Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 7 dv___________________________________________________Stjómmál Umhveifismálaráðuneyti tekur til starfa um næstu áramót: Störf átta ráðuneyta færð undir einn hatt - líklegt að deilt verði um hvar hinu nýja ráðuneyti verður komið fyrir Matthias Á. Mathiesen, væntanlegur umhveríismálaráóherra, í réttu um hverfi með hestum sinum. Forsætisráðherra hefur boðað stofnun nýs ráðuneytis í upphafi næsta'árs - umhverfisráðuneyti sem verður sameinaö samgönguráðu- neytinu. Mun það heita samgöngu- og umhverfismálaráðuneytið eftir breytinguna. Frumvarp um þetta Uggur nú fyrir hjá þingflokkunum eftir að hafa verið samþykkt í ríkis- stjórninni. Þingflokkur sjálfstæðis- manna hefur veitt samþykki sitt og búist er við að hinir þingflokkamir gefi upp afstöðu sýna gagnvart frum- varpinu áður en langt um líður. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali viö DV að hann vonaðist til að geta sýnt frumvarpið á þessu þingi þótt það yrði ekki lagt fram fyrr en á næsta hausti. Stefnt er að gildistöku þess um næstu áramót. Af hverju samgönguráðuneytið? Það er viðbúið að töluverðar deilur verði um þetta frumvarp enda ekki á hverjum degi sem nýtt ráðuneyti er stofnað. Það sem líklega mun valda mestum deilum er staðsetning ráðuneytisins en í þeim drögum, sem forsætisráðherra hefur nú kynnt, er gert ráð fyrir því að það verði sam- einað samgönguráðuneytinu. Af hverju sú leið er valin er ekki vel ljóst og er öruggt að hinir stjórnar- flokkarnir og stjórnarandstaðan munu gera athugasemdir við það. Einn stjórnarandstæðingur orðaði það svo að eina ástæðan, sem hann sæi fyrir því að hafa umhverfismálin hjá samgönguráðherra, væri sú að líklega þætti mönnum Matthías hafa það svo rólegt í sínu ráðuneyti að hann gæti vel bætt þessum nýja málaflokki á sig. Þeir stjórnarandstæðingar, sem við var rætt, töldu hugmyndina um að vista umhverfismálin í samgöngu- ráðuneytinu út í hött og sagði t.d. Hjörleifur Guttórmsson að líklega væri það sísta ráðuneytið til að sjá um þessi mál. „Ég hefði auðvitað helst viljað fá sérráðuneyti en samgönguráðuneyt- ið hefur hingað til ákaflega lítið sinnt þessum málum. Ef á að setja þessi mál í annað ráðuneyti hefði verið eðlilegast aö félagsmálaráðuneytið fengi þessa málaflokka," sagði Krist- ín Einarsdóttir hjá Kvennalistanum. Kristín sagði að þetta væri það stór og mikilvægur málaflokkur að það hefði þurft sérráðuneyti fyrir hann. „Reynsla erlendis frá ætti að sýna okkur að helst dugar ekkert annað en sérráðuneyti fyrir umhverfis- mál.“ Kristín sagðist ekki sjá hvernig starfsmenn samgönguráðuneytisins ættu að bæta á sig þeim störfum sem óhjákvæmilega fylgdu hinu nýja ráðuneyti. Eiður Guðnason, þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins, sagði að samgönguráðuneytið. væri slæmur kostur og eöhlegast hefði verið að vista þessi mál í félagsmálaráðuneyt- inu. Þingflokksformaður framsókn- armanna, Páll Pétursson, tók undir það en nefndi til menntamálaráðu- neytið. Það er því ljóst að langt er enn í land að umhverfismálunum verði fundinn staður sem öllum líkar. Einnig verður örugglega erfitt að fá menn til að gefa eftir málaflokka sem þeir hafa fengið með sínum ráðu- neytum en gert er ráð fyrir því aö mál, sem dreifst hafa á átta ráöu- neyti, hverfi til hins nýja ráðuneytis. Sérlega skemmtilegt er að skoða niðurstöðu fundar nefndarinnar með embættismönnum. Þar kemur fram: ...að þeir embættismenn, sem vildu breýtingar, virtust almennt sammála um að mikilvægt væri að færa saman í eitt ráðuneyti hina ýmsu þætti umhverfismála þótt það ætti ekki við um þá starfsemi sem þeir stæðu fyrir.“ Já, embættis- mannakerfið lætur ekki að sér hæða. Það sem menn einu sinni hafa náð undir sig láta þeir ekki svo auöveld- lega frá sér. „Eitt ráðuneyti gert ábyrgt“ Matthías Á. Mathiesen, samgöngu- ráðherra og tilvonandi umhverfis- málaráðherra, sagði í samtali við DV að það væri margt sem benti til þess að umhverfismálin væru best komin Fréttaljós Sigurður Már Jónsson í samgönguráðuneytinu. Margt tengt umhverfismálum væri nú þegar i ráöuneytinu og í raun væri ekkert ráðuneyti tengdara umhverfismál- um. Má þar nefna mengun í sjó, sem Siglingamálastofnun hefur með að gera, og umhverfi við hafnir og ferða- mál er allt í samgönguráðuneytinu. „Þama er um það að ræða að eitt ráðuneyti er gert ábyrgt fyrir þessum málaflokki, ábyrgt fyrir því að sam- starf milli ráðuneyta gangi upp. Það er nefnilega ljóst að þessi mál munu alltaf byggjast á samstarfi á milli ráðuneyta, enda þótt eitt ráðuneyti verði með þessi mál á sinni könnu,“ sagði Matthías. Hann vildi ekki taka undir þær skoðanir að þessi mál væru best komin í félagsmálaráðu- neytinu þó að skipulagsmálin væru þar