Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
Sandkom
Jón L. Ámasoner
^raqbítur
SkáksveitDV
eturnúkappií
skákkeppni
stofhana.Einn
liösmanna
sveitarinnar
lýstiþvíyfir
eftirágæta
frammistööu
sveitarinnarí
einni umferö-
mniaðJónL.
Arnason, stór-
meistari,
skákskríbent D V með meiru, væri
ekki dragbítur á sveitina. Þess skal
getið að sá sem lét þessa yfirlýsingu
frá sér fara hefur ekki þótt merkilegt
peð í sögu skáklistariimar til þessa.
Jón L. teflir áfyrstaboröi DV-sveitar-
innar og eins og sönnum stórmeist-
ara sæmir hofur hann unnið allar
sinar skákir og fengið helming allra
vinninga s veitarinnar til þessa.
Umsjón Sigurjón M. Egilsson
Áhugasamur
fréttamaður
Efeinhverekki
veitþástarfará
íréttatofuSjón-
varpsins
maðuraðnafhi
Ómai' Þoríinn-
urRagnarsson.
Ómar Þorfinn-
urþykirmeð
áhugasömusth
fréttamönnum.
ífyrrinóttvoru
þrireidsvoðarí
Reykjavik. Óm-
ar Þorfmnur var að sjálfsögðu með
fyrstu mönnum á vettvang. Viöstadd-
ir veittu Ómari Þorfmni athygli fyrir
það að hann kvikmyndaði elds voð-
ann af miklum ákafa. Það eitt er
kaimski ekki mjög athyglisvert,
nema fyrir þær sakir að hann stóð
fast við hliö kvikmyndatökumanns
Sjónvarpsins, Friðþjófs Kelgasonar.
Aðspurður sagöist umræddur frétta-
maður ekki vantreysta kvikmynda-
tökumanninum heldur hitt að hann
vildi eiga mynd af brunanum.
Fölsk tík
Ekkieralltsém
sýnist. Iitla
sætaerótíkin,
semFlosayfir-
hagyrðingivar
afhentíþættin-
um Hvað
heldurðu?, var
allsekkitíkin
semhonumvar
gefm.Bóndinn
gjafinildiátti
ekkilitlusætu
tíkinaheldur
fékk hana lánaða í Stykkishólmi. Hið
rétta er að tíkin, sem Flosi fær ef
hann vill, er enn íEyjafirði. Það var
því ekki sannleikanum samkvæmt
þegar bóndinn og hagyrðingurinn
eyfirski sagði aö tíkin hefði orðið
flugveik. Það er svo vonandi Flosa
vegna ef hann þiggur tikina að hún
verði ekki mikiö fy rir að gelta og
hlaupa á eftir fuglum. Fuglamir, sem
búa í túnfæti Flosa, hafa fengið og
eiga væntanlega eftir að fá mikla
röskun vegna byggingar á nýrri
skrifstofu borgarstjórans í Reykja-
vík. En eins og kunnugt er verður
hún einmitt byggö í túnfætinum hjá
Flosa.
Hefði kýr borið?
Bóndinngjaf-
mildisagöist
hafaeignast
tíkinadaginn
semFlosifórá
kostum þegar
Reykvíkingar
ogÞingeyingar
kepptuáHúsa-
vík.Þegarhann
varðvitniað
glæstri
frammistöðu
Flosaákvað
hann að gefa honmn tíkina. Hvemig
hefði farið ef bóndiim hefði ekki feng-
ið tíkina cn þess í stað hefði kýr borið
kálfi þennan dag. Hefði bóndinn þá
komið meö kálfmn í bandi og afhent
Flosa?
Fréttir
íþróttahöll fyrir HSÍ:
„Engin ofrausn“
- segir menntamálaráðherra
„Við hjá ÍBR fögnum auðvitað
slíkri yfirlýsingu frá ríkisvaldinu.
Ef slík Höll verður byggð er rétt að
hún verði byggð í Reykjavík,“ sagði
Júlíus Hafstein, formaður íþrótta-
bandalags Reykjavíkur, aðspurður
um fyrirhugaða íþróttahöll í Laug-
ardalnum.
