Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 8
8
Útlönd
Frá slysstaö í Crotton. Simamynd Heuter
Um flmmtán þúsund manns urðu aö flýja heiraili sín í bænura Crofton
í Kentucky í Bandaríkjunum í gær. Flutningalest hafði fariö út af spori
sínu við bæinn, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í tankvagni sem
var hlaðinn fosfór.
Alls voru það þrjátíu og sex jámbrautarvagnar sem lentu út af brautar-
sporinu í þessu óhappi.
Engan mun hafa sakað vegna óhappsins og fólkið hélt aftur til heimila
sinna í gærkvöldi, eftir að slökkvilið hafði yfirbugað eldinn.
Bjóða sjáHstjóm
liflML«"SM •NTCRí-ArONAt COPYRiGHT BY CARTOOHCWS INC. NY
Michel Rocard, meö augum skopmyndateiknarans LURIE. Forsætisráö-
herrann reynir nú aö iægja ófriöaröldurnar í Nýju-Kaledóniu.
Hin nýja rikissljóm sósíalista í Frakklandi hefur boðið kanökum, frum-
byggjura Nýju-Kaledóníu, sjálfsfjóm til bráöabirgða í tilraunaskyni, í von
um aö það megi lægja óróaöldumar í landinu.
Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, átti í gær fúnd með fulltrú-
um fmmbyggja og franskra landnema í Nýju-Kaledóníu, þar sem hann
lagöi fram tillögur um sjálfstjóm sem stæði ákveðinn tíma,
Með þessu viU ríkisstjómin reyna að mæta óróa meðal kanaka.
Hertóku helgidóm
Kína
Rangoon
Bengal
flói
Hofiö er í miðborg Rangoon, höf-
uöborgar Burma.
Hópur róttækra stúdenta hefiu-
tekið herskildi helgasta hof Burma
og fjölmermar sveitir hermanna
hafa veriö sendar til Rangoon, höf-
uðborgar landsins, til þess að reyna
aö koma í veg fyrir útbreiðslu óróa.
Vopnaðar sveitir óeiröalögreglu
hafa lokaö algerlega Shwedagon
hofinu í miöborg Rangoon, þar sem
um eitt hundrað stúdentar halda
nú bænafundi. Lögreglan fjariægöi
hóp stúdenta úr hofinu í gærdag,
en félagar þeirra halda enn velli
og gera sig ekki liklega til að láta
undan og hverfa á braut.
Hofiö er tvö þúsund og fimm
hundmð ára gamalt búddahof og
það var þar sem þjóðemissinnar í
Burma söfnuðust saman gegn Bret-
um í frelsisbarátttu sinni í kjölfar
síðari heimsstyrjaldar.
Flúðu heimili sín
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
Jákvæðar frið-
arviðræður
Pik Botha, utanríkisráðherra Suöur-Afríku, gaf sér tima frá viðræðunum í
Kaíró um frið í Angóla og brá sér i skoðunarferð á kameldýri. Þótti honum
viðeigandi að setja á sig arabískan höfuðbúnað af þvi tilefni.
Simamynd Reuter
Angóla, Kúba, Suður-Afríka og
Bandaríkin hófu í gær á ný viðræður
í Kaíró um hvernig koma megi á friði
í Angóla og leysa málefni Namibíu.
Síðasti fundur þessara ríkja var
haldinn í London fyrir nær tveimur
mánuðum. Þær viðræöur fóru næst-
um út um þúfur vegna deilna um
næsta fundarstað og staösetningu
fjölda kúbanskra hermanna í suður-
hluta Angóla.
í gær komu hins vegar fulltrúar
Suður-Afríku og Angóla, sem eru
helstu andstæðingarnir í deilumál-
inu, með friðarvilja til Kaíró. Utan-
ríkisráðherra Angóla, Afonso Van-
Dunem, lagði áherslu á ósk stjórnar
sinnar um að friður verði tryggður
í Angóla og að ályktun Sameinuðu
þjóðanna um sjálfstæði Namibíu
komist til framkvæmdar hiö fyrsta.
