Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 15 Eru húsmæður komnar „foiréttindahóp“? í I lesendadálki DV 27. apríl sl. birtíst grein eftir „Eina útivinn- andi“ meö fyrirsögnina „Heima- vinnandi húsmæður. Forréttinda- hópur íslensks þjóðfélags.“ Þar byrjar konan að tala um að hún haíi alist upp á þeim tíma þeg- ar hin „svokallaða húsmóðir" (eins og hún orðar það) var til. Ég spyr, hvað er konan að tala um? Fyrst húsmæður eru ekki til lengur, út- dauðar með öllu, hvemig geta þær verið „forréttindahópur“ íslensks þjóðfélags? Eftir því sem maður les lengra í greininni virðast þó húsmæður enn vera á lífi enda er ég sjálf hús- móðir og veit um fleiri slíkar. Reyndar veit ég líka um heima- vinnandi húsfeður, þótt hvergi sé minnst á þá. Svona er nú jafnrétt- ið. í fyrsta lagi eru skrifin slík að halda mætti að einhver hafi verið að kvarta yfir sínu hlutskipti sem heimavinnandi húsmóðir/faðir, ég hef samt ekki heyrt það. í öðru lagi, hver er svo fullkom- inn að geta sest í dómarasætið og sagt að þessi eða hinn hópurinn sé forréttindahópur í íslensku þjóð- félagi. Er það e.t.v. einhver sem viU beina athyglinni frá sér. í greininni eru dregnir fram svo mikhr smámunir og blaður um hlutskipti þeirra heimavinnandi annars-vegar og útivinnandi hins vegar að mér finnst aö þessi kona hefði átt að láta kyrtt liggja með að skrifa þessa grein enda lætur hún ekki nafns síns getið. Finnst KjaUajinn Þórunn Bergsdóttir húsmóðir á Egilsstöðum mér það benda til að hún hafi ekki getu til að standa fyrir máli sínu. Breytt viðhorf Vissulega er erfitt að vera útvinn- andi og eiga öll heimilisstörfin eftir loksins þegar heim kemur, sjálf hef ég reynt það. Ég tala nú ekki um ef aðrir heimilismeðlimir rétta ekki hjálparhönd og húsmóðirin stend- ur ein uppi með allt saman, en sem betur fer hefur það nú breyst með breyttum viðhorfum. Það er samt enginn mælikvarði á að það séu forréttindi að vera heimavinnandi. Einfaldlega vegna þess að hver og einn velur sér sitt hlutskipti sjálfur. Þannig þurfa t.d. sumir að fara út að vinna til að endar nái saman þótt þeir vildu heldur vera heima. Aðrir fara af löngun þó að þeir þurfi þess ekki. Nú, sumir veita bömunum sínum það að vera heima hjá þeim þótt þeir verði að leggja hart að sér við það og geti ekki veitt þeim mikið af veraldlegum hlutum í staðinn en aðrir búa ekki við þær aðstæður og geta því veitt þeim ýmislegt líka. Svo er til sá hópur heimavinnandi sem gjarnan vildi fara út á vinnu- markaðinn en hefur ekki efni á því vegna þess hve mörg börn þarf að setja í pössun og launin hrökkva ekki fyrir því. Enn aðrir velja svo að fara í nám. Þú hlýtur því að sjá það, góða kona, að „forréttindahópurinn“ getur verið margvíslegur. „Lúxuslif“ Það vekur furðu mína hversu oft er ráðist að heimavinnandi hús- mæðrum/feðrum í þessu ágæta landi okkar, samt em þau undir- staðan í þjóðfélaginu, það hljóta nú flestir aö viöurkenna. Fyrir nokkrum árum, þegar hús- mæðumar drifu sig út á vinnu- markaðinn, vom þær kallaðar ábyrðarlausar gagnvart börnum og heimili. í dag er það sem sagt „lúx- uslíf ‘ að vera heimavinnandi og sá hópur kallaður „forréttindahópur íslensks þjóðfélags". Þaö sem mér frnnst furðulegast er að konur skuli sjálfar ráðast svona að þessum hópi sem upp- runalega tilheyrðu aðeins konur. Það læðist að manni sá grunur að þeir sem hafa hæst um þetta myndu aldrei kæra sig um að vera heimavinnandi ef á þá væri gengið. Enda er ekkert við það að athuga því að hver hefur það eins og hon- um hentar best, en í guðanna bæn- um látið þið okkur hin í friði, sem viljum og teljum okkur geta verið heima hjá bömunum okkar. Samkeppni og þrýstingur En svona til gamans, fyrst bless- uð konan er að bera saman fortíð og nútíð, mætti geta þess að í