Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Side 30
30
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
LífsstíU
Glöggt má greina litamun á sprotum greina sem kalið hafa. Kalnar greinar
eru Ijósari en það sem ettir lifir. Best er að nota litlar klippur við að fjar-
lægja kalsprota.
Blómasúlur
Hentugar til ad skipta herberfjum
Vorlaukar og fræ í miklu úrvali
Áburður - Mold - Fræ
Plasípottar - Leirpottar
Sjálfvökvunarker
Gróórarstöðin
GARÐSHORN 52
við Fossvogskirkjugarð sími 40500
Jóhann Diego Arnórsson skrúögarðyrkjumeistari sýnir hér ársvöxt Alaska-víðis sem er, eins og sjá má, allveruleg-
ur. Víðitegundlr vaxa mjög hratt, vaxtarhraði er um 50-150 sentimetrar á ári. í þessu tilfelli voru um 50 cm klipptir af.
DV-myndir Brynjar Gauti.
Hirðing garða:
Nú er tímabært að klippa trén
'•%! '-W* ^
Nú er rétti tíminn tO að fram-
kvæma vetrarklippingu í
garðinum. Einnig er upplagt að
huga að umhirðu í garðinum
og skipuleggja sumarið hvað
varðar staðsetningu plantna,
klippingu þeirra og verkfærum
semáþarfaðhalda.
Heimilissíðan hefur fengið
ýms góð ráð sem tengjast um-
hirðu garða vegna þess hve
hentugt er nú að klippa tré og
runna áður en plönturnar fara
að laufgast.
Hentugur tími
í flestum tilfellum er best að
klippa tré á meðan þau eru í
hvíld. Á veturna eða vorin er
greinabygging svo augljós að
auðveldlega sést hvaða hluta
þeirra þarf að klippa. Einnig
er minni hætta á að skadda við-
kvæma hluta, s.s. brum og
börk, því engin lauf skyggja á
klippinguna. Auk þess er fyrir-
ferð greinanna í lágmarki.
Heimilið
Runnagróður
Að sögn Jóhanns Diego
skrúðgarðyrkjumeistara er nú
meiri áhugi fyrir runnagróðri
en áður var. „Garöeigendur
virðast hafa gert sér grein fyrir
því að runnagróður dreifir sér
ekki eins og t.d. blómjurtir gera.
Víðitegundir eins og Gljávíðir,
Brekkuvíðir og Alaskavíðir og
eru algengastar í görðum hér á
landi ásamt Viðju og Birki.
Mjög algengt er í görðum hér-
lendis að birki sé haft sem runni
eða þá sem stök tré. Birkið er í
rauninni ekki vel fallið til þess
að mynda runna því stofninn
og greinarnar vilja verða svo
þykkar. Þetta minnir helst á
lurka sem fara ekki vel saman
við grannar greinar í runna-
gróðri. Að þessu leyti er betra
að láta birkið standa sem stök
tré því það verður talsvert stórt.
Annars fer tegundum runna
og trjáa fjölgandi t.d. er ógrynni
kvistategunda að koma í um-
ferð sem gefur aukna breidd í
garðrækt,“sagði Jóhann.