Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
Spumingin
Ætti ísland að bjóðast til
að taka við flóttafólki?
Bjarni Einarsson: Nei, ég vil ekki
segja þaö. Ef litiö er til annarra Vest-
urlanda þá sér maður vandamálin
sem fylgja í kjölfarið.
Halla Þorbjörnsdóttir: Já, mér finnst
þaö, en ekki mörgu því við erum svo
fá.
Þórunn Benediktsdóttir: Nei, við höf-
um nóg að gera með landið okkar
sjálf.
Helga Hansdóttir: Já, ísland ætti að
taka þátt í að leysa alþjóðavandamál.
Þorfinnur Guðnason: Mér finnst það.
Alveg hikláust.
Björn Björnsson: Að takmörkuðu
leyti.
Lesendur_______________
Hvaða eriendar bjór-
tegundir fáum við?
Hoíneken Carlsberg Tuborg
Lövenbrau Budweiser
Frá skoðanakönnun DV um bjórtegundir. - Súluritið sýnir hlutföllin milli
vinsælustu bjórtegundanna.
Þórhallur skrifar:
Nú hefur um sinn lagst niður um-
ræðan um áfengt öl og er ekki seinna
vænna, þar sem við höfum nú fengið
samþykkt frumvarp á þingi um að
hér megi (ekki skuli) framleiða og
selja áfengan bjór. En því er ég að
skrifa þessar línur nú að ég hef það
á tilfinningunni að enn eigi eftir að
hefjast umræða um bjórinn og ekki
af minni ákafa en áður - vegna bjór-
tegunda sem „leyfa eigi“ i landinu
og svo vegna fyrirkomulags á dreif-
ingu eða „útsölustöðum" fyrir hann.
I könnun, sem DV gerði og birti
hinn 8. þ.m. um bjórtegundir, þar
sem spurt var hvaða þrjár tegundir
af sterkum bjór fólk vildi helst fá
hér, kom fram að í efstu sætum urðu
þessar 8 bjórtegundir: Heineken,
Carlsberg og Tuborg, síðan komu ís-
lensku tegundirnar frá Sanitas og
Agli, þá Becks, Löwenbrau og Bud-
weiser hinn ameríski.
Ég held, að þetta sé könnun sem
megi marka og allar götur höfum við
ekkert annað betra að fara eftir. Mér
þykir því við hæfi að þegar ákvörðun
um bjórtegundir hér verður tekin,
þá verði höfð hliðsjón af þessari DV
könnun. - Athyglisvert er að á eftir
þessum 8 bjórtegundum er fólk sem
svarar í skoðanakönnun DV að
„skjóta á“ alls kyns tegundir bjórs,
allt frá enskum Guinness bjór til
McEvans og Grolls, bjórtegunda sem
fáir þekkja hér að ráði.
En eitt er víst að ekki verður við
það unað að aðeins 3^1 bjórtegundir
verði á boðstólum hér í fyllingu
tímans. Það verður varla gert að úr-
slitaatriði að núverandi aðstæöur
ÁTVR séu svo bágbornar að ekki sé
hægt að taka við fleirum en þremur
tegundum! - Ég tel hins vegar ekki
þörf á að hafa nema eina bjórtegund
frá hverju landi til sölu hér. Þannig
að þótt í könnuninni sé minnst á tvær
tegundir þýsks öls, er nóg að hafa
aðra tegundina.
Sömu aðferð mætti einnig nota um
danska bjórinn. Þar verður hins veg-
ar að gæta þess að ekki er sama hvort
drukkinn er danskur pilsner (Grön
eöa Hof) eða svokallaður Export bjór
sem er ögn sterkari. - Almenningur
í Danmörku drekkur t.d. lítið af þeim
síðarnéfnda, aðeins pilsnerinn sem
er líka mun bragðbetri. Því þyrfti að
selja báðar tegundir af annað hvort
Carlsberg eða Tuborg (pilsner og
Export).
Eins er nóg að hafa eina þýska bjór-
tegund, eina hollenska og eina amer-
íska, en ein tegund frá hverri þessara
þjóða er sjálfsögð. Þýska bjórinn
vegna þess að margir íslendingar
hafa þegar vanist honum og þykir
hann góður, hollenska bjórinn
Heineken, einnig vegna mikilla vin-
sælda og svo þann ameríska vegna
þess að mjög margir vilja ekki annað
en amerískan bjór þegar þeir hafa
kynnst honum og einnig vegna þess
hve mildur hann er og lítið áfengis-
magn í honum. Hann er því þægileg-
ur til drykkjar. - En sem sagt; Hafið
DV könnunina til hliðsjónar þegar
kemur að valinu á tegundum. Sex til
átta tegundir ættu að nægja okkur í
bili.
Verkalýðslélög i austursveitum tóku fyrir vinnu Reykvikinga þar. Nú
býöur ráöhúsið landsbyggðarbúa velkomna til vinnu. - Breyttir tímar
breytt viöhorf.
Aðflutt vinnuafl við
ráðhúsbyggingu?
