Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. íslensk kvennainnrás í Osló? Þaö er mikill kraftur í íslenskum konum þegar þær taka sig til. Slíkt hefur komiö ótvirætt í ljós í þeirri undirbúningsvinnu sem nú fer fram vegna Norræns kvennaþings í Osló dagana 30. júlí til 7. ágúst nú í sumar. Þaö var Norræna ráðherranefnd- in i samvinnu viö Norðurlandaráö sem ákvaö að þessi ráðstefna skyldi haldin og ákvað jafnframt að fela undirbúninginn kvennasamtök- um. í undirbúningsnefnd sitja tveir fullrúar frá hverju Norðurland- anna nema þrír frá gestgjafanum Noregi. Auk þess vinna með nefnd- inni embættismenn frá Norður- landaráöi og Norrænu ráðherra- nefndinni. Fulltrúar íslands í nefndinni eru Arndís Steinþórs- dóttir frá Kvenréttindafélgi íslands og undirrituð sem er frá Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna og er jafnframt starfsmað- ur þess framkvæmdahóps sem undirbýr starfið hér á íslandi. Hvað er Norrænt kvenna- þing Markmið þess og tilgangur hefur við skilgreint á eftirfarandi hátt af formanni undirbúningsnefndar- innar, þingmanninum norska, Gretu Knudsen: „Á Norræna kvennaþinginu sýnum við raun- veruleikann að baki goðsögnum um jafnrétti kynjanna. Við sýnum daglegt líf kvenna og það sem er meira um vert, orðum draum okk- ar og framtíðarsýn um samfélag meö manneskjulegu svipmóti þar sem konur fá einnig notið sín. Á kvennaþinginu gefum viö okkur tíma til að rækta vináttu og vera með öðrum konum og það veitir sjálfsvitund og styrk til að takast á við hversdagslífið." Undirbúningsstarfið hér á Islandi Undirbúningsstarfið hófst fyrir Kjallariim Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið rúmu ári. Þá voru myndaðir tengi- hópar sem síðan hafa hist reglu- lega. í þessum tengihópum hafa verið fulltrúar frá ýmsum kvenna- samtökum, stéttarfélögum, stjóm- málaflokkum, listakonur o.s.frv. Þegar í upphafi varð vart við mik- inn áhuga sem hefur síður en svo dofnaö. Hversu margar íslenskar konur fara? Miðað við höfðatölu ættu u.þ.b. 70 íslenskar konur að mæta á þing- ið. Við verðum að öllum líkindum 5 sinnum fleiri eða 3-400. Þaö em konur á öllum aldri, yngsti þátttak- andinn fæðist nú í apríl og sú elsta er á níræðisaldri. Konurnar koma úr öllum starfsstéttum þjóðfélags- ins, frá öllum helstu kvennasam- tökum og grasrótarhreyfingum, sumar kunna ýms tungumál, aðrar ekki, eins og gegur. Framlag íslenskra kvenna til dagskrár þingsins. Á hverjum degi verður hægt að velja úr alls kyns dagskráratriðum á þinginu. Fræðilegir fyrirlestrar, bíó, leikhús, kynning á sérstöðu flóttakvenna og innflytjenda á Norðurlöndum, friðammræða o.s. frv. KafFihús verða um allt fyrir þær sem vilja slappa af og spjalla saman, matsölustaöir o.s.frv. sem eiga að geta rúmað allar konurnar 7-10 þúsund. Islenskar listakonur verða með myndlistarsýningar, tónhstarkon- ur meö konserta, fatahönnuðir með fatasýningar, leikarar með leiksýningar úr íslenskum verkum eftir konur, ballettkonur verða með atriði á opnunarhátið ásamt með tónlistarkonum, Friðarhreyf- ing ísl. kvenna verður með stóra og mikla dagskrá, eins stéttarfélög- in ASÍ og BSRB. Kvenréttindafélag íslands, Kvenfélagsamband ís- lands, Bandalag kvenna, Kvenna- athvarfið, Kvennaráðgjöfm, Framkvæmdanend um launamál kvenna, Samtök kvenna á vinnu- markaði, Kennarasamband