dag era tækifærin og freistingamar miklu miklu fleiri en voru áður, enda fólk miklu nægjusamara þá. Þannig að ef maður ætlar að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða í dag hlýtur að þurfa mikla peninga. Fyrir þeim hlýtur að þurfa að vinna og víðast hvar mik- ið þar sem launin em lág og dýrtíð- in mikil. Þar held ég að meinið liggi sem veldur þessum skrifum kon- unnar. Samkeppnin og þrýstingur- inn, t.d. á börn og unglinga, er orð- inn svo mikill að það er langt fra því að geta talist mannlegt. Ég held því að þeir sem telja sig „fullorðið fólk“ ættu að fara að snúa sér að þeim vanda og reyna að spoma gegn honum í stað þess að vera að metast um hver hafi það best í þessu landi, hverjir séu í „forrétt- indahópi“ og hveijir ekki. Svona í lokin, fyrst konan skilur ekki af hverju sumar heimavinn- andi húsmæður og -feður segja stundum „Ég er bara heima", vildi ég segja þetta: Flestir í þessu þjóð- félagi spyija þennan hóp „Ertu bara heima?“ sem lýsir vissri lítils- virðingu gagnvart honum þar sem orðið „bara“ gæti þýtt: „Þú getur nú varla verið að gera mikið." Ósjálfrátt tekur fólkiö þetta því upp, eins og svo margt annað. Hins vegar hefur alltaf verið frekar lítið gert úr þessum þjóðfélagshópi, hann þarf engin laun og er í hópi þeirra sem fá lélegasta fæðingaror- lofið, þó hafa flestir meðlimir hans gengið með og fætt böm. Þar sést best hve mikilla forréttinda heima- vinnadi húsmæður og -feður njóta. Nei, þvílíkum upphrópunum vísa ég algerlega til föðurhúsanna. Þórunn Bergsdóttir „Samkeppnin og þrýstingurinn, t.d. á börn og unglinga, er orðinn svo mikill, að það er langt frá því að geta talist mannlegt.“ Svörum árásum atvinnurekenda Þórarinn V. Þórarinsson lét hafa eftir sér í viðtali við Alþýðublaðið þann 5. maí sl. að það væri alltaf „svolítill sjarmi yfir uppgjafar- stundinni." Það er von að framkvæmdastjór- inn beiji sér á bijóst og reki upp Tarzanöskur þar sem hann telur sig standa yfir moldum verkalýðs- hreyfingarinnar. En hann hefur ekki verið einn að verki. í nýloknu verkfalli versl- unarmannafélaganna kom ótrúleg- asta fólk fram í dagsljósið, albúið að leggja sitt af mörkum í baráttu fyrir láglaunastefnu. Stórum hóp- um launafólks skal haldið á töxtum langt undir skattleysismörkum hvað sem það kostar. Að lúta landslögum Fryst var reynt að taka samn- ingsréttinn af verkalýðsfélögunum með stöðugum yfirlýsingum þess efnis að önnur félög fengju ekki meira en fólst í fyrsta samningnum sem gerður var, þ.e.a.s. ísafjarðar- samingnum. Á Vestfjörðum reynd- ust heimatök fj ármálaráuneytisins hægust. Sömu yfirlýsingar glumdu eftir Akureyrarsamninginn. Þegar það dugði ekki og félögin héldu áfram að fella og margfella samn- inga, sem forystan var búin að skrifa undir, var reynt að svipta félögin verkfallsrétti, með aðstoð ríkissáttasemjara, þegar allt um þraut. Með framferði sínu sýndi ríkissáttasemjari að hann er dygg- ur þjónn húsbænda sinna en ekki verður trausts nokkurs launa- manns. Eftir að hið ótrúlega gerðist að Verslunarmannafélag Reykjavíkur tók forystu í kjarabaráttu launa- fólks var sem öÚ brögð væra leyfl- leg. Okkur er gert að lúta landslög- um, hversu ósanngjöm sem þau era. Við verðum að lúta því að minnihluti félaga, sem greiðir at- kvæði, geti samþykkt samninga, aðeins vegna þess að ríkisstjóm KjáUarinn Birna Þórðardóttir skrifstofumaður og blaðamaður mætti fara í verkfall á Vellinum. Á eftir fylgdi heilög hersing. Óska- böm þjóðarinnar, Flugleiðir og Eimskip, sem lifað hafa á ríkis- styrkjum, einokun og hermangi, gerðu hvaö þau gátu til að bijóta verkfallið. Sambandið slóst í hóp- inn og lét starfsfólk hafa heima- verkefni. Forsprakkar VSÍ reyndu að bijóta verkfallið á eigin vinnu- stöðum eins og formaöur iðnrek- enda gerði hjá BM Vallá. Dekur- drengur skákheimsins sá sig meira að segja knúinn til að hreyta ónot- um í verkfallsmenn og hvetja til að þeir yrðu teknir úr umferð. Þó keyrði fyrst um þverbak eftir að sáttatillagan var knúin í gegn hjá VR. Þá var engin elsku mamma heldur sameinaðir svartstakkar allra gerða. Flugleiðir hófu millilandaflug frá „Með framferði sínu sýndi ríkissátta- semjari að hann er dyggur þjónn hús- bænda sinna en ekki verður trausts nokkurs launamanns.