Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. 7 DV Fáskrúðsfjörður: Fréttir Slitnað upp úr samningavið- ræðum um sérkjarasamninga Ægir Kristins son, DV, Fáskrúðsfirði; Fyrir nokkru slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum milli Verkalýðs- og sjómahnafélags Fáskrúðsfjarðar og Hraðfrystihúss Fáskrúðsíjarðar vegna sérkjarasamninga, það er landana úr togurum. Aö sögn Eiríks Stefánssonar, formanns VSF, hafa samningar veriö lausir frá áramót- um. Hefur VSF ítrekað farið fram á samningaviðræður en án árangurs. í síðustu viku kom maður frá Vinnu- málasambandinu til samningavið- ræðna en upp úr slitnaði. „Mörg félög á Austurlandi og víðar á landinu létu „loka sig inni“ með þessa sérkjarasamninga upp á 5,1% launahækkun sem er óviðunandi að mati okkar. Og þaö sem okkur var boðið á samningafundinum 3. maí sl. jaðraði við kauplækkun en ekki kauphækkun. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs VSF var ein- róma samþykkt að boða vinnustöðv- un við togaralandanir frá og með 14. maí nk. þar til samningar hefðu tek- ist,“ sagði Eiríkur. „Ég vil ítrekað benda á þá ósann- girni að bjóða þessu fólki sem vinnur þessi störf upp á 5,1% launahækkun eftir að hafa beðið í sjö mánuði eða frá 1. október. Stóru samböndin ættu að skammast sín fyrir aö hafa látið loka þessi mál svona inni þvi að þessi vinna er ekki þau uppgrip sem marg- ir hafa haldið. Staðir eins og Reyðarfjörður, Breiðdalsvík og Djúpivogur eru sí- fellt í vandræðum með að fá menn í þessi störf og eru akandi löndunar- mönnum milli staða. Til dæmis.fóru löndunarmenn héðan tíu sinnum á Djúpavog til landana í ár og það er mikill kostnaður fyrir viðkomandi fyrirtæki. Óskarsstöð er að falli komin. DV-mynd Hólmfríður Raufartiöfn: Óskarsstöð verður rifin Hólmfríður Friðjónsdóttir, DV, Raufcrhöfit: Að sögn Gunnars Hilmarssonar, sveitarstjóra hér á Raufarhöfn, verð- ur síldarplanið Óskarsstöðin rifið næsta sumar og er það áttunda síld- arsöltunarstöðin sem rifin er á nokkrum árum á Raufarhöfn. Það var Óskar Halldórsson, einn frægasti síldarsaltandi landsins fyrr á árum, sem reisti Óskarsstöðina. Þegar hún hverfur af vettvangi verða einungis eftir tvær síldarstöðvar hér, Síldin og Norðursíld h/f þar sem Fiskavík er nú með saltfisksverkun. Það fer því að verða fátt eftir sem minnir á gömlu, góðu „síldarárin" hér á Raufarhöfn. Vinnumálasambandið hefur viður- kennt í samningaviðræðum að hér hafi átt sér stað mistök. Þessi hópur hafi dregist langt aftur úr í kaupi. Það voru gífurleg mistök hjá verka- lýöshreyfingunni að skilja þessa hópa eftir þegar laun annarra voru hækkuð. Ég tel að mistök verkalýðs- félaga annars staðar á landinu eigi ekki að bitna á okkar félagi sem gætti sín á því að láta ekki þessa sér- samninga lokast inni með aðalkjara- samningnum. Við tókum munnleg loforð af Vinnumálasambandinu að það mundi koma til samningavið- ræöna við okkur þegar aðalkjara- samningnum væri lokið. Ég vil segja að, samningamenn Vinnumálasambandsins eiga erfið- ara með að semja um nokkrar krón- ur við okkur en þegar samið var um laun Guðjóns B. og kaupfélagsstjór- anna sem eru með laun upp á fleiri hundruð þúsund krónur á mánuði. Ég vil skora á stjórn Alþýðusam- bands Austurlands að hún taki þessi mál fyrir að nýju og fái leiðréttingu á þessum hrapallegu mistökum - ég tel það skyldu alþýðusambandsins,“ sagði Eirikur Stefánsson. SMRKOMATIC VILTU ÓDÝRT EN VANDAÐ BÍLTÆKI? ÞÁ ER VALIÐ AUÐVELT Þetta frábæra tæki með MB FM stereo og kassettu ásamt tveimur 20 vatta hátölurum er á sérstöku tilboðsverði. Verð aðeins kr. 4.980," stgr. Verð annars kr. 5.245,- Það gerist ekki ódýrara. Sendum í póstkröfu. B D i i j r r\do\o Ármúla 38, símar 31133 og 83177, VILDARKföR V/SA IEURC KRIsPIT fj BILTJAKKAR A MJOG HAGSTÆÐU VERÐI n 1 tonn kr. 880,- 1,7 tonn kr. 2,0 tonn kr. 4.975,- 2,5 tonn kr. 2 tonn kr. 4 tonn kr. 6 tonn kr. 8 tonn kr. 12tonnkr. 15tonnkr. 20tonnkr. 970,- 1 275,-1.660,-7.510.-3.275,- 5.392,- 5.650,- HVER BÝÐUR BETUR? Bílavörubú&in FJÖÐRIN Skeif unni 2 82944 Púströraverkstæói 83466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.