Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Ronald Reagan ætti ekki aö verða í vandræðum með atvinnu eftir að hann lætur af embætti sem forseti Bandaríkj- anna. Hann hefur lýst áhuga á að leika sjálfan sig í heimilda- mynd sem gera á um James Brady, blaðafulltrúa hans, sem varð fyrir skoti og lamaðist í skot- árás á forsetann. Ronald Reagan er þó eflaust ekki á flæðiskeri staddur og fær eflaust rífleg eftir- laun eftir að hann lætur af emb- ætti. Dorís Day tók sig nýlega til og keypti hót- elið Cypress Inn í Kaliforniu. Reglur þess hótels voru þær að bannað væri að koma með gælu- dýr inn á hótelið. Doris Day er mikill dýravinur og breytti því reglunum snarlega. Nú eru flest- ar tegundir gæludýra leyfðar á hótelinu. í hverju herbergi er búið að koma fyrir svefnstað fyr- ir gæludýr og sérhannaöir réttir fyrir hunda og ketti eru á öllum matseðlum. Gene Kelly dansarinn frægi, sem lék meðal annars í myndinni sígildu „Sing- ing in the Rain“, hefur verið önn- um kafinn við að rita endurminn- ingar sínar. Hann hefur gert það í samráði við konu sem heitir Patricia Ward. Þeirra samband er orðið það náið aö þau hyggja á giftingu. Gene Kelly var svo óheppinn að húsiö hans brann fyrir nokkru og stendur hann nú í ströngu við að endurbyggja það fyrir giftinguna. Leikendum var ákaft fagnað i lok sýningarinnar. DV-mynd BB Frábær sýning hjá krökkunum Sigurjón J. Sigurösson, DV, ísafirði: Barnaóperan Eldmærin var frum- flutt í sal Grunnskólans á Ísafírði fyrir stuttu við mikla hrifningu við- staddra. Það er barnakór Tónlistar- skólans sem ber sýninguna uppi en með aðalhlutverk fara Hagbarður Valsson, Jónatan Einarsson og Dagný Harðardóttir. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og kórstjóri er Beata Joó. Sýningin heppnaðist í alla staði mjög vel og var aðstandendum henn- ar til mikils sóma. Létu áhorfendur hrifningu sína í ljós með dynjandi lófaklappi er sýningu lauk. Með því aö setja á svið barnaóperu sem Eld- meyna er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Öllum þeim sem gerðu þessa sýningu að veru- leika eru hér með sendar hamingju- óskir meö hversu vel hefur til tekist. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans, skrifar ávarp sem hún birtir í Leikskrá Eldmeyjunnar. Þar segir hún meðal annars: „Fjöldi ísfirskra ungmenna tekur virkan þátt í starfi Tónlistarskólans, ekki síst kórstarfinu, og er óskandi að þessi iðja þeirra geti orðið þeim gleði- gjafi í lífsbaráttunni á ókomnum árum. Það er nefnilega ekki hægt annað en að komast í gott skap ef maður fer að syngja.“ 'tm- ísafjörður: Holufyllingar fyrir framtíðina? Sigurjón J. Sigurösson, DV, ísafirði: Vegagerðarmenn og bæjarstarfs- menn á ísafirði gera tilraunir með holufyllingarefni á Hafnarstræti hér í bæ. Þar fer fremstur í flokki með strákúst í hönd efsti maður á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og jafnframt rekstrarstjóri vegagerð- arinnar, Kristinn Jón Jónsson. Bæj- arstjórinn Haraldur L. Haraldsson og sonur hans fylgjast með að allt sé unniö eftir kúnstarinnar reglum. Verkstjórinn Sveinbjörn Veturliða- son stendur álengdar líkt og verk- stjóra er siður. DV-mynd BB, ísafirði. Er kapp- hlaupinu lokið? Svo virðist sem margmilljóner- inn og útgefandinn bandariski, Malcolm Fo'rbes, sé hugsanlega að vinna kapphlaupið um hina eftirsóttu Liz Taylor. Elísabet kvað vera yfir sig hrifin af Forbes eftir draumasiglingu um Suður- Kínahaf á dögunum á lysti- snekkju milljónamæringsins. Sú sighng heppnaðist framar öllum vonum, alla vega