Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. MAl 1988.
13
Tölvutengd verðbréfaviðskipti hafa valdið glundroða í Wall Street og ætla
nú nokkrir stærstu verðbréfasalarnir að hætta slíkum viðskiptum.
-Símamynd Reuter
Dregið úr
tölviitengdum verð-
bréfaviðskiptum
Anna Bjamason, DV, Denver:
Fimm af stærstu verðbréfasölum í
Wall Street hafa ákveðið að hætta,
að minnsta kosti um stundarsakir,
verðbréfaviðskiptum eftir fyrirfram-
gerðum tölvuforritum.
Slík verðbréfaviðskipti hafa hvað
eftir annað valdið glundroða á verö-
bréfamarkaðnum í Wall Street og
voru talin ein helsta ástæðan fyrir
hruni verðbréfamarkaðarins 19. okt-
óber í fyrra. Ætlun fimmmenning-
anna er að reyna að endurvekja
traust peningamanna á verðbréfa-
markaðnum.
Bandarísk þingnefnd hefur verið
að rannsaka orsakir hruns banda-
ríska verðbréfamarkaðarins 19. okt-
óber í fyrra og er samkomulag verð-
bréfasalanna ávöxtur af starfi nefnd-
arinnar.
Um leið og fréttin af samkomulag-
inu barst út hækkaði Dow Jones vísi-
talan um sex stig eftir að hafa fallið
fjóra daga í röð þar á undan.
Þrátt fyrir það eru ýmsir svartsýn-
ir og telja að miklu fleiri atriði en
tölvutengd verðbréfaviðskipti valdi
því að fiármagnseigendur séu
smeykir við mikil verðbréfakaup.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Síðastliðinn miðvikudag hækkuðu
bankar almennt grunnvexti sína á
útlánum í níu prósent. Sú hækkun
hafði legið í loftinu í nokkra daga.
Segja hagfræðingar hana nauðsyn-
lega til að sporna gegn verðbólgu sem
stefni í 5 prósent á þessu ári. Grunn-
vextir eru grundvöllur allra annarra
bankavaxta.
Eins og áöur hafði vaxtahækkunin
mikil áhrif á verðbréfaviðskiptin í
Wall Street. Dow Jones vísitalan
lækkaði um 37,80 stig í 1965,85 stig.
Vextir skuldabréfa til 30 ára hækk-
uöu í 9,20 prósent og í slíkum bréfum
vilja peningamenn fiárfesta.
Felld hefur verið tillaga um útgáfu frimerkis í Bandarikjunum með mynd
af rokkkónginum Elvis Presley. Póstmeistari Bandaríkjanna hyggst þó ekki
gefast upp og mun aftur leggja fram tillögu þar að lútandi.
Deilt um frímerki
Anna Bjamason, DV, Denver:
Þótt póstmeistari Bandaríkjanna
telji að frímerki með mynd Elvis
Presleys myndi færa bandarísku
póstþjónustunni verulegar tekjur
felldi nefnd 15 leikmanna, sem
ákveður útlit bandarískra frímerkja,
tillögu þar um.
Afstaða nefndarinnar er orðin
nokkuð umdeild, ekki síst í fiölmenn-
um röðum aðdáenda Presleys. Furða
þeir sig á afstöðu nefndarinnar og
benda meðal annars á að tvö ríki í
Vestur-Indíum, St. Vincent og
Grenada, hafi gefiö út frímerki með
mynd Presleys.
I lögum um bandarísku póstþjón-
ustuna segir að ekki megi gefa út
frímerki með mannamyndum fyrr
en áratug eftir andlát þeirra. Presley
lést 1977 svo það atriði hindrar ekki
útgáfuna.
Fimmtán manna „frímerkjanefnd-
in“ kemur aftur saman til fundar í
júlí og þá mun enn verða lagt til að
Presley-frímerki gefið út. Þá mun
aftur koma til atkvæðagreiðslu því
Presley á sterka keppinauta í þessum
efnum, meðal annars John Wayne
og Marilyn Monroe.
Útlönd
Anna Bjamason, DV, Denver.
