Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Side 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiöast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. Flugleiðir: Fljúga út þrátt - fýrir verkfall? Forráöamenn Flugleiða velta nú fyrir sér að láta stöðvarstjóra sinn í Keflavík afgreiöa millilandavélar sínar á svipaðan hátt og gert er hjá Arnarflugi. Ef til þessa kæmi gætu Flugleiðir flogið óhindrað milli landa þrátt fyrir verkfall Verslunarmanna- félags Suðurnesja. „Við erum að velta þessu fyrir okk- ur. Við munum gefa út tilkynningu þar um þegar við höfum komist að niðurstööu,“ sagði Björn Theódórs- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Flugleiða. -gse k Keflavík: Dínamrtþjóf- ar handteknir Tveir unglingspiltar hafa játað að hafa stolið sex til átta kíjpum af dín- amíti frá verktökum í Helguvík. Piltamir segjast hafa hent sprengi- efninu í hafið. Þeir hafa játað að hafa sprengt nokkuð af hvellhettum sem þeir stálu á sama stað. Þeir neita að hafa sprengt hluta dínamítsins. í dag verður kafað á þeim stað þar sem piltarnir segja sprengiefniö vera. Rannsóknarlögreglan segir málið að mestu upplýst svo framar- lega sem sprengiefnið sé á þeim stað sem þjófarnir hafa bent á. -sme Akureyri: Sumarið er komið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: ^ Það fer ekki á milli mála að sumar- íð er komið á Akureyri, eftir fremur slæmt vor veðurfarslega séð. í gær mældist hiti mestur á Akur- eyri, yfir 14 stig, og í morgun var útlit fyrir að dagurinn í dag yrði ekki síðri. Snjóinn, sem kyngdi niður um páskana, hefur því tekið ört upp og er nú svo gott sem snjólaust orðið í bænum þótt jnikill snjór sé til íjalla, t.d. í Hlíðarfjalli, þar sem ákveðið hefur verið að gera tilraun með að hafa opið fram í næsta mánuð. Bilstjórarnir aðstoða senDiBíLusTöÐin LOKI Er ástæða til þess að gefa sextánda sætið eftir? Starfsmaður byggingadeildar Reykjavíkur: Talinn hafa samþykkt falska reikninga frá eigin fyrirtæki - meintur fjárdráttur talinn hafa staðið lengi Starfsmaður byggingadeildar Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til Rannsóknarlögregju ríkisins vegna gruns um stórfelld- an íjárdrátt. Maöurinn, sem kærður var, rekur iðnfyrirtæki samhliða vinnu sinni hjá Reykja- víkurborg; Fyrirtæki mannsins hefur átt áralöng viöskipti viö Reykjavikurborg. Maöurinn hafði meöal annars þann starfa hjá byggingadeild að samþykkja verkreikninga. Sam- kvæmt heimildum DV mun maðurinn hafa samþykkt mun fleiri og hærri reikninga frá fyrir- tæki sínu en nokkur stoð var fyrir. Sömu heimildir herma aö maður- inn haö komist upp með þetta athæfi í mörg ár. Hann hefur nú verið leystur frá störfum. Amar Guðmundsson hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins staöfesti í gær að kæra á hendur manninum heföi borist RLR. Arnar sagði kær- una nýkomna og of snemmt væri að segja til um hversu háar upp- hæðir væri að ræða. Amar sagöist heldur ekki geta sagt til um hve lengi talið er að fjárdrátturinn haíi staðið, en sagði Ijóst aö þaö heföi verið í töluverðan tíma. -sme Það fór sem við var búist um tillögu minnihlutans i borgarstjórn um 42.000 kr. lágmarkslaun borgarstarfsmanna. Ekki var tekin afstaða til málsins á borgarráðsfundi í gær