Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Fréttir Landsbankinn greiðir milljónatugi á mánuði í sektir: Nauðarsamningar við Seðlabankann - vegna lélegrar lausafjárstöðu Bankastjóm Landsbankans hefur náð sérstökum samningum við Seðlabankann vegna slæmrar lausa- fjárstöðu bankans. Bankinn hefur þurft að greiða tugi milljóna á mán- uði í sektir vegna þess að hann upp- fyllir ekki reglur Seðlabankans um lágmarks lausafé. Nú hefur Seðla- bankinn fallist á að veita Lands- bankanum skammtímalán sem ekki eru talin með þegar lausafjárstaðan er reiknuð. Með þessu starfar Lands- bankinn eftir öðrum reglum en aðrir viðskiptabankar þar sem ekki eru Helgi Bergs: Landsbankinn er traust stofnun .JLandsbankinn er náttúrlega geysilega traust stofnun og það er ástæðulaus ótti ef menn halda að hann sé í einhverri hættu. Eigið fé bankans er 3.400 milljónir króna. Hins vegar hefur Landsbankinn haft afar þrönga lausafjárstöðu mörg undantarin ár. Mér viröist því sem Ólafur Ragnar hafi ruglað saman efnahag bankans og lausafj- árstöðunni,“ sagði Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans. Aðspurður sagði Helgi að sektir bankans til Seðlabankans vegna lausaflárstöðunnar hefðu leikið á nokkrum tugum milljóna á mán- uði. Hann sagði aö þessar sektir hefðu að sjálfsögðu reynst bankan- um þungar 1 skauti. „Lausaflárstaðan hefur verið að batna aö undanfómu, eins og hún gerir alltaf á vorin, en þó minna en á undaníornum árum. En viö erum að komast út úrversta sekta- vandanum aö því leyti aö við höf- um náö sérstökum samningum við Seölabankann. Þeir tryggja okkur vægari sektir,“ sagði Helgi. -gse gerðar sömu kröfur til lausafjárstöðu hans og annarra, að sögn Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans. „Það er alveg ljóst að staða Lands- bankans er slæm og það er alvarlegt mál sem við verðum að fást við,“ sagði Eiríkur Guðnason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans. „Lands- bankinn hefur sýnt að hann er að fást við þennan vanda með því að draga úr útlánum sínum. Seðlabank- inn hefur einnig aðstoðað bankann í þessum vanda.“ -gse Ólafur Ragnar Grímsson: Staða Landsbankans hefur verið feimnismál „Það hefur verið feimnismál í pen- ingaheiminum að staða Landsbank- ans hefur versnað svo að ýms fyrir- tæki sem hafa verið í viðskiptum við hann hafa þurft að leita út fyrir land- steinana eftir rekstrarlánum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. I greinargerö um efnahagsmál, sem lögð var fyrir miðstjóm flokksins á sunnudaginn, segir Ólafur meðal annars að bankakerfið sé komið í þrot. Ólafur bætir við: „Bjarga varð Útvegsbankanum frá gjaldþroti og Landsbankinn - stærsti banki þjóð- arinnar - er kominn hættulega langt inn á sömu óheillabraut og Útvegs- bankinn var á fyrir tveimur árum.