Is- lands, arkitektar, íþróttakonur (sem munu standa fyrir gönguferð- um og leikfimiæfingum daglega), konur í stjórnmálaflokkunum, tímaritin Vera og 19. júní, svo eitt- hvaö sé nefnt. Mörg samtakanna verða með dagskráratriði í sam- vinnu við sambærileg samtök erlendis. Opinber ráðstefna Samhhða kvennaþinginu veröur opinber ráðstefna í 3 daga. Þar munu ráðamenn þjóðanna og full- trúar kvennahreyfinga ræða um samnorræna framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Aðaláherslan verður lögð á hlutverk kvenna í efnahagsþróuninni og sambandið milli íjölskyldulífs og atvinnu. Að lokinni þessari opinberu ráðstefnu verður yfirheyrsla yfir jafnréttis- ráðherrum landanna. Sjórnandi þeirrar yfirheyrslu er dr. Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður. Hvað kostar svona kvenna- ferð? Fargjald með flugvél frá Flugleið- um kostar kr. 11.500 fyrir utan flugvallarskatt - fram og til baka til Osló. Gisting á hótelum er frá kr. 230 og upp úr, en á einkaheimilum u.þ. b. 65 kr. norskar. Þátttökugjald er 175 kr. norskar, en innifahð í því gjaldi er frítt i strætó. Mjög mörg stéttarfélög styrkja sínar konur, mjög mörg sveitarfélög einnig. Reykjavíkurborg er með sérstakan sjóð sem hægt er aö sækja um fé úr, ýms fyrirtæki hafa ákveðið að styrkja sína starfsmenn, svo eitt- hvað sé nefnt. Hér þjá Jafnréttis- ráði, sem jafnframt er aðsetur Norræna kvennaþingsins, fer nú fram fjársöfnun í ferðasjóð sem styrkja á konur sem hvergi fá styrk annars staðar frá. Stofngjaldið í þann sjóð, kr. 200. þús., afhenti fé- lagsmálaráðherra okkur um áramótin. Ýms fyrirtæki hafa nú þegar lagt fram fé í sjóðinn og mun þeirra verða getið í sérstöku frétta- bréfi sem við gefum út í 3000 eintökum. Skráning stendur nú yfir Hér hjá Jafnréttisráði, Laugvegi 118d, stendur nú yfir skráning og þurfa þær konur, sem með ætla, að hafa samband við okkur strax. Norræna kvennaþingið verður aö öllum hkindum eins og 8 samfehdir kvennafrídagar og við íslenskar konur verðum fuhar af baráttu- gleði og tilbúnar til að takast á jákvæðan hátt við ýms þau mál sem snerta okkur konur sérstak- lega og lagfæra þarf. Sjáumst- í Osló. Guðrún Ágústdóttir „Samhliða kvennaþinginu verður op- inber ráðstefna í 3 daga. Þar munu ráðamenn þjóðanna og fulltrúar kvennahreyfinga ræða um samnor- ræna framkvæmdaáætlun í jafnréttis- málum.“ Tjörnin og flokkurinn „En lítum á björtu hliðarnar. Ef ráðhús rís mun dýrð borgarstjórnar og sjálf- stæðsimanna vaxa, svo og viðkomandi arkitekta.“ Nýlega skrifaði ég undir undir- skriftaUsta gegn byggingu ráðhúss við Reykjavíkurtiöm. Var mér þá, sjálfstæðismanninum, hugsað til þess hvemig það gæti gerst að flokkur, sem hefði á bak við sig meirihluta í borgarstjóm, hefði með áætlun sinni getað fengið um helming borgarbúa á móti sér. Nokkrar ástæður koma í hug: Sjálfstæði og samvinna Flokkurinn er ekki endanlega búinn að ákveða að byggja ráð- húsið heldur er hann að bíða eftir viðbrögðum almennings. Eins og Davíð Oddsson sagði eitt sinn í kosningaræðu: Sjálfstæðisflokkur- inn heldur því ekki fram að sjálf- stæðisstefnan eigi að ráða ein og sér heldur í samráði við aðrar stefnur. í því ljósi verði aö skoða hinar öfgafyllri skoöanir flokksins. Það sé síðan kjósandans að velja hversu stór hluti sjálfstæðisstefnan eigi að vera af