Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 11 Utlönd Prestar mót- mseia fóstur- eyðingum með blóðugri dúkku BjðrgÍEva Erlendsdóöir. DV, Osló: Sundurtætt dúkka í blóölituðum plastpoka var meðal innihalds í sendingu sem tveir norskir prestar sendu til helstu embættismanna og stjórnmálamanna í Noregi i gær. Dúkkan var fylgihlutur með bréfi sem innihélt ofstækisfúll mótmæli gegn fóstureyðingum. Bréfið var meðal annars stílað á kónginn, rík- isstjórnina, biskupana og ýmsa fleiri. Sendendur bréfsins eru prestarn- ir Börre Knudsen og Ludvig Nessa. Þeir félagar eru fyrir löngu lands- frægir í Noregi fyrir baráttu sína gegn syndugu framferði og þá sér- lega fóstureyðingum sem þeir telja morð af verstu gráöu. Forseti norska stórþingsins, Jo Benkov, var einn þeirra sem fékk bréfið og dúkkuna. Hann kvaöst vonast til þess að báðir prestamir kæmust undir læknishendur því augljóst væri að þeir þyrftu á ráð- gjöf að halda. „Og það vona ég að verði fljótt og áður en þeir vinna norskri kristni og kirkju óbætan- legt tjón. Eins vona ég að allir snúi baki við kristindómi sem þessum svo gjörsneyddum allri miskunn- semi,“ sagöi stórþingsforsetinn. „Þetta framferði verður ekki skil- ið nema á einn veg, nefnilega sem uppsögn," segir kirkju- og mennta- málaráðherrann, Kirsti Kolle Gröndahl. Og þar með verður Lud- vig Nessa trúlega leystur frá embætti. Börre Knudsen hafði áður misst bæði kjól og kall en predikar af jafnmiklum eldmóöi eftir sem áður. Prestarnir tveir álíta að málinu sé algjörlega snúið við þegar þeir eru ásakaðir um miskunnarleysi. Þeir telja sig einmitt gera norsku þjóðinni, ekki síst mæðrum og bömum, mikiö gagn með því að mótmæla því sem þeir kalla hrylli- leg morö á ófæddum börnum. Flugræmngjarnir féllust á frest Varaforseti Menyll Lynch skotínn til bana Varaforseti bandaríska fyrirtækis- ins Merryl Lynch, George Cook, var skotinn til bana í Boston í gær á skrif- stofu sinni. Að verki var fyrrum starfsmaður fyrirtækisins sem sagt hafði verið upp störfum. Starfsmaðurinn gekk inn í skrif- stofu varaforstjórans og skaut hann fjórum skotum úr skammbyssu sinni að Cook sem lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Hafði starfsmaðurinn unnið tæp tvö ár í fyrirtækinu sem fjárhagsráð- gjafi. Honum var sagt upp störfum á miðvikudag, tæpum sólarhring áður en hann framdi morðið. Ástæðaii fyrir uppsögninni hefur ekki verið gefin upp. Lonnie Gilchrist leiddur af morðstað i gær. Hann skaut til bana varaforseta bandariska fyrirtækisins Merril Lynch. Simamynd Reuter Flugræningjarnir, sem halda í gísl- ingu um fimmtíu farþegum og áhöfn í farþegaþotu frá Kuwait í Mashhad í íran, féllust í gærkvöldi á frest til þess að hægt verði að komast að sam- komulagi um lausn málsins. Þeir krefjast lausnar sautján arabískra fanga í Kuwait. Frestuðu flugræningjarnir brottfór sinni um aö minnsta kosti sex klukkustundir en snemma í morgun, þegar þeir hefðu átt að vera farnir, hafði ekkert heyrst í þeim. Að því er fréttastofan Irna greinir frá féllust flugræninaamir á frest til þess að forsætisráöherrar Tyrklands og Pakistans hefðu nægan tíma til að reyna að fá yflrvöld í Kuwait til að fallast á kröfur þeirra. Sautján- menningamir, sem krafist er lausn- ar fyrir, vom fangelsaðir fyrir sprengjutilræði í Kuwait fyrir fimm árum. Mannræningjar í Líbanon hafa einnig krafist lausnar fanganna og hafa þá lofað að láta lausa gisla sína. Alls hafa flugræningjarnir sleppt fimmtíu og sjö manns af ýmsu þjóð- erni og í gær var látið eldsneyti á farþegaþotuna þrátt fyrir kröftug mótmæli yfirvalda í Kuwait. íranir létu undan eftir að flugræningjarnir höfðu hafið skothríð fyrir utan vél- ina. Orðrómur var á kreiki í Beirút í Líbanon í gær um að flugræningjarn- ir myndu ef til vill neyða flugmann- inn til þess að fljúga þangað. Starfsmenn flugvallarins þar sögðu hins vegar að hindrunum myndi verða komið fyrir til þess að koma í veg fyrir lendingu farþegaþotunnar. /juEAAUM sííöstoJAWP. ERO r J>Afr 0fr ’A MoWrON (KL.9-14) AUAV VÖRd R. \.au9«',e9 %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.