“ „Ég geri mér fyllilega grein fyrir að hér er alvarleg fullyrðing á ferð- inni, en ég er jafnframt sannfærður um að hún er rétt. Það er fullkomið ábyrgðarleysi að fara meö versnandi stöðu stærsta banka landsins sem eitthvert feimnismál. í ljósi yfirlýs- inga forsvarsmanna ýmissa þeirra fyrirtækja, sem eru í miklum við- skiptum við Landsbankann, um slæma afkomu er núverandi staða bankans alvarlegt mál. Ef þessi fyrir- tæki fara að rúlla þá er Landsbank- inn ekki í öruggum séssi. Þegar svip- uð mistök voru gerð í hagstjórninni 1974 og nú þá hélt Landsbankinn starfsemi útgerðarinar gangandi á lánsfé í marga mánuði. Hann hefur ekki burði til þess nú,“ sagði Ólafur. -gse Bjórinn er kominn Bjórfrumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir miðnætti í nótt. Þar með er ljóst að sala á áfengu öli hefst hér á landi 1. mars 1989 eft- ir að hafa verið bönnuð í 74 ár. Atkvæðagreiðsla um málið varð ekki eins spennandi og búist hafði verið við en tvær breytingartillögur við frumvarpið komu fram rétt áður en afgreiösla málsins var tekin fyrir. Önnur tillagan laut að forvarnar- staríi en hin var um verðlagningu öls. Báöar tillögunar voru felldar með 12 atkvæðum gegn 9 en Danfríð- ur Skarphéöinsdóttir var hlynnt breytingartillögum. Stuðningsmenn bjórsins sögðu við umræður um breytingartillögurnar aö þeim væri ætlað að hindra afgreiðslu málsins enda mætti finna ákvæði sem þessi í núverandi áfengislögum. Sú tillaga sem flestir biðu eftir, um þjóðaratkvæðagreiðslu, kom aldrei fram enda fyrirsjánlegt að hún nyti aldrei stuðnings meirihluta þing- - sala bjórs hefst 1. mars 1989 Það var fjölmennt á þingpöllum þegar bjórinn var afgreiddur og hér má m.a. sjá þá Guttorm Einarsson, eiganda Ámunnar, og Ragnar Birgisson, forstjóra Sanitas. DV-mynd GVA manna. Bjórfrumvarpið í heild var því samþykkt með 13 atkvæðum gegn 8. Þeir sem samþykktu bjórinn voru: Danfríður Skarphéðinsdóttir, Eiður Guðnason, Jón Magnússon, GuðmundurÁgústsson, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Jóhann Einvarðs- son, Júlíus Sólnes, Karvel Pálmason, Salome Þorkelsdóttir, Stefán Guö- mundsson, og Valgeröur Sverris- dóttir. Á móti voru: Karl Steinar Guönason, Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexanders- son, Svavar Gestsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Þaö var þungt hljóöiö í andstæðing- um bjórsins á göngum Alþingis eftir atkvæðagreiðsluna og þeir ekki á eitt sáttir um hvort aö málinu væri lokið eftir margra ára þref. Bjórstuðnings- menn sögðu hins vegar að það væri gott að losna við þetta eilífðar deilu- mál úr sölum Alþingis. -SMJ Bjorinn verður að vera dýr - segir Jón Magnússon „Eg tel eölilegt að sérstök lög verði sett um bjórinn nú þegar ákveðið hefur verið aö selja hann hér. Þaö yrðu þá neytendalög sem tækju á styrkleika bjórsins og eðli hans,“ sagði Jón Magnússon en hann hefur verið einn harðasti talsraaður þess á Alþingi aö sala bjórs verði leyfð og flutt lagafrum- vörp þar aö lútandi. Jón sagði að þaö yröi margs að gæta við sölu bjórs hér á landi og sagðist hann vera því hlynntur að áfengiseining- in í bjór yrði dýr. „Sá bjór, sem ég er hræddastur við, er veiki bjórinn, sá sem er að- eins sterkari en pilsner. Þaö er nauðsynlegt fyrir fólk aö átta sig á því að bjór er sem áfengi alveg jaSn- hættulegurogannaðáfengi.“ -SMJ „Bjórinn kemur aftur á Alþingi“ - segir Svavar Gestsson „Það er bersýnilegt að máliö kem- ur aftur fram hér á Alþingi í haust hvort sem fluttar verða tillögur um aö fella frumvarpið úr gildi eöa gera breytingar, einhveijar tillögur verða gerðar,“ sagði Svavar Gestsson, einn harðasti bjórandstæðingurinn í efri deild, eftir að ljóst var að bjórfrum- varpið hafði verið samþykkt. „Þetta er dapurleg lífsreynsla fyrir mig, bæði sem foreldri og þingmann, og ég tel að mikið óhappaskref hafi verið tekið hér.