Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
Fréttir
Sauðárkrókur:
Teljum okkur bjóða upp á nýj-
ung í íslenskri ferðaþjónustu
- segir Jón Gauti Jónsson um staifsemi Hótel Áningar á Sauðárkróki
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. Þar er Hótel Aning til húsa í sumar.
Gylfi Kristjáns san, DV, Akureyri;
Nýtt sumarhótel tekur til starfa á
Sauðárkróki í byrjun næsta mánað-
ar. Það hefur hlotið nafnið Áning og
verður til húsa í heimavist Fjöl-
brautaskóla Sauðárkróks. í hótelinu
eru 25 herbergi en strax á næsta
sumri mun þeim fjölga um 14 og
stefnt er að því að taka alla heima-
vistina í notkun árið 1990, alls 66
herbergi. Að rekstrinum stendur
hlutafélagið Áning - feröaþjónusta
hf. .sem er í eigu fimm fiölskyldna á
Sauðárkróki.
Jón Gauti Jónsson er einn þeirra
er standa aö Aningu og DV spurði
hann hvaða nýjung hér væri um að
ræða í ferðaþjónustu á íslandi.
„Fyrir skömmu skrifuðum við fiöl-
mörgum félagasamtökum og starfs-
mannafélögum bréf og buðum þeim
að heimsækja okkur í Skagafiörðinn
í sumar og taka þannig þátt í því með
okkur sem Skagafiörðurinn hefur
upp á að bjóða, jafnt í menningu sem
náttúrufegurð.
í þessu tilboði okkar bendum við á
að upplagt er að taka hópferðabifreið
á leigu og koma í Skagafiöröinn
seinni hluta dags. Dagskráin hæfist
þá með kvöldverði og kvöldvöku. Þar
yrðum við bæði með skemmtiatriði
og kynningu á því í máli og myndum
sem Skagafiörður hefur upp á að
bjóða.
Daginn eftir bjóðum við síðan leið-
sögn um söguslóðir í Skagafirði og
þá sérstaklega um sögusvið Sturl-
ungu. Um kvöldið er svo upplagt að
bregða sér í stuttan útreiðatúr en
hestar eru ávallt til staðar fyrir utan
hóteliö.
Næsta dag bjóðum við upp á sigl-
ingu um Skagafiörð, en það er Hress-
ingarhúsið við höfnina sem sér um
þá ferð. Sú ferð er ógleymanleg og
þá ekki síst ef uppganga í Drangey
fylgir með í kaupbæti. Komið er til
baka úr þessari ferð síðdegis og lýkur
þá skipulagðri dagskrá af okkar
hálfu. I henni er miðað viö tveggja
daga dvöl en hægt er að velja sólar-
hringsdvöl og velja þá um sighngu
um Skagafiörð eða ferð um söguslóð-
ir Skagafiarðar. Þá er einnig sjálfsagt
að lengja dvölina sé þess óskað og
stingum við þá gjaman upp á ferð
um Skaga, eitt hrikalegasta hálendi
landsins.
Við höfum fengið jákvæðar undir-
tektir við þessu tilboði okkar. Ég vil
hins vegar taka það skýrt fram að
við erum síður en svo á móti því að
fá til okkar einstaklinga og fiöl-
skyldufólk þótt hér að framan hafi
ég talað um hópa. Hingað em allir
velkomnir og öllum verður boðin
ýmis afþreying sem ýmist er innifal-
in í verði gistingar eða greiöa þart
sérstaklega fyrir, eins og kvöldferð
heim að Hólum eða stuttur útreiðar-
túr.
Við gerum okkur grein fyrir því
að Sauðárkrókur er ekki í alfaraleið
við hringveginn og að við þurfum að
bjóða eitthvaö sérstakt til að laða
fólk hingað. Hér er nefnilega fiöl-
margt hægt að gera. Þess vegna erum
við bjartsýn og það er hugur í okkur
um þessar mundir," sagði Jón Gauti.
Fyrir neðan bakkann á Húsavík.
Húsavík:
DV-mynd Jóhannes
Framhaldsskólinn
vill leigja verbúð
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavflc
Þaö eru ekki einungis sjómenn og
útgeröarmenn sem þurfa á verbúð-
um að halda. Framhaldsskólinn á
Húsavík hefur sótt um að fá á leigu
verbúð sem nýlega losnaði á hafnar-
svæðinu og er ætlunin að nýta ver-
búöina fyrir sjóvinnukennslu. Stór
þáttur kennslunnar er veiðarfæra-
gerð og sjóferðir.