Júlíus sagði að þó að borgin kæmi
að einhveiju leyti inn í fjármögnun
vegna byggingar íþróttahallarinnar
mundi það ekki koma niður á fjár-
veitingum til íþróttafélaga vegna
framkvæmda þeirra. Júlíus sagðist
fagna þessum breytta hugsunarhætti
hjá ríkisvaldinu en ríkisstjórnin sem
nú sæti hefði líklega staðið sig slakar
en nokkur önnur við byggingu
íþróttamannvirkja.
Að sögn Júlíusar er alls ekki ljóst
hve stórt húsið yrði - hvort það yrði
fyrir 6000 eða 10.000 áhorfendur. Það
væri ljóst að húsið yrði að þjóna
mjög víðtæku sviði, s.s. við sýningar
og ráðstefnur, og eftir væri að ræða
við þá aðila sem þar eigi hlut að
máli um hönnun og þátttöku við
kostnað. „í raun er þetta enn eins
óljóst og það getur veriö,“ sagði Júl-
íus. -SMJ
Á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku
var samþykkt aö reisa hér stóra
íþróttahöll, sem tæki 8000 manns í
sæti, ef HSÍ verður falið aö halda
heimsmeistarakeppnina í hand-
knattleik 1993 eða 1994. Umsókn um
það hefur verið lögð fram og verður
ákvörðun tekin um staðsetningu
mótsins á fundi alþjóða handknatt-
leikssambandsins í september.
Að sögn Birgis ísleifs Gunnarsson-
ar menntamálaráðherra þá hefur
komið í ijós að það sárvantar hús af
þessari stærð til að gera ísland að
heppilegu ráðstefnulandi. Það hefði
komið í ljós í sambandi við alþjóðlegu
sjávarútvegssýninguna sem yrði
varla haldin hér aftur nema nýtt
húsnæði kæmi til.
„Þetta er engin ofrausn ef við ætl-
um ekki að lenda aftur úr öðrum
þjóðum á þessu sviði. Þá er margt
sem bendir til að gjaldeyristekjur af
mótinu verði um 300 milljónir," sagði
ráðherra. Hann sagði að semja þyrfti
við Reykjavíkurborg um staðsetn-
ingu hússins og kostnaðarhlutdeild
borgarinnar. Venjan er að sveitarfé-
lög greiði um 60% af kostnaði en það
mun ekki vera ætlunin að þessu
sinni. Líklegasta staðsetningin húss-
ins er talin vera austan við Laugar-
dalshöllina sem tekur um 2500
manns í sæti. -SMJ
«issi • l
Hér mun hin nýja íþróttahöll væntanlega rísa, rétt austan við Laugardals-
höllina.
Júlíus Hafstein, formaður ÍBR:
Breytt stefna
hjá ríkisvaldinu
Sighvatur Björgvinsson:
Sé ekki hvaðan
peningar í þetta
ættu að koma
Síghvatur Björgvinsson, formað-
ur fjárveitinganefndar Alþingis,
sagði um fyrirhugaða íþróttahús-
byggingu í Laugardalnum að hún
hefði ekki komið inn á borð í]ár-
veitinganefndar. Á fundi rikis-
stjómarinnar var samþykkt að
byggja 300 milljóna kr. íþróttahus
í Laugardalnum.
„Þegar við vomm að afgreiöa
fjárlög frá Alþingi sá ég nú ekki þá
peninga sem i þetta eiga að fara.
Þessi upphæð er væntanlega hug-
suð sem viðbót viö fjárveitingar til
íþróttamannvirkja enda mundi
hún hækka þær upphæðir vem-
lega. Nú, það er ekkert nema gott
um það að segja að veija meira fé
til íþróttamála ef þeir penningar
era tU,“ sagði Sighvatur. . -SMJ
Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ:
Getum fyllt húsið einstaka sinnum
„Þessi yfirlýsing ríkisstjórnarinn-
ar er afgerandi og tryggir aö við
getum haldið áfram með okkar um-
sókn,“ sagði Jón Hjaltalín Magnús-
son, formaður HSÍ, um yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar um að byggja
íþróttahöll í Laugardalnum. Jón
sagði að ríkisstjórnin heföi sagt í maí
í fyrra að hún ætlaði að styðja um-
sókn HSÍ um að fá að halda heims-
meistarakeppnina í handknattleik
1993 eða 1994, en enn hefur ekki ver-
ið ákveðið hvort árið keppnin fer
fram.
