Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. 35 Fólk í fréttum Berglind Asgeirsdóttir Berglind Ásgeirsdóttir sendi- ráöunautur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu frá 1. september. Sigríður Berglind er fædd 15. janúar 1955 í Ólafsvík og varð stúdent frá. MT 1973. Hún var í stúdentaráði HÍ 1974-1975 og í stjóm Orators, félags laganema, 1974-1975. Berglind var í stjóm Amnesty Intemational á íslandi 1974-1975 og formaður Vöku, felags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1977-1978. Hún lauk lög- fræðiprófi frá HÍ 1978 og var blaðamaður á Dagblaðinu og síðar á Vísi til 1979. Berglind var í stjóm Kvenréttindafélags íslands 1979-1981 og var fulltrúi í utanrík- isráðuneytinu 1979-1981. Hún var sendiráðsritari í Bonn 1981-1984 og varafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1983-1984. Bergbnd hef- ur verið sendiráðunautur í Stokk- hólmi frá 1984. Berglind gifdst 10. júlí 1976 Gísla Ágústi Gunnlaugssyni, f. 6. júní 1953, sagnfræðingi. Foreldrar hans em Gunnlaugur Þorfmnsson, hús- gagnasmíðameistari í Hafnarfirði, og kona hans, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. Sonur Berglindar er Asgeir, f. 6. júlí 1981. Bræður Berg- lindar eru Láms Sigurður, f. 3. júní 1957, vélaverkfræðingur í Middle- ton í Connecticut í Bandaríkjun- um, kvæntur Sigurveigu Sigurð- ardóttur lækni, og Þór Heiðar, f. 6. apríl 1964, kennari og líffræði- nemi í ín, kvæntur Sigrúnu Þorgeirsdóttur, kennara og söng- nema. Foreldrar Berglindar eru Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, for- stjóri í Kópavogi, og kona hans, Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir ritari. Ásgeir er sonur Jóhannesar, kennara á Húsavík, Guðmunds- sonar, b. á Þórólfsstöðum í Keldu- hverfi, Pálssonar, b. í Austurgörð- um í Kelduhverfi, Vigfússonar, b. í Austurgörðum, Guömundssonar, b. á Hóli, Pálssonar. Móðir Vigfús- ar var Vigdís Pálsdóttir, b. á Víkingavatni, Amgrímssonar, langafa ísaks, langafa Thors Vil- hjálmssonar. Móðir Jóhannesar var Sigurveig Jóhannsdóttir, b. í Kílakoti Pálssonar. Móðir Sigur- veigar var Margrét, systir Sveins, foður Jóns, prests og rithöfundar. Margrét var dóttir Þórarins, b. í Kílakoti, Þórarinssonar, bróður Bjöms, langafa Benedikts, fööur Bjama forsætisráðherra. Annar bróðir Þórarins var Páll, langafi Ömólfs, fóður Valdimars leikfimis- kennara. Möðir Margrétar var Björg Sveinsdóttir, b. á Hallbjarnarstöð- um, Guðmundssonar, fööur Guðnýjar, móður Kristjáns Fjalla- skálds. Önnur dóttir Sveins var Kristín, langamma Guðrúnar, móður Ólafs Hauks Árnasonar áfengisvamaráðunautar. Móðir Ásgeirs var Sigríður Sigur- jónsdóttir, verkamanns á Húsavík, Þorbergssonar, b. í Syðri-Tungu á Tjörnesi, Eiríkssonar, prests á Stað í Kinn, Þorleifssonar, prests á Stað í Kinn, Sæmundssonar, prests á Stað í Kinn, Jónssonar, prests í Mývatnsþingum, Sæmundssonar, b. á Brúnastöðum í Fljótum, Þor- steinssonar, b. á Stóru-Brekku í Fljótum, Eiríkssonar, ættföður. Stóru-Brekku ættarinnar. Móðir Þorbergs var Sigríður, systir Guð- bjargar, ættmóður Hafstaðættar- innar. Sigríður var dóttir Þorbergs, b. í Glæsibæ í Skagafirði, Jónsson- ar og konu hans, Þuríðar Jóns- dóttur, systur Jóns, langafa Ólafs Friðrikssonar og Haraldar Níels- sonar prófessors, fóður Jónasar Haralz. Móðir Sigríðar Sigurjónsdóttur var Guðrún Kristjánsdóttir, b. í Ytri-Tungu á Tjörnesi, Jóhannes- sonar og Soffiu Þorkelsdóttur. Móðir Soffiu var Þórdís Helgadótt- ir, b. í Barnafelli, Grímssonar, b. í Bamafelli, Helgasonar, bróður Benedikts, langafa Einars, langafa Kristjáns frá Djúpalæk. Sæunn er dóttir Sveins, sjómanns í Ólafsvík, Einarssonar, sjómanns í Ólafsvik, Guðmundssonar, b. á Bjarnarfossi í Staðarsveit, Gísla- sonar, b. á Ytri-Völlum í Miðfirði, Þóröarsonar. Móðir Sæunnar var Þórheiður, systir Þorkels Jóhann- essonar prófessors. Systir Þórheiö- ar er Björg rithöfundur. Önnur systir Þórheiðar er Ólafía, prófess- or í sagnfræði. Þriðja systir Þórheiðar er Súsanna, móðir Lúð- víks Kristjánssonar sagnfræðings sem er faðir Vésteins rithöfundar. Þórheiður er dóttir Einars, skrif- stofustjóra Alþingis, Þorkelssonar, prófasts á Staðastað, Eyjólfssonar, fóður