Skóhnn á eigin veiðarfæri sem hafa
veriö geymd í gömlum skúr fyrir
neðan bakkann. Sá skúr er einn af
þeim sem samþykkt hefur verið að
fiarlægja og því vantar skólann th-
fmnanlega aðstöðu fyrir þessa starf-
semi.
KAUPUM ALLA
Tökum á móti brotajárni, samkvæmt samkomulagi,
í endurvinnslu okkar aö Klettagörðum 9 við Sundahöfn.
SINPRA^jlSTÁLHF
BORGARTÚNI 31. SlMI 2 72 22 (10 LÍNUR) ‘ ‘
^AAU
Héraðsbókasafnið ísafírði:
Verður 25.000 bókum hent á götuna?
- ástandið mjóg slæmt, segir Johann Hinriksson bókavörður
Siguijón J. Sigurðsson, DV, tsafirði:
Óhætt er að fullyrða að Héraðs-
bókasafnið á ísafirði hafi verið á
hrakhólum með húsnæði svo ekki
sé meira sagt. Safniö á nú um 65
þúsund bækur, þar af eru ekki að-
gengilegar meö góðu móti nema um
25 þúsund. Aðrar 25 þúsund bækur
eru geymdar uppi á háalofti nýja
sjúkrahússins og 15 þúsund eru
geymdar í kjallara sundhallarinnar
við gjörsamlega óviðunandi aðstæð-
ur. Þetta þýðir aö af 65 þúsund bók-
um safnsins eru 40 þúsund geymdar
við þær aöstæður að ekki er hlaupið
að að fá þær lánaðar.
Að sögn Jóhanns Hinrikssonar
bókavarðar hefur þaö nú gerst allt í
einu að gengið hefur verið í það að
innrétta háaloftið á sjúkrahúsinu
sem geymslu fyrir sjálft sjúkrahúsið
og hann nánast rekinn út með bæk-
umar. Þá sagði hann m.a.: „En þetta
bjargaðist núna um daginn, a.m.k. í
nokkrar vikur, þar sem ég fékk að
hola þeim út í eitt homið. Ég gat sem
sagt bjargað þessu í bih en þær fara
á götuna eftir nokkrar vikur nema
ég geti kríað út eitthvert pláss.“
Þá sagði Jóhann að ástandið væri
afar slæmt í sjúkrahúsinu. Sá mögu-
leiki væri fyrir hendi að læki á þeim
stað þar sem bækurnar eru nú. „Mér
er iha við aö hafa þær þarna. Eigin-
lega er algjört ábyrgðarleysi að hafa
bækurnar þarna,“ sagði Jóhann.
Jóhann er um þessar mundir að
kanna ýmsa möguleika á plássi fyrir
þessar bækur, m.a. er fyrirséð aö
mikið pláss losnar þegar stjórnsýslu-
húsið verður opnaö síðar í sumar og
þó að búið sé að lofa bókasafninu
ásamt öðrum söfnum bæjarins
gamla sjúkrahúsinu, þegar það losn-
ar, er ljóst að það verður ekki á
næstu vikum.
Því er sem sagt sá möguleiki fyrir
hendi að þær 25 þúsund bækur, sem
safnið á á háalofti sjúkrahússins,
verði komnar á götuna eftir nokkrar
vikur ef ekki semst um húsnæði fyr-
ir þær innan tíðar.
Nýja sjúkrahúsið á ísafirði. Þar eru geymdar 25 þúsund bækur viö léleg
skilyrði og fara brátt á götuna ef ekki finnst annað húsnæði.
DV-mynd BB
Fáskrúðsfjörður:
Nær fjönitíu á fiskvmnslunámskeiði
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Öðru fiskvinnslunámskeiðinu sem
haldið hefur veriö á Fáskrúðsfirði
lauk 30. aprh sl. Þátttakendur í því
voru 39, þar af fiórir frá Stöðvar-
firði. Alls hafa 114 lokið slíku nám-
skeiði hér og fengið starfsheitið sér-
haefður fiskvinnslumaður.
Útskriftin fór fram í veitingahús-
inu Snekkjunni og þar bauð Hrað-
frystihús Fáskrúðsfiaröar þátttak-
endum og gestum í kaffi og um kvöld-
ið á dansleik í félagsheimilinu Skrúð
ásamt mökum. Gísh Jónatansson
kaupfélagssfióri afhenti þátttakend-
um viðurkenningarskjöl og flutti
kveðjur frá sjávarútvegsráðherra,
sem ekki gat mætt vegna anna.
Fiskvlnnslufólklð með viðurkenningarskjöl sín.
DV-myndir Ægir