Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. Menning 13 íslensk tónverkamiðstöð 20 ára Safh og út- flutningsstofhun - segir Bergljót Jónsdóttir framkvæmdastjóri Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri íslenskrar tónverksmiðstöðvar. DV-mynd Brynjar Gauti „Hlutverk stofnunarinnar er að geyma íslenska tónlist, dreifa henni og kynna hér á landi og er- lendis. Henni er jafnframt ætlað að gefa út íslenska tónlist á nótum og hljómdiskum," sagði Bergljót Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Islenskr- ar tónverkamiðstöðvar, en um þessar mundir fagnar stofnunin 20 ára starfsafmæli. Frumkvæði tónskálda „Tónverkamiðstöðin er starfrækt af tónskáldum sem fyrir 20 árum bundust samtökum um þessi markmið. Hún hefur aUa tíð starf- að í nánum tengslum við Tón- skáldafélag íslands; það voru félagar þess sem áttu frumkvæði að stofnun miðstöðvarinnar og megnið af rekstrarfé hennar hefur lengst af komið úr sjóðum þeirra," sagði Bergljót þegar hún var spurð um rekstrargrundvöllinn. Hún sagði að um helmingur styrktaríjár kæmi úr Tónskáldasjóði Ríkisút- varpsins og úr ákveönum sjóði STEFS en hinn helmingurinn frá ríkinu. „í ár komst stofnunin inn á fjárlög sem fastur liður. Það er Tónlistarviðtalið Jón Karl Helgason mikils virði, ekki bara íjárhagslega heldur felst í þessu viss staðfesting á því sem við erum að gera.“ Þegar Bergljót var innt eftir hvort hlutverk tónverkamiðstöðvarinn- ar hefði breyst á þessum 20 árum sagöi hún að markmiðin hefðu í öllum aðalatriðum verið þau sömu. „Það hefur hins vegar ekki verið hægt að hrinda þeim í framkvæmd fyrr en á seinni árum, einfaldlega vegna lítils bolmagns. Fyrir aðeins tveimur árum var húsakostur stofnunarinnar til dæmis 20 fer- metra loftlaus herbergiskytra. Þar inni var íslenska tónverkasafnið í hillum á veggjunum en á miðju gólfi var lítið skrifborð og sími. Þetta hefur batnað en það er ekki fyrr en nú, á 20 ára afmælinu, að við komumst í viðunandi rými hér að Freyjugötu l.“ Safn íslenskra tónverka Að sögn Bergljótar hefur stofn- unin lagt áherslu á það hingað til að safna saman verkum núlifandi tónskálda. „Takmarkið er þó að eiga hér fullkomiö safn íslenskrar tónlistar. Þannig höfum við gert gangskör að því að safna verkum eftir Jón Leifs og önnur eldri tón- skáld. Þá þyrftum við að geyma hér þjóðlög sem hafa varðveist frá gam- alli tið, auk þess sem viö höfum hug á að ná saman þeim aragrúa ís- lenskra sönglaga sem til er. í Ríkisútvarpinu er til dæmis mikið safn laga á svokölluðum sívalning- um en engin tæki eru nothæf hér á landi til að afrita af þeim. Þessari tónlist þarf að koma á aðgengilegt form, annars er hætt við að hún eyðileggist og glatist.“ „Á vissan hátt má líkja þessari söfnun við það ef rithöfundar stæðu að rekstri Landsbókasafns- ins,“ sagði Bergljót ennfremur, „í sjálfu sér er það ekki í verkahring íslenskra tónskálda að halda sam- an tónlistarmenningu þjóðarinnar. Þaö er aftur á móti nauösynlegt fyrir stofnunina að hafa íslenskt tónverkasafn viö höndina til að vera fær um að gegna hlutverki sínu. Þegar leika á íslenska tónlist á tónleikum er jafnan leitað til okk- ar. Við sjáum þá um að útvega og íjölfalda nótur, skrifa raddir, ef með þarf, og í sumum tilvikum höfum við uppi á verkum sem henta tilefninu. Draumurinn varðandi safnið er að fjármagn fáist til að afrita það í heild sinni, frumritin yrðu síðan geymd í Þjóðarbókhlöðunni ásamt öðrum menningarverðmætum þjóðarinnar en hér hjá okkur væru afrit sem við gætum fjölfaldað og dreift eins og áður. Þetta er líka mikið öryggisatriði. Ef það yrði eldsvoði hér í húsinu væri líklegt að allt okkar starf Tuðraði upp á augabragði." Útflutningur á tónlist Spurð um kynningarstarf stofn- unarinnar sagði Bergljót að undanfarið hefði hún meðal annars einbeitt sér að því að komast í kynni við útvarpsfólk erlendis. Þannig hefðu útvarpsstöðvar í Arg- entínu, Chicago og Brussel sent nýlega út þætti með íslenskri tón- list og um þessar mundir væri stöð í Bremen að að hleypa af stokkun- um röð þátta með tónhst frá Norðurlöndunum. í tengslum við hana verður haldinn blaðamanna- fundur og síðar tónleikar með verkum eftir Atla Heimi Sveinsson. „Svona nokkuð gerist ekki af sjálfu sér,“ svaraði Bergljót. „Vegna þessara útvarpsþátta höf- um við sent héðan mikið magn af upplýsingum, nótur og hljómplöt- ur. Þessi samskipti eru tímafrek en það hefur verið mjög ánægjulegt að finna hve útlendingar eru áhug- asamir um íslenska tónlist. Þeim finnst merkilegt að svona fámenn þjóð skuli geta staðið að svo marg- háttaðri menningarstarfsemi. Ég tel nauðsynlegt fyrir íslenska tónhst að þetta kynningarstarf lognist ekki út af. Tónskáldin sjálf eru misjafnlega í stakk búin til að koma verkum sínum á framfæri. Þau hafa svo til undantekningar- laust lagt mikið af sjálfum sér í tónverkin og það er átak fyrir þau að taka brot úr sál sinni og bjóða það til flutnings. Þau þurfa líka vinnufrið til að starfa aö nýjum verkefnum. Hér höfum við hins vegar tíma, aðstöðu og sambönd sem til þarf.