Jóns þjóðskjalavarðar, afa Loga Guðbrandssonar, forstjóra Berglind Ásgeirsdóttir. Landakotsspítala. Móðir Einars var Ragnheiður Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, fóður Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Þórheiðar var Katr- ín Jónsdóttir, vefara í Stykkis- hólmi, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Tómasdóttur, b. á Neðra-Vaðli á Barðaströnd, Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Jóhanna Jóhannsdóttir, systir Zak- aríasar, langafa Snorra Hjartar- sonar skálds og Ragnars H. Ragnar tónskálds, fóður Hjálmars Ragn- arssonar tónskálds. Afmæli Sóley Sigurjónsdóttir Sóley Sigurjónsdóttir húsmóðir, Dalsbyggð 1, Garðabæ, er fimmtug í dag. Sóley fæddist í Reykjvík. Hún lauk húsmæöraskólaprófi frá Hús- mæðraskóla íslands 1958, en hún hefur unnið við sitt eigiö fyriræki, Hilti sf., Skeifunni 3, Reykjavík. Sóley giftist 24.7. 1959 Óskari G. Sigurðssyni forstjóra, f. 23.12.1939. Sóley og Óskar eignuðust fimm börn. Þau em Ragnhildur, f. 17.5. 1959, skrifstofustjóri hjá Lúmex hf„ gift Davíð Einarssyni endur- skoðanda hjá Manscher og Co, en þau eiga tvær dætur, Ragnheiði, f. 12.12. 1980, og Sóleyju, f. 31.7. 1985; Birna, f. 16.7. 1961, skrifstofustjóri hjá Hilti, en hún á einn son, Óskar Gísla, f. 15.3. 1981; Siguijón Þór, f. 1.1. 1963, sölumaður, en hann er kvæntur Rannveigu Jónsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau einn son, Jón Söring; Óskar Gísli, f. 2.10. 1967, sölumaður, ógiftur og barn- laus; Kristján Ingi, f. 20.6.1969, en hann er nemandi við Verslunar- skóla íslands. Sóley á tíu systkini. Þau eru Sig- urlaug, gift Þóröi Magnússyni kennara og eiga þau fjögur börn; Sigurbjörn, forstjóri í Bandaríkj- unum, en hann er giftur Vilborgu Elísdóttur og eiga þau fjóra syni; Erla, gift Helga Jónassyni, fræðslu- stjóra Reykjanesumdæmis, en þau eiga tvær dætur; Haukur, er frá- skilinn, en hann á tíu börn; Marinó er giftur Ingileifu Örnólfsdóttur og eiga þau tvær dætur; Greta er gift Richard Frenha í Bandaríkjunum og eiga þau eina dóttur; Sigrún, gift Guöjóni Guðjónssyni húsasmið og eiga þau þrjú börn; Victor er ógiftur og barnlaus; Gunnar er frá- skilinn, búsettur í Bandaríkjunum, 75 ára___________________ Þórhallur Pálsson, Hafnarstræti 39, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag.______ 70 ára___________________ Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Voga- tungu 75, Kópavogi, er sjötug í dag. Hún verður ekki heima á afmæhs- daginn.___________________ 60 ára Hulda Halldórsdóttir, Sunnuhlíð, Sóley Sigurjónsdóttir. en hann á þrjá syni; Inga er gift Bergmundi Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sóleyjar eru Guð- mundína Sveinsdóttir, f. 22.8.1903, og Sigurjón Jónsson garðyrkju- maður, f. 29.5. 1904, d. 27.5. 1986. Fööurforeldrar Sóleyjar voru Jón Jónsson frá Laxnesi í Mosfells- sveit, f. 10.5. 1869, og Sigurlaug Jónsdóttir, f. 19.5.1867. Jón frá Lax- nesi var bróðir Bjarna Jónssonar dbrm. og timburmeistara í Reykja- vík, þess er byggði Bjarnaborg, en þeir vom synir Jóns Bernharðs- sonar, gullsmiðs að Laxnesi og í Reykjavík, og konu hans, Margrét- ar Bjarnadóttur í Jötu í Hrepp, Bjamasonar. Móðurforeldrar Sóleyjar voru Sveinn Skúlason frá Ólafsvík, f. 7.6. 1871, og Ingibjörg Hannesdóttir, f. í Eyrarsveit 17.6.1868. Sóley og maður hennar taka á móti gestum aö heimili sínu, Dals- byggð l, Garðabæ, laugardaginn 30.4.1988 milli klukkan 16 og 19. Svalbarðsstrandarhreppi, er sex- tug i dag. Jón Bjarnason, Áragerði 6, Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, er sex- tugur í dag. 40 ára Guðmunda Brynjólfsdóttir, Engja- vegi 9, ísafirði, er fertug í dag. Guðrún Kristín Jónsdóttir, Hraun- bæ 12A, Reykjavik, er fertug í dag. Anna S. Ásgeirsdóttir, Lönguhlíð 4, Akureyri, er fertug í dag. Frjálst.óháð dagblað SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaðstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnarilands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hváö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. ' Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti .l I. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.