Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 32
• 25 • 25 FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað ( DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritst»Arn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 íkveikja á ísafirði: „Þetta er árátta“ ---„Þetta er árátta hér á Ísaíirði. Þetta er þriðja íkveikjan við flskvinnslu- hús á fáum árum,“ sagði Böðvar Sveinbjamarson, forstjón Niður- suðuverksmiöjunnar á ísafirði, í morgun. Um klukkan hálftíu í gærkvöld sá kona, sem býr skammt frá Niður- suðuverksmiðjunni, eld við verk- smiöjuna. Hún gerði slökkviliði viðvart. Eldurinn var í fiskikössum sem stóðu við einn vegg verksmiðj- unnar. Það tók innan við eina klukku- stund að ráða niðurlögum eldsins. „Hiti var mjög mikill. Það var eins og kveikt hefði verið á stórum gas- lampa. Eldur komst í þakskeggið en 4*iað er átta metra ofan við þann stað sem eldurinn var. Rjúfa varð þakið að hluta. Skemmdir innanhúss eru ekki mjög miklar og vinna hófst með eðlilegum hætti í morgun," sagði Böðvar. Haldið er að unglingar hafi kveikt í fiskikössunum. Böðvar vissi ekki hversu margir kassamir hefðu verið, en þeir skipta þúsundum. Eitthvað af niðursoðinni rækju skemmdist en reykur komst ekki í frystigeymsluna. Tjón af völdum eldsvoðans skiptir hundruðum þúsunda. -sme Ráðhúsið: Grafa grunn fljótlega Byrjunarframkvæmdir við bygg- ingu ráðhússins við Tjömina munu hefjast fljótlega. En borgarstjórn samþykkti í gær þá ákvörðun bygg- ingamefndar Reykjavíkur aö heim- ila grunngröft á ráðhúslóðinni. Fulltrúar minnihlutans mótmæltu ákvörðuninni. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í ->-samtali við DV í morgun að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hve- nær hafist yrði handa um að grafa grunninn. En áætlað er að fram- kvæmdirnar taki um tvo mánuði. í samþykkt borgarstjórnar er ekki um endanlegt byggingarleyfi aö ræða en Davíð Oddsson sagði hefðbunda leið verða fama í þessu máli og verður byggingarleyfið þá samþykkt eftir um það bil mánuð. -JBj LOKI Enn sannast aö frændur eru frændum verstir! Bílstjórarnir aðstoða 'senDiBíLnsTóÐin Verslunarmenn í Reykjavík sömdu í nótt: Fengu fn á laugar- dögum í þrjá mánuði „Ég get ekki sagt að ég hrópi húrra fyrir þessum samningum. En miðað við þá stöðu sem við vor- um í, eftir að öll önnur verkalýðs- félög vora búin aö sernja og búið var í raun að loka hringnura og vegna þess aö ein aðalkrafa okkar, um að verslanir verði ekki opnar á laugardögum í sumar, mánuðina júní, júlí og ágúst, og annaö sem við fengum til viöbótar fyrri samn- ingi, er ég sæmilega sáttur við samningana,“ sagði Magnús L. Sveinsson, forraaður Verslunar- um í sumar og sáttasemjari tók það aukavöktum lyfjatækna í apótek- mannafélags Reykjavíkur, í sam- til greina í sáttatillögu sinni. um og gert er ráð fyrir endur- tali við DV í morgun. í samningunum er gert ráð fyrir menntun þcirra. umtalsverðum starfsaldurshækk- Magnús L. Sveinsson sagði aö Það var um klukkan 05 í morgun unum. Einnig fær afgreiðslufólk félagsfundur í Verslunarmannafé- aö sáttasemjari lagöi fram sáttatil- verslana, sem nýta sér lengri opn- lagi Reykjavikur yrði haldinn á lögu sem deiluaðilar gátu sætt sig unartima í desember, 10% desemb- Hótel Sögu á sunnudaginn klukkan við. Þá hafði fundur staðið frá því eruppbót. Fólk á þó valkost, því að 14.00 þar sem samningarnir yrðu klukkan 16.00 í gærdag. Verslunar- það getur ef þaö viíl heldur fengiö kynntir. Síöan er ákveðiö að láta menn höföu gert mjög ákveðna 2 aukafrídaga i janúar í staðinn. fara fram allsherjaratkvæða- grein fyrir því aö þeir myndu aldr- Kemur þetta tii viðbótar fyrr umsa- greiðslu í félaginu um þá. ei skrifa undir samninga um að minni 2.400 króna desemberapp- -S.dór verslanir yrðu opnar á laugardög- bót. Þá voru gerðar lagfæringar á Unnið að uppskipun úr frystitogaranum Venusi frá Hafnarfirði en síðasti veiðitúr skipsins gaf met- afla. Rúmt ár er síðan skipinu var breytt í frystitogara en áður hét báturinn Júní. Þeir 26 menn sem í áhöfninni eru þurfa að skila óhemjuvinnu til að skapa þetta verðmæti en þeir munu fara aftur til sjós 18. apríl. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Frost um allt land Á morgun verður norðaust- anátt pg talsvert frost um allt land. É1 veröa með norður- og austurströndinni en bjart veður sunnan- og vestanlands. Sumariokun í Hafliarfirði ogGarðabæ? „Við höfum enn ekki gengið frá, okkar kjarasamningum og mér þykir einsýnt að við munum fara fram á það sama og Verslunarmannafélag Reykjavíkur varðandi opnunartíma verslana á laugardögum. Það er ekki hægt að vera með margs konar regl- ur um þetta atriði á höfuðborgar- svæðinu," sagði Friðrik Jónsson, formaður Verslunarmannafélags Hafnarfiarðar, í morgun. í því félagi era líka verslunarmenn í Garðabæ. Friðrik sagði að Fjarðarkaup, stærsta verslunin í Hafnarfirði, hefði aldrei opið á laugardögum nema í desember, kaupfélagsverslunin hefði opið á laugardögum til klukkan 14.00 en verslunin Kostakaup til klukkan 16.00. Umráðasvæði Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellbæ og Kjalar- nes. -S.dór Aflamet hjá Venusi Frystitogarinn Venus frá Hafnar- firði kom að landi í gærkvöldi með mesta aflaverðmæti á veiðidag sem um getur. Aflaverðmæti skipsins var 35 milljónir kr. og veiddist það á 26 dögum, aflaverðmætið á dag er þvi 1.350.000 kr. á dag. Fyrra metið átti Akureyrin frá Akureyri. Að sögn Guðmundar Jónssonar skipstjóra þá veiddist aflinn fyrir suðvestan land en uppistaðan í aflan- um var karfi. Hásetahluturinn mun vera um 400.000 kr. en 26 menn eru í áhöfn Venusar. -SMJ Ráðhúsið: Kært til ráðherra Um tuttugu íbúðaeigendur við Tjamargötu hafa kært til félags- málaráðherra, afgreiðslu bygginga- nefndar Reykjavíkur, sem staðfest var á fundi borgarstjómar í gær, aö veita verkefnisstjóm ráðhúss Reykjavíkur svokallað graftarleyfi. Segja íbúamir að í byggingalögum og reglugerð sé hvergi minnst á graftarleyfi heldur aðeins talað um eina tegund byggingaleyfis. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.