heldur málinu vísað til starfsmannastjóra borgarinn- ar. Á starfsmannastjóri að kanna áhrif tillögunnar á launastiga borgarstarfs- manna. Um leið á að kanna hve margir starfsmenn þiggja laun lægri en 42.000 á mánuði en þeir munu vera nokkuð margir. Ekki er vitað hvenær könnun starfsmannastjóra lýkur. Myndin var tekin er Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og leiðtogi verkfallsmanna í VR, kom til fundarins. -SMJ/DV-mynd KAE Óvíst að sáttatillagan komi í dag: Sáttasemjari stend- urframmifyríréfæru „Þaö er stefnt aö því að sáttatillag- an verði lögö fram í dag en það er óvíst hvort það tekst. Miðað við stöö- una í þessari deilu er það eitt' erfið- asta verkefni sem ég hef fengist viö að senjja þessa sáttatillögu,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari í samtali við DV í morgun. Hann og vararíkissáttasemjari hafa setið við að semja þessa tillögu. Ástæðan fyrir því að óvíst er hvort sáttatillagan kemur fram í dag er einfaldlega sú að þeir hafa ekki lokið viö að semja hána, enda vandinn mikill. Ef tillagan sprengir Akur- eyrarsamningana liggur fyrir að vinnuveitendur munu fella hana. Þeir benda á að ef Akureyrarsamn- ingarnir verða sprengdir verði að endurskoða launaliði samninga þeirra verkalýösfélaga sem hann gerðu. Ef sáttatillagan veröur innan Ak- ureyrarsamkomulagsins er verið að bjóða verslunarmönnum í þriðja sinn samninga sem þeir hafa fellt tvisvar. Svigrúm er ekki mikið til hækkun- ar til handa verslunarmönnum innan Akureyrarsamningsins en þó er það eitthvað. Vitað er að rætt hef- ur verið um einhvers konar bónus- greiðslur til handa afgreiöslufólki í verslunum, sem er á sléttum töxtum, en samkvæmt Akureyrarsamning- unum yrðu þeir á bilinu 32 til 42 þúsund krónur á mánuði. Það mun hins vegar ekki vera auðvelt að koma bónusgreiðslum við hjá þessu fólki. Það er því ekki orðum aukið sem sáttasemjari segir að málið sé erfitt viðureignar. -S.dór Verkfalli frestað Verkfalli ræstingafólks á sjúkra- húsum og vistheimilum á Suður- landi, sem hefjast átti á miðnætti síðastliðnu, hefur verið frestaö til 4. mai. Verkfallsboðun starfsfólks í eld: húsi og þvottahúsum sömu stofnana á fóstudag stendur hins vegar enn. -S.dór Norðuriandsvegur lokaður í Langadal Norðurlandsvegur er lokaður í Langadal í Húnavatnssýslu. Blanda ruddi úr sér íshröngli í gær með þeim afleiðingum að vegurinn lokaðist vegna skemmda, við bæinn Æsu- staði. Vegfarendur komast Svínvetn- ingabraut en þar er aðeins leyfður 7 tonna öxulþungi. -sme Veðbankar: Sverrir í tí- unda sæti Veðbankar í Bretlandi eru nú byrj- aöir að senda frá sér tölur um veðmál í Söngvakeppni evrópskra sjón- „varpsstöðva á írlandi. Ladbroke’s veðbankinn spáði þeim Sverri og Stefáni tíunda sæti í gær en Bret- landi og Sviss tveimur efstu sætun- um. Spáin á þó líklega eftir að breytast mikið fram að keppni. Þýskaland er í þriðja sæti, Júgó- slavía í fjórða og Frakkland í því fimmta. JBj Veðríð á morgun: Bjarbríðri norðan- lands Á morgun verður suðaustanátt ríkjandi. Stinningskaldi og dálítil rigning verður við suðurströnd- ina en hægari og úrkomulaust annars staðar. Norðan- og norð- vestanlands verður bjartviðri. Hitastig verður á bihnu 4-6 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.