Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. Fréttir Guðmundur Stefánsson hljóðfærasmíðameistari: Ashkenazy slrtur að meðal- tali einn streng á viku - hann valdi sjátfur flygilinn sem notaður var í Háskólabíói tónleikamir voru að hefjast. Þess vegna vakti þetta svo mikla at- hygli." Sama gerðist hjá Arrau „Það merkilega er að á síðustu listahátíð, þegar Claudio Arrau lék einleik á píanó, gerðist nákvæm- lega það sama. Það slitnaði D nóta áttund neðar og það vill svo til að báðir þessir snillingar spiluðu sömu Beethoven sónötuna þar sem þessar nótur eru hvað mest notað- ar. Hins vegár sást ég ekki gera við hljóðfærið inni á sviðinu þegar Arrau spilaði þannig að ekkert veð- ur var gert út af því. Það er því eins gott að vera í startholunum á næstu listahátið," sagði Guðmund- ur. Guðmundur sagði að þetta væri ekki það versta heldiir hefði hann þurft að hlaupa til fyrir nokkrum árum er það slitnaði strengur hjá Áslaugu Ragnarsdóttur þegar hún var í miðjum klíðum að spila í Langholtskirkju. Guðmundur sagði að Steinway flyglar væru langalgengustu kon- sertflyglar í heiminum meðal fag- manna, hefðu yfir 80% af markaðn- úm. „Þetta ættu íslenskir gagnrýn- endur að gera sér grein fyrir,“ sagði Guðmundur. -GKr „Það væri óhætt að segja aö Vlad- imir Ashkenazy shti að meðaltah einn streng á viku þannig að það er ekkert óeðlilegt að það hafi shtn- að strengur á lokaæfingunni fyrir þessa tónleika. Það gerist ósjald- an,“ sagði Guðmundur Stefánsson hljóðfærasmíðameistari í samtali við DV. Hann var einmitt sá umtal- aði píanóstilhr sem vakti athygli á tónleikum Vladimirs Ashkenazy í Háskólabíói síðasthðinn laugardag vegna þess að hann sást gera við flygihnn þegar gestirnir komu í sahnn. „Þaö er mjög eðlilegt að strengur- inn sé örlítið falskur eftir að nýr er settur í því að þetta er járn sem þarf að slipast. Þetta vissi Ash- kenazy og gagnrýnendur ættu að vita það,“ sagði Guðmundur. Gagnrýnendur voru ósparir á orðin yfir lélegt hljóðfæri og að- stöðu í greinum sínum sem þeir birtu eftir tónleikana. Þeir töluðu ýmist um að flygilhnn hefði verið í afleitu ásigkomulagi eða að Stein- way píanóin entust næstum ekk- ert. „Samt er staðreyndin sú að Ashkenzay sagði sjálfur eftir tón- leikana að hann hefði verið mjög ánægður með Steinway hljóðfæriö sem hann lék á þetta kvöld. Hann valdi meira að segja flygihnn sjálf- ur,“ sagði Guðmundur. „Máhð er það að þetta gerist mjög oft á lokaæfingum fyrir tónleika. Hins vegar vildi bara svo til að ég var staddur inni á sviðinu þegar Ashkenazy við flygilinn á sviði Háskólabíós á nýafstaðinni listahátíð. DV-mynd JAK Fær Skemmtigarðurinn í Hveragerði greiðslustöðvun? Enginn skaðast jafnmikið á gjaldþroti og ég - Ólafur Ragnarsson, stjómarformaður tívolísins „Það mun enginn skaðast jafn- mikið og ég ef Skemmtigarðurinn hf. verður gjaldþrota. Ég mun beita öll- um ráðum til að hér verði rekin blómleg tívohstarfssemi. Ég á í samningaviðræðum viö kunnáttu- menn um svona rekstur. Það er fyrst og fremst hagur Skemmtigarðsins sem ég ber fyrir bijósti,“ sagði Ólafur Ragnarsson, hæstaréttarlögmaður og stjómarformaður Skemmtigarðs- ins hf. Ólafur sagði greiðslustöðvunina vera stóran áfanga í endurskipulagn- ingu rekstursins. Hann sagðist ekki vera hræddur þótt greiðslusstöðvun- in hafi veriö kærö til Hæstaréttar. „Ég hef farið fram á innsetninga- gerð á gögnum fyrirtækisins og verð- mætum á bilinu 8 til 10 mfiljónir sem Sigurður Kárason neitar að afhenda. Verðmætin em hluti af leigu en Sig- urður leigöi út húsnæðið að mér for- spurðum þrátt fyrir aö ég eigi húsið. Verði fyrirtækið gjaldþrota skaðast ég verulega. Persónulega er ég ábyrgur, vegna veðs í húsinu, fyrir 30 mihjóna króna skuld sem fyrir- tækið yfirtók af Skemmtigarðinum hf„ sem var eign þeirra Sigurðar Kárasonar og Pálmars Magnússon- ar. Ég var vísvitandi blekktur til samstarfs í fyrirtækinu. Fyrir mig vora lagðar rangar upplýsingar. Ég á húsiö og meirihluta fyrirtækisins og mun beita öhum ráðum til að hér verði blómlegt