Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 5 __________________________Fréttir Skólar í Kópavogi: Breytingar á ganga- vörslu og ræstingu valda deilum - skólamenn efast um ágæti breytinganna i>v Viðskipti ------——* 1 Eyði enevgunu á útvarpinu en næ í það í leiklistinni Nafn: Jón Helgi Þórarins- son Aldur: 22 Staða; Útvarpsstjóri Rótar „Mitt helsta áhugamál er leik- list. Ég eyði energíinu á útvaip- inu en næ í þaö í leiklistinni,“ segir Jón Helgi Þórarinsson, ný- ráöinn útvarpsstjóri Útvarps Rót- ar. „Þessa dagana er ég aö leika með leikfélaginu Hugleik. Við erum meö sýningu á Galdraloft- inu sem heitir Hið ægilega sorg- lega og dularfúlla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríð- ar skömmu eftir brúðkaup þeirra og leitin að þeim. Það eru bara tvær sýningar eftir af þessari sýningu svo nú er ég að leita mér að einhverju öðru aö gera í leik- listinni. Maður er eins og þorskur á þurru landi ef maöur hefur hana ekki. Þetta er fýrsta árið mitt hjá Hugleik en ég lék í Menntaskólanum á Akureyri öll árin sem ég var þar við nám,“ segir Jón Helgi. Búinn að innrita mig í söngskóla „Söngur er líka eitt áhugamál- anna og tengist hann reyndar leiklistinni en þar syng ég heil- raikið. Ég hef sungið með öllum kórum sem ég hef náð i, nú síöast var ég í Kramhúskómum. Auk þess er égbúinn að innrita mig í söngskóla næsta vetur.“ Jón Helgi er fæddur í Reykjavík en bjó á Akureyri í 14 ár. Hann segist þvi telja sig Akureyxing. Foreldrar hans búa í Gunnars- húsi á Skriðuklaustri á Fljótsdal. Pabbi hans, Þórarinn Lárusson, starfar sem tilraunastjóri en hann gerir tilraunir í landbún- aði. Mamma hans. er Guðborg Jónsdóttir, húsmóðir með stóru hái, að sögn Jóns Helga. Jón Helgi á þrjú yngri systkini í sambýlí við fyrrum útvarpsstjóra „Ég hef alið mestan minn aldur 19kóla. Ég útskrifaðist stúdent frá MA1986 og fór síðan suður 1 efna- fræði í Háskólanum í einn vetur. Aö því loknu fór ég að vinna við Útvarp Rót og býst ég við að verða þar þangaö til ég fer í skóla aftur. Annars er ég ennþá að prófa hina og þessa hluti svo ég er enn ekki búinn að ákveöa hvaða stefnu ég tek á endanum,“ segir Jón Helgi. Hann býr nú í Kópavogi í sam- býli við nokkra vini sína, þar á meðal Þórodd, fyrrverandi út- varpssfjóra Rótar. Auk fyrmefndra áhugamála Jóns Helga er eldamennska nokkuð sem hann hefur gaman af. Hann segist hafa unun af því að elda góðan mat og segir hann þriggja klukkustunda matseld- arkúr sérstakiega skemmtilegan þegar hann er í góðu skapi. Og ekki má gleyma hans hjartans- máli en hann segist vera her- stöðvaandstæðlngur af Ufi og sál. -JBj Fyrir dyrum standa viðamiklar breytingar á gangavörslu og ræsting- um í öllum skólunum í Kópavogi og eru meiningar deildar um ágæti breytinganna. Starfsmenn skólanna eru fullir efasemda um ágæti þeirra en Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri sagði að þær myndu spara Kópavogskaupstað stórfé. Kristján sagði að nú væru sérstakir gangaverðir í skólunum en þar sem skólamir væru orðnir einsetnir að mestu væri skólahaldi lokið á miðj- um degi. Varðandi ræstingu skól- anna væri það svo að ræstingafólkið kæmi ekki fyrr en á kvöldin og væru því greidd eftir- og næturvinnulaun við ræstingar. Þetta fyrirkomulag væri síðan skólar voru tvísettir eða jafnvel meira. Nú væri hægt að hefja ræstingu strax að loknu skólahaldi á. miðjum degi og væri