Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 16. MAl 1988.
45
Fréttir
„Renni nokkuð blint
í sjóinn með þetta“
- segir Óli Berg Kristdórsson á Akureyri
Óli Berg Kristdórsson við nýju körfu-
lyftuna.
DV-mynd gk Akureyri.
„Eg renni nokkuð blint í sjóinn
með þetta en þó tel ég að þaö eigi aö
geta verið markaður fyrir slíkt tæki
hér í bænum,“ segir Oli Berg Krist-
dórsson á Akureyri, en hann rekur
m.a. Pallaleigu Óla.
Nú hefur Óh fengið nýtt tæki í
hendur sem hann leigir út. Það er
körfulyfta af Omme-gerð og nær
karfan 16 metra hæð. Óli sagði í
spjalli við DV að þessi körfulyfta
gæti nýst við ýmsa vinnu, svo sem
málningarvinnu, glerísetningar og
-skipti og ýmsa þakvinnu. Körfulyft-
an verður leigð út án manns eða með
manni ef eftir því verður óskað. Það
er Köfun sf. við Laufásgötu sem mun
annast útleigu lyftunnar.
Rauður Ginseng
GÓÐ HEILSA
ÖLLU BETRI
Akureyri:
Valgerður
kjorin
leikhússtjóri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Valgerður Bjarnadóttir hefur verið
kjörin formaður Leikfélags Akur-
eyrar, en aðalfundur félagsins var
haldinn nú í vikunni.
Rekstur Leikfélags Akureyrar hef-
ur gengið mjög vel á yfirstandandi
starfsári. Sýningargestir eru þegar
orðnir um 15 þúsund talsins og sýn-
ingar eru nýhafnar á hinum vinsæla
söngleik „Fiðlarinn á þakinu".
Þá er fjárhagsstaða félagsins betri
en oftast áður. Munar þar mestu um
samkomulagið sem gert var á milli
ríkisstjómarinnar, bæjarstjórnar
Akureyrar og Leikfelagsins á síðasta
ári, en við þann samning batnaði
rekstrargrundvöllur félagsins mjög.
Þrír af fastráðnu leikurum félags-
ins á yfirstandandi starfsári hafa
sagt upp samningum sínum, Erla Rut
Harðardóttir, Arnheiður Ingimund-
ardóttir og Sunna Borg. Sunna, sem
er í hópi reyndustu leikara LA, mun
þó starfa áfram með félaginu þótt
hún verði ekki fastráðin.
Ekki hefur verið tilkynnt um verk-
efnaval félagsins fyrir næsta leikár,
að því undanskildu að jólaverkefni
félagsins verður leikgerð Böðvars
Guðmundssonar eftir sögum
Tryggva Emilssonar „Baráttan um
brauðið" og „Fátækt fólk“. Leikfélag
Akureyrar réð Böðvar til þessa verks
og veröur frumsýning í desember.
Ágúst Einarsson
kosinn í banka-
ráð Seðlabankans
Alþingi kaus Ágúst Einarsson hag-
fræðing i bankaráð Seðlabanka ís-
lands á þinglausnardag. Gildir kosn-
ing hans til 31. október 1990. Kemur
Ágúst í staö Björns Björnssonar
bankastjóra. Ágúst var sjálfkjörinn.
Albert Guömundsson gerði at-
hugasemd við kosninguna og sagði
að það væri engan veginn lýðræðis-
leg kosning og mótmælti því aö ríkis-
stjórnin skyldi hafa fjóra af fimm
fulltrúum í bankaráði Seðlabankans.
Forseti sameinaðs þings, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, sagði hins veg-
ar aö kosningin nú væri fullkomlega
samkvæmt venju.
Þá kaus Alþingi einnig níu þing-
menn í nefnd sem tekur til sérstakr-
ara athugunar stefnu íslendinga
gagnvart Evrópubandalaginu, sam-
kvæmt nýsamþykktri ályktun Ál-
þingis. í nefndina voru sjálfkjörnir
eftirfarandi þingmenn: Eyjólfur
Konráð Jónsson, Páll Pétursson,
Kjartan Jóhannsson, Ragnhildur
Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson,
Júlíus Sólnes, Guðmundur G. Þórar-
insson, Kristín Einarsdóttir og Guð-
mundur H. Garðarsson.
-SMJ
mmm
Macintosh
AUTOCAD
rchimedes
IMOKIA *
VICTilR
NEC
1\J YJ UÞJfiAR
FYRIRTULVUNA
MNA ASYNINGU
/ Kristalsal Hótels Loftlelða
dagana 17. og 18. maí
Tölvudeild KÓS býður þig velkominn á
sýninguna þar sem kynntar verða ýmsar
nýjungar, m.a. tengimöguleikar fyrir NEC
prentara við Macintosh tölvur; hágæóa NEC
skjáir með mikla upplausn fyrir teikni- og
umbrotsforrit; afkastamikiir CALCOMP
teiknaran nýr fjölhæfur geislaprentari frá
NEC með tengingu fýrir PC og Macintosh
og CMS harðir diskar fýrir PC og Macintosh.
Eitthvað í öll tölvukerfi - eitthvað fyrir
Þig:
Teiknarar, hnitaborð, harðir diskar, hugbún-
aöur, skjáir, prentararog margtfieira.
Þriðjudaginn 17. maí kl. 10til 20
Miðvikudaginn 18. maí kl. 10 til 18
rr KRISTJAN ó.
LLJ SKAGFJÖRÐ HF.
Tölvudeild Hólmasló{l4,simi24120,Rvk.
GÆÐAABYRGÐ
RlKISEINKASÚLU KÚREU
Agnar K. Hreinsson hf.
Sími: 16382, pósthólf 654, 121
Reykjavík.
NETTAR, LITLAR
OGLÉTTAR
UÓSRITUNARVÉLAR
- og þær gera allt sem gera þarf
á minni skrifstofum
Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö!
Verökr. 25.025.-stgr.
Japönsk sniHdartiönnun, þýsk ending og
nákvæmni.
Verö frá kr. 37.300.- stgr.
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka,
innbyggður arkabakki til að spara pláss;
hágæöaprentun og hagkvæmni í rekstri.
Verð kr. 54.200.- stgr.
Ekjaran
ÁRMULA 22. SlMI (91) 8 30 22. 106 REYKJAVlK
Síðumúla 33
símar 681722 og 38125