fyrir El- ísabetu. Komið var við í nokkrum höfnum og þar kepptist Forbes við að hlaða hana allskonar dem- antsskartgripum. Fyrst keypti han rúbíneymalokka handa henni fyrir 300 þúsund krónur og síðan gaf hann henni háls- menn fyrir 3 milljónir. Elísabet er þekkt fyrir áhuga sinn á dýr- um skartgripum. Parið ástfangna fór einnig og heimsótti thailenska forsetann og margt annað tigið fólk. Elísabet lét allt eftir sér á þessari drauma- ferð og það er nú farið að sjást á útliti hennar. Hún hefur aftur hlaupið nokkuð i spik en er þó langt frá því eins slæm og þegar hún var sem feitust. Elísabetu ætti ekki aö verða skotaskuld úr því að losa sig við þessi aukakíló. Leikarinn George Hamilton og iðnjöfurinn Jim Stewart viröast vera að tapa kapphlaupinu um eina frægustu kynbombu allra tíma og ef af giftingu Elísabetu og Forbes verður þá er það eigin- maður númer 8 í röðinni. Þess má geta að Malcolm Forbes er 68 ára gamall en Elísabet talsvert yngri, eða „aðeins" 56 ára gömul. Elisabet Taylor er að velta því fyrir sér þessa dagana hvort hún eigi að kvænast milljónamær- ingnum Malcolm Forbes en hann hefur orðað hjónaband viö hana. 25 ára íslendingafélag í Óðinsvéum Stjóm íslenska félagsins i Odense, frá vinstri Jón Ingi Guðmundsson formað- ur, Katrin Olga Jóhannesdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Sturlaugs- dóttir, Þorsteinn Gunnlaugsson, Sigurður Sigurðarson og Jón Ingi Arnarson. Júlia Imsland, DV, Óðinsvéum, Danmörku: íslendingafélagið í Odense (ÍFÓ) í Danmörku varð 25 ára í vetur. Félag- ið var stofnað í húsi KFUM 16. mars 1963 og voru stofnendur nokkrir tækniskólanemar og fjölskyldur þeirra, alls um 30 manns, en nú eru félagar um 300. Afmælisins var minnst með myndarlegri kaffiveislu í Selinu á Allegade 78. Jón Ingi Guð- mundsson, formaður ÍFÓ, ávarpaöi gesti, bauð þá velkomna og bað menn vel að njóta þeirra veitinga sem á borðum væru. En hver skyldu nú vera helstu verkefni svona félagsskapar? Jón Ingi Guðmundsson, formaður ÍFÓ, svarar því. ÍFÓ sér um útvarp meö fréttum, viðtölum o.fl. einu sinni í viku fyrir íslendinga á Fióni. Blað íslendingafélagsins, Þuríður, er gefiö út 4 sinnum á ári. Nokkrar meiriháttar samkomur eru á vegum félagsins á ári hverju og af þeim ber hæst þorrablótið. Þá er allur tilheyrandi matur fenginn heiman frá íslandi og á síðasta blóti spilaði hljómsveitin Upplyfting við frábærar undirtektir. Jólaball er haldið með íslenskum jólasveinum og gera þeir mikla lukku hjá yngri kynslóðinni sem er fjölmenn hér. Fyrsta des. er meiriháttar dansleikur og er þá mæting og stemning mjög góð. Um páskana er skemmtun fyrir bömin og koma þá í heimsókn „páskaungar" allstórvaxnir og færa börnunum smágjafir. íþróttir eru mikið stundaðar og þá sérstaklega knattspyrnan og þar hef- ur okkar lið staðið sig mjög vel og verið sigursælt í keppnum sem haldnar eru einu sinni á ári milli allra íslendingafélaganna í Dan- mörku. Fyrir konurnar er starfandi eróbikk-klúbbur. Þá hefur félagið opið hús þar sem menn geta komið saman, rabbað yfir kaffibolla, horft á myndbönd, spilað Trivial Pursuit o.fl o.fl. Hér er stiklað á stóru um verkefni ÍFÓ og auðvitað er ótalmargt óupp- talið. Hvernig er fyrir íslenskan námsmann aö búa í Odense? „Það er ágætt, ja, svona smátíma," segir Jón Ingi, „hér er margt svo ólíkt því sem er heima.“ í lok afmælisveislunnar rituðu gestirnir nöfn sín í veglega gestabók sem síðan verður gjöf íslendingafé- lagsins til Odense á 1000 ára afmæli borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.