Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 33 Tíðarandi Alþýðuritlist „Viö vorum orönir uppgefnir á því hversu mikið fólk krotaöi á veggina á klósettunum og brugöum því á það ráö um páskana að negla upp blokk- ir á veggjunum á klósettunum og .fyrir ofan símann," sagði Guðvarður Gíslason, eigandi veitingahússins Gauks á Stöng, í samtah við DV. í veitingahúsinu hefur verið komið fyrir svokölluðum „Dónabókum". Hlutverk þeirra er að taka við and- legum afurðum þeirra sem haldnir eru þeirri áráttu aö krota á veggi. Þykir þessi tilraun með Dónabæk- umar hafa gefið góða raun. Þær eru í stanslausri notkun, en hvergi sést stafur á vegg í veitingahúsinu. „Þetta hefur mælst vel fyrir meðal gesta. Þeir nota bækurnar óspart. Enda erum við nær alveg lausir við krot á veggi. Við ætlum svo að halda Dónabókunum saman og hirða úr þeim það skemmtilegasta," segir Guðvarður. Krotað á vegg í Breiðholtinu sem greinilega hefur verið notaður til að fá útrás fyrir skemmdarfýsnina. DV-myndir Brynjar Gauti. something, that we have done,“ stendur skrifað á eitt af strætis- vagnaskýlunum í Breiðholtinu. Einmanaleiki „Hér erum við tvær og söknum gæjanna okkar. Annar er einhvers staðar í rassgati, en hinn á að vera hér.“ Tvær úr MH. „Ef þú vilt elska einhvem, elskaðu þá mig.“ „Ástin er handan við hom- ið. Þaö er bara að fara og sækja hana.“ Leit einstaklinganna eftir ást og umhyggju má gjaman lesa úr veggja- krotinu. í strætisvagnaskýh á Hverf- isgötunni er eftirfarandi saga skráö: „Ég fór í Lennon um helgina og hitti þar sætasta strák sem ég hef séð. Við vorum saman um kvöldið. Hann lofaði að hringja í mig en stóð ekki við þaö. Nú er ég í eilífri leit að honum en finn hann hvergi. Ég veit að ég verð aldrei framar hamingju- söm nema við verðum saman aftur.“ Fyndni og kerksni „Ég fór á barinn og fékk mér sjúss. Ég vildi meir en fékk ekki því ég var barinn heim. Þú skilur." Þetta er ritað í eina Dónabók Gauks á Stöng. Svo er þar að finna einn góðan Hafnarfjarðarbrandara. „Höldum Reykjavík hreinni. Kúkum í Hafnarfirði." Sumir fá útrás fyrir reiði sína á veggjum. „Kvenmenn eru hrifnir af öhum einnota karlmönnum." „Ekki eru allir karlmenn fifl. Sum- ir eru einhleypir." En hverjir krota á veggi? Ekki er neitt einhlítt svar við því. Ungt fólk og unglingar virðast þó vera í mikl- um meirihluta. Karlai' frekar en kon- ur, telja margir. Uppreisnarseggir, segja súmir. Skemmdarverkamenn, segja hinir. Illa uppaldir unglingar og dónar. Gegn yfirvöldum Andstætt því sem gerist erlendis hefur veggjakrot htið verið notað í mótmælaskyni gegn yfirvöldum og stofnunum. Þó er aö finna í Háaleitis- hverfinu vegg sem íbúar hverfisins hafa notað th að koma andstöðu sinni við fyrirhugaða bankabyggingu til skha. Skemmdarverk Svo eru þeir sem fá útrás við aö eyöileggja og skemma veggi. Ekki með því að tjá sig um lífiö og tilver- una og áhugamáhn, heldur með því að úða lakki á veggina. í Breiðholtinu eru th að mynda margir veggir á blokkum' þar sem skemmdarverka- menn hafa fengið útrás fyrir bældar «3 I j ■ ada'ctbur áskiliqa Dónabók Gauks á Stöng. Einstaka gullkorn Veggjakrot er víða að finna og virð- ist fólk fá útrás fyrir ýmsar hvatir þegar það tekur sig th og skrifar á veggi. Algengasta veggjakrotið er klám, ástarjátningar, mislélegir tvíræðir brandarar, alls kyns upphrópanir á ensku, blót og ragn, ásamt einstaka gullkornum. Svo eru menn iðnir við að sýna teiknikunnáttu sína, oftast með því að teikna kynfæri karla og kvenna. Menn eru náttúrlega mishrifnir af veggjakrotinu. Flestir fordæma það. Telja það tákn um subbuskap og lág- kúru af verstu gerð. Enda hefur það mikinn kostnað í för með sér að þrífa það af með hreinsiefnum eða mála yfir það: Svo eru aðrir sem dunda sér við að lesa það sem er skrifað á vegg- ina og hirða upp gullkorn sem þar er að finna. Tíðarandinn í hnotskurn Unglingar eru án efa sá hópur sem krotar mest. Á strætisvagnaskýlum, almenningssalernum, húsgöflum og víðar er hægt að fá gott yfirht yfir það hvaða poppstjörnur eru vinsæl- astar. Hverjir eru taldir leiðinlegir í viðkomandi hverfi. Hver er skotinn í hverjum. Þar er og skráð ýmislegt um útht stelpna og stráka. Th að mynda: Gaui er sætur. Helga er alger kynbomba. Sossa elskar Heimi. Svo eru náttúr- lega alltaf einhverjir sem vilja hefna sín á ákveðnum persónum og krota því kannski eftirfarandi: Vhtu drátt? Ef svo er hringdu þá í síma .... og spurðu eftir Siggu. Kynlífið og ástin eru eilíf umíjöh- unarefni. „Sex is natural, sex is fun, sex is íbúarnir í Háaleitishverfi mótmæla tyrirhugaðri bankabyggingu. hvatir með því að sprauta veggi með lakkbrúsum. Þaö sama er víða að finna á Lauga- veginum. Þar virðast sumir fá útrás á því að kaupa sér einn lakkbrúsa fyrir helgina og labba síðan niður Laugaveginn og sprauta rák á vegg- ina, aht niður á Lækjartorg. Veggjakrot íslendinga virðist sem sé ekki mjög þróað. Altént ekki miö- að viö aörar þjóðir. En kannski á það eftir að breytast. Því veggjakrot verð- ur ekki afmáö. Um leiö og búið er að þrífa það í burtu, sprettur það fram aftur. -J.Mar Guðvarður, eigandi Gauksins, flettir upp í Dónabókinni. • !rt3" m □ tffi.PMH m ORÐ5ENÐÍNG" VERNDtlM GR/ENfí 5VÆÐ0. STOPPUM FyRiRHUGAÐRR ByGGINGAR A FLDTINNÍ. •-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.