“ Svavar sagði að það hefði ekki komið til greina að þvæla málið með þingtæknilegum brögðum enda hefði það verið vilji bjórand- stæðinga að afstaða Alþingis í þessu máh kæmi fram. Svavar sagöi að ljóst hefði verið aö sala bjórs hefði verið mikil hér á landi, bæði í gegn- um fríhafnarinnflutning og með skipum. -SMJ Togararallið: Yngstu áigangar þorsksins era undir meðallagi Niöurstöður togararallsins sem fram fór á vegum Hafrannsókna- stothunar dagana 6. til 23. mars síðastliðinn eru þær að tveir yngstu árgangar þorsksins, 1986 og 1987 árgangarnir, séu undir meðallagi og þvi telur Hafrann- sóknastofnun að á næstu árum verði aö draga úr þorskveiðinni. Þá virðist stofnstærð steinbíts, ýsu og karfa hafa dregist saman milhára. Það voru 5 togarar sem Haf- rannsókn tók á leigu til rallsins og toguðu þeir á mismunandi stöðum á miðunum umhverfis landiö, eins og gert hefur verið undanfarin ár. í ljós kom aö vaxtarhraði flög- urra og fimm ára fisks sé góður og umtalsverö þyngdaraukning hjá þessum árgöngum, sem eru uppistaðan í þorskaflanum um þessar mundir. Skýrslu um ástand fiskistofna í hafinu um- hverfis ísland er aö vænta frá Hafrannsóknastofnun í næsta mánuöi. -S.dór Vestmannaeyjadeilan: Fara með tilboð til Eyja í dag Á samningafundi hjá sátta- semjara í nótt lögðu atvinnurek- endur fram tilboð til verkalýös- félaganna í Vestmannaeyjum og samningamenn þeirra munu fara með það til Vestmannaeyja í dag og bera undir félagsfúndi. Þó gæti verið að drægist til morguns aö halda fund því tæpt er aö hægt verði aö fljúga til Eyja í dag. ,JÉg ætla hvorki aö játa því né neita því aö þetta nýja tilboð sé innan ramma Akureyrarsam- komulagsins, Eyjamenn veröa að reikna þaö út sjálfir,“ sagði Þór- arinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, í samtali við DV í morgun. Samkvæmt heimildum DV er um nýja útfærslu innan ram- mans að ræöa. Hún er þannig að ekki þótti annað fært en að bera hana upp á félagsfundum í Snót og Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja. -S.dór Þjófur tekinn að störfum í nótt Lögreglan handtók þjóf að störfum í nótt. Klukkan rúmlega eitt var tilkynnt til lögreglu um grunsamlegt athæfi manns í bíl nærri Landspítalanum. Þegar lögregla kom á vettvang var þjóf- urinn í óða önn að losa hflóm- flutningstæki úr bíl sem hann haföi brotist inn í. Aö sögn lögreglunnar er mikið um slíka þjófhaði og má segja að varla falli úr dagur svo að ekki sé tilkynnt um þjófnað á hflóm- flutningstækjum úr ökutækjum. Eðhlega eru þeir sem þessa at- vinnu stunda hrifiiastir aö ólæst- um bílum. Þjófurinn, sem handtekhm var í nótt, svaf í fangageymslu og verður afhentur Rannsóknarlög- reglu til frekari yfirheyrslu. -sme Mikil flöldi laga var samþykkt- ur á Alþingi í gærkvöldi. Þar má helst nefna framhaldsskólafrum- varp menntamálaráöherra, kaupleiguibúöafiumvarp félags- málaráöherra og breytingar á lögum um ríkisendurskoðun. Einnig vom samþykkt lög um Listasafn íslands, lög um bann gegn viðskiptum við S-Afríku og Namibíu, og lög um bifreiöagjald. I dag verður afgreiðslu mála lokið á Alþingi en þingsht verða ekki fýrr en á raorgun. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.