Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. Erlend myndsjá 'v; 1' ■ Tonn af kókaíni Lögreglan á Spáni geröi á sunnu- daginn tonn af fíkniefninu kókaíni upptækt í kjallara byggingar skammt frá landamærum Spánar og Frakklands. Meðfylgjandi myndir sýna fulltrúa lögreglunnar með fenginn sem var geymdur í pappakössum. Regan ver rit- smíð sína Donald Regan, fyrrum starfs- mannastjóri Hvíta hússins í Wash- ington, hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna bókar sinnar, For The Record, sem nýkomin er út í Bandaríkjunum. í bókinni þykir Regan fara óvægnum orðum um forsetahjónin, Ronaid og Nancy Reagan, einkum þó frúna. Sjálfur segist Regan ekki hafa viljað vera neinum slæmur og telur gagn- rýnina óverðskuldaða. Vill komast í heimsmetabókina Fimmtán ára unglingur frá Indlandi hefur sótt um að sín verði getið í heims- metabók Guinness, fyrir safn sitt af eldspýtustokkum. Drengurinn, sem heit- ir Vinay Khandelwal, á yfir sautján hundruð tegundir eldspýtustokka og meðal annars á hann einn af fyrstu stokkunum sem framleiddir voru, en sá mun vera frá árinu 1855. Páfií S-Ameríku Jóhannes Páll páfi II. kom í opin- bera heimsókn til Uruguay um síð- ustu helgi og var honum þar vel fagn- að, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Heimsóknin til Uruguay er upphaf ferðar páfa um Suður-Amer- íku en hann mun einnig heimsækja Bólivíu, Perú og Paraguay. Þegar páfl kom til Montevideo í Uruguay á laugardag söfnuðust tug- þúsundir íbúa borgarinnar saman á íþróttavelli þar til að fagna honum. Páfi ávarpaði mannfjöldann og baöst fyrir. Við komuna til Montevideo kann- aði páfi heiðursvörð, í fylgd með Julio Maria Sanquinetti, forseta Ur- uguay.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.