Reykvíkingur skrifar:
Þaö hefur vakiö nokkra athygli
hjá þeim sem eiga leið um borgina
og fara fram hiá athafnasvæðinu
við væntanlegt ráöhús að sjá þar
fleiri bila en endranær raerkta
landsbyggðarbókstöfum. Er ég fór
að grennslast eftir hvernig á þessu
stæði var raér tjáð að við byggingu
þessa störfúðu mestanpart menn
utan af landsbyggðinni.
Nú er aö vísu lítiö við þessu að
segja. Verktakar þarna liljóta að
vera sjálfir utan af landi eða hafa
einhvetjum skyldum að gegna við
raenn utan af landi, svo mjög sem
þeir virðast sækjast eftir vinnuaili
þaðan.
Þama skýtur þó skökku við ef
við minnumst þeirra tíma er frara-
kvæmdir við virkjanir stóðu sem
hæst í'austursveitum nær, í ura-
dærai þeirra verkalýðsféiaga sem
þar ráða ríkjum. Þá gekk það glæpi
næst að ráða þangað menn úr
Reykjavik og var reyndar bannað
raeð öllu og sagt að félagar úr
verkalýðsfélögunura í sveitunum
gengju algjörlega fyrir með alla
vinnu þar. Nú era komnir aðrir
timar þarna eystra og fólk býr við
atvinnuleysi. Hvaö er þá til ráða
annað en leita til Reykjavíkur um
vinnu? Já, tímarnir breytast og við-
horfin með. Ráðhúsið á sennilega
eftir aö „bjarga“ mörgum lands-
byggðarbúanum og bjóða þá vel-
komna til starfa i höfúðborginni!
Skemmdir á tjaldstæðum á Akureyri:
Utanaðkomandi að verki!
Eru Akureyringar viðkvæmari en aðrir, þegar um fréttir af óspektum þaðan
er aö ræða? - Frá glæsilegum miðbæjarkjarna Akureyrar.
Norðlendingur hringdi:
Ég hringi til að láta í ljósi furöu
mína á því hvemig tekið er á málinu
um skemmdarverk þau er unnin
vora á Akureyri nú um sl. helgi. í
fréttinni segir að þar hafi ungt fólk
farið hamfórum á tjaldstæðum bæj-
arins og sundlaugin hafi ekki heldur
fengiö að vera óáreitt. Allt er þetta
tilmikillar vansæmdar og skammar.
í sjónvarpsfrétt um þetta mál segir
aðspurður Akureyringur að hér
hljóti að vera einhverjir aðrir en
Akureyringar að verki. Svona lagað
tíðkist bara alls ekki í bænum og
engan veginn af innfæddum sjálfum!
Svo mörg era þau orðin. Ég vil þó
geta þess hér að ég hef nú orðið vitni
að ýmsum óspektum og ólátum á
Akureyri.
Það er ekki óalgengt að eftir nætur-
skemmtanir ungs fólks á dansstöð-
um bæjamins hópist það út á götum-
ar eins og gefur aö skilja og sé með
hróp og köll fram undir morgun,
þannig að bæjarbúum og öðrum sem
vilja njóta svefns sé það fyrirmunað
meðan á ólátunum stendur. Þetta
hefur t.d. verið algeng kvörtun frá
ferðamönnum innlendum sem er-
lendum sem hafa gist á hótelum í
miöbæ Akureyrar.
Það sem ég er svo að furða mig á
er hvað Akureyringar era viðkvæm-
ir fyrir því að þar geti gerst misjafn-
ir hlutir eins og annars staðar á
landinu. Akureyri er ekkert frá-
brugðin öðram stöðum að því leyti
að þar era óspektir í heiðri haföar -
af ólátaseggjum og skemmdarvörg-
um - eins og annars staðar á þessu
landi, í þetta fjölmennu bæjarfélagi.
Hvort í þessu tiifelli hafi verið fleiri
ferðamenn en innfæddir á ferli um-
rædda nótt skal ég ekkert um segja,
en hitt veit ég, að Akureyringar eru
ekki alsaklausir af óspektum og næt-
urrölti fremur en aðrir landsmenn -
ef aöstæður eru fyrir hendi og tilefni
er til.
DagskráStóðvar2:
Komi í
vegfyrir
fólks-
fækkun
Jón skrifar:
Ég vil byija á því að þakka Stöð
2 fyrir frábæra dagskrá. Stöð 2
er eiginlega of góð stöð, því mað-
ur kemur engu í verk á meðan
hún sendir út. Þið hjá Stöð 2 eruö
með alla flokka mynda, þ.e. gam-
anmyndir, spennumyndir,
drama, hryllingsmyndir, o.fl.,
o.fl. - nema einn flokk mynda,
klámmyndir.
Ég er þó ekki að meina þessar
fiólubláu, „bakviömyndir", held-
ur löglegar, ljósbláar myndir. -
Það væri til dæmis sniðugt að
sýna þær seinast í dagskránni, á
föstudags- eða laugardagskvöld-
um, eins og „Canal + “ gerir.
Ég er viss um, að þessar mynd-
ir geröu íslenskum karlmönnum
bara gott eitt, og kæmu þar með
í veg fyrir fólksfækkun á íslandi.
- Ef þið bætið þessum flokki
mynda inn í dagskrána hjá ykk-
ur, eruð þið búnir að fullkomna
Stöðina.