Utanríkisráðherra Suður-Afríku, Pik
Botha, undirstrikaöi kröfur suður-
afrískra stjórnvalda um að kúban-
skir hermenn hverfi á brott frá An-
góla. Einnig kvað hann mikilvægt að
Suður-Afríka kallaði heim sína eigin
hermenn sem berjast meö skærulið-
um gegn stjórninni í Angóla en hún
nýtur stuðnings Sovétríkjanna og
Kúbu. Talið er að nú séu um fimmtíu
þúsund kúbanskir hermenn í Ang-
óla.
Bandaríkin eru, þrátt fyrir hemað-
arlega aðstoð við unitaskæruliða,
milligönguaöili í friðarviðræðunum
í Kaíró.
Dukakis undinitar skattaiög
Hvatning Michaels Dukakis til að
sendiráö Bandaríkjanna í ísrael
verði flutt frá Jerúsalem til Tel Aviv
getur oröið til þess aö hann missi
atkvæði í forsetakosningunum í nóv-
ember. Þetta segir í leiðara í New
York Times í morgun.
Jerúsalem hefur valdið deilum alla
tíð frá striðinu 1967 þegar ísraels-
menn sameinuðu með vopnavaldi
borgina en arabar höföu áður haft
yfirráð yfir austurhluta hennar. Að
flytja sendiráðið núna væri óþörf
ögrun, segir í leiðaranum.
Dukakis, sem er ríkisstjóri Massa-
chusetts, berst nú heima fyrir við
vaxandi fjárlagahalla. Hann undir-
ritaði í gær skatt á vindlinga. Frek-
ari skatta er að vænta í næstu viku.
Dukakis hefur oft lofað því í barátt-
unni um útnefningu til forsetafram-
bjóðanda að sem forseti myndi hann
aðeins grípa til skattahækkunar sem
neyðarúrræöis.
Óttast að um þrjú
hundruð hafi farist
Óttast er að um þrjú hundruð
manns hafi farist í þorpi einu í Tyrk-
landi, sem í gær grófst undir skriðu.
Talið er að um hálf miljón tonna af
aur og grjóti hafi fallið á þorpiö.
Björgunarmenn óttast aö frekari
skriöuföll kunni að verða við þorpið
Catak, um þrjátíu kílómetra suður
af Trabzon, stærstu hafnarborg
Tyrklands viö Svarta hafið.
Hættan á frekari skriðum varð til
þess að björgunarmenn hættu störf-
um í gærkvöldi og gátu þau ekki
hafist að nýju fyrr en með birtingu
í morgun.
Aðalskriöan í Catak féli nokkrum
klukkustundum eftir að smærri
skriða lokaði þjóðveginum að þorp-
inu.
Þrjú hundruö manns er saknað í
þorpinu og er óttast aö þeir séu allir
látnir.
Skriðan tók með sér mikinn flölda
bifreiða af þjóövegi við þorpið, gróf
veitingahús og nokkrar aðrar bygg-
ingar og olli miklu tjóni á umhverfi.
Veitingastaðurinn var fullur af
fólki þegar skriðan féll og voru þar
margir ferðamenn sem höfðu neyðst
til að dvelja í Catak um hríö vegna
lokunar þjóðvegarins.
Vitaö er að fjörutíu manna hópur
var í veitingastaönum til að fylgjast
með sýningu á myndbandi. Jafn-
framt er vitað aö nokkrir þýskir
feröamenn voru á þessum slóðum og
hafa þeir ekki komið fram.
Talið er að það taki að minnsta
kosti tvær vikur að flarlægja aurinn
og endanlegar tölur um flölda látinna
veröa ekki staðfestar fyrr en að því
verki loknu.
Stórvirk vinnutæki vinna nú að því að ryðja skriðunni á brott.
Simamynd Reuter