“ Greis Hallgrímssonar tókst að lauma lögum um aukið vald sátta- semjara í gegnum þingiö 1978. Við eram neydd til að fram- kvæma verkfallsvörslu' eftir ákveðnum reglum, lögbundnum og hefðbundnum. Veggurinn, sem allt rekst á, er séreignarrétturinn. í krafti hans bratu atvinnurekendur verkfall VR eins og þeir mögulega gátu. Með tilvísun til séreignarrétt- arins telja atvinnurekendur sig ekki þurfa að lúta landslögum held- ur geti sett sín eigin lög. En séreign- arréttur launafólks á eigin atvinnu er einskis virtur. Sameinaðir svartstakkar Utanríkisráðherra reið á árásar- vaðið með yfirlýsingu um að ekki Reykjavík án vopnaleitar og þotu- flug var stundað yfir Reykjavík. Steingrímur Hermannsson tók undir sönginn um lokuð landa- mæri og hvatti BSRB félaga til að hundsa verkfall verslunarmanna, enda mættu verslunarmenn ekki hindra lopinbera embættismenn í störfum. Vinnuveitendasambandiö og Vinnumálasambandið hótuðu við- skiptabanni á þá félaga sína sem hlaupist höfðu undan láglauna- merkjum VSÍ og gerst svo ósvífnir að skrifa undir samning um 42 þúsund kr. lágmarkslaun. í Hitlers-Þýskalandi komu nas- istar fyrst kommum fyrir kattar- nef, svo krötum og eftir að verka- lýðshreyfingin hafði verið moluð „Fjör uppi á Velli“. - Frá verkfallsátökum á Keflavíkurflugvelli í verk- falii verslunarmanna. voru fijálslyndir borgarar teknir. Drengimir hjá VSÍ vora hins vegar svo sigurvissir eftir úrslitin hjá VR að þeir hófu strax heimaslátrun. Þar leyfist engum að hlaupast und- an merkjum. Setjum sjálf leikreglur Fjölmiðlarnir frjálsu létu ekki sitt eftir liggja í hatursfullum árásum. Fréttamaður Bylgjunnar hvatti starfsmenn Flugleiða að drífa sig til Keflavíkur og lúskra á verkfalls- mönnum. Fréttamaður Stjömunn- ar sagði að nú væri aldeilis fjör uppi á Velli - þegar veriö var að yfirbuga verkfallsverði. Og nú hóta Flugleiðir málsókn vegna verkfallsvörslu. Hrokinn er ótrúlegur. Það má kannski búast við því að í næstu kjaradeilu við flugfreyjur bregði Sigurður Helga- son sér í háloftin með matarbakk- ana og blaðafulltrúinn trítli á eftir með tuskuna til að hreinsa upp eft- ir húsbóndann. Síðustu misserin hafa atvinnu- rekendur reynt að keyra verka- lýðshreyfinguna niöur með ein- dæma offorsi. Nú þykjast þeir standa með pálmann í höndunum en við megum ekki láta atvinnu- rekendum eftir að setja öll lög og reglur um það hvemig samskiptum verkalýðshreyfingar og atvinnu- rekenda er háttað. Við verðum sjálf að setja okkur leikreglur og beijast fyrir viðurkenningu á þeim. Munum að skilningur forystu- sveitar atvinnurekenda felst í pyngjunni. Þess vegna skulum við svara þeim þar. Við skulum hafa í huga hveijir fylla flokk nítján: menninganna sem öllu ráða í VSÍ og hætta viðskiptum við þá eftir því sem hægt er. Það er að vísu erfitt með einokunarfyrirtækin en þó má reyna. Auk þess væri rétt að huga að því að koma atvinnu- rekendum út úr Lífeyrissjóði versl- unarmanna, þeir geta haft sinn eig- inn. Eins ættu félagar kaupfélag- anna að huga aö því að koma and- stæöingum verkafólks úr stjómum þeirra. Umfram allt skulum við ekki gef- ast upp þótt þessi orrusta hafi farið illa. Við eigum nóga mótleiki. Ver- um óhrædd að nota þá. Birna Þórðardóttir I l -i J s- yi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.