Öll stærstu flugfélög Bandaríkj-
anna, nema Eastern, ætla að
hækka ódýrustu flugfargjöld sín í
þriðja sinn á þessu ári. Hækkunin
nú, sem kemur til framkvæmda
þann21. mai, nemur lOtiI 20dollur-
um.
Jafnframt veröa flugfarþegar að
greiöa farmiðana með 14 daga fyr-
irvara í stað 7 áður og hann fæst
ekki endurgreiddur þó að aðstæður
hafi breyst þegar að flugdeginum
kemur.
Eastern Airlines hafði áður
ákveöið að minnast 60 ára afmælis
síns 1. maí meö því að lækka far-
gjöld um allt að 30 prósent frá tíma-
bilinu 1. maí til 15. júní. Félagið er
ilia statt og farþegum þess hefur
fækkað um 6 prósent eftir að opin-
ber raxmsókn var fyrirskipuð á
vélum þess þar sem ábendingum
flugmálastjómarinnar um öryggis-
atriði hafði ekki verið sinnt.
Önnur flugfélög þorðu ekki ann-
aö en að lækka sín fargjöld á þeim
flugleiðum sem þau eiga í sam-
keppni við Eastem. Fargjalda-
hækkunin 21. mai kemur því ekki
til með aö ná til þeirra flugleiða
sem Eastem flýgur á fyrr en 15.júni
þegar afmælisafslættinum lýkur.
En eigi að síður hækka flugfar-
gjöld á 75 prósentum allra flugleiða
í Bandaríkjunum og öll félögin,
nema Eastera, munu taka upp regl-
una um greiðslu farmiða 14 dögum
fyrir brottför.
Með þessari nýju hækkun eru
flugfargjöld orðin um 10 til 15 pró-
sent hærri en þau voru á sama tíma
í fyrra. Talið er að þessi hækkun
muni færa flestum flugfélaganna
góða tekjuaukningu á þessu ári en
jafnframt draga úr eða stöðva þá
miklu aukningu sem orðið hefur á
fiölda flugfarþega á undanfornum
mánuðum.
PFAFF hf. keypti allstóra sendingu af
PFAFF saumavélum áður en vörugjaldið
skall á. Nú viljum við bjóða okkar fjöl-
mörgu viðskiptavinum að gera kosta-
kaup.
Hvað er í boði?
Tii dæmis bjóðum við nú saumavélina
1047 á kr. 33.900.- eða 32.200.- stgr. Með
vörugjaldi myndi hún kosta kr. 39.800,-
Þessi vél er nú 300 krónum dýrari í Þýska-
landi en á íslandi.
Ótrúlegt - en satt!
Dýrasta gerðin — 1471 kostar nú kr.
60.900.- eða kr. 57.800,- stgr. Þessi gerð
kostar í Þýskalandi, sjálfu framleiðslu-
landinu, kr. 70.250.- miðað við gengi í dag.
Þetta er 12.450.- kr. mismunur miðað við
stgr. Sem sagt yfir tólf þúsund krónum
ódýrari á íslandi en í Þýskalandi!
Niðurstaða
Góð saumavél er áratugaef ekki lífstíðar-
eign. Að kaupa saumavél á lægra verði en
í framleiðslulandinu eru talsverð tíðindi
og slíkt tilboð kemur varla á næstunni.
EURO — eðaaðrirafborgunarsamningar.
SAMA VERÐ UM LAND ALLT! Við sjáum
um sendinga- og vátryggingakostnað-
inn.
PFAFF H.F. Boroartúni 20 - sími 2 67
Verðlisti
Teg. 721 kostar kr. 18.900.- stgr. kr. 17.950.-
Næsta sending kr. 22.200.-
Teg. 1047 kostar kr. 33.900.- stgr. kr. 32.200.-
Næsta sending kr. 39.800.-
Teg. 1171 kostar kr. 43.300,- stgr. kr. 41.700.-
Næsta sending kr. 50.900.-
Teg. 1471 kostar kr. 60.900,- stgr. kr. 57.800.-
Næsta sending kr. 71.500.-
Leiðarvísir og saumabækur á
islensku fylgja öllum
vélum auk sýnikennslu.
Ódýrari á íslandi en í Þýskalandi
Áríðandi skilaboð til
þeirra sem ætla að kaupa
PFAFF saumavél í ár