nú. Það verður umhverfismálaskrif- stofa innan samgönguráðuneytisins sem á að sjá um þessi mál og verður sérstakur skrifstofustjóri skipaður til þess að veita henni forstöðu. Starf- semi skrifstofunnar skal vera fjár- hagslega óháð annarri starfsemi samgönguráðuneytisins. Gamlar hugmyndir Það frumvarp, sem nú liggur fyrir, er afrakstur nefndar sem Þorsteinn Pálsson skipaði 3. september 1987 til aö gera drög að lagafrumvarpi um samræmda yfirstjóm umhverfis- mála. Er það í samræmi við stefnu- yfirlýsingu og starfsáætlun ríkis- stjómarinnar. í nefndinni störfuðu Sigurður M. Magnússon forstööu- maður, formaður, Alda Möller mat- vælafræöingur og Hermann Svein- björnsson, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra. Ritari nefndarinnar og starfsmaður var Ingimar Sigurðs- son yfirlögfræðingur. Þaö var fyrir hartnær áratug sem hafist var handa um könnun á ný- skipan og yfirstjórn umhverfismála í Stjórnarráði íslands þannig að hér er um nokkuð gamlar hugmyndir að ræða og ekki í fyrsta skipti sem farið er af stað. Er eiginlega varla seinna vænna að koma einhverju skikki á þessi mál. 1975 skipaði Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, nefnd sem samdi lagafrumvarp sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1978. Ríkis- stjórnin ákvað í apríl 1978 að félags- málaráðuneytið skyldi fara með þennan málaflokk innan Stjórnar- ráðs íslands. Félagsmálaráðherra lagði síðan fram frumvarpið, sem áður er sagt frá, en það fékk ekki afgreiðslu á þingi. Annað frumvarp var lagt fram veturinn 1980-81 en hlaut ekki afgreiðslu. í ráðherratíð Svavars Gestssonar, 1980-1983, voru samin tvö frumvörp um yfirstjóm umhverfismála en hvorugt lagt fram á þingi. Enn einu sinni var farið af stað í upphafi starfstíma ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og átti málið þá að fá fullnaðarafgreiðslu á Alþingi. Alexander Stefánsson, þá- verandi félagsmálaráðherra, skipaði fimm manna nefnd undir for- mennsku Hermanns Sveinbjöms- sonar sem átti að semja frumvarps- drög. Ekki náðist samstaða í nefnd- inni. í ársbyijun 1985 ákvað ríkis- stjórnin aö tillögur Alexanders skyldu fá frekari umfiöllun í viðkom- andi ráðuneytum. Hjá ráöuneytun- um kom fram greinileg andstaða við tillögurnar og þær breytingar sem þar vom lagðar til á skipan um- hverfismála hér. Sú nefnd, sem nú hefur skilaö af sér þessum hugmyndum, kemst að eftirfarandi niöurstöðu: (Til skýring- ar má kenna nefndina við formann hennar, Sigurð M. Magnússon.) „Það er áht nefndarinnar að með hliðsjón af því hve umhverfismál eru víðtækur málaflokkur sé á þessu stigi ekki hægt að ganga lengra í átt til samræmingar og tilfærslu mála- flokka milli ráðuneyta, miðað við núverandi skipan mála í Stjórnar- ráði íslands. Nefndin litur svo á að með frumvarpi því, sem hér er lagt fram, sé stigið fyrsta skrefið í þá átt að flytja málaflokkinn í heild sinni í eitt ráðuneyti. Slík tilfærsla tengist óhjákvæmilega endurskoðun laga um Stjómarráð íslands og nýrri verkaskiptingu ráðuneyta." Endurskoðað eftir fjögur ár Með frumvarpinu fylgja bráða- birgðaákvæði sem kveða á um að lögin skuli endurskoða innan Qög- urra ára frá gildistöku þannig að greinilegt er að ekki er verið að stíga skrefið til fulls eins og kemur fram hér að framan. Nefndin, sem nú hefur skilaö nið- urstöðu, segir það vera sitt álit að ekki sé unnt að ganga lengra núna við samræmingu og tilfærslu mála- flokka á milli ráðuneyta. Nefndin segist líta svo á að hér sé aðeins um að ræða fyrsta skref í þá átt að flytja málaflokkinn í heild sinni í eitt ráðu- neyti. Slík tilfærsla myndi tengjast endurskoðun laga um Stjómarráð íslands og nýrri verkaskiptingu ráðuneyta. Samkvæmt lögum þeim, sem nú liggja fyrir, er gert ráð fyrir því að umhverfismál heyri undir þrjú ráðu- neyti: félagsmálaráðuneyti, sem fari með skipulagsmál, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, sem fari með málefni sem snerta mengunar- varnir, aðrar en vamir gégn mengun sjávar, og samgönguráöuneyti sem fari með málefni er snerta varnir gegn mengun sjávar, náttúruvernd, þ.m.t. landvernd, verndun náttúru- legs skóglendis og friðun dýra. Starfssviö umhverfis- ráðuneytisins Eftirhtshlutverk verður stór þáttur í starfssviði hins nýja ráöuneytis. Meðal annars má nefna aö ráðuneyt- inu verður heimilt að setja gjaldskrá vegna einnota umbúða, véla og tækja og þvílíks, í formi fasts gjalds, eða árlegs gjalds, til að stuöla að fórgun og endurvinnslu. Sérstaklega er kveðið á um að draga eigi úr notkun efna og efna- sambanda sem valdið geta eyðingu á ósonlaginu. Segir 1 bráðabirgða- ákvæðum með frumvarpinu að stefnt skuli að því að notkur. minnki um 25% fyrir 1991 og um 5C% fyrir 1999. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.