“ Bílflaut og nútímatónlist í tilefni af 20 ára afmæli tón- verkamiðstöðvarinnar gefur hún út fimm nótnabækur með íslensk- um kammer- og einleiksverkum eftir þá Áskel Másson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Jónas Tóm- asson og Þorkel Sigurbjörnsson, auk bókar með átta orgelforleikj- um eftir ýmsa höfunda. Einnig er væntanleg bókin „Á tíu fingrum um heiminn" með léttum píanólög- um eftir Elías Davíðsson. „Þetta er aðeins fyrsta bókin í flokki sem við hyggjumst gefa út, en markmiöið með honum er að koma íslenskri nútímatónlist inn í tónlistarskól- ana,“ sagði Bergljót. „Vegur nútímatónlistar hér á landi er að mínu mati allt of líthl," bætti hún við. „Ég hef á tilfmning- unni að of stór hópur fólks dæmi hana ómögulega - sem lélegt bíl- flaut eins og einhver orðaði það - án þess að þekkja nokkuð til henn- ar. Reynsla mín sem tónlistarkenn- ara hefur hins vegar sannfært mig um að þessi áfstaða er ekki á rökum reist. Éf fólk fær að heyra nokkur ólík verk áttar það sig á að þarna er eitthvað sem höfðar til þess og kemur því við. Þegar krakkar á skólaaldri komast í snertingu viö nútímatónlist er hún oft það skemmtilegasta sem þeir hafa heyrt. Ég bind því vonir við að unga kynslóöin eigi eftir að átta sig á að nútímatónlist á erindi. Auðvit- að eru verkin misgóð, tíminn á eftir að velja það úr sem lifir, en þannig hefur það alltaf verið.“ Engin leið að hætta Bergljót kvaðst vera hóílega bjartsýn á framtíð tónverkamið- stöðvarinnar. „Tvisvar á undanf- örnu ári settumst við að vísu niöur og ræddum í alvöru hvort ekki væri rétt að hætta þessari starf- semi, okkur virtist fjárhagsgrun- dvöllurinn brostinn. Vegna fjárskorts höfum við verið neydd til að skilgreina vinnu okkar út frá því hvað hægt sé að gera fyrir minnsta peninga á sem skemmst- um tíma. Með áuknum vilja ráðamanna hefur fjárhagurinn nú verið stýrktur og maður vonar auð- vitað að sá stuðningur haldist. Eins og staðan er eigum við fullt í fangi með að sinna þeim verkefn- um sem á okkur hvíla og mörg ný bíða úrlausnar. Þannig hefur kom- ið til tals að við reyndum að styðja við bakiö á islenskum tónlistar- mönnum til að þeir geti flutt ís- lenska tónlist erlendis. Á sama hátt þyrftum viö að geta sótt útlendinga oftar heim eða boðið þeim til okk- ar. í mínum huga blasir framtíðin við íslenskri tónverkamiðstöð, mér sýnist satt að segja að það sé ekki hægt að leggja stofnunina niður,“ sagði Bergljót að lokum. JKH Vísindaráð Vísindaráð auglýsir eftir fulltrúa á skrifstofu ráðsins. Starfið felst í daglegri umsjón með skrifstofu Vísinda- ráðs, bréfaskriftum og skjalavörslu. Um fullt starf er að ræða en til greina kemur að ráða í hálft starf. Starfsreynsla og góð kunnátta í ensku og Norður- landamáli er nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- feril sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. maí nk. Vísindaráð AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um upphæð félagsgjalda. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar Iðju liggja frammi á skrifstofu félagsins. IÐJUFÉLAGAR, FJÖLMENNIÐ Stjórn Iðju SJONVARPSBINGO A STOÐ 2 Mánudagskvöldið 25. apríl 1988 Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta linu. Spilað var um 10 aukavinninga, Orion videotökuvélar frá Nesco Kringlunni, að verðmæti 52.900 krónur hver. 50, 75,15, 7, 23, 34, 53, 60, 87, 35, 28, 83,19, 3, 39, 16 Spjöld nr. 12990 Þegar spilað var um bílana komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur (eitt spjald). Þegar spilað var um bílinn komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur (eitt spjald). 41, 74, 11, 84, 77, 36, 55, 24, 79, 33, 48, 4, 71, 49, 54, 70, 8, 44, 18, 89, 68, 20, 9, 73, 25, 17, 26, 5, 31, 47, 51, 69, 27, 13, 45 Spjöld nr. 13614, 21461, 19498 OGUR STYRKTARFELAG SÍMAR 673560 OG 673561

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.