fósturdóttur; og Jóhann Gísli, búfræðingur og b. að Breiðavaði, kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur og eiga þau tyær dætur. Jóhann Magnússon. Steingrímur B. Bjamason Steingrímur Benedikt Bjamason fisksali, Sogavegi 158, Reykjavík, er sjötugur í dag. Steingrimur fæddist á Hóli í Bol- ungarvík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði öll almenn störf sem til féllu fyrir unglinga í sjávarplássum, fór ungur til sjós og var á bátum og togurum frá Reykjavík. Steingrímur útskrifað- ist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1941 og var stýrimaöur og háseti á ýmsum skipum til 1949. Hann opnaði fiskverslun við Hæðargarð í Reykjavík 1949 og byggði svo nýja fiskverslun við Hólmgarð nokkrum árum síöar. Seinna reisti hann svo verslunar- miðstöðina Grímsbæ við Bústaða- veg og rekur þar enn fiskverslun. Kona Steingríms er Kristín, f. 28.6.1922, dóttir Kristjáns Gíslason- ar, sjómanns á ísafirði, og Margrét- ar Magnúsdóttur en þau eru bæöi látin. Steingrímur og Kristín eignuðust saman ellefu böm. Þau eru: Bárður Árni, fisksali í Reykjavík, f. 5.4. 1945, hann á fjögur börn og er sam- býliskona hans Sigríöur Gylfadótt- ir skrifstofustúlka, sem einnig á íjögur böm; Kristján, vélfræðingur á Kjalarnesi, f. 17.3. 1946, kvæntur Steinunni Þorsteinsdóttur hús- móður, þau eiga tvö börn; Bjarni Jón, f. 28.5. 1947, er látinn, hann Steingrímur B. Bjarnason. átti eina dóttur; Laufey, hjúkrunar- kona í Keflavík, f. 3.6. 1948, gift Hannesi Einarssyni, bygginga- verktaka og forseta bæjarstjórnar í Keflavík, þau eiga fjögur börn; Erlingur Rúnar, stýrimaður í Hafnarfirði, f. 28.10.1949, kvæntur Vilborgu Siguijónsdóttur húsmóð- ur, þau eiga þrjú böm; Steinþór, tæknifræðingur í Hafnarfirði, f. 26.11. 1951, kvæntur Huldu Arn- steinsdóttur tækniteiknara, þau eiga tvö böm; Kristín Salóme, fóta- snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 30.4. 1954, gift Jóhanni Pétri Jónssyni, deildarstjóra hjá Essó, þau eiga þrjú böm; Þórhallur, matvöru- kaupmaöur í Reykjavík, f. 21.7. 1955, kvæntur Þorgerði Halldórs- dóttur húsmóður, þau eiga fjórar dætur; Gunnar Örn, tæknifræðing- ur í Mosfellsbæ, f. 4.10. 1956, kvæntur Björgu Magnúsdóttur textílhönnuði; Höröur, f. 25.11. 1957, er látinn, hann átti einn son; Lilja, hjúkrunarkona í Reykjavík, f.8.10.1960, hún á eina dóttur. Fyrir hjónaband átti Steingrímur eina dóttur, Svandísi Báru, sem er bóndi á Sveinsstöðum á Mýrum, hún á tvö börn. Steingrímur átti ellefu systkini en á nú þrjú systkini á lífi og einn fósturbróður. Systkini hans á lífi eru Ásta, ekkja eftir Georg Sigur- jónsson vélsmiö, þau eignuðust fjögur börn og bjuggu lengi í Smá- löndum en hún er nú búsett í Reykjavík; Jóna, gift Jóni Hjaltalín Gunnlaugssyni, lækni í Reykjavík, en þau eiga sex börn; og Össurína sem hefur verið búsett í Reykjavík. Fósturbróðir Steingríms er Jó- hann Kristjánsson í Bolungarvík, kvæntur Evlalíu Sigurgeirsdóttur og eiga þau sex börn. Foreldrar Steingríms: Bjámi Jón Bárðarson, sjómaður í Bolungar- vík og kona hans, Kristín Ingi- mundardóttir. Steingrímur tekur á móti gestum í sal tannlækna að Síðumúla 35, II. hæð, á milli klukkan 15.30 og 19.30, laugardaginn 9.4. