Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988.
49
Það vakti mikla athygli þegar tísku-
hönnuðurinn frægi Kalvin Klein til-
kynnti að hann væri að fara í með-
ferð vegna fíkniefnanotkunar og of-
neyslu áfengis.
Símamynd Reuter
Fer á
meðferð-
arstofnun
Einn af frægari tískuhönnuðum
veraldar, Kalvin Klein frá Bandaríkj-
unum, komst á síður heimspress-
unnar fyrir skömmu, en í það skiptið
ekki fyrir fatahönnun. Kalvin Klein
tilkynnti opinberlega að hann væri á
leið inn á meðferðarstofnun fyrir eit-
urlyfja- og ofdrykkjusjúklinga í
Minnesotafylki, og vakti sú tilkynn-
ing mikla athygli. Hann gerir ráð
fyrir að losna þaðan í enda maímán-
aðar ef allt gengur að óskum.
Þrátt fyrir að Kalvin sé löngu
heimsþekktur fyrir föt sín, eru ekki
mörg ár síöan byijaö var að selja þau
hér á landi.
Með indíána-
blóð í æðum
Kevin Kostner er eitt af nýrri kyn-
táknunum í Hollywood, en hann var
kominn yfir þrítugt þegar hann sló
fyrst í gegn. Mjög stutt er síðan hann
var „uppgötvaður“, en það mun hafa
verið í myndinni „The Untoucha-
bles“. Síðan kom önnur fræg mynd,
„No Way Out“ sem þykir ekki síðri.
Kevin Kostner er kvæntur tveggja
barna faðir. Hann á tvær dætur,
Önnu þriggja ára og Lily eins árs.
Kostner eyðir miklum tíma með fjöl-
skyldu sinni. Foreldrar hans voru
ekki efnuð og Kostner kynntist því
fátækt af eigin raun. Faðir hans er
hálfur Cherokee-indíáni. Kostner var
ákveðinn í að komast upp úr fátækt-
inni og fór því að læra viðskiptafræði
eftir að skyldunámi lauk. Hugur
hans hneigðist þó fljótt til leiklistar,
en frægðin lét bíða lengi eftir sér.
Kevin Kostner segist hafa af tilvilj-
un átt samtal við Richard Burton
sem hafi sagt honum að það væri
þess virði að berjast fyrir frægðinni
í kvikmyndum. Kostner sér ekki eftir
því nú. Aftur á móti segist hann ekk-
ert skilja í því af hveiju hann sé tal-
inn kyntákn. Honum finnst útht sitt
vera ósköp venjulegt og hafa ekkert
upp á að bjóða. En aðdáendur hans
eru á ööru máli. Kevin Kostner er
3?ja ára nú og á eflaust eftir að sjást
mikið á'hVita tjáldihU'riáestu árin.
Raufarhöfn:
Bein lína
Landsbankans
Hólmfríður Friðjónsdóttir, DV, Raufarhöfn:
Útibú Landsbanka íslands hér á Raufarhöfn tók nýlega í notkun beinlínu-
kerfi í tengslum við Reiknistofu bankanna. Kolbrún Stefánsdóttir, for-
stöðumaður útibúsins, kvað þessar breytingar vera til mikilla hagsbóta
og um væri að ræða betri og fljótvirkari þjónustu við viðskiptavini.
Starfsfólk Landsbankans, Kolbrún er þriöja frá hægri.
DV-mynd Hólmfríður
Sviðsljós
Til móts við draum
með 20-50% afslætti
★ pelsar
★ hattar og húfur
★ kvenfatnaður úr leðri og rúskinni; kápur,
buxur, pils, dragtir og kjólar
★ herrafatnaður úr leðri; stakir jakkar og buxur
★ kvenkápur úr leðri
Einstakt tækifæri!
50% afsláttur á öllum pelsum í litlum númerum
50% útborgun og afgangurinn á 6 mánuðum
vaxtalaust.
Þegar draumurinn er minkapels
getur hann orðið að veruleika núna
VORTILBOÐ 88 frá 16/5 - 23/5
Opið frá kl. 13 til 18.
PELSINN
Kirkjuhvoli
KT; d í "'"■ v * ;
Æi • '"‘H s. : W