Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 18
] 18 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Mickey Rourke er orðinn með hæstlaunuðu leikurum í Hollywood, en þó koma þeir peningar sem ham\ vinnur sér inn ekki aðallega úr kvikmyndum. í landi íjármagns- ins, Japan, er kappinn gífurlega vinsæll og auglýsendur þar fengu Rourke til þess að „leika“ í whi- sky-auglýsingu. Það eina sem Rourke gerir í auglýsingunni er að koma inn á bar, setjast niður við borð og fá sér sopa af whisky. Launin fyrir það eru 60 milljónir króna. Marlon Brando hefur nú í nokkur ár átt við offltuvandamál að stríða. Hann hefur haft uppi ráðagerðir um að snúa sér á ný að kvikmyndaleik, en til þess þarf hann að grennast um helming að minnsta kosti. Brando brá á þaö ráð að fara á sérstaka megrunarstöð í Ástralíu og gengur allt samkvæmt áætlun. Að lokinni megrun ætlar Marlon aö leika í myndinni „Dry White Season" sem taka á upp í Suður- Afríku. Jane Fonda sem áöur var þekkt fyrir vinstri sinnaðar skoðanir sínar er lík- lega aö fá mjög spennandi verk- efni í hendumar. Svetlana Stalín, dóttir Jósefs Stalín, hefur skrifað endurminningar sínar og nú á að kvikmynda verkið. Heyrst hefur aö Svetlana hafl falast eftir Jane Fonda í hlutverkið og er talið lík- legt að hún taki það aö sér. Félagsheimilið Arsel bauö krökkum upp á ýmiss konár ieiki á sumardaginn fyrsta og það kunnu krakkarnir vel að meta og fjölmenntu á svæðið. Veðrið lék við landann Islendingar hafa lengi haft þann sið aö halda sérstaklega upp á þann dag sem þeir kalla sumardaginn fyrsta. Það er samkvæmt fastri reglu flmmtudagurinn í vikunni 19.-25. apríl. Sumardagurinn fyrsti hefur lengi verið mikil- vægur dagur í hugum íslendinga, enda er sumarkoman fáum þjóöum eins mikilvæg og í þessu harðbýla landi. Lengi vel var þessi dagur talinn ganga næst jólum og ármótum að umfangi. Á öldum áður var margt gert til hátíða- brigða á sumardaginn fyrsta, matarveislur " haldnar og ýmiss konar uppákomur í hrepp- um og sveitum. Hjátrú hefur oft fylgt þessum degi og til dæmis er alþekkt sú trú að ef fryst- ir aðfaranótt sumardagsins fyrsta, verði sumarið gott. Svo vel vildi til á þessu ári, að það varö einmitt raun- in, og svo er bara að vona hið besta. Veðrið lék við íslendinga víðast hvar á landinu á sumardaginn fyrsta í síðustu viku og fólk gerði sér daga- í Þórscafé var Framsóknarflokkurinn með fjölskylduskemmtun og þar var kraftajötunninn Jón Páll Sigmarsson mun, enda almennur frídagur. og bauð hann meðal annars nokkrum krökkum I sjómann. Jón Páll lýtur hér í lægra haldi fyrir einum ungum og Ljósmyndari DV var á ferð þennan efnilegum. DV-myndir BG dag og tók nokkrar myndir. Lifandi listaverk í Jóhannesarborg í Suður-Afríku fór fram allsérstæð sýning fyrir skömmu. Rúmlega 60 manns komu fram sem lifandi málverk eða Usta- verk og voru ekki íklædd neinu nema •málningu listamanna. Hugvit og hæfni listamannanna þótti oft með ólíkindum og er ekki ólíklegt að vin- sældir þess konar sýninga eigi eftir að aukast. Listaverkin verða þó að sýna ótrúlega þolinmæði við gerð verksins. Suður-afrfskl listamaðurinn Grant Walker leggur síðustu hönd á lista- verk sitt fyrir sýningu sem haldin var I Jóhannesarborg fyrir skömmu. Simamynd Reuter Jóhann Ingibergsson átti I harðri keppni við sigurvegara siðasta árs, Má Hermannsson, en tókst að komast frpm úr á síöustu metrunum. DV-mynd BG Víðavangshlaup ÍR Á sumardaginn fyrsta fór fram Ingibergsson úr FH, og er þetta í árlegt víðavangshlaup ÍR, og hefur fyrsta sinn sem hann sigrar í þessu ávallt mikill fjöldi hlaupara af báöum hlaupi. Fyrsti kvenmaöurinn í mark kynjum tekið þátt í því. Að þessu var hin kunna hlaupakona Marta sinni voru keppendur 88 talsins, þar Emstdóttir úr ÍR, en hún varð núm- af tuttugu konur. Keppendur voru er 16 í heildina. Veður var eins og af öllum aldri, sá yngsti var 7 ára, best verður á kosið fyrir hlauparana sá elsti 61 árs. á sumardaginn fyrsta, sól skein í Sigurvegari hlaupsins var Jóhann heiði, en þó ekki of heitt í veðri. Dýrsundbolur Það eru sjálfsagt fáir sem hafa efni á því að kaupa sundbolinn sem stúlkan á myndinni er iklædd. Hann er úr leðri og settur demöntum og er án efa dýrasti sundbolur sem um getur. Hann er metinn á jafnviröi 550 milljóna króna og mætti kaupa sér nokkur hús fyrir upphæðina. Hann var sýndur á sundfatasýningu í Aarau i Sviss fyrir skömmu, en ekki fer neinum sögum um það hvort einhver hafi fest kaup á honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.