Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. íþróttir • Wimbiedon tapaði 1-2 heimavelU fyrir Coventry í 1. deild ensku knattspyrnunnar á þriðjudagskvöldið síðasta. Luton og Sheff.Wed. skildu jöfh, 2-2. ' 2. deild vann Leicester 2-0 sigur á Birmingham og komst meö því úr fallhættu. • Celtic vann St. Mirren 2-0 skosku úrvalsdeildinni sama kvöld. Andy Walker og Paul McStay skoruðu mörkin. • Norman Whiteside, norður írski landsliösmaðurinn, má yfírgefa Manchester United, fé- laginu að meinalausu. Hann fór fyrir nokkru framá aö veröa seld- ur og Alex Ferguson fram- kvæmdastjóri sagði nú í vikunni að þaö væri ekki stefna félagsins að halda kyrrum leikmönnum sem vildu ekki leika fyrir félagið. • Johan Cruyff tekur við þjálf- un spænska knattspymustór- veldisins Barcelona í sumar - ef marka má fregn í spænskri út- varpsstöð á þriðjudaginn. Fréttin er byggö á ummælum forseta fé- lagsins, Jose Luis Nunez, í þá átt - en taismaöur Barcelona hefur hins vegar neitaö alfarið að segja nokkuö um málið. Engin tilkynn- ing verður gefin út um hver verði næsti þjálfari Barcelona fyrr en eftir 30. júni í sumar. • Nigel Clough framheiji þjá Nottingham Forest hefur fengið gimilegt tilboð frá ítalska knatt- spymuféiaginu Pisa. ítalimir eru reiöubúnir aö greiöa Forest 1,5 milljónir punda fyrir hann. Faöir hans, Brian, sem er fram- kvæmdastjóri Forest, segir að hann ætli að gera allt sem í sinu valdi standi til aö halda syninum og fá hann til að skrifa undir nýjan samning. • Knattspyrnusamband Evr- ópu tilkynnti á þriðjudag að ákvörðun um hvort enskum fé- lögum yrði hleypt inn í Evrópu- mótin næsta vetur jyröi ekki tekin fyrr en 1 lok júní. Aöur hafði ver- iö reiknað meö niöurstööu í málinu í maibytjun. Hegðun enskra áhorfenda á leikjum Evr- ópukeppninnar í Vestur-Þýska- landi í júní kemur sennilega til með að ráða úrslitum. • Ceser Luis Menotti hefur skrifað undir 18 mánáða samning viö argentínska knattspyraustór- veldiö River Plate, samkvæmt frétt í þarlendu dagblaöi. Menotti stýrði landsliði Argentinu til sig- urs í heimsmeistarakeppninni 1978 og hefur siðan veriö einn virtasti þjálfari heims, en hann var þó rekinn úr starfi sem fram- kvæmdastjóri Atletico Madrid á Spáni í síðasta mánuði. Menotti stýrði erkifjendum River Plate, Boca Juniors áður en hann fór til Spánar. • Verona ó Ítalíu hefur reyndar höggvið skarð í leikmannahóp River Plate - keypti á þriðjudag- inn Claudio Caniggia frá argent- ínska félaginu fyrir 2 miUjónir dollara. • Maccabi Tei Aviy frá ísrael og Tracer Milano frá Ítalíu leika til úrslita um Evrópumeistaratitil félagsliða í körfuknattleik. Þau mmu undanúrslitaleikina sl. iriðjudag með sömu stigatölu, 17-82, Maccabi sigraði Partizan íelgrad nokkuð óvænt og Tracer lagði ArisSaloniki frá Grikklandi að veili. Báðir leikimir fóm fram Gent í Belgíu. Bandaríkjamaö- urinn Bob McAdoo var í aöal- hlutverki hjá ítalaka liðinu og skoraði 39 stig en landi hans Ric- key Brown geröi 28, Úvslitakeppni KKÍ: Liði Hauka skeltt á Suðurnesjum - ÍBK vann Hauka, 83-67 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Keflvíkingar lögöu Hauka aö velli á Suðurnesjum í gærkvöldi meö 83 stigum gegn 67. Staðan í leikhléinu var 40-41 fyrir Hauka. Keflvíkingar byijuðu þennan leik mun betur en gestirnir og réð þar miklu um góður leikur Axels Niku- lássonar. Skoraði hann 6 stig í röð í byrjun án þess að Haukar næöu að svara fyrir sig. Bilið jókst síöan smám saman.og eftir átta mínútna leik var staðan orðin 20-8. Þá fyrst fóru Haukar að bíta frá sér með Ivar Ásgrímsson í fylkingarbijósti. Gerði hann þá fjölmargar körfur og var heimamönnum erfiður ljár í þúfu allt til loka. Náðu Haukar síðan aö jafna og komast yfir rétt fyrir hlé meö glæsilegri þriggja stiga körfu Pálmars Sigurðssonar. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum til að byrja með. Liðin skipt- ust á að hafa fmmkvæðið. Var þá mikil barátta í öllum leikmönnum og lítið eða ekkert gefið eftir. