Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. T.ífggtíll Tíðarandi Knattspymudómarar á skólabekk Kröfurnar til dóm- ara hafa aukist - segir Steinn Guðmundsson fyrrverandi milliríkjadómari annarrar deildar leiki íslandsmóts- ins og til þess að eiga rétt á að öðl- ast milliríkjadómararéttindi, þurfa menn aö standast þetta próf. Þeir sem ekki ná því detta hreinlega út úr tuttugu manna hópnum. í þrekprófinu þurfa dómararnir að hlaupa 2.400 metra, 6 hringi í kringum Valbjarnarvöll, á innan við tólf mínútum. Þá þurfa þeir að hlaupa 400 metrana á innan viö 70 sekúndum og 50 metra sprett á inn- an við 8 sekúndum. Til viðbótar við þrekprófið þurfa dómarar svo að setjast á skólabekk og þreyta skriflegt próf. Skriflega prófið tóku þeir daginn eftir þrek- prófiö um síöustu helgi. Auk þess hlýddu þeir á fyrirlestur bresks dómara sem kom til landsins á veg- um UEFA. Missti andann „Það var hrikalega erfitt að „Kröfumar til dómara hafa auk- ist ekki síður en til leikmannanna < sjálfra. Um leið og knattspyrnan batnar og leikmenn verða betri verður að gera þær kröfur til dóm- aranna að þeir séu í sama gæða- flokki,“ sagði Steinn Guðmunds- son, fyrrverandi milhríkjadómari, í samtali við DV, en Steinn er faðir eins okkar snjöllustu leikmanna, Guðmundar Steinssonar í Fram. „Þolið er mjög mikilvægt fyrir dómara. Hann verður að geta verið á réttum stað allan leikinn, þar sem hlutirnir eru að gerast. Og ef hann rétt hefur þrek til að hlaupa með leikmönnum getur hann skort þol * til að hugsa rökrétt á mikilvægum augnablikum. Hafi hann hins veg- ar nægilegt úthald heldur hann frekar einbeitingunni. Það er ástæðan til þess að við leggjum svona mikla áherslu á þrekið," sagði Steinn, en hann vann við að tímamæla dómarana og reikna út „Þetta var hrikalega erfitt, sérstaklega þegar hlaupið var á móti rok- inu,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, sem er hér að jafna sig eftir tólf mínútna hlaupið. Hann stóöst þó prófið með glans. vegalengdir sem þeir hlupu á þrek- prófi sem knattspyrnudómarar þurftu að gangast undir á Valbjarn- arvellinum fyrir rúmri viku. Strangar kröfur Þrekpróf er orðið að árvissum viðburði hjá dómurum. Sett er visst lágmark af alþjóða knattspyrnu- dómarasambandinu og er farið eft- ir þeim í prófinu hér á landi. Til þess að komast í tuttugu manna hóp dómara sem dæma fyrstu og Sveinn Sveinsson og Geir Þorsteinsson hlaupa hér fremstir meðal jafningja í dómarastétt í tólf minútna hlaupinu. Þegar tólf minúturnar voru á enda kom í Ijós að Sveinn hafði hlaupið lengst allra, var kominn hátt i tvo hringi á undan þeim sem síðastir fóru. hlaupa út úr beygjunni því þá fékk maður vindinn beint í fangið og missti hreinlega andann,“ sagði Guðmundur Sigurðsson sem er í tuttugu manna hópnum, en hann náði lágmarkinu með glans. Það skal tekið fram að þegar prófið var þreytt var strekkingsvindur, rign- ing og fremur svalt. „Ég átti nóg eftir þegar tólf mín- úturnar voru hðnar en beygjan á móti vindinum tók á. Ég hef veriö að æfa töluvert að undanfórnu til að komast í æfingu enda eru gerðar miklu meiri kröfur til okkar nú en áður var,“ sagði Guðmundur. DV-myndir GVA Sveinn Sveinsson hljóp mun hraðar en aðrir í tólf mínútna hlaupinu og hljóp meira en þrjú þúsund metra, en lágmarkið er 2.400 metrar. Þurfum að vera í góðu formi „Þetta tók aðeins á. En ég hef æft mjög vel að undanfórnu, synt, hlaupið og spilað fótbolta. Ég'lít þannig á aö dómari veröi að vera í góðu formi til að halda einbeiting- unni í heilum 90 mínútna leik,“ sagði Sveinn Sveinsson. Knattspyrnudómararnir okkar ættu því að vera í finu formi í sum- ar, eins og leikmennimir verða vonandi líka. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.