heildarmynstrinu. Samkvæmt þessu má hta á bygg- ingu ráðhússins sem prófstein á hversu langt sjálfstæðismeirihluti í borgarstjóm má fara. Vinsældakönnun flokksins Um leið er máhð mælikvarði á stöðu Sjálfstæðisflokksins almennt að einhveiju leyti. Hefur aukin velsæld leitt til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn á Alþingi heldur áfram að vera í ríkisstjóm, eins og nú gerist og heyrir til undantekninga, eða er honum ógnað af eyðslustjórn vinstrimanna svo sem oftar hefur verið? Fylgi Borgaraflokksins virðist vera að renna aftur til Sjálfstæðis- flokksins. Það út af fyrir sig ætti að gefa sjálfstæðismönnum meira sjálfstraust um að þeir komist upp með táknrænan yfirgang. Kjallarírm Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur Vídd flokksþátttöku Hins vegar verður að muna það að sjálfsstæðistefnan er ekki hrein yfirgangsstefna heldur verður hún að vera nógu manneskjuleg til að margir finni sig í að taka þátt í flokksstarfi hennar. Erfitt er að fmna slíka vídd í ráðhúshugmynd- inni, því aö: a) Ráðhúsmáhð ætti að vera smá- mál. Borgarstjóm er vorkunn- arlaust að vera í þröngu húsnæði og ætti slík meinlætis- og sparnaöarhugsjón aö vera jafnnærri hjarta sjálfstæðis- manna og útþensluhugsjónin. b) Ráðhúsið getur verið einhvers staöar annars staðar, eins og aðrar stofnanir. Dæmi er nýja Alþingishúsið. c) Þetta er meinlegra mál en varð- veisla Torfunnar var af því að kjami málsins hér er aö örfáir borgarstarfsmenn eru að reyna að sölsa undir sig stóran hluta af útivistarsvæði borgarbúa. Máhð er um hvort eigi að minnka útivistarsvæði borg- arbúa enn frekar en orðið hefur. Óhkt Torfunni er gildi Tjamar- innar ekki mælanlegt í metrum (nema fyrir skautaiðkendur) held- ur er þaö spuming um útsýni sem kemur fólki til aö gleyma áhyggjum sínum. Það vih ekki vera minnt á stjómmál þegar það horfir yflr Tjörnina heldur að sjá himininn speglast í vatninu, svo og sakleysis- leg hús sem keppa ekki við dýrö himinsins. Bygging ráðhúss borg- arstjómar væri svipuð og bygging áberandi mannvirkja á Esjunni, sama hversu falleg þau væru, þau væm spilling á náttúmnni fyrir borgarbúa sem þangað horfa. Björtu hliðarnar En lítum á björtu hliðamar. Ef ráðhúsið rís mun dýrð borgar- stjórnar og sjálfstæðismanna vaxa, svo og viökomandi arkitekta. Einn- ig verður það táknrænn sigur áhugamála húsbyggingaverktaka í flokknum. Einnig myndast þar húsrými fyrir aðra félagsmála- starfsemi en það viröist vera málamiölunartillaga. En ráðhúsið má ekki virðast táknrænn sigur yfir lýðræðinu og valda klofningi íhaldsmanna í næstu borgarstjórnarkosningum líkt og geröist í síðustu alþingis- kosningum. Þá væri það of dýr- keypt. Ráðhúsmenn mættu taka sér Norræna húsið og ráðgert veit- ingahús á Öskjuhhöinni til fyrir- myndar en þau auka snertingu fólks við náttúrulegt umhverfi þar í stað þess að rýra það. Ein hugsanleg ástæða fyrir ráö- húsmáhnu er þó ónefnd og hún er sú að borgarstjórn hafi ekki séð þessi mótmæh fyrir. Hún hafði auglýst byggingu hússins óvenju rækilega og gefið almenningi kost á að skoða teikningarnar. Eina leiðin til að ná til víöari hóps var kannski að láta reyna á máhð á síðari stigiun eins og nú gerist. Þessi skýring þykir mér mest við hæfi sjálfstæðismanna. Tryggvi V. Lindal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.