Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
17
Lesendur
Hér má sjá þá ræðast við, Pétur Pétursson þul og Sverri Kristjánsson sagn-
fræðing (myndin sennilega frá árinu 1974 eða 75).
Viðtalið við Sverri Kristjánsson:
Hvers vegna
lögbann?
Lilja Ó. Ólafsdóttir skrifar:
Eg sendi þér kæra DV línur þessar
með ósk um birtingu og þakka í leið-
inni fyrir mörg ágæt lesenda-bréf
sem alltaf er forvitnilegt að lesa. -
Kannski verð ég svo heppin að fá
svör við spurningum mínum frá
forráðamönnum útvarps-sjónvarps.
í gærkvöldi (4. maí sl.) horfði ég á
einn besta sjónvarpsþátt sem ég hef
séð lengi, viðtalsþátt Péturs Péturs-
sonar við Sverri Kristjánsson sagn-
fræðing. - Þar sem ég var erlendis á
þeim tíma, sem þátturinn var fyrst
sýndur, beið ég spennt eftir þessum
forboðna þætti sem lögbann var sett
á.
Ég er gamall nemandi Sverris
Kristjánssonar og í gegnum tíöina
hef ég hvorki misst af útvarpserind-
um hans né rituðu máli. Á mínu
gamla æskuheimili var viss helgi yflr
þeirri stund er hann talaði í útvarp-
ið. Öll vinna lagðist niður - svo dáð-
ur var hann fyrir sína þróttmiklu
rödd og frásagnargáfu.
Reyndar hefur mér fundist hálf-
hljótt yfir útvarpinu síðan hann dó.
Hefur það og vakið furðu mína,
hversu lítið útvarpið hefur endur-
flutt sígild erindi þessa gamla snill-
ings, sem borið hefur af öðrum fræði-
mönnum og kennurum.
Spuming mín er því: Hvers vegna
var sett lögbann á þáttinn? Var það
eingöngu vegna samtalsþáttar Vil-
mundar Gylfasonar viö Sverri Kristj-
ánsson, eða var sjónvarpsþátturinn
tilklipptur? - Var þátturinn virkilega
bannaður út á það að Sverrir nafn-
greindi Áma Pálsson prófessor í þrí-
gang? Og hvers vegna var Sverrir
Kristjánsson ekki heiðraður sem
skyldi á áttræðisafmælinu - einn
vinsælasti útvarpsmaður allra tíma?
Mér fannst sjónvarpsþátturinn
stórkostlégur, enda stóð ég upp og
hrópaði ferfalt húrra fyrir Pétri þul
og mínum gamla sögukennara,
Sverri. - Þar voru samankomnar
tvær bestu útvarpsraddir sem við
höfum átt.
Frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Breytíð umferðar-
Ijósum við
Höfðabakka
Þórir Sigurðsson hringdi:
Mig langar til að leggja inn orð vegna
hinna tíðu umferðarslysa á Vestur-
landsveginum, á gatnamótum Höfða-
bakka, þar sem nú hefur nýlega orð-
iö dauðaslys.
‘ Ég hef orðið vitni að þremur
árekstrum þarna, og vil koma því á
framfæri við yfirmenn umferðar-
mála hér í Reykjavík að fyrr verður
ekki komið í veg fyrir óhöpp og um-
ferðarslys á þessum staö (þ.m.t.
dauðaslys) en umferðarljósum við
þessi gatnamót verður breytt algjör-
lega, - t.d. í samræmi við umferðar-
ljósin á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAÁL
(ALMgSi 0,5) Seltuþolið.
Fjölbreyttar stærðir og þykktir.
ALPROFILAR
□ □uizin
VINKILÁL
LlLLL
FLATAL
SÍVALT ÁL
SINDRA ^Í^STALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Burt með
viðgerðarkostnaðinn!
nýr mótor
*NÝR 3,5 HP B&S MÓTOR í SLÁTTUVÉLINA KOSTAR
AÐEINS KR. 9.765.-
Vegna tollalækkana og hagstæðra magninnkaupa
kaupa* getum við boðið Briggs & Stratton mótora
á mjög hagstæðu veröi. Það borgar sjg ekki lengur
að kosta upp á viðgerð á gömlu slátt'uvélinni.
Auðveld og ódýr endurnýjun sem allir geta fram-
kvæmt.
iláffuicla
maritaðurlnn
Smiðjuvegi 30 € Kópovogi
Simor: 77066. 78600
Dæmi um verð á B&S.
B&S 3,5 hp L kr. 9.765.- með söluskatti
B&S3 hp S kr. 12.500.- með söluskatti
B&S4 hp S kr. 13.500,- með söluskatti
B&S5 hp S kr. 16.900,- með söluskatti
B&S 8 hp l/C S kr. 25.800,- með söluskatti
B&S 10 hp l/C S kr. 39.996,- með söluskatti
L — lóðrétt S — lárétt
GÁ. PéTURSSON HF.
UMBOÐS- OG H6ILDV6RSLUN