tívolí. Nú er opið hér alla daga og tívoliið hefur aldrei ver- ið betra,“ sagði Ólafur Ragnarsson. -sme Fyrsti hvalurinn á þessari vertíð var skorinn í Hvaistöðinni í gær. DV-mynd JAK Hvalbátarnir aftur á miðin í dag Hvalur 8 og 9 lögðu til veiða aftur í gærkvöldi og verða líklega komnir á miðin aftur um miðjan dag í dag. Að sögn var bræla á miðunum í morgun. Eggert ísaksson sagði að lokið væri að verka hvalina þijá sem komu á land í gær og vom þetta vænar lang- reyðar. GKr Helgi Bevgs hættir í Landsbankanum: Enginn beitt mig þiýstingi að hætta Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, lætur af því starfi um áramótin eftir átján ára starf í bankanum. Helgi er 69 ára og hætt- ir því ári fyrr en hann þarf sam- kvæmt starfsreglum. Pétur Sig- urðsson, formaður bankaráös, sagði í morgun aö ekki væri búið að ráöa nýjan bankasfjóra. Hvort Valur Amþórsson yrði næsti bankastjóri, svaraði Pétur einfald- lega: „No comment". „Það hefur enginn beitt mig nein- um þrýstingi að hætta sem banka- stjóri Landsbankans," sagði Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, í morgun við DV um þaö hvort hann hefði verið beöinn um að hætta svo hægt væri að koma Val Amþórssyni, kaupfélagsstjóra KEA og stjómarformanni SÍS, að í bankastjórastól Landsbankans. Pétur Sigurðsson lýsti því yfir í viðtali við DV 29. október síðastlið- inn að hann myndi styðja Val Am- þórsson í stól bankastjóra ef um hann kæmi tillaga. „Ég mun styðja hann,“ sagði Pétur þá. -JGH Stefhum á 97% atkvæða „Ég vonast eftir því að kjör- sóknin veröi ekki undir 90% á laugardaginn. Varðandi fylgi Vigdísar þá get ég sagst vera sam- mála þeim könnunum sem gerð- ar hafa verið en þær sýna 97% fylgi hennar. Ég stefni á að ná því fylgi,“ sagöi Svanhildur Hall- dórsdóttir, kosningastjóri Vigdís- ar. Svanhildur sagði að þau myndu hafa tvær kosningaskrifstofur opnar á kjördag og byöu upp á aðstoð við kjósendur, bæði hvar þaö ætti að kjósa og einnig meö að koma þvJ á kjörstað. Svan- hildur sagði að á hverjum Kjör- stað væm menn sem þau gætu haft samband við, eins konar tenglar. Aðalkosningaskrifstofan hefði ekki skipulagt kosninga- skriistofur annars staðar, en viða hefðu stuðningsmenn haft eigið frumkvæði að opnun einhvers konar aðstöðu á kjördag. -JFJ Erum þegar búin að vinna „Við eram þegar búin að vinna kosningamar með þessu fram- boöi. Við höfum svipt blekkingar- hulunni burt frá valdakerfinu og' sýnt þjóðinru að hun geti haft áhrif. Kerfið hefur engin mótrök getað komið með gegn því sem við erum að segja. Framboð Sigr- únar sýnir að völdin þurfa ekki að vera áfárrahöndum. Atkvæð- in skipta þvi ekki máli, jafnvel þótt viö fengjum bara eitt. Hins vegar sigrar þjóðin ef Sigrún verður forseti,“ sagði Áshildur Jónsdóttir, fjölmiölafulltrúi Sigr- únar Þorsteinsdóttur forseta- frambjóðanda. Aðspurð sagðist Áshildur vera bjartsýn á kosningarnar en vildi ekki nefna neinar tölur. „Við höf- um verið að gera skoðanakönnun í Austurstræti, fyrir utan kvik- myndahús og víðar. Við höfum spurt 1000 manns og 62% af þeim vifja virkan forseta sem visar málum til þjóðarinnar. Ég vona bara að aUt þetta fólk krossi við Sigrúnu. Ég hef heyrt í fólki síð- ustu dagana og það gæti vel gerst að hún sigraöi.“ -JFJ Stuðningsmenn Sigrúnar mótznæla „Við mótmælum hér með óheiöarlegum vinnubrögðum í kynningarþætti ykkar í ríkisút- varpinu 22. júní síöastliðinn," segir í upphafi bréfs sem stuðn- ingsmenn Sigrúnar Þorsteins- dóttur hafa sent stuðningsmönn- um Vigdísar Finnbogadóttur. í bréfinu segjast stuönings- menn Sigrúnar mótmæla því aö Sigurður Líndal lagaprófessor hafi verið látinn koma fram sem sérfraeöingur í lögum og þannig ætlast til aö tekiö sé mark á hon- um sem óvilhölJum fræðimanni. Telja stuðningsmenn Sigrúnar aö málflutningur Siguröar hafi bo- riö keira af persónulegum stuðn- ingi hans við Vigdísi Finnboga- dóttur og sýni „að hann hefur andstyggð á lýðræðinu og vill halda i hefðir danska konungs- veldisins".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.