ætlunin að svo yrði. í þessum störfum era 37 stöðu- gildi. Ákveðið hefur verið að segja öllu ræstingafólki upp störfum en Kristj- án sagði það nauðsynlegt til aö koma breytingunum á. Síöan sagðist hann eiga von á því að þaö yröi flest endur- Verkamenn hjá Kópavogsbæ neit- uðu að hefja vinnu þegar þeir mættu í gærmorgun og var þetta gert til að þrýsta á ráðamenn bæjarins að und- irrita nýja kjarasamninga við Verka- mannafélagið Dagsbrún fyrir þeirra hönd. Þessir samningar hafa legið á borð- inu frá því Dagsbrún samdi í vetur, fyrir um það bil einum og hálfum mánuði, en Kópavogsbær hafði þrá- Siguiján JSgurösson, DV, ísafiröi; Öllum sóðaskap á ísafirði hefur verið sagt stríö á hendur. Hreinsun- amefnd, sem skipuð hefur verið, hefur nú þegar samið harðorða stríösyfirlýsingu, sem birtist í bæjar- blöðunum á ísafirði í síðustu viku. ráðið. Sveinn Jóhannsson, skólastjóri Digranesskóla, sagði skólamenn fulla efasemda um ágæti þessara breytinga og mæta þær andstöðu þeirra. Hann sagði að nákvæm út- færsla á þessu nýja kerfi lægi þó ekki fyrir enn og því ef til vill full- snemmt að dæma um breytingamar. En eftir því sém hann hefði heyrt stæði til að gangaverðir yrðu jafn- framt ræstingafólk þegar skóla lyki og það sagði hann ráðstöfun sem fáir væra hrifnir af. Hann sagði alla skólana setna fram til klukkan 16 eöa 17, nema Þing- hólsskóla, sem er einsetinn. Það færi ekkert á milli mála aö ef ræsting hæfist áður en skólahaldi væri lokið á daginn myndi það hafa traflandi áhrif á kennsluna. „Ég þykist viss um að álit okkar skólastjóranna á þessu máli verður tekið tíl greina og trúi raunar ekki öðru en svo verði þegar endanlega verður gengið frá málinu," sagði Sveinn Jóhannsson skólastjóri. ast við að undirrita þá. Að sögn Sigurðar Rúnars á skrif- stofu Dagsbrúnar varð þetta setu- verkfall til þess að forráðamenn Kópavogs samþykktu að undirrita samninga og fer sú athöfn fram í dag. Um leið og þetta var ákveðið í gær- morgun hófu verkamenn Kópavogs- bæjar aftur vinnu, enda tilgangi setuverkfallsins náð. Hreinsunamefndin hefur í hyggju að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í bænum, gagnrýna það sem betur mætti fara og fagna því sem vel er gert. Yfirlýsingin var birt tímanlega þannig aö þeir, sem vissu upp á sig skömmina, gætu lagað til í kringum sig áður en nefndarmenn létu sjá sig. -S.dór ÚtMnnumenn í Kópavogi: Setuverkfall þurfti til að fa samninga undirritaða -S.dór Það verður ekki liöið að ísafjarðarkaupstaður hafi viðurnefnið sóðalegasti bær á landinu segir í stríðsyfirlýsingu hreinsunarnefndar. DV-mynd BB, ísafirði. • ísafjörður: Stríð gegn sóðaskap Á ÍSLENSKU ER AÐ KOMA ÚT ALVEG A NÆSTUNNI - MEIRA EN MÁNUÐIÁ EFTIR ÁÆTLUN VIÐ BIÐJUM ÁSKRIFENDUR OGAÐRA AÐDÁENDUR AFSÖKUNAR ÓTRÚLEG ATBURÐARÁS í PRENTSMIÐJU VELDUR UPPLAGSSKORTI Því miður er Ijóst að afföll á pappír valda því að við getum ekki afgreitt venju- legt upplag á alla sölustaði. Ennfremur neyðumst við til að leiðrétta smásölu- álagninguna og verður hún nú sú sama og á öðrum tímaritum, ekki 10% hærri eins og áður. Dómarar, lögfræðingar og laganemar eru sérstaklega hvattir til að láta þetta tölublað ekki undir neinum kringumstæðum fara fram hjá sér, nema þá og því aðeins að um sé að ræða þrálátt þunglyndiskast. FORSAGA ÚTGÁFA REYKJAVÍKURVEGI 22, 220 HAFNARFIRÐI — S. 65 20 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.