Þá sagði Jón að í janúar hefði kom-
ið fram krafa frá Alþjóða handknatt-
leikssambandinu um að aðstaða fyrir
7000 áhorfendur yrði þar sem úrslita-
leikurínn fer fram. Væri krafan að
undirróti Svia sem sækja um keppn-
ina á móti íslendingum. Ákvörðun
um hvar keppnin fer fram verður
tekin í Seoul í september.
Jón sagði að miðað væri við að
höllin væri byggð í samstaríi viö
Reykjavíkurborg og aðra sem áhuga
hafa á húsi sem þessu. En er húsið
ekki of stórt?
„Ég er sannfærður um að við get-
um fyllt þetta hús einstaka sinnum
og þá mætti nýta það til tónleika-
halds auk ráðstefnuhalds og vöru-
sýninga."
Jón sagði að yfirleitt væri miðað
við að staðsetja húsið austan við
Laugardalshöllina því þannig mætti
nota bílastæði sem fyrir væru.
-SMJ
Bleikjueldið:
- þar er einnig góður markaður fýrír bleikju úr íslenskum vötnum
Eins og skýrt var frá í DV eru
taldir vera miklir möguleikar hér
á landi í eldi á sjóbleikju, vegna
þess hve það er auðvelt og ódýrt
og markaðir góðir í Bandaríkjun-
um. En það er líka góður markaður
fyrir bleikju í Evrópu og þá ekki
síst það sem menn kalla villtan fisk,
beint úr íslenskum vötnum.
Sigmar B. Hauksson hefur kann-
aö þetta mál og skrifað um þaö
skýrslu fyrir Byggðastofnun. Sig-
mar sagði í samtali við DV aö hann
teldi að góður markaður væri fyrir
villta bleikju í Evrópu. Hann sagði
að ár og vötn væru orðin svo meng-
uð um alla Evrópu og bleikja úr
ómenguðu vatni væri oröin eftir-
sótt og menn litu á hana eins og
villibráð, sem alltaf er eftirsótt.
Hann sagðist sannfærður um að ef
þeir sem eiga lönd að góðum sil-
ungavötnum færu að stunda veiðar
með bestu veiðarfærum, væri þar
komin arðvænleg atvinnugrein.
Sigmar segir í skýrslu sinni að
nauðsyn beri til að fiskurinn sé af
réttri stærð og hann verði að vera
ferskur. Hann bendir þar einnig á
að markaður sé góður fyrir eldis-
bleikju og regnbogasilung og því
sé hér um mjög athyglisvert mál
að ræða.
Þetta kemur alveg heim og saman
við það sem dr. Össur Skarphéðins-
son fiskeldisfræðingur sagöi um
bleikjueldið í samtali við DV á
mánudaginn.
-S.dór
„Friðarömmur“ vilja viðskiptabann á S-Afríku
Samtök sem kalla sig Islenskar
friðarömmur hafa sent áskorun til
utanríkisráðherra um að beita sér
fyrir því að sett verði viðskiptabann
á Suður-Afríku af íslands hálfu.
Segir í tilkynningu frá samtökun-
um að í S-Afríku sæti börn og
unghngar fangelsunum og pynting-
um. Með því að setja viðskiptabann
á S-Afríku getum við íslendingar
með friðsamlegum hætti mótmælt
svo forkastanlegum og ómannúðleg-
um gjörðum. Segjast friðarömmurn-
ar ekki geta beðið til haustsins eftir
að slikar ráðstafannir verði gerðar
og vilja þær því að mál þetta eigi að
leggja fyrir þingiö nú þegar og af-
greiðast strax.
íslenskar friðarömmur eru samtök
sem hófu göngu sína í janúar síðast-
liðnum. Eins og nafnið gefur til
kynna eru samtökin byggð upp af
ömmum. Þær segjast ekki ætla að
horfa aðgerðalausar á það ofbeldi
sem dynur yfir jarðarbúa og þá sér-
staklega æskuna.