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir GarðarJakobsson Garöar Jakobsson, b. i Lautum í «tíS Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Garðar fæddist að Hólum í Reykjadal og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann vann þar á unglingsárunum öll almenn sveita- störf og var við nám að Héraðsskól- anum að Laugum, í yngri og eldri deild, og í iðnnámi jafnframt. Garðar starfaði á búi foreldra sinna og sá síðan um búið fyrir þau ásamt systkinum sínum, en þegar Garðar var tuttugu og sex ára gift- ist hann og byggði þá nýbýhö Lautir í Hólalandi og hefur hann búið þar síðan. Garöar starfaði mikið í ung- mennafélagi á árum áður, en hann er maður tónelskur, söng lengi í kórum og leikur gjarnan á fiðlu, einkum nú í seinni tíð. Þá hefur hann nú síðustu árin safnað heim- ildum um fiðluleik og fiðlara sýslunnar frá fyrri tiö. Kona Garðars var Þorgeröur, f. 1.8. 1915, d. 1979, dóttir Glúms, b. í Vallakoti í Reykjadal, Hólmgeirs- sonar og Sigrúnar Friðriksdóttur frá Helgastööum. Garðar og Þorgerður eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sigrún, hús- freyja á Lækjamóti í Köldukinn, f. 1939, gift Erni Sigurðssyni b. en þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn; Hólmfríður, húsfreyja á Völlum í Reykjadal, f. 1941, gift Sigurgeiri Hólmgeirssyni b, en þau eiga þrjú börn; Geir, starfsmaður hjá fisk- iðjuverinu Stokkfiski, f. 1942, kvæntur Sólveigu Marteinsdóttur frá Húsavík, en þau eiga íjögur börn og eitt barnabarn; Unnur, húsmóðir í Lautum, f. 1954, en sam- býlismaður hennar er Ámundi Loftsson, b. í Lautum, og eiga þau Til hamingju 85 ára_______________________ Ólöf Sigurðardóttir, Norðurgötu 54, Akureyri, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára______________________ Magnús Jósefsson, Fremri-Hrafna- björgum, Hörðudalshreppi, er áttræður í dag. 75 ára_____________________ Charlotte J. Caerts, Stigahlíð 63, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. Garðar Jakobsson. saman þrjú börn, en Unnur átti eitt barn fyrir. Garöar átti sjö systkini sem upp komust og var hann yngstur þeirra en hann á nú einn bróður á lífi, Harald, b. að Hólum, sem kvæntur er Guðrúnu Glúmsdóttur, systur .■ Þorgerðar, og eiga þau Guðrún þrjá syni. Foreldrar Garðars voru Jakob Sigurjónsson, b. að Hólum frá 1883, f. 1858, d. 1943 og kona hans, Hólm- fríður Helgadóttir, f. 1870, d. 1943. Fööurforeldrar Garðars voru Sig- urjón, b. á Einarsstöðum í Reykja- dal, Jónsson, b. á sama stað, Jónssonar Lamba, b. á Breiðumýri í Reykjadal og umboðsmanns kon- ungsjarða, og kona Sigurjóns, Margrét Ingjaldsdóttir frá Mýri i Bárðardal Móðurforeldrar Garðars voru Helgi, b. á Hallbjamarstöðum í Reykjadal, Jónsson, b. í Máskoti í Reykjadal, Jónssonar og kona Helga, Sigurveig Sigurðardóttir frá Stafni í Reykjadal. Garðar verður að heiman á af- mælisdaginn. með daginn 70 ára___________________ Kristján G. Jónasson, Hlaðbrekku 18, Kópavogi, er sjötugur i dag. 40 ára________________________ Ágúst Sigurður Ágústsson, Orra- hólum 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðmundur S. Björgmundsson, Kirkjubóli, Valþjófsdal, Mosvalla- hreppi, er fertugur í dag. Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Lerki- lundi 24, Akureyri, er fertug í dag. Bryndís Jóhannesdóttir, Fjalli II, Skeiðahreppi, er fertug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.