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 57-58 en þá settu Keflvíkingar upp öll segl og fengu byr. Sigldu þeir þá fram úr Haukum og áttu Hafnfirð- ingar ekkert svar viö góðum leik Keflvíkingannna og biðu því lægri hlut: „Keflvíkingar komu undirbúnir til leiks og þeir vita hvert þeir stefna. Við hins vegar þurfum svo sannar- lega að setjast niður og ráða ráðum okkar. Við vorum þungir og óstyrkir og náðum okkur aldrei á strik," sagöi Pálmar Sigurösson, þjálfari Hauka, eftir leikirin í gærkvöldi. „Keflvíkingar unnu þetta tauga- stríð en það er á hreinu aö viö munum knýja fram þriöja leikinn," sagöi Pálmar. „Ég er virkilega ánægöur með leik- inn. Undirbúningurinn fyrir úrslita- keppnina er aö skila sér,“ sagði hins vegar Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Keflvíkinga. „Viö spiluðum mjög góða vöm en samt óttaðist ég um tíma áð Haukarnir ætluðu aö brjóta hana á bak aftur. Það var gaman að sjá hvemig yngri leikmennirnir spjömöu sig í svo erfiðum og þýðing- armiklum leik. Þeir áttu stóran þátt í þessum sigri.“ Liðsheildin skóp þennan sigur Keflvíkinga en Jón Kr. Gíslason átti engu að síöur stórleik. Hann átti 21 sendingu sem gaf körfu, það gerir 42 stig. Sjálfur skoraði hann síðan 18. Hjá Haukum voru þeir Pálmar og ívar Ásgrímsson bestir, gerðu 50 af þeim 67 stigum sem Hafnfirðingar skoruöu í leiknum. ÍBK-Haukar 83-67 (40-41) Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 19, Jón. Kr. Gíslason 18, Hreinn Þorkelsson 12, Magnús Guðfinnsson 12, Axel Nikulásson 12, Sigurður Ingimund- arson 4, Albert Óskarson 2, Brynjar Harðarson 2. Stig Hauka: ívar Ásgrímsson 27, Pálmar Sigurðsson 23, Ingimar Jóns- son 5, Tryggvi Jónsson 4, ívar Webster 4, ðlafur Rafnsson 2, Henn- ing Henningsson 2. Áhorfendur: 430. Dómarar: Ómar Scheving og Krist- inn Albertsson. Næsti leikur í úrslitakeppninni fer fram á laugardag klukkan 14. Þá mætast Valur og Njarðvík að Hlíðar- enda. Sveitir MR sigruðu að vanda í boðhlaupi framhaldsskólanna sem fram fór fyrir skömmu i þriðja sinn. Hlaupnir voru 4x1500 metrar, bæði i karla- og kvennaflokki, karlasveitin sigraðl á 17:25 min. en kvennasveitin á 22:37 min. Sigursveitirnar voru þannig skipaðar: Piltar f aftari röð frá vinstri: Stefán Hjörleifsson, Sigurður Atli Jónsson, Knútur Hreinsson og Prfmann Hreinsson. Stúlkur f fremri röð: Sigrfður Anna Eggertsdóttir, Mar- grét Brynjólfsdóttir, Anna Gunnarsdóttir og Sigrún Óttarsdóttir. VS/DV-mynd S Allar skærustu stjörnur golfheimsins eru nú saman komnar í Augusta en þar stenc US Masters. Er keppnin árlegur viðburður og ein hin mesta í heiminum. Á myn< snillinginn, Bernard Langer, fórna höndum. Pútt hans geigaði á flöt fyrstu brautarinn um, eins og sagt er á golfmáli. Langer, sem er V-Þjóðverji, vann US Masters á krónum ríkari. Hann fór fyrsta hringinn nú á 71 höggi. KöriúboHi - drengjalandsl Silfur í Southc - körfúknatUeikslið íslands aflaði vel á ste íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik, skipað leikmönnum 14-16 ára, keppti á sterku fjögurra þjóða móti í Southampton yfir páskahelgina. Þátt- tökuþjóðirnar voru, auk Islendinga, Spánveijar, írar og Englendingar. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið vann óvænt silfurverðlaun á mót- inu, lagði tvo andstæðinga sína af þremur. íslensku drengirnir kepptu fyrst við Spánveija en þeir síðartöldu eru í allra fremstu röð í íþróttinni. íslendingar töp- uöu, 66-77, en höfðu lengst af í fullu tré við spánska liðið. Stigahæstir okkar drengja í þeim leik vora þeir Óskar Karlsson, sem var jafnbesti maöur ís- lenska liðsins á mótinu, með 21 stig, Hjörtur Harðarson með 8 stig og Bergur Hinriksson, einnig með 8. Þess má geta að Óskar þessi er búsett- ur í Lúxemborg en hann er að margra áliti einn efnilegasti körfuknattleiks- maður íslands. Næst mættu íslensku strákarnir liði gestgjafanna, Englendingum, og höíöu betur í tvísýnum leik, 67-65. Stigahæstir þá voru þeir Marel Guðlaugsson með 18 stig, Bergur Hinriksson, einnig með 18 stig, og Oskar Karlsson með 13 stig. í viðureigninni við íra, en þar réðust úrslit um annað sætið, höfðu íslendingar ráðin frá upphafi. Forystan var lengst af umtalsverð og sigurinn reyndist því ömggur, 78-68. Stigahæstir gegn írum voru óskar Karlsson, með 22 stig og þeir Hjörtur Harðarson og Kristinn Jónas- son, báðir með 12 stig. Þessi frammistaða liðsins hefur aukið mjög hróður íslenskra körfuknattleiks- manna og má geta þess að áöurnefndar þjóðir hafa allar boðið íslandi þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, ætluðum aldurs- flokknum 14-16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.