Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
47
LífsstíU
Kvartanir:
Kvörtunarþjónusta fyrir neytendur
Hvert er hægt að leita?
Hvert er hægt aö leita með kvört-
unarmál?
Fólk virðist stundum eiga nokkuð
erfitt með að átta sig á því hvert það
getur snúið sér ef það telur sig órétti
beitt í viðskiptum. Um þó nokkra
staði er að velja.
Neytendasamtökin
Fyrst er til að taka kvörtunarþjón-
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
{ Heimili
! Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í apríl 1988:
[ Matur og hreinlætisvörur kr.
1 Annað kr.
Alls kr.
DV
ustu Neytendasamtakanna. Samtök-
in hafa starfsmann í vinnu við að
sinna kvörtunarmálum. Til að geta
lagt fram formlega kvörtun þarf að
vera félagi í samtökunum. Það aetti
ekki að vera neinum ofviða þvi ár-
gjaldið er aðeins kr. 900.
Neytendasamtökin reka einnig
kvörtunarnefnd ferðamála í sam-
vinnu við Félag íslenskra ferðaskrif-
stofa. Þessi nefnd er góð trygging
fyrir félagsmenn samtakanna því
hún hefur dómsvald í ágreiningsefn-
um vegna ferðamála, og er því eini
vísir að neytendadómstól hér á landi.
Eftirtaldar ferðaskrifstofur eiga
aðild að nefndinni:
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen,
Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ferða-
þjónusta Flugleiöa, Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar, Ferðaskrif-
stofa Kjartans Helgasonar, Ferða-
skrifstofa stúdenta, Ferðaskrifstofa
Vestfjarða, Ferðaskrifstofan Saga,
Ferðaskrifstofan Útsýn, Ferðaskrif-
stofan Úrval, Ferðamiðstöðin, Sam-
vinnuferðir-Landsýn, Ferðaskrif-
stofan Atlantik, Feröaskrifstofan
Farandi, Ferðaskrifstofa FÍB.
Kvörtunarþjónusta Neytendasam-
takanna er opin á virkum dögum frá
kl. 9-13. Hún er á Hverfisgötu 59 og
síminn er 21666.
Neytendamáladeild Verð-
lagsstofnunar
Verðlagsstofnun hefur eftirlit með
að lögum um samkeppnishömlur og
ófullnægjandi viðskiptahætti sé
framfylgt. Þau ná einnig yfir rangar,
villandi eöa ófullnægjandi upplýs-
ingar um vörur og þjónustu. Deildin
er opin daglega frá kl. 8-16. Heimilis-
fangið er Skólavörðustígur 16 og sím-
inn 27422. Ef fólk vill kvarta yfir
vöruverði eða gefa ábendingar er
rétt að snúa sér beint til Verðlags-
stofnunar í síma 25522.
Félag íslenskra
bifreiðaeigenda
Félag íslenskra bifreiðaeigenda veit-
ir upplýsingar, leiðbeiningar og að-
stoð vegna ýmissa atriða sem snerta
bifreiðar. Má t.d. nefna viðskipti,
eign og þjónustu.
Þessi þjónusta er miðuö við félags-
menn. Argjaldið er kr. 1.800. FÍB er
með þijá lögfræðinga í því að skera
úr ágreiningsmálum og spara þeir
fólki oft umtalsverðar párhæðir.
Símatímar eru á mánudögum og
fimmtudögum í Reykjavík í síma
29999 og á miðvikudögum á Akureyri
í síma 96-25919.
Þjónusta sem er opin öllum er
sáttaþjónusta FÍB og Bílgreinasam-
bandsins. Hún er þannig úr garði
gerð að fagmaður, sem er viður-
kenndur af báðum aðilum, úrskurð-
ar í deilumálum. Sáttaþjónustan er
opin á þriðjudögum og fimmtudög-
um.
í lögum FÍB eru ákvæði um að fé-
lagið skuli stuðla að neytendavernd
og hefur það haft samstarf við Neyt-
endasamtökin.
Neytendaþjónusta Trygginga-
eftirlits ríkisins
Tryggingaeftirlit ríkisins hefur
starfandi lögfræðing sem veitir ráð-
gjöf í tryggingamálum. Þessi þjón-
usta er veitt miðvikudaga til fóstu-
daga frá kl. 10-12 í síma 685188.
Tryggingaeftirlit ríkisins er til húsa
að Suðurlandsbraut 6.
Siöanefnd um auglýsingar
Samtök íslenskra auglýsingastofa,
Neytendasamtökin og Verslunarráð
hafa starfandi siðanefnd um auglýs-
ingar. Hún tekur við skriflegum kær-
um vegna óhæfilegra eða ólögmætra
auglýsinga. Heimilisfangið er Há-
teigsvegur 3,105 Reykjavík.
Leiðbeiningastöð húsmæðra
Kvenfélagasamband íslands rekur
leiðbeiningastöð fyrir húsmæöur að
Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Gefn-
ar eru leiðbeiningar varðandi heimil-
isstörf og heimilistæki. Skrifstofu- og
símatími er frá kl. 15-18 alla virka
daga.
Nefnd um ágreiningsmál í
heilbrigðisþjónustu
Hlutverk þessarar nefndar er að
fjalla um skriflegar kærur og kvart-
anir vegna heilbrigðisþjónustu.
Kvartanir og kærur ber að senda til
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins, Laugavegi 116,101 Reykja--
vík, eða landlæknisembættisins.
Húseigendafélagið
Hjá Húseigendafélaginu geta félag-
ar fengið aöstoð og upplýsingar varð-
andi eign, rekstur og leigu húsnæðis.
Heimilisfangið er Bergstaðastræti
lla og síminn er 15659. Opiö er milli
kl. 15 og 18 alla virka daga.
Leigjendasamtökin
Hjá Leigjendasamtökunum geta
leigjendur fengið að vita allt um rétt
sinn gagnvart leigusölum. Samtökin
eru til húsa aö Mjölnisholti 14, og
síminn er 27609.
-PLP
SNVRTIseeflWtÐtNGARNIÍ RÚNA GUtJMUNDSOÖTW OG
BARA AlEXANOÉRSDOniR SJÁ UM XVNNINGUNA.
ELIZABETH ARDEN
KYNNINGARVIKA
MÁNUDAGUR: 16/5
SNYRTIVÖRUV. SPES, KLEIFARSELI
18, BREIÐHOLTI. FRÁ KL. 13-18.
APÓTEK GARÐABÆJAR. FRÁ KL.
13-18.
ÞRIÐJUDAGUR: 17/ 5
NAFNLAUSABÚÐIN, STRAND-
GÖTU 34, HAFNARFIRÐI. FRÁ KL.
13-18.
SNYRTIVÖRUV. NANA, VÖLVU-
FELLI 15, BREIÐHOLTI. FRÁ KL. 13-
18.
MIÐVIKUDAGUR: 18/5
SNYRTIVÖRUV. DÍSELLA, MIÐ-
VANGI 41, HAFNARFIRÐI. FRÁ KL.
13-18.
SNYRTIVÖRUV. SERÍNA í KRINGL-
UNNI. FRÁ KL. 13-18.
FIMMTUDAGUR: 19/ 5
SNYRTIVÖRUV. ÖCULUS, AUSTUR-
STRÆTI 3. FRÁ KL. 13-18.
SNYRTIVÖRUV. RÓMA GLÆSIBÆ.
FRÁ KL. 13-18.
FÖSTUDAGUR: 20/5
SÁPUHÚSIÐ, LAUGAVEGI 17. FRÁ
KL. 13-18.
SNYRTIVÖRUV. GLORÍA, KEFLA